Morgunblaðið - 29.06.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.06.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1978 37 lítill tími afgangs fyrir tóm- stundaiðkun af einhverju tagi eða lestur til þess að auðga anda sinn. Þetta fólk er einfaldlega svo þreytt að það veltur um steinsofandi ef það sezt niður smástund. Nei, það er ekki hægt að hrópa húrra fyrir svona frelsi. Þetta er sú staðreynd sem blasir við. Sú kona sem vill vera heima og nota sína krafta fyrir börn, mann og heimili er alveg réttlaus. Hún neyðist til þess að fara út að vinna vegna brauðstritsins. Ein örg.“ Svo mörg voru þau orð hinnar örgu og spyrja má hversu almenn þessi lýsing geti verið. Eru flestar útivinnandi konur svo langt leidd- ar að þær séu að niðurlotum komnar, hvort sem það er vegna þess að þær vinna úti auk þess að sjá um heimilisstörfin eða vegna þess að karlmennirnir á heimilinu veita þeim ekki þá hjálp sem þær eiga skilið? Vissulega væri fróð- legt að heyra álit fleiri kvenna á þessum málum og hvort þær teldu það allar æskilegra að fá að vera heima við, en vera ekki neyddar til að vinna úti. En nóg um það og snúum okkur að lítilli ósk aldraðr- ar konu. • Handrið vantar „Ég er 88 ára gömul og á orðið erfitt um gang, vegna kölkunar í liðamótum. Ég á heima nálægt Grensáskirkju. Þar er gott að vera, bæði á samkomunum á fimmtu- dagskvöldum og einnig við sunnu- dagsguðsþjónustur. Mér datt í hug að leita aðstoðar hjá þeim sem ráðin hafa við framkvæmdir til úrbóta og lagfæringa í borginni. Viljið þið nú gjöra svo vel að setja handrið meðfram tröppunum neð- an við kirkjuna, þá kæmist ég án krókaleiða beina leið til kirkjunn- ar. Stytzta Teiðin heiman frá mér liggur einmitt um þessar tröppur, sem væru alveg ágætar ef komin væru handrið. Þetta er ekki stórvirki, en er samt mikilsvert fyrir fólk eins og mig. Kannski yrðu fleiri fegnir. Með kærum kveðjum. Ein 88 ára.“ • Vinnusemi hjá því opinbera „Þegar unnið er á vegum þess opinbera við ýmiskonar störf úti við er það mjög algeng sjón að sjá fólkið, sem á að vera að vinnu, liggja í sólbaði, eða hanga og styðja sig við verkfærin. Þvi vil ég geta þess að tveir ungir piltar sem unnið hafa við að slá græn svæði í Fossvogi, hafa vakið sérstaka athygli vegfarenda fyrir dugnað og vinnusemi. Þess utan eru þeir kurteisir og liprir og taka vel ábendingum, sem hafa leitt til þess að blettir sem aldrei fyrr hafa verið slegnir, og borginni ber skylda til að sjá um, eru nú vel hirtir og snyrtilegir. Með þökk fyrir birtinguna. Kona í Fossvogi.“ Þessir hringdu . . . • Bjórinn ekki viðbót? Örn Ásmundssoni — Ég vil leyfa mér að mót- mæla þeim skrifum sem birtust hjá Velvakanda í gær, miðvikudag, þar sem kona nokkur ræðir um bjórinn og telur hann ekki eiga rétt á sér hér á landi og nefnir Svíþjóð sem dæmi um hversu slæmt ástand hafi verið. Ég vil segja að auðvitað var ástandið slæmt í Svíþjóð, en það batnaði eftir að bjórinn kom til sögunnar. Það er algjör misskilningur að bjórinn verði hrein viðbót hér á landi, það er jafnvel bruggað annað eins núna og hann getur engu spillt. Mér finnst það aðeins bera vott um þröngsýni að geta ekki unnt mönnum þess að fá bjórinn og jafnvel ætti bara að breyta kirkjum í ölstofur, — þá kæmi einhver í þær. • Tveir taxtar Einnig vildi Örn koma því á framfæri að taxtar iðnaðarmanna ættu að vera tveir, einn fyrir lærlinga og annar fyrir réttinda- menn og fleiri taxta þyrfti ekki og ættu að vera þeir sömu hjá öllum stéttum. SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Svartur leikur og vinnur Staðan kom upp á alþjóðlegu skákmóti í Belgrad í fyrra í viðureign Júgóslavanna Jovicics og Rajkovics, sem hafði svart og átti leik. Hann lék: 61. ... gl=D+, 62. Hxgl — Rf3+!! og hvítur gafst upp, því að eftir 63. Hxf3 — fl=D+! er hann óverjandi mát. Hvítur gæti reynt 63. Kh3, en þá veitir 63. ...g4+! honum lausn frá frekari þjáningum. HÖGNI HREKKVÍSI „Ég hélt aö Högni væri að drukkna." Innanlandsflug með afslætti Fljilgir þú í hópi áttu rétt á afslætti. Einnig í hópi fjölskyldu þinnar. Láguraldur þinn. eða hár, veitir þér sama rétt. AthugaÓu afsláttarmöguleika þína FLUGFÉLAG ÍSLAJVDS INNANLANDSFLUG Opið hús í kvöld Kl. 20:30 Fyrirlestur: Vésteinn Ólason „Moderne islandsk litteratur“ Kl. 22:00 Kvikmyndasýning „Sveitin milli sanda" Aögangur ókeypis — kaffistofan opin 20:00—23:00 Sýning í bókasafni: Vigdís Kristj- ánsdóttir „íslenskar jurtir og blóm“. Sýning í kjallara: Sveinn Björnsson, málverk. NORRíNA HUSIO POHJOLAN TAIO NORDENS HUS Glæsilegt úrval af sumarjökkum. þcrnhard laxtjal KJÖRGARÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.