Morgunblaðið - 30.11.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.11.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1978 Magnús L. Sveinsson: Á að selja launþegum sína eigin samninga? Er það að setja „samningana í gildi?” til þess að koma fram aðkall- andi úrbótum á aðbúnaði og öryggi á vinnustöðum, sem nefndin hefur verið að kanna. LaunÞegum er ætlaö aö gefa eftir af umsömdum launum sínum til aö bæta aöbúnaö á vinnustööum En nú bregður svo við að kommúnistar og kratar í verka- lýðshreyfingunni krefjast þess að launþegar gefi eftir af umsömdum launum sínum til að bæta aðbúnað á vinnustöðum. Ég hefði nú haldið að launþegar teldu, að það stæði atvinnu- rekendum nær að tryggja aðbúnað og öryggi á vinnu- stöðum og þeir lægst launuðu þyrftu ekki að fórna svo og svo miklu af umsömdum launum sínum til að tryggja slíkt. Ég efast ekkj um, að vinnuveit- iDregið verðl úr hækkun j Ipeninga- llauna Fyrirsögn í Þjóðviljanum á árinu 1978. Les DJOi wiuinn\ hvenær þessi fyrirsögn birtist* □ í nóvember „Dregiö verði úr hækkun peningalauna.“ Stjórn Verkamannasambandsins lýsir ánægju meö aö 143 Þús., kr. laun skuli fá skertar vísitölubætur. Það er lærdómsríkt fyrir launþega að fylgjast með því þessa dagana, hvernig forustu- menn kommúnist.a og krata í verkalýðsfélögunum, sem hæst hrópuðu í vor „samningana í gildi“ og brigzluðu mönnum um „kauprán“ þeytast nú hver af öðrum fram á völlinn og predika af jafn miklum sannfæringar- krafti, að nú sé það öllum launþegum fyrir beztu, að gefa eftir verulegan hluta af umsam- inni launahaékkun þann 1. desember. Þar með taldir allir þeir, sem taka laun samkvæmt launatöxtum láglaunastéttanna, sem eru frá kr. 143—170 þúsund á mánuði. eigin samninga með því að þeir gefi eftir 3% af launum sínum fyrir félagslegar umbætur, sem ASI samdi um í júní 1977, við fyrrverandi ríkisstjórn. Þær félagslegu umbætur, sem þá var gerð krafa um af ASI og ríkisstjórnin gaf fyrirheit um við undirritun kjarasamn- inganna 22. júní 1977 og nú á að selja launþegum aftur, eru m.a. fyrirheit um undirbúning lög- gjafar um umbætur í húsnæðis- málum, öryggismálum og hpllustuháttum á vinnustöðum og lífeyrismálum. Að öllum þessum málum hefur verið unnið síðan sam- kvæmt því fyrirheiti, sem gefið var. Sem dæmi má nefna að nefnd, sem fyrrverandi ríkis- stjórn skipaði og fulltrúar ASÍ eiga sæti í og gera átti tillögur um úrbætur í húsnæðismálum, hefur lokið störfum og afhent félagsmálaráðherra tillögur að Við þetta fólk segja kommúnistar nú samanber fyrirsögn yfir þvera forsíðu Þjóðviljans 21. þ.m. um tillögur þeirra um aðgerðir 1. des., „DREGIÐ VERÐI ÚR HÆKK UN PENINGALAUNA.“ Já, auðvitað eru ofangreind laun raunverulega allt of há, enda stóð ekki á stjórn Verkamanna- sambandsins að lýsa yfir ánægju með skerðingu lægstu launanna! Það er ekki lengi að skipast veður í lofti — þessi fyrirsögn í þjóðviljanum hefði þótt merki- leg, ef hún hefði birzt fyrir kosningar. En eins og það sé nú ekki sjálfsagt að draga úr umsömdum launum þeirra fjöl- mörgu sem hafa hvorki meira né minna en 143—170 þúsund króna laun á mánuði. Það fólk hlýtur að þola nokkra skerðingu úr því að „þessir forustumenn verkalýðsins“ segja það! Nú á aö selja launþegum sína eigin samninga samkvæmt sérstakri kröfu kommúnista. En með þessu er ekki öll sagan sögð, því samkvæmt sérstakri kröfu kommúnista, á nú að selja selja launþegum sína frumvarpi fyrir nokkru síðan. Væntanlega leggur ráðherra það fyrir Alþingi fljótlega. Unnið hefur verið að athugun á aðbúnaði og hollustuháttum á vinnustöðum og er stutt síðan nefndin, sem að þeim málum vinnur og semja á frumvarp um þau, sendi frá sér dreifibréf, sem er undirritað m.a. af fulltrúa ASÍ. í bréfinu er störfum nefndarinnar lýst og sagt að í yfirlýsingu fyrrverandi ríkisstjórnar, sem fylgdi kjara- samningunum í júní 1977 hafi verið gert ráð fyrir að ríkis- stjórnin mundi beita sér fyrir að fé fengist til láns til fyrirtækja endur munu fagna þessum liðsmönnum úr verkalýðshreyf- ingunni sem gera kröfu um að láglaunamaðurinn lækki nú laun sín, svo að vinnuveitandinn sjái um að aðbúnaður á vinnu- staðnum sé viðunandi. Launbegum er sýnd ótrúleg lítilsvirðing. Forustumenn kommún- ista og krata hafa skipt um skoðun og gera allt aöra kröfu til núverandi ríkisstjórnar en fyrrverandi Sannleikurinn er sá, að með kröfum kommúnista og krata um að launþegar gefi nú eftir 3% af umsömdum launum sín- um vegna félagslegra umbóta sem áður hefur verið samið um, sýna þeir launþegum ótrúlega mikla lítilsvirðingu. Fáheyrður blekkingarvefur er spunninn upp og annars vegar látið eins og ekkert hafi verið gert í því sem fyrirheit var gefið um, þó þeir viti betur og hinsvegar látið eins og það sé sjálfsagt, að ef núverandi ríkisstjórn eigi að halda áfram við framkvæmd á þeim félagslegu umbótum sem samið var um í júní 1977, þá verði allt launafólk nú að fórna 3% af umsömdum launum sínum. Allar félagslegar umbætur , sém samið var um í júní 1977 voru metnar við gerð sjálfra launataxtanna, sem þá var einnig samið um. Launþegar gerðu þá kröfu til fyrrverandi ríkisstjórnar, að þær félagslegar umbætur næðu fram að ganga, án þess að iaunataxtar, sem þá voru undir- ritaðir yrðu skertir. Forustumenn kommúnista og krata í verkalýðshreyfingunni hafa nú auðsjáanlega skipt um skoðun og gera allt aðra kröfu til núverandi ríkisstjórnar, því nú krefjast þeir að ríkisstjórnin selji launþegum í annað sinn umsamdar félagslegar umbætur fyrir 3% af launum sínum, ella komi þær ekki til framkvæmda. Jafnframt vita þeir, að félags- legar umbætur á vegum ríkisins eru kostaðar með sköttum landsmanna, þar með talið hinum almenna launamanni í formi bæði beinna og óbeinna skatta. Er þetta tákn um að núverandi ríkisstjórn sé „vin- veitt verkalýðshreyfingunni“?! Er þetta að setja „samningana í gildi“?! Svari nú hver launþegi fyrir sig. Launpegar eru reiöubún- ir aö leggja á sig biröar til aö vinna á verðbólg- unni. Þaö er Því siðleysi aö bjóöa Þeim upp á Þær blekkingar, sem nú eru viöhaföar Ég efast ekki um, að laun- þegar eru reiðubúnir, að leggja sitt af mörkum til að vinna á verðbólgunni. Það er ekkert nýtt. Það er þvi siðleysi og langt fyrir neðan virðingu þeirra, að bjóða þeim upp á þær blekking- ar, sem viðhafðar hafa verið af stjórnarflokkunum í sambandi við þær efnahagsráðstafanir, sem grípa á til. Slík vinnubrögð bera vott um slæma samvisku. Launþegar sjá í gegnum blekkingarvef þessara manna. Þeir eru reynslunni ríkari og sjá nú betur en áður hverjir það eru, sem misnota verkalýðs- hreyfinguna í pólitískum til- gangi. Kammertónleikar í Norræna húsinu NÆSTKOMANDI sunnu- dag, 3. desember, verða haldnir kammertónleikar í Norræna húsinu til styrkt- ar starfi íslandsdeildar Amnesty International. Tónleikarnir, sem hefjast kl. 17.00 eru haldnir að frumkvæði hörpuleikara Sinfóniuhljómsveitar íslands, Sophy Cartledge frá Bretlandi, en hún hefur starfað með hinni brezku landsdeild Amnesty International og gengizt fyrir hljómleikum á henn- ar vegum f Lundúnum. Auk Sophy Cartledge koma átta hljóðfæraleikarar fram á hljóm- leikunum í Norræna húsinu. Eru þeir frá Bretlandi, Bandaríkjun- um, Ástralíu og þrír Islendingar, en hljóðfæraleikararnir eru allir í Sinfóníuhljómsveit íslands. Hljóð- færaleikararnir eru: Alan Weiss, flautuleikari, Barbar Gilby fiðlu- leikari, Einar Jóhannesson klarinettleikari, Helga Þórarins- dottir lágfiðluleikari, Kolbrún Hjaltadóttir fiðluleikari, Laurence Frankel óbó- og píanóleikari, Richard Korn bassaleikari og Victoria Parr, sem leikur á kné- fiðlu. Á efnisskrá eru verk eftir Mozart, Ibert, Rossini, Telemann, Schumann og Ravel. Flutningur tónverkanna mun taka um 90 mínútur. Nokkrir hinna erlendu hljóðfæraleikara sem koma fram á kammertónleikunum f Norræna húsinu á sunnudag, (f.v.) Richard Korn, Barbara Gilby, Sophy Cartlcdge og Laurence Frankel. Ljósm. Mbi. Kmiiía

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.