Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1978 Uppsagnarfrest- ur ótiltekinnar leigu 3 mánuðir Húseigendafélag Reykjavíkur vill vekja athygli á „að þegar um er að ræða leigu til ótiltekins tíma ber samkvæmt gamalli og marg- dæmdri venju að miða uppsagnir héilla ibúða og atvinnuhúsnæðis við hina almennu fardaga, 14. maí eða 1. október. Uppsagnarfrestur er 3 mánuðir og til að uppsögn teljist lögleg á haustfardögum verður hún að hafa borizt gagnaðila fyrir 1. júlí n k “ _____ _______ Stolið úr hótelherbergi BROTIZT var inn í herbergi á Hótel Borg í fyrrinótt og stolið 50—60 þúsund krónum í peningum og þremur áfengisflöskum. Herbergið hafði utanbæjarmað- ur á leigu. Hann brá sér á dansleik og er hann kom aftur og hugðist endurnýja birgðir sínar greip hann í tómt. Dönsk kona í næsta herbergi hafði séð til ferða ungs manns á þakingu bakatil og tilkynnti dyraverði hótelsins um, en maðurinn var horfinn þegar hann ætlaði aö kanna málið. Af þakinu fór maðurinn inn um glugga á hótelherberginu. Hann var ófundinn þegar Mbl. hafði síðast fréttir, upp úr hádeginu í gær. Drottningarmóðir í MYNDATEXTA í dálkunum „Fólk“ í fréttum, í blaðinu í gær, átti að standa undir mynd af þeim mæðgum, Margréti prinsessu og Elísabet móður hennar, Elísabet drottningarmóðir, ekki drottning. Sjálfstæði - sósíalismi eigin herrar en það getur verið um þáð að ræða, hvort við erum fólk, sem sjáum fótum okkar forráð og verndum efnahagslegt sjálfstæði okkar. Það getum við hins vegar ekki án þess að viðurkenna staðreyndir og eyða ekki meira en við öflum. Nú þegar vinstri stjórn er komin í Reykjavík þá er vinstri stjórn í landinu hættulegri frelsi einstaklinga í orði og athöfnum en áður var. Meiri- hluti Sjálfstæðismanna í borg- arstjórn var brjóstvörn frjáls- hyggju og skoðanafrelsis. Al- þýðubandalagsmenn og Alþýðu- flokkur telja sér skraut að nafni sósíalismans og segja markmið sitt að koma á sósíalískum búskaparháttum á Islandi. Hvarvetna þar sem slíkt hefur gerzt hefur frelsisskerðing fylgt i kjölfarið. Valið stendur því á milli frjálshyggju eða frelsis- skerðingar. — Hvað viltu segja um horf- ur í kosningunum? — Eg legg ekki í vana minn að spá um úrslit kosninga. Þau eru á valdi kjósenda og enginn veit hver þau verða fyrr en atkvæði hafa verið talin. Þó er ljóst, að nú eru e.t.v. meiri umbrot í stjórnmálabaráttunni en oftast áður. Það er t.d. möguleiki á því í Reykjavík, að við Sjálfstæðismenn missum bæði þá Guðmund H. Garðars- son og Pétur Sigurðsson af þingi og við getum líka hugsan- lega fengið þá báða kjörna. Það er ekki eingöngu um það að ræða, að við Sjálfstæðismenn megum ekki missa þá Guðmund og Pétur af þingi heldur er það sannfæring mín, að borgarbúar og þá sérstaklega launþegar megi sízt af þeim sjá. Við Sjálfstæðismenn viljum koma á þjóðarsátt um skiptingu þjóðartekna og þótt enginn, sem kosinn er á Alþingi, eigi að vera fulltrúi einnar stéttar heldur setja þjóðarhag ofar öllu öðru, þá er mikilvægt, að þau sjónar- mið, sem þeir Guðmundur H. Garðarsson og Pétur Sigurðsson hafa svo vel skýrt á Alþingi undanfarin ár, komi fram. Urslit í mörgum kjördæmum utan Reykjavíkur eru mjög óviss og hvarvetna þarf Sjálfstæðis- flokkurinn ekki eingöngu á stuðningi sinna flokksmanna að halda heldur og allra þeirra, sem hingað til hafa ekki stutt flokkinn en sem vilja tryggja öryggi landsins út á við og vernda þá efnahagslegu vel- megun, sem nú ríkir og efla sjálfstæði þjóðarinnar í fram- tíðinni. Sumarferð Rangæinga- félagsins Rangæingafélagið í Reykjavík fer í sína árlegu sumarskemmti- ferð helgina 30. júní—2. júlí. Lagt verður af stað frá Umferðarmið- stöðinni kl. 20.30 á föstudagskvöldi og ekið austur að Skarfanesi í Landssveit, þar sem gist verður í tjöldum. Daginn eftir verður haldið austur um sveitir og komið við í Hraunteigi og í Krappa, en síðari nóttina verður gist í Hamra- görðum undir Eyjafjöllum, þar sem Rangæingafélagið hefur kom- ið sér upp ágætri aðstöðu til sumardvalar fyrir félagsmenn. Á sunnudeginum verður ekið austur með Eyjafjöllum að Skógum en síðan haldið suður á leið og komið til Reykjavíkur undir kvöld. (Fréttatilkynning) — Vilja menn... Framhald af bls. 2 Alpýðubandalaginu, sem bygg- ir á sömu kenningum og stjórnskípun alræðisins er byggð á, stuðlar aö Því að Þetta erlenda kenningakerfi nái fót- festu á íslandi. Sigur AlÞýðu- bandalagsins yrði spor í Þessa átt og Því er spurningin, hvort menn vilja slíkt spor? — hvort menn vilja kjósa yfir sig slíkt hlutskipti, sem tónlistarsnill- ingarnir, sem Ragnhildur nefndi, eiga. Það er í raun spurning dagsins, 25. júní 1978. — Tæplega 6800 Framhald af bls. 32 Jónas Gústafsson fulltrúi sagði í samtali við Mbl. að rólegt hefði verið í gærmorgun og hefði það komið sér á óvart. Sagði hann að á fimmtudag og föstudag hefðu samtals kosið um 570 færri en sömu dagá árið 1974 og sagðist hann hafa trú á að nokkur kippur ætti eftir að koma í kosrtinguna seinni partinn í gær. Alls kusu 8.128 árið 1974 og taldi hann ólíklegt að þeirri tölu yrði náð í ár. — Fyrstu tölur Framhald af bls. 15 tölum mrilli kl. 2 og 3 og tekur talning u.þ.b. 4 tíma ef allt gengur vel. Atkvæði úr Suðurlandskjör- dæmi verða talin á Hvolsvelli og hefst undirbúningur talningar- innar um kl. 22 og reiknað er með fyrstu tölum þaðan um eða fljótlega eftir miðnættið. At- kvæðum er safnaö saman með bílum nema hvað flogið er með þau frá Vestmannaeyjum ef veður leyfir. I Reykjaneskjördæmi hefst undirbúningur talningar um kl. 20 og koma þaðan fyrstu tölur uppúr kl. 23, en þá verður talning komin á nokkurn rek- spöl. I öllum kjördæmum verður reynt að flýta fyrir talningu svo sem unnt reynist og bjuggust fulltrúar yfirkjörstjórnanna sem rætt var við að talningu ætti að geta verið lokið á tímabilinu 4 til 6 að morgni, en gæti samt dregist lengra fram á morguninn ef vandamál kæmu upp. — Klofnaði Framhald af bls. 32 lista, H-listans, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks, sem fékk tvo menn kjörna. Af G-lista Alþýðu- bandalagsins var kjörinn einn maður. Eftir kosningarnar tókst meirihlutasamstarf með Alþýðu- bandalagi, Alþýðuflokki og Fram- sóknarflokki og á hreppsnefndar- fundinum í fyrradag, lagði meiri- hlutinn fram tillögu um að staða sveitarstjóra yrði auglýst. Sjálf- stæðismenn lögðu til, að Sigurður Pálsson, sem verið hefur sveitar- stjóri, yrði ráðinn aftur út næsta kjörtímabil. Fulltrúi Alþýðuflokks greiddi tillögu sjálfstæðismanna atkvæði og var því Sigurður kjörinn sveitarstjóri til næstu fjögurra ára. Þórður Snæbjörnsson, oddviti hreppsnefndarinnar, efsti maður á H-lista, lista Framsóknar og Alþýðuflokks sagði að það sem gerzt hefði á fundinum í fyrradag hafi verið að Sigurður var ráðinn sveitarstjóri fyrir kjörtímabilið, en hins vegar kvað hann enn ógengið frá ráðningarsamningi og var samþykktin því gerð með þeim fyrirvara að samningar næðust. „Það fer ekkert milli mála, hvað ég vildi, ég vildi að staðan væri auglýst, svo að allir gætu sótt um hana, jafnt Sigurður Pálsson núverandi sveitarstjóri sem aðrir.“ Þórður kvað vinstri flokkana í Hveragerði ekki hafa verið búna að ganga frá málefnasamningi, heldur hafði aðeins verið ákveðið að þeir störfuðu saman. Ingjaldur Tómasson: Svart er ef satt er „í Dagblaðinu 31. maí s.l. var grein undirrituð af Hilmari Jóns- syni bókaverði. Þar er brugðið upp mjög svartri mynd af islenzkum skóla- eða kennsluháttum. Mest af greininni er eftir umsögn skóla- manns, sem ætti að vera vel kunnugur þessum málum. Eftir henni að dæma verður helzt ályktað að hin nýja grunnskóla- stefna og framkvæmd hennar sé á góðri leið með að steypa þjóðinni í það mesta stjórnleysis- og spillingardýki sem hún hefir nokkurn tíma sokkið í. Eg vil hvetja fólk til að lesa þessa grein, þvi ég óttast að hún innihaldi alltof mikinn sannleika um ástand skólamála okkar nú. I greininni er minnst á samþykkt skólastjóra og sálfræðinga er segir, að skóli eigi ekki að vera fræðslustofnun heldur barnageymsla meðan mæðurnar (starfskraftarnir) eru ýmist að vinna úti eða að taka þátt í hinu oft vitfirrta skemmtanalífi hér. Sagt er að allt uppeldi frá bleyjubarni og til 18 ára aldurs eða lengur, skuli fara fram innan opinberra stofnana samkvæmt kröfu skólasálfræðinga. Stefna skal hér.í opna skóla, þar sem nemendur þurfa ekki að læra meira en þeir sjálfir vilja og þar eiga unglingarnir að geta stundað kynlíf að kappi. Sagt er að Danir kalli sálfræðinga sína „betlimunka vorra tíma“. L^in svokallaða „vitlausa deild" menntamáiaráðuneytisins stjórn- ar öllu niðurrifinu í skólunum. Reykjavík hefur verið skipt í mörg sálfræðihverfi og fer þeim fjölg- andi. Hverfunum er stjórnað af sálfræðingum og í hverju þeirra er sálspekingur, félagsráðgjafi og fleira starfslið. í flestum skólum eru sálfræðistíur. Gagnslaus fræðingaskari safnast utan um Kennaraskólann sem rottur utan um rotnandi skólastofnanir. • Bókmennta- einstefna Dæmi eru nefnd um bók- menntalegan einstefnuakstur kommaklíkunnar í menntakerfinu og að hin vitlausa deild mennta- mála ráði algerlega hvaða barna- bækur séu notaðar við kennslu. T.d. komust bækur Jennu og Hreiðars og Þorvalds Sæmunds- sonar ekki á blað, enda falla þær ekki inn í klíkuna. Bók Þorvalds var tætt í sundur í Háskólanum undir stjórn Silju Aðalsteins- dóttur, en skemmdarverkið var unnið af nemendum hennar. Kunn er saga eftir Svövu Jakobsdóttur þingmann, skáld og nú frambjóðanda til Alþingis. Þessi saga segir frá börnum sem slátruðu mömmu sinni í eldhúsinu og gerðu að henni. Ég hef lesið verðlaunabarnabók Þorvalds. Ég álít bókina með því besta sem ég hef lesið. Hún lýsir mjög vel lífi, starfi og leikjum unglinga á þeim tíma er sagan gerist, enda er höfundur uppalinn í litlu sjávar- plássi og því gagnkunnur uppeldis- málúrn á þeim tíma er sagan gerist. Bent er á í greininni að vel hafi tekist uppeldið á Vilhjálmi menntamálaráðherra þótt enginn sál- eða félagsfræðingur hafi komið þar nærri. En ekki öfunda ég þann mæta mann af stjórn menntamálanna, ef undirsátarnir eru eftir lýsingu greinarinnar. Taktu nú rögg á þig Vilhjálmur, hættu við hið alóþarfa Víðishús- ævintýri og lokaðu eiturdreggja- sölu ríkisins og meirihluti menntamálaráðuneytisins mætti að skaðlausu fijóta með. • Uppeldi án sérfræðinga Ég tek tvö dæmi af fjöi- skyldum, sem ólust upp fyrir I ? t ■ 1 ■ t austan Fjall án félags- eða sál- fræðinga. Feður þessara fjöl- skyldna urðu að vera fjarverandi langtímum saman að afla bjargar í bú. Margir úr þessum fjölskyld- um eru löngu þjóðkunnir menn. Nefni ég aðeins Pétur Pétursson útvarpsþul og Helga Sæmundsson ritstjóra og held að öll s.vstkini þessara manna séu meðal mestu þjóðfélagsþegna þessa lands. En þessi systkini höfðu óskólalærða sálfræðinga, matvælafræðingá og stjórnfræðinga, en það voru mæður þessa fólks. Þegar hús- bóndinn var fjarverandi urðu mæðurnar að annast allt heimilis- hald og uppeldi barnanna og árangurinn varð með þeim glæsi- brag að margt nútímafólk trúir þessu varla, eða flokkar það undir goðsagnir eða lygasögur. Margir kennarar á þessum tíma náðu líka undraverðum árangri án sál- eða félagsfræðinga. Nefni ég nöfn þriggja: Péturs kennara á E.vrarbakka (eins og hann var ætíð nefndur), Guðmundar Sæmunds- sonar og Páls Bjarnasonar á Stokkseyri. Þessir kennarar voru áreiðanlega í fremstu röð og hinn glæsilegi árangur af starfi þeirra hefur birzt í fjölmörgum afburða- mönnum bæði til sjós og lands, en einnig í list og í forystumönnum á flestum sviðum. Ég trúi ekki öðru en að það fólk sem nafngreint er í Dagblaðs- greininni afsanni eitthvað af þeim miklu ásökunum sem þar birtust. Spurningin er: Er þetta satt eða ekki? Annars reyna sekir menn oft að „þegja þá næmu í hel“ sem þora að fletta ofan af mörgum þeim þjóðfélagsviðbjóði sem virðist nú tröllríða þjóðinni og líkt var í greininni við þurrafúa í skipum. Nýlega var viðtal í útvarpi við einhvern nútímaskólaspeking sem talaði um að stórauka þyrfti starfslið og fjárveitingar til fræðslustofnana um allt land. Kannski er eitthvert vit í þessari tillögu, því ég álít að hinir ýmsu landshlutar ættu að ráða að mestu sínum fræðslumálum. Það er yfirleitt ekki bent á fjáröflunar- leiðir þegar heimtaðar eru alls konar framkvæmdir. En segja má að fjármagn til fræðsluskrifstofa liggi á borðinu. Leggið bara ráðuneyti menntamála í Reykjavík að mestu niður og sparið með því jafnvirði margra Kröfluvirkjana. Einhverjar þýðingarmestu kosningar eru nú framundan. Það er mikið undir þeim komið að bæði skólaniálum og mörgum öðrum mikilvægum málum verði kippt að einhverju leyti upp úr þ\;í ófremd- aráslandi sem þau virðast nú sökkva dýpra og dýpra í. Ég tel það mikla ógæfu ef vinstristjórn kemst að völdum. En ef til vill þarf enn eitt vinstraævintýrið til þess að almenningur opni augun til fulls og sjái hinn andlega og efnahagslega dauðaslóða sem þessi öfl draga á eftir sér hvenær sem þeim er gert kleift að beita stefnu sinni til niðurrifs í hinum mikil- vægustu málum þjóðarinnar. Ingjaldur Tómasson."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.