Morgunblaðið - 29.06.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.06.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1978 SVONA STÓR HÖFUÐ Málefni þroskaheftra hafa ver- ið mjÖK á dagskrá að undanförnu. Þegar rætt er um þroskaheft fólk er venjulega átt við fólk sem hefur lægri greindarvísitölu en cðlilegt getur talist, þ.e. er vangefið eða örvitar. En hitt er einnig til að fólk sé með óeðlilega háa greind og það á einnig við ýmis vandamál að glíma. Börn- um, sem eru þannig „ofvitar“, leiðist til dæmis oft í skólum og gera þar gjarnan ekki neitt. Hvað cr hægt að gcfa fyrir þessi börn án þess að loka þurfi þau inni á sérstökum stofnunum sem hafa það að markmiði að framleiða framtíðarleiðtoga? Eftirfarandi grein er tekin úr franska viku- hlaðinu „Le Nouvel Obscrvateur“, en í henni kemur fram að það er ekki eintóm gæfa að vera fæddur með of miklar gáfur. Fyrsti grunurinn vaknaði hjá foreldrum Philippe þegar hann byrjaði barnaskólanám með eins árs forskot framyfir jafnaldra sína. „Þeir prófuðu hann“, úrskýrði móðir hans. En enginn hafði sagt orðið „ofviti". Fram að þessu hafði Philippe ekki sýnt nein merki um að hann væri á einhvern hátt afbrigðilegur. „Hann var dúxinn í bekknum“, sögðu for- eldrar hans. Það er allt og sumt. En skólanum tókst ekki vel með Phillippe. „Framan af“, segir móðir hans, „hafði hann áhuga á lestrinum, en siðan dvínaði áhugi hans mjög fljótt. í stærðfræði varð hann að biða þangað til hinir höfðu skilið. Hann féll ekki inn í umhverfið. Þá? Skiljið þér, eftir stutta stund var hann horfinn upp til skýjanna. Hann hafði ekki lengur áhuga á neinu“. I barnaskóla var ákveðið að hann sæti yfir ár. Móðir hans brá hart við og fór að hitta sálfræðing sem sagði við hana: „Það er allt í lagi með barn yðar. En það sem hann aðhefst í skólanum vekur ekki áhuga hans. Látið hann lifa sfnu lífi. Greind hans er miklu meiri en almennt gerist...“ Philippe er á þessu ári á unglingaprófsaldri og hefur hon- um gengið eins vel og efnu stóðu til. „Fyrir nokkrum vikum“, segir móðir Philippe, „varð ég að fara og hitta skólasálfræðinginn á nýjan leik. Ég var spurði „Hvað viljið þér gera við barn yðar?“, eins og væri hann ónytjungur. Sálfræðingurinn hafði prófað hann og sagt við hanni „Veist þú að þú ert mjög greindur?“. Philippe hafði virt hann fyrir sér með sljólegum augum. Hann skildi hvorki upp né niður. í bekknum höfðu félagar hans hlegið að honum.“ „Þér vitið, fyrir ofan 160.. .w Philippe hefur það betra síðan fyrir nokkrum dögum er hann, án umhugsunar, leysti reikningsdæmi sem félagar hans voru í þann veginn að ljúka við. „Jæja, þú stígur niður úr skýjum þínum“, sagði kennarinn. Síðan þá hefur Philippe tekið þátt í stærðfræði- tímunum. „En, útskýrði móðir hans, „fram að þessu hafði enginn kennari skilið þetta barn.“ Móðir Philippe er hjúkrunar- kona og faðir hans smáiðnrekandi. Þau hafa aldrei talað við barn sitt um hina háu greind sem gerir hann að mjög óvenjulegu barni. Þau veita einfaldlega meiri athygli gerðum og athöfnum þessa tólf ára drengs, sem er óhugnanlega stór eftir aldri, þar sem hann er að grúska í einhverju rafmagnstæki eða útvarpsviðtæki heima hjá sér. „Ilann rannsakar,“ segir móðir hans. Hann gerir „ónefnanlegar“ efnafræðitilraunir í eldhúsinu með edik, vatn úr krananum og sápu, hann kann nú þegar að aka bíl föður síns og forðast félaga á líku reki. „Hann sækist eftir samfélagi við fullorðna, einkum eldra fólk“. Móðir Philippe er óróleg vegna yfirburða_ gáfna sonar síns. „Ofviti? Ég hræðist þctta orð... Ég spyr sjálfa mig oft að því hvort barn mitt sé eðlilegt... ö Það sem ég leita eftir er fyrst og frcmst hamingja sonar míns. Kcnnarar hans hafa sagti Philippe er ekki hamingjusamur í skólanum." Móðir Philippe var meðal þátt- takenda í ráðstefnu um málefni ofvita barna sem fyrir nokkrum vikum var haldin í Nice, og var þetta fyrsta ráðstefnan sinnar tegundar sem haldin er í Frakk- landi. Hún leitaði lausnar fyrir hinn tólf ára gamla son sinn sem eins og hún sagði „er andlega fimmtán eða sextán ára gamall". Hún fann enga lausn. Ekki sonur hennar heldur, en hann hafði tekið þátt í hlut ráðstefnunnar. „Hann varð fyrir miklum vonbrigðum", sagði móðir hans, „hann sagði við mig“i „Það hefur ekki verið gert neitt nytsamt. Þeir hafa bara hlaupið úr einu í annað“. Það voru mæður á göngunum. Örvæntingarfullar mæður sem sögðu: „Það liggur við að ég hefði heldur viljað eiga fatlaðan son“. Aðrar sem sögðu frá því að kennslukona barnsins þeirra hafi sagt. „Hann er órólegur, það verður að gefa honum valíum". Enn aðrar voru þær sem ráku sig á hina almennu svartsýni. „Það er auðvelt að finna fyrir þessu fólki sem segiri Ennþá ein óð sem lætur allt snúast um lítið undra- barn“. Og svo eru þær sem aðeins lifa í litla undrabarninu sínu og trúa þér fyrir því með stolti að dóttir þeirra, sem fram að þriggja ára aldri hafi ekkert annað getað sagt en „pabbi“ og „mamma“, hafi dag nokkurn gert alla viðstadda furðu lostna með því að segja í einni lotu: „Mamma vildir þú gera mér þann sérstaka greiða að rétta mér saltbaukinn?" Gáfurnar koma stundum fram á ærið furðulegan hátt. Þessa greindarvísitölu hefur aðeins rjóminn af hinum gáfuðu, eða 2%, ef trúa má þeim er að ráðstefnunni í Nice standa. Það má finna á troðfullum göngum Sýningarhallarinnar sem hýsir þessa ráðstefnu hinna afburðagáf- uðu sem þarna er þjappað saman, þeir eru einum um of sér þess meðvitandi að þeir eru óvenjuleg- ir. Eins og bankastarfsmaðurinn sem ræktar greindarvísitölu sína með því að lesa hugmyndafræði- legar greinar og tefla skák. Hann er dálítið órólegur vegna þess að greindarvísitala hans hefur örlítið lækkað að undanförnu „og það er ekki eðliicgt". Eða þessi þarna sem segir af fyllstu einlægni. „Ég hef hærri greindarvísitölu en 200, en þér vitið að frá og með 160 hefur það ekki lengur mikið að segja hve há hún er“. Hann finnur upp tæki til segulmælinga, hefur ástríðufullan áhuga á parasál- fræði, gefur út tímarit sem kemur út í 2500 eintökum og þar fyrir utan undirbýr hann sig undir að taka stærðfræðideildarstúdents- próf í gegnum bréfaskóla. Hann er átján ára að aldri. Algebra og tindátar Þetta eru ekki einhverjir sem staðið hafa sig óvenjulega vel. Spyrjið þá og þeir munu alltaf gefa sama svarið: Eins og með Philippe, er skólinn ekki gerður fyrir þá. Þeim leiðist í skólanum. Það er ennþá ein móðir sem segir frá því að son sinn hafi verkjað í fingurna, af því að þurfa að halda hendinni kyrri við sama orðið meðan félagar hans voru að ljúka við það. „Sóun“. Það er Charles Terras- sier forseti styrktarfélags of- greindra barna í Frakklandi sem fullyrðir. Sóun að því er virðist — og það hefur verið leiðarljós ráðstefnunnar — að láta börn með greindarvísitölu yfir 130 slíta fötum sínum á sama skólabekkn- um og jafnaldrar þeirra sem búa við sama stigagang en hafa sömu greindarvísitölu og ég og þú. „Við erum ekki tilfinningalausar ófreskjur", bætti Charles Terras- sier „höfundur" þessarar ráð- stefnu við. „Við förum ekki fram á frekari forréttindi til handa fólki sem hefur forréttindi nú þegar. Staðreyndin er einfaldlega sú að óvenjulegt fólk verður að glíma við óvenjuleg vandamál. Og sóunin er stórkostleg". Arni Valdimarsson: Lyftu-byggingar Svo sem kunnugt er á að byggja tvær lyftur í Bláfjöllum í sumar, skíðadeild Ármanns ætlar að byggja toglyftu, en sveitafélögin stólalyftu. Eg hef áður bent á að staðsetning þeirra er alveg öfúg; byggja á toglyftu þar sem frekar ætti að byggja stólalyftu og byggja stólalyftu þar sem frekar ætti að byggja toglyftu. Af hverju ætti stólalyftan frekar að koma hægra megin? Vegna þess að stólalyftan verður höfuðmannvirkið á staðn- um, í hana verður ráðstafað svo miklum fjármunum að það á tvímælalaust að setja hana þar sem hún kemur að sem beztum notum. Vegna þess að þegar skíðasvæði eru skipulögð á staðsetning á lyftum að miðast við að sem auðveldast sé að komast á milli svæða. Þegar búið verður að virkja öll svæðin, Eldborgargil, Kóngsgil og Suðursvæði, á eftir að verða ákaflega vinsælt að fara frá toppnum yfir á hin svæðin tvö. Ef farið verður upp með stólalyftu verður að ganga af öxlinni, þar sem hún endar, upp á toppinn, en ef fara á með toglyftum, verður að Skíðalyftur og skipulag Bláfj alla Nú er komið að því að hafizt verði handa við byggingu á lyftum í Bláfjöllum, ef til vill þegar byrjað, er þessi grein birtist. Ég skrifaði grein í Morgunblaðið í vor þar sem ég vakti athygli á þeim mistökum, sem virðist eiga að gera þar og færði rök fyrir því að nauðsynlégt væri að gera samkomulag um verkefna og svæðaskiptingu á svæðinu og í framhaldi af því að skipuleggja svæðið. Ekcert af þessu hefur verið gert og nú er aðeins beðið eftir því að jarðvegurin verði tilbúinn til framkvæmda og þarna á að framkvæma fyrir á annað hundrað milljónir án nokkurs heildarskipulags. Þetta er eins óskynsamlegt eins og að byggra raforkuver við Kröflu áður en búið var að afla gufu. Erum við Islendingar með þeim ósköpum fæddir, að okkur finnist ekkert athugavert við framkvæmdina fyrr en skaðinn er skeður? Það sem gerir þetta mál erfiðara nú, þegar það er komið í algjöra tímaþröng, er að nú er ekki til nein Bláfjallanefnd til að semja um svæðaskiptingu. Til að lýsa svolítið skipulags- leysinu á svæðinu skulum við líta inn eftir gilinu hægra megin. Þar eru sveitafélögin með lyftu yzt, aðeins innar er Ármann með lyftu, ennþá innar eru sveitafélögin með lyftú, rétt fyrir innan hana er Ármann með lyftu, ennþá innar og ofar, alveg ofan í efri endastöð innri borgarlyftu eru Ármenning- ar að hefja byggingarframkvæmd- ir við lyftu. Ef við athugum svæðið vin tra megin, þá ætla sveitafélög- in að byggja stólalyftu með endastöð þar, en rétt fyrir innan er Ármann með skála, ennþá innar og ofar eru Ármenningar með tvær lyftur. Þetta eru ekki prent- villur heldur lýsing á skipulgs- leysi. Getur samkrullið verið meira? Er nokkurt vit í að halda áfram svona vitleysu? Er ekki augljóst, að það verður að fresta öllum framkvæmdum, hversu slæmt sem það er, þangað til þetta mál er komið á hreint? Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að Kóngsgil sé ekki til skiptanna með rekstur þar og að annar aðilinn, sveitafélögin eða skíðadeild Ármanns eigi að víkja úr gilinu. Eins og er, er ringulreið- in svo mikil að tveir aðilar eru að byggja lyftur í Kóngsgili og ætla báðir þessir aðilar að byggja upp frekari aðstöðu, svo sem salernis- aðstöðu og aðstöðu fyrir fólk til að borða nesti sitt, báðir aðilar ætla einnig að byggja lyftur fyrir sunnan Kóngsgil, þar þarf að sjálfsögðu að byggja salernis- og kaffiaðstöðu. Væri nú ekki skyn- samlegra að annar aðilinn virkjaði svæðið í Kóngsgili, en hinn svæðið fyrir sunnan Kóngsgil. Hvað segja svo nágrannasveitafélögin? Hvar eiga íþróttafélög þeirra að fá aðstöðu, þegar þar að kemur? fara í tveimur áföngum, fyrst í borgarlyftu, síðan í Ármannslyftu og verður þannig að bíða í tveim biðröðum. Þannig kemur það til með að taka lengri tíma að komast á toppinn, vegna þess að öxlin, þar sem stólalyftan á að enda, er ekki nógu stór fyrir svona mannvirki. Troða á efri endastöð inn á svæði þar sem er alltof lítið pláss fyrir hana, þar að auki verður að bæta þarna við skjólvegg, sem ekki hefur verið reiknað með fram að þessu. Verða nú færð rök fyrir því. Það þekkja allir, sem farið hafa upp fjallshlíð, hvort sem það er í skíðalyftu eða gangandi, að þegar komið er upp undir fjallsbrún og maður hættir að hafa skjól af fjallinu, er iðulega komið í vindstreng, þessi strengur getur ráðið úrslitum um hvort lyfta getur verið í gangi eða ekki, þó það sé tiltölulega gott veður við lyftuna að öðru leyti. Út af þessu verður að byggja skjólvegg fyrir ofan efri endastöð fyrirhugaðrar stólalyftu, en þá vandast heldur betur málið, þá á nefnilega að troða endastöðinni á stað þar sem í raun er ekkert pláss fyrir hana, hvað þá heldur skjólvegg að auki því hann verður að vera í hæfilegri fjarlægð frá henni, og skjólveggur á svona þröngum stað gæti breitt snjóalögum til hins verra í skíða- brekkunum sjálfum. Ármannslyfta Eins og áður hefur verið minnzt á ætlar skíðadeild Ármanns að byggja lyftu í sumar. Þessi lyfta á að verða toglyfta. Gallinn við að byggja toglyftu í Kóngsgili er að brekkurnar eru of brattar fyrir toglyftur, þó er á einum stað eða í rananum, vinstra megin í gilinu, ekki brattara en t.d. við lyfturnar í Hveradölum og Hamragili eða um það bil 27 gráðu halli. Sam- kvæmt upplýsingum, sem ég hef aflaðynér er ekki talið heppilegt að fara með toglyftu í meira en 35 gráðu halla, sé um hengjumyndan- ir að ræða í brekkunni má hallinn í henni (hengjunni) ekki vera meiri en 45 gráður. Þar sem Ármann ætlar að byggja sína lyftu, eða frá efri endastöð borgar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.