Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 27
MORGUNRLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1978 27 Alþýðubandalag: Stefnir að þjóðnýt- ingu oliufélaga og tryggingafélaga ALÞYÐUBANDALAGIÐ stefnir að þjóðnýtingu olíufé- laganna þriggja og fækkun tryggingafélaga og að ein- hvers konar opinber rekstur verði á þeim. Þetta kemur fram í stefnuyfirlýsingu Al- þýðubandalags í efnahags- og atvinnumálum. Um þjóðnýtingu olíufélaga segir í stefnuyfirlýsingu Al- þýðubandalags: „Innflutning- ur eldsneytis til landsins, flutningur þess til birgða- stöðva og afhending í heild- sölu til dreifingar skal vera Vinstri stjórnin svæfói málið á Akureyri Þarf nánari skýringar á erindi Einingar” »» Á FUNDI bæjarstjórnar Akur- eyrar s.l. þriðjudag kom til afgreiðslu svohljóðandi bréf frá Verkalýðsfélaginu Giningui „Þar sem Reykjavíkurborg hefur sam- ið við sína starfsmenn, óskar Verkalýðsfélagið Eining eindreg- ið eftir því, að Akureyrarbær geri slíkt hið sama sem allra fyrst.“ Morgunblaðið hafði í gær sam- Alþýðubandalag: Ekki tími til að sinna áskor- un kommúnista „OKKUR hefur ekki gefizt tími til að taka bréf Kommúnista- flokksins fyrir á stjórnarfundi, þannig að það verður ekki af þessum fundi fyrir kosningarn- ar“, sagði Jónas Sigurðsson for- maður Alþýðubandalagsins í Reykjavík er Mbl. spurði hann hvers vegna Alþýðubandalagið hefði ekki svarað bréfi Kommún- istaflokksins um sameiginlegan fund þeirra og Fylkingarinnar. í svona vinnu, eins og nú er, þá er svo mörgum málum að sinna að við komumst ekki yfir allt saman", sagði Jónas, „og þessi fundur er eitt þeirra atriða sem við sjáum okkur ekki fært að sinna tímans vegna. Væri nógur tími til stefnu þá hefðum við ekkert á móti því að slíkur fundur yrði, en það eru mörg önnur mál sem við teljum brýnna að komast yfir fyrir kosningarnar". band við Halldór Blöndal, 3. mann á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, og spurði hann um þetta mál. „Á fundi bæjarráðs 15. júní s.l. var samþykkt að fela bæjarstjórn að leita nánari skýringar á erind- inu og kanna síðan hvaða áhrif þetta hefði á fjárhags- og fram- kvæmdaáætlun bæjarins," sagði Halldór. „Þegar þessi bókun bæjarráðs kom til afgreiðslu í bæjarstjórn vakti það athygli að hvorki Soffía Guðmundsdóttir né Helgi Guðmundsson, bæjarfulltrúar Al- þýðubandalagsins, tóku til máls, heldur greiddu bókuninni atkvæði athugasemdalaust. Þessir bæjarfulltrúar höfðu þó fyrir kosningar lofað að samning- arnir gengju í gildi og einnig í framboðsræðum sínum fyrir al- þingiskosningar. Með þessari af- greiðslu hefur erindi Einingar verið svæft framyfir alþingiskosn- ingar," sagði Halldór. Þá sagði Haildór að á framboðs- fundi á Akureyri s.l. þriðjudags- kvöld hefði það vakið athygli, að Jón Helgason, formaður Einingar, hefði ekki minnst einu orði á afgreiðsiu bæjarstjórnar Akureyr- ar á þessu erindi. Þetta hvort- tveggja sýndi bezt hráskinnsleik- inn og tvískinnunginn í kjaramál- unum og kosningunum nú. „Að síðustu vil ég segja það, að það er erfitt að átta sig á hvað meirihluti bæjarstjórnar á við með orðalaginu „að leita nánari skýringa á erindi Einingar." Það ætti þó að vera fullljóst hverjum læsum manni," sagði Halldór. „ÉG minntist á flugmennina, þegar ólafur Jóhannesson eða Geir Hallgrímsson voru að tala um þrýstihópana í þjóðfélaginu. Mér finnst það mjög vafasamt að fámcnnir hópar fari í vcrkfall og stöðvi þýðingarmikinn atvinnu- rekstur, sérstaklega þegar vitað er að þeir eru hátt launaðir, en það hcfur því miður oft gerzt í okkar þjóðfélagi,“ sagði Benedikt Gröndal alþingismaður og for- maður Alþýðuflokksins þegar Morgunblaðið spurði hann hvað hann hefði meint er hann nefndi sérstaklega verkföll flugmanna f sjónvarpsumræðum stjórnmála- foringjanna í fyrrakvöld. í höndum opinberra aðila hliðstætt því, sem er um innlenda orkugjafa. Verð skal vera hið sama frá birgðastöðvum hvar sem er á landinu og þess gætt, að ætíð séu nægar birgðir fyrir hendi." Ennfremur segir í stefnu- yfirlýsingu Alþýðubandalags: „Eitt olíusölufélag á vegum opinberra aðila taki að sér allan innflutning og sölu á olíu og olíuvörum.“ Um tryggingafélögin segir í stefnuyfirlýsingu Alþýðu- bandalags: „Tryggingafélögum verði fækkað með auknum félags- legum rekstri á því sviði.“ ^ili' w n Jarðvinna Tilboð óskast í jarövegsskipti í grunni kennslu- húss Menntaskólans á ísafiröi. Efnismagn: Gröftur ca 5.500 m3 Fylling ca 3.500 m3 yerkinu sé lokiö eigi síðar en 1. október 1978. Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík, gegn 5.000.- kr. skilatryggingu. Tilboö veröa opnuð á sama staö þriöjudaginn 11. júlí 1978, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU „Vafasamt að fámennir og hálaunaðir hópar fari einir og sér i verkfall” segir Benedikt Gröndal „Ólafur eða Geir voru að ræða um fámenna þrýstihópa í þjóðfé- laginu og ég samsinnti þessu atriði og nefndi flugmennina. Það eru til fleiri þrýstihópar i landinu, sem hafa farið í verkföll sem þorri landsmanna telur vafasöm. Það getur vel komið til mála að ríkisvaldið þurfi að grípa til einhvers konar aðgerða í svona tilfellum. Það hefur verið gert og Alþýðuflokkurinn átt aðild að slíkum aðgerðum og ég hef greitt atkvæði með þeim. En slíkar aðgerðir verður að meta hverju sinni," sagði Benedikt. SKYRTU HLBOD Bankastrasti 7 Sími 2 9122 Aóalstrastí 4 Sími 150 05

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.