Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1978 13 Fjöldamorð skæruliða í trúboðsstöð í Ródesíu Þrettán brezkir þegnar myrtir Salisbury, 24. júní. Reuter. AP. ÞRETTÁN brezkir borgarar, trúboðar og fjölskyldur þeirra, voru myrtir á laugar dagsmorgun í trúboðsstöð í austurhluta Ródesíu og voru þar að verki þjóðernissinnað- ir skæruliðar. Fréttir voru ekki ljósar af þessum hroða- lega verknaði þegar Mbl. fór Fangar í Mexico gerðu uppreisn - og átta lágu eftir í valnum Tijuana. Mexico. 24. júní. Reuter. ÁTTA manns þar á meðal fang- elsisforstjóri, aðstoðarforstjóri fangelsis og þrír verðir voru drepnir aðfararnótt föstudags í fimm mínútna skotbardaga í garði Baja, fangelsis í Tijuana, sem er bær rétt við landamæri Mexico og Bandaríkjanna. Fréttir herma að fangarnir hafi tekið í sínar hendur með valdi ERLENT Albanir líkja Brezhnev við Hitler Vínarborg 24. júní. Reuter. ALBANIR líktu í dag Leonid Brezhnev forseta Sovétríkjanna við Adolf Hitler með því að sagt var í malgagni albanska komm- únistaflokksins. að Brezhnev stefndi að heimsyfirráðum á svipaðan máta og Hitler. Sagði í blaðinu Zeri i popullit að Sovétríkin teldu sig hafa rétt til að hlutast til um málefni Afríkulanda, Asíuríkja og í Miðausturlöndum og það eitt vekti fyrir þeim að auka sín áhrif og tryggja sér aukin völd. Með þessu svipaði starfsaðferð- um Brezhnevs óneitanlega til Hitlers. Albanía rauf samskipti við Sovétríkin 1961 svo sem alkunna er og hefur tengzt Kína miklum og nánum böndum. í framhaldi af ákveðinni hugmyndafræði- legri streitu sem virðist upp komin milli kínverskra valdhafa og albanskra stefnir allt í þá átt að Albanir muni fylgja sjálf- stæðari stefnu en undanfarin ár hvað varðar afstöðu til aðskilj- anlegra utanríkismála. Brezhnev — svipar tll Hitlers? stjórn fangelsisins og síðan kröfð- ust þeir að framkvæmdastjóri þess, Salvador Gonzalez Guiterrez, kæmi til fundar við þá á útivistar- svæði fangelsisins. Jafnskjótt og Gonzalez birtist í garðinum, þreif einn fanganna upp byssu og skaut hann til bana. Var þá skothríðinni svarað með fyrrgreindum afleið- ingum og létu þrír fangar lífið og að minnsta kosti tveir menn særðust. Ekki var að svo stöddu vitað hvernig fangarnir komust yfir skotvopnin. Nokkru síðar tókst þó að yfirbuga fangana, en þó ekki fyrr en átta manns lágu í valnum. Við leit í klefum fanganna fannst síðan mikið af skotvopnum, hnífum og eiturlyfjum og hefur sérstök varzla verið sett við fangelsið og mun umfangsmikil rannsókn hefjast í málinu. Áður hefur orðrómur verið á kreiki um að fangaverðir aðstoðuðu fangana og fyrrverandi framkvæmdastjóri var dreginn fyrir dóm fyrir nokkrum mánuðum vegna grund um að hann hefði aðstoðað fanga við flótta. Ver það Gonzalez skipaður framkvæmdastjóri í hans stað. í prentun laugardag, en þá hafði þó verið staðfest að allir hinna látnu væru brezkir borgarar og hefði að líkindum einn komizt lífs af. Það var síra John Smith við Elim- kirkjuna í Bretlandi sem staðfesti þetta en trúboðarnir tilheyrðu þeim söfnuði. Þetta er alvarlegasta atlaga sem þjóðernissinnaðir skæru- liðar hafa gert að trúboðsstöð en fjölmargir trúboðar hafa flúið Ródesíu undanfarna mánuði vegna hryðjuverka skæruliða í slíkum stöðvum og hefur mörgum trúboðs- og læknastöðvum verið lokað. Trúboðsstöð þessi var um tíu mílur frá bærium Umtali og skamman veg frá landamær- unum við Mósambik. Talsmað- ur herstjórnar sagði að skæru- liðarnir hefðu rekið á braut 250 börn sem hefðu verið við nám í stöðinni og síðan ráðizt í heift og tryllingi að trúboðs- fólkinu og ekki linnt fyrr en það lá andvana eftir. Tékki dæmdur Prag, 23. júní. Reuter. TÉKKI nokkur var dæmdur í þrettán ára fangelsi af æðsta herrétti landsins og gefið að sök að hafa á ólöglegan hátt reynt að komast úr landi með gögn undir höndum er hættuleg hefðu getað reynzt öryggi landsins. Ctka, tékkneska fréttastofan, sagði frá þessu í dag og bætti við að sakborningurinn væri Vojtech Valo tæknifræðingur. Dómurinn hefur ekki verið endanlega stað- festur. Tító enn kosinn formaður Belgrad — 23. júní — Reuter. ELLEFTA tlokkspingí júgóslavneska kommúnista- flokksins lauk síödegis á föstu- dag með endurkjöri Titos for- seta sem formanns en Tito er nú hátt á níræðisaldri, nánar tiltekiö 86 ára gamall. Flokksþingiö kaus 24 manna forsætisráö, og var helmings fækkun ákveðin í ráöinu sem fram til þessa hefur veriö skipaö 48 mönnum. Er taliö aö þetta sé gert til aö auövelda ákvaröanatöku og áframhaldandi stjórnunarstörf þegar Tito forseti fellur frá. Á flokksþinginu kom aö sögn sér- fræöinga sterkar í Ijós en áöur staöa tveggja manna, annar er varnarmálaráðherra landsins Nikola Ljubicic sem er fulltrúi herafla landsins i stjórninni og hinn er Stane Dolanc, tilnefndur ritari forsetaembættisins. Forsetinn ávarpaöi flokksþingið í lokin, var brattur og hress í tali og lagöi áherzlu á aö sjálfstæöi júgóslavneska kommúnista- flokksins væri ekki í neinni hættu, enda væri þaö einróma afstaða allra sem tll þekktu aö vinna aö því aö Júgóslavía gæti sjálf ráöiö sínum málum til lykta óháö eftirliti Sovétríkjanna. Réttarhöldum yfir Sophiu og Ponti frestað RómaborK. 24. júní. AP. TILKYNNT var í morgun, laug- ardag. að írestað hefði verið um fjóra mánuði réttarhöldum yíir leikkonunni Sophiu Loren og eiginmanni hennar Carlo Ponti en þau eru borin sökum um að hafa komið úr landi verðmætum fyrir sem svarar um ellefu milljónum dollara. Það var verj- andi hjónanna sem fór fram á frestun málsins en það átti að hefjast í dag. Ponti er þó aðalsakborningurinn og Sophia er talin meðsek. Fleiri koma við sögu eða alls tuttugu manns. Handtökuskipun hefur aðeins verið gefin út á Ponti en ekki aðra aðila málsins. Ponti og Loren hafa bæði afsalað sér ítölskum ríkisborgara- rétti og hafa franskt ríkisfang eftir að þau gengu í hjónaband í Mexico í þann tíð þegar gifting þeirra var ekki viðurkennd á Italíu, þar sem Ponti var fráskil- Blóðsugurn- ar fá við- urkenningu Prag — 23. júní — Reuter. BREZKA kvikmyndin „Blóð- sugurnar“ fékk tvenn verðlaun á 15. sjónvarpshátíðinni „Gullna Prag 1978“ að því er tékkneska fréttastofan Ctka sagði frá. Jim Allen fékk verðlaunin fyrir bezta leikmynd og dómnefnd Alþjóðasam- taka blaðamanna veitti og mynd- inni fyrstu verðlaun. Þá fékk írski sjónvarpsþátturinn „Galway and Molloy in Studio One“ sérstaka viðurkenningu. Hvað hef ur þú of t ekið með grænan skoðunarmiða... vegna þess að varahlutirnir fengust ekki á skoðunartíma? Því miður kemur þetta alltof oft fyrir. Varahlutina verður að afgreiða frá Reykjavík, og oft eru þeir ekki til þar heldur. Volvoeigendur eru betur settir en flestir aðrir varðandi viðhald og þjónustu. Jafnt átímum bifreiðaskoðunar, sem öðrum. Þjónustunet Volvo, viðurkennd umboðsverkstæði um allt land, tryggir Volvoeigendum alla helstu varahluti á staðnum. Viðbótarvarahlutir eru afgreiddir með skömmum biðtíma, þar sem tölvustýrð birgðatalning gerir þjón- ustuna fljótvirka og örugga. Þjónustunet Volvo er mikilvægur liður í háu endursöluverði Volvobíla. Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200 A N Þjónustunet um allt land

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.