Morgunblaðið - 30.11.1978, Side 18

Morgunblaðið - 30.11.1978, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1978 Arfur frá eldri skólum Ilcr á cltir ícr kaíli úr Sögu Rcykjavíkurskóla eftir Heimi borleifssoni Þegar rætt er um skólalíf í Reykjavíkurskóla, er eðlilegt, að sú spurning vakni, hvað það er í skólalífinu, sem telja má arf frá eldri skólum og hvað verður til í skólanum sjálfum. Þessu er vand- svarað, því að enn hefur ekki verið gerð nein heildarrannsókn á sögu hinna eldri skóla í Skálholti, á Hólum, Hólavelli (Reykjavíkur- skóla eldri) og Bessastöðum. Efnislegur arfur er enginn nema fáeinar bækur, sem finna má í gamla skólabókasafninu, BSR-safninu. I þessum inngangs- kafla verður því ekki reynt að gera neina skipulega grein fyrir þeim andlega arfi, sem kann að hafa borizt frá eldri skólum til Re'ykja- víkurskóla hins yngra. Látið verður nægja að tæpa á nokkrum atriðum, sem til álita koma. Orðið herranótt ber oft á góma, þegar rætt er um arf frá eldri skólum í Reykjavíkurskóla nútím- ans. Lítum ögn nánar á þetta fyrirbæri. Sá siður var í Skálholts- Horft til noröurs yfir skólablettinn áriö 1903. Úr bók Heimis Þorleifssonar: Sögu Reykjavíkurskóla skóla, að piltar héldu hátíð á haustin, sem þeir kölluðu herra- nótt. Við það tækifæri var bezti nemandi skólans, dúxinn, tekinn til konungs og honum fengið ríkisepli og veldisspíra, en kóróna sett á höfuð honum. Við hlið konungs voru embættismenn að þeirra tíðar hætti, þ.e. stiftamt- maður, biskup og dómendur. Þetta var því eins konar tjáning á embættis- og mannvirðingastiga þáverandi samfélags, eins og menn tíðum höfðu í frammi við karnival miðalda. Piltar brugðu sér einn dag í gervi þeirra valdsmanna, sem þeir vildu helzt líkjast. Við þetta tækifæri flutti biskup ræðu, sem kölluð var Skraparotsprédik- un, en veran Skraparot réð fyrir þeim ágætu nauðþurftum, tóbaki og kertum. Inntak ræðunnar var að biðja menn að halda sparlega á þessum gæðum um veturinn, svo að þau entust frá jólum til páska. Eftir prédikunina. var sunginn sálmur, tileinkaður Skraparot, og var þetta vers í honum: Grábrókarríkjum gef þú not, gráðugt þig biðjum Skraparot, að veggjabirnir fælist frá, sem fýsast vorum kertum ná. Bezta tóbaki být því oss. Beinatröllin þér veiti koss. Haustkarnivalið, sem kallað var herranótt, mun hafa flutzt til Reykjavíkur, þegar skóli var settur á Hólavelli. Er mælt, að veldisspíran, kórónan og ríkiseplið hafi veriö flutt með skólanum til Reykjavíkur. Sú breyting varð þó og mjög í takt við tímann, að ráðherrar bættust við með kon- ungi. Um aldamótin 1800 virðist herranæturhaldið hafa lagzt niður Hólavallaskóli. — Teikningar eftir Jón Helgason. J og Skraparotsprédikunin með því, enda höfðu skólakómidíurnar nú haldið innreið sína. Það er at- hyglisvert við gömlu herranóttina, að skóladúxinn skipar þar æðstan sess. Þessi dúxadýrkun birtist aftur á síðasta þriðjungi 19. aldar (1867—1901), en þá höfðu dúxarnir þau forréttindi að mega færa upp skólaballið með dóttur æðsta valdsmanns Reykjavíkur (síðast landshöfðingjadótturinni). Árið 1796 var fyrsta skóla- kómidía Sigurðar Péturssonar sýnd í Hólavallarskóla. Nú var skólinn kominn í þéttbýli, og það varð hvati þess, að piltar léku eitthvað annað en eftirlíkingar fornra valdsmanna. Hólavallar- sveinar buðu verzlunarmönnum í Reykjavík á leiki sína og þáðu aftur heimboð, þar sem veitt var rommpúns. Hér var byrjað að feta hinar hálu brautir samskipta við freistingar bæjarlífsins. En brátt fluttist skólinn aftur úr bæ í sveit, og því urðu skólakómidíurnar ekki langlífar að þessu sinni. Þær fæddust og söfnuðu aftur með Hólavallarskóla og voru ekki vaktar að nýju fyrr en í Reykja- víkurskóla hinum yngri. Þar urðu skólakómidíurnar, sem leiknar voru í jólaleyfum pilta, umtals- verður þáttur í skólalífi og bæjar- lífi, í raun fyrsta leikhús Reykja- víkur. Tolleung er gjarnan talin til hins elzta, sem þekkist af skóla- venjum. Því miður er aldur hennar og uppruni óljós, en elzta heimild, sem fundizt hefur um hana, er frá árinu 1888. Ekki virðist orðið tollering nefnt í heimildum um vígsluathafnir yfir busum á Bessa- stöðum, sem þó voru margvíslegar. Einna líkust tolleringu var sú athöfn, að tveir piltar fóru með hvern busa suður að Bessastaða- tjörn og óðu með hann út í tjörnina. Þegar komið var á nokkurt dýpi lyftu piltarnir tveír busanum upp, höfðu á honum endaskipti og dýfðu höfði hans ofan í vatnið. Fóru sumir busanna með axlirnar ofan í, svo að lá við köfnun. Ýmsar aðrar vígsluat- hafnir höfðu Bessastaðamenn (descensiones, jambus), en aðal- átriðið var þó hjá þeim, að piltar sórust í eins konar fóstbræðralag. Þeir hétu því að halda trúnað hver við anna, ef eitthvað bjátaði á, og bundust þagmælskueiðum. Vatns- vígslur Bessastaðamanna áttu sér fordæmi í Hólavallarskóla, en þar fóru eldri nemendur með busana inn i Laugar til þess að ausa þá vatni. Var talið við hæfi, að piltar hlypu í einum spretti frá Hólavelli og inn að Laugum. Talið hefur verið, að einhvers konar vatns- vígslur hafi tíðkazt í Skálholti og á Hólum. í Reykjavíkurskóla er sáralítið minnzt á vatnsnotkun við busavígslur, en vera kann, að þær hafi eitthvað tíðkazt. Til þess bendir heimild frá 1897, en þá er talað um, að busar hafi fengið á sig væna gusu úr nýjum vatns- pósti, sem settur hafði verið á skólabrunninn. Meginreglan við tolleringu var sú, að hún fór fram í fyrstu frímínútum á hverju hausti og var framin á skólablettinum, svo sem enn er siður. Þagmælskueiðar pilta í Bessta- staðaskóla eru vafalaust eitt af því, sem gekk í arf til nýja skólans í Reykjavík. Þetta kemur fram í pereatsdeilunum, og enn betur birtist það, þegar piltar fóru að stofna með sér félög. Varla verður sagt, að þar hafi margt gerzt, sem ekki mátti spyrjast, en engu að síður gilti hin strangasta þagnar- skylda meðal félaga. Ekki mátti segja frá neinu, sem gerðist á fundum, og stóð sú skipan fram um 1880. Kennarar máttu ekki koma nærri þessum félögum, og var sú regla í gildi til ársins 1900, en þá var kennurum í fyrsta sinn boðið á Framtíðarfund. Gott dæmi um trúnað pilta við sameiginlegan málstað var samstaðan í 2. bekk haustið 1903, þegar rifin voru blöð úr einkunnarprótókolli. Hálfri öld seinna sagði einn bekkjarsvein- anna í grein um þessa atburði: „Eg ætla ekki að segja hver þessi bekkjarbróðir minn var fsem reif blöðin út], ég hef aldrei gert það og ætla ekki að gera.“ Á Bessastöðum voru skemmtan- ir skólapilta einkum fólgnar í söng og líkamsíþróttum, en íþrótta- greinar voru glíma, sund og „hnattleikur". Á sviðis sönglistar- innar var lögð stund á tvísöng og hét það „að fara upp“ eða „fara í bassa", eftir því, hvort menn sungu efri eða neðri röddina. Óhætt mun að segja, að söng- mennt hafi haldið áfram að skipa veglegan sess í skólalífinu, eftir að skólinn kom til Reykjavíkur, þó að segja megi, að minna hafi borið á honum tiltölulega en á Bessastöð- um. Söngur í Reykjavíkurskóla var bæði stundaður undir forystu söngkennara skólans og í frjálsum samtökum pilta. Fyrsti söngkenn- arinn, Pétur Gudjohnsen, var brautryðjandi íslenzkra tón- mennta og hann hélt fyrsta konsertinn í Reykjavík með piltum sínum um 1860. Ýmsir skólapiltar urðu auðvitað síðar kunnir fröm- uðir söngs og tónmennta. Nægir þar að nefna Bjarna Þorsteínsson, Árna Beintein Gíslason og Sigfús Einarsson. Ekki verður skilizt við sönglistina án þess að nefna skólabænina. Hún kann að vera einn elzti arfur, sem Reykjavíkur- skóli þáði frá eldri skólum. Texti kvöldþænarinnar var eftirfarandi: Sje nafn Drottins Jesú Kristi blessað, halelúja. Nú hjeðan af og að eilífu, halelúja. Ó, þú, eilífur guð, ísraels trúfasti verndari, hver aldrei syfjar, vak þú yfir oss til verndar og blessunar bæði á nóttu og degi. Fyrirgef oss af miskunn þinni í Jesú nafni allar vorar yfirtroðslur, og unn oss undir skjóli og skugga þinnar miskunnar að lifa í þínum ótta og öðlast að síðustu eilífan fögnuð og gleði fyrir Jesú Kristum, þinn son, sem með þér og heilögum anda lifir og ríkir, einn sannur guð, blessaður frá eilífð til eilífðar. Amen. Hópur af skólapiltum fyrir utan skólann aldamótaárið 1900.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.