Morgunblaðið - 30.11.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.11.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1978 19 Við þessa bæn var tónað gamalt tónlag, sem gæti verið aftan úr öldum, og það þurftu allir piltar að kunna, því að hverjum þeirra var skylt að tóna bænina a.m.k. einu sinni á vetri. Pétur Guðdjohnsen samdi einnig lag við kvöldbænina, en það náði ekki mikilli hylli. Aiþýða manna á íslandi hafði lengi þá trú, að skólasveinar bæði frá Skálholti og Hólum væru með betri glímumönnum. Þeir glímdu bæði innbyrðis í bændaglímum, við frækna glímumenn utan skól- anna, og jafnvel var talið, að piltar ættu til að glíma við útilegumenn og tröll. Ekki er að undra, þó að nítjándualdarskólarnir hafi haldið glímuhefðinni vakandi, enda ekki um margar aðrar íþróttagreinar að ræða. Bessastaðamenn glímdu daglega að sögn Páls Melsteðs og notuðu neðri bekk sem glimusal. Þar voru bændaglímur háðar, og þangað komu kennarar til að fylgjast með. Glíman varð því til að efla samstöðu pilta og kennara. Þegar leikfimihús var risið við Reykjavíkurskóla árið 1858, hófust þar íþróttaiðkanir, sem áttu sér ekki fyrirmyndir frá eldri skólum á íslandi, en voru sniðnar eftir dönskum fyrirmyndum. Hér er átt við skylmingar og alls kyns áhaldaleikfimi. Glíman hélt velli í skólanum, þó að segja megi, að hún væri á sífelldu undanhaldi. Þess er getið í frásögn af skemmti- ferð pilta til Hafnarfjarðar árið 1901, að þá átti að vera bænda- blíma, og skyldu Björn M. Ólsen og Steingrímur Thorsteinsson vera bændur. Ef til vill áttu þessir ágætu kennarar fremur að vera heiðursbændur í glímunni en alvöruglímumenn, en sagan sýnir, að enn skemmtu piltar og kennar- ar sér í sameiningu við glímur. Skólarnir á Bessastöðum og í Reykjavík voru konunglegir lærðir skólar ásamt um það bil 20 öðrum skólum í Danaveldi. í öllum þessum skólum var árlega minnzt afmælis konungs og veittir til þess sérstakir styrkir af almannafé. Á Bessastöðum voru gestir boðaðir til fagnaðarins með sérstöku boðsriti, þar sem kennarar birtu ritsmíðar sínar. Árið 1933 var t.d. boðað til skólahátíðar með eftir- farandi hætti í boðsriti: „Þann 3ja Febrúarii 1833 verður hátíð haldin af Bessastaða Skóla, í minningu fæðingardags vors allranáðugastá Konúngs Friðriks Sjötta; biðjum vér því, með þessu boðsriti, auömjúklega og ástsamlega Skól- ans Forstjóra og aðra Skóla vini og velunnara, að þeir vilji ásamt með oss þessa hátíð halda, Guði og Konúnginum til verðugs lofs og heiðurs." í Reykjavíkurskóla var afmæli konungs haldið hátíðlegt árlega út öldina. Ekki var þó lengur boðið til þess með boðsriti, þar sem birtar væru vísindarit- gerðir kennaranna, heldur var látið nægja að prenta minni þau í ljóðum, sem flutt voru á hátíðinni. Venjulega voru þau þrjú: minni konungs, minni Islands og minni rektors. Fyrir kom, að ort væru minni kennaranna og stiftyfir- valda. Eftir 1867, þegar fyrst var dansað á skólahátíð, var farið að yrkja minni kvenna. Frá 1864 til aldamóta var skólahátíðin haldin 8. apríl eða annan dag nálægt honum, því að allan síðari hluta aldarinnar var Kristján IX. kon- ungur og hann átti afmæli 8. apríl. Ekki voru allir piltar á einu máli um það, hvort ball væri við hæfi á skólahátíð, og máttu heita sífelld- ar deilur um það út öldina, þ.e. milli ballista og rallista. Hvernig sem staðið var að skólahátíðinni, varð hún til að skapa tækifæri til samfunda með kennurum og pilt- um, þar sem menn gátu hizt utan hins hefðbundna og hversdagslega skólastarfs. Mun víst mega full- yrða, að kennarar hafi oftast þennan dag sett kíkinn fyrir blinda augað og ekki hirt um að fylgja ströngustu reglum um framkomu pilta. í áðurnefndu boðsriti frá Bessa- stöðum var talað um forstjóra skólans og er þar átt við stiftsyfir- völdin, biskup og stiftamtmann. Svo sem verið hafði á Bessastöð- um, höfðu stiftsyfirvöldin (efór- arnir) veruleg áhrif á skólalífið í Reykjavíkurskóla. Þeir máttu hlusta á yfirheyrslur, þegar þeim þóknaðist, og þeir gátu sjálfir verið prófdómarar. Þá úthlutuðu þeir skólastyrkjum (ölmusum) eftir tillögum rektors. Aðallega komu þó efórarnir við sögu, þegar eitthvað bjátaði á í skólanum. Valt á ýmsu, hvort skoðanir þeirra fóru saman við skoðanir rektors og kennara. Fram til 1848 var æðsta stjórn lærðu skólanna á Islandi í höndum stjórnarnefndar háskól- ans og lærðu skólanna í Danaveldi, en eftir 1848, var yfirstjórn hjá kirkju- og kennslumálaráðuneyt- inu í Kaupmannahöfn. Stóð svo til 1874, þegar stofnað var ráðuneyti íslandsmála í Höfn. Það tók nú við málum Lærða skólans og hafði umsjón með þeim til 1904. Skólahald á Hólavelli var lagt niður vorið 1804, og varð skólahús- ið brátt eyðingaröflum að bráð. En Reykvíkingar voru samt áfram minntir á hið skammvinna skóla- hald í bænum, ef þeir litu til austurs upp úr bæjarkvosinni eða komu af hafi. Þar stóð Skólavarð- an, ekki rismikil, en áberandi, á grýttu holtinu austan bæjarins, skammt frá Steinkudys. Skólapilt- ar í Hólavallarskóla hlóðu fyrstu skólavörðuna árið 1793 og fóru þar að fordæmi Skálholtspilta, sem hlaðið höfðu vörðu utan túns í Skálholti. Þessi fyrsta skólavarða hefur verið svipuð vörðum þeim, sem vísuðu mönnum veg á Islandi. Þegar skólapiltar voru farnir úr Reykjavík, var enginn til að halda vörðunni við, og féll hún því saman. Árið 1834 lét Krieger stiftamtmaður endurreisa vörðuna fyrir eigin reikning og jafnframt leggja stíg að henni. Jón Helgason biskup lýsir þessari skólavörðu svo, að hún hafi verið „ferstrendur stöpull, er mjókkaði eftir því, sem öfar dró; en tvenn þrep voru utan á vörðunni hvort upp af öðru með setbekkjum vestan á móti, en tröppur lágu upp á þrepin". Árið eftir, 1835, samþykkti borgara- fundur, að bæjaryfirvöld skyldu taka við varðveizlu Skólavörðunn- ar. Menn urðu einhuga á fundinum um „at overtage Skolevarden for at vedligeholdes af Byen i Hen- seende til dens Spækning og Malning m.m. saalænge den ikke styrter omkuld", eins og segir í fundargerðinni, sem var á dönsku! Þrátt fyrir fögur fyrirheit bæjar- yfirvalda um Skólavörðuna, fór ástand hennar versnandi og Björn M. Ólsen segir, að hún hafi verið „fallin í rústir", þegar hann kom fyrst til Reykjavíkur árið 1861. Raunar segir Valdimar Briem í lýsingu á Reykjavík, sem hann skrifaði í skólablaðið Fjölsvinn árið 1867, að varðan hafi hrunið árið áður af fallbyssugný frá byssum Fransmanna, sem voru að skjóta úti á höfn. Um þessar mundir hófu skólapiltar fjársöfn- un til þess að endurreisa vörðuna, og söfnuðu þeir u.þ.b. 40 ríkisdöl- um. Þetta var þó ekki talið nægilegt, og var því hafin almenn fjársöfnun meðal bæjarbúa til verksins. Ekki gekk sú söfnun vel, og lauk þessu vörðumáli svo, að Árni Thorsteinsson land- og bæjarfógeti lagði fram fé úr eigin vasa til að ljúka verkinu árið 1868. Var Skólavarðan nú mun stærri en áður og gerð úr tígulsteini eftir uppdráttum Sigurðar málara. Raunar hæðist Kristján Jónsson (síðar ráðherra) að vörðunni í grein í Fjölsvinni 1870 og segir hana bröndótta og rílótta að utan, sem væri hún fugldritin. Viðleitni pilta til þess að taka aftur ábyrgð á Skólavörðunni féll þannig niður, en varðan reis að nýju og var áfram eign bæjarbúa. Þó að piltar ættu ekki Skólavörðuna, lá leið þeirra oft upp að henni, og þar hittust þeir bæði á stund ánægju og óánægju. Þar brenndu þeir Lisco 1898, og síðar á sama skólaári héldu þeir fundi inni í Skólavörðunni í hinum svonefndu Böðvarsmálum. Varðan var því ekki horfin úr hugum pilta. Ef yður vantar rafritvél fyrir heimilið eða skrifstofuna er rétta vélin. Gott verð. Mikil gæði. Skipholti 21, Reykjavik, simi 23188. -Séljum— reyktan lax og gravlax Tökum láx í reykingu og útbúum gravlax. Kaupum einnig lax/ til reykingar. Sendum i póstkrölu — Vakúm pakkað el óskað er. ör ISLENZK MATVÆLI Hvaleyrarbraut 4-6, Hatnaiiirdi Sími: 51455 Sumarauki fráOSRAM vegna gæðanna Leyft verð Okkar verð 407- 639- 470- 696- Kókosmjöl 500 gr....................................... 463.- Síríus suöusúkkulaöi 200 gr............................. 708.- Lyle’s sýróp 500 gr..................................... 522- Ota haframjöl 1,9 kg.................................. 773.- Dover hveiti 25 kg.................................... 3.374 - 3.040.- Phillsbury’s Best hveiti 5 Ibs ......................... 390- 351.- Cadbury kakó 454 gr. ds.............................. 1.484,- 1.349.- Álpappír 20 m ......................................... 630.- 567.- Möndlur, herslihnetur, valhnetukjarnar, bökunardropar, 11 bragöteg. matarlitur, krydd í úrvali, bökunarpappír, rúsínur, súkkat, kirsuber, kúrenur, döölur, sulta. Allt á Vörumarkadsverdi. Opið til kl. 10 föstudag. Opið til kl. 6 laugardag. irumarkaðurinntif. tMÚLA1A v

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.