Morgunblaðið - 30.11.1978, Síða 34

Morgunblaðið - 30.11.1978, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1978 Þorvaldur Gardar Kristjánsson: Tillögur um skipulag orkumála Samvirkjunarráð Ég kem þá að þeim tillögum um skipulag orkuvinnslunnar, sem gera ráð fyrir Samvirkjunarráði. Þar er gert ráð fyrir, að meginraf- orkuvinnslan verði á hendi eins fyrirtækis þar sem er Landsvirkj- un. Jafnframt er svo ráð fyrir gert, að sjálfstæð orkufyrirtæki í hinum einstöku landshlutum geti einnig annast orkuvinnslu eftir því sem efni standa til og löggjafinn ákveður. Heildarstjórn raforku- vinnslunnar sé komið á fót í formi samvinnu, sem fyrirtækjunum sem hafa á hendi orkuvinnslu, er gert að hafa. Samvinna þessi lýtur að skipulegri yfirstjórn, er varðar byggingu orkuvera og samrekstur þeirra. Reglur um þetta efni mótast mjög af þeirri sérstöðu Landsvirkjunar að bera Ægis- hjálm yfir öll orkuvinnslufyrir- tæki landsins. Er og staða Lands- virkjunar mjög efld frá því sem verið hefur með því að henni er ætlað að gegna aðalhlutverki í yfirstjórn raforkuvinnslunnar, svo sem fram kemur í reglunum um 1) skipun Samvirkjunarráðs, 2) eignaraðild að stofnlínum og 3) samrekstur orkuveranna. í tillögu þessari er gert ráð fyrir, að Landsvirkjun hafi á hendi meginraforkuvinnslu, en lands- hlutafyrirtæki geti hvert á sínu veitusvæði reist og rekið raforku- ver. Ef landshlutafyrirtæki, sem fyrir eru eða stofnuð kunna að verða, óska ekki að annast orku- vinnslu eða engin landshlutafyrir- tæki eru fyrir hendi, getur Lands- virkjun reist þar og rekið raforku- ver. Með landshlutafyrirtækjum er hér átt við sameignarfélög ríkis og viðkomandi sveitarfélaga, sameignarfélög sveitarfélaga eða fyrirtæki eins sveitarfélags. Þá er hér lagt til, að það skuli vera hlutverk sveitarfélaga eða sameignarfélaga þeirra að reisa og reka orkuver hitaveitna, þar sem hagkvæmt þykir, að þeirra mati. Gert er ráð fyrir, að hlutverki sveitarfélaga í þessu sambandi geti, ef svo ber undir, verið gegnt með þátttöku í orkufyrirtæki, sem aðrir en sveitarfélög eiga aðild að. Þá er lagt til, að eigendur raforkuvera 5MW eða stærri og stofnlínukerfis landsins með 132 kV spennu og hærri skuli mynda Samvirkjunarráð, er skuli vera vettvangur samvinnu þessara aðila. Skal Samvirkjunarráð vera skipað einum manni frá hverju orkufyrirtæki nema Landsvirkjun skal hafa jafnmarga menn og Ræða flutt á vetrarfundi Sambands íslenzkra rafveitna — Síðari hluti hinir eru til samans. Hér er gert ráð fyrir að koma á heildarstjórn virkjunarframkvæmda og stofn- lírtukerfisins. Rétt þykir, að aðilar að þessum samtökum skuli vera eigendur meginorkuvera og er því miðað við 5 MW stærðarmörk. Þetta þýðir, að nú féllu undir þetta ákvæði Landsvirkjun, Rafmagns- veitur ríkisins, Laxárvirkjun, Orkubú Vestfjarða og Andakílsár- virkjun. Samkvæmt grein þessari getur fjöldi aðila, sem standa að Samvirkjunarráði, verið breytileg- ur, ýmist fjölgað eða fækkað. Ný landshlutafyrirtæki gætu verið stofnuð og fyrirtæki, sem fyrir eru, sameinast, svo sem Laxár- virkjun verið sameinuð Lands- virkjun, allt eftir því hver þróun mála verður. Ákvæðin um skipan Samvirkjunarráðs taka mið af þeirri staðreynd, að Landsvirkjun annast nú meginorkuframleiðslu landsins. Þess vegna þykir eðlilegt að það fyrirtæki hafi jafnmargá menn í Samvirkjunarráði og önnur fyrirtæki til samans. Það þýðir, að ákvarðanir á vettvangi ráðsins verða hvorki teknar nema með samþykki Landsvirkjunar né getur Landsvirkjun komið málum fram nema til komi samþykki fleiri. Lagt er til, að hlutverk Sam- virkjunarráðs verði að a) samræma framkvæmdir á sviði orkuvinnslu með tilliti til stáð- setningar, stærðar og tíma- setningar nýrra virkjana, svo tryggi sem bezt hagkvæmni og öryggi fyrir landsmenn, b) að gera tillögur til ráðherra um einstakar virkjunarframkvæmdir og um það, hvaða orkufyrirtækjum skuli ætlað að reisa og reka einstök ný orkuver, c) að samræma fram- kvæmdir við stofnlínukerfið með tilliti til samrekstrar orkuver- anna, d) annast gerð orkumála- áætlunar í samvinnu við Orku- stofnun, e) semja álitsgerðir um lagafrumvörp um virkjunarfram- kvæmdir og f) gera tillögur um gjaldskrá. Hér er um að ræða ákvæði til að tryggja sem bezt, að þjóðhagslegra sjónarmiða sé gætt í virkjunar- málum og einstakar orkuveitur fari ekki sínu fram án tillits til þess, enda er það í raun sameigin- legur hagur allra fyrirtækjanna, að náð sé sem mestri hagkvæmni og öryggi með framkvæmdum í orkumálum. Þar sem framkvæmd- ir eru í verkahring þessara fyrir- tækja hljóta þau að eiga mikið undir sér og mat þeirra á málum þessum vegur því þungt. Samráð fyrirtækjanna og tillögugerð er því bezt fallið til að stuðla að markvissri stefnumótun og þjóð- hagslega réttri ákvarðnatöku stjórnvalda, sem koma til með eftir sem áður að hafa lokaorðið um þessi efni. Með skipan þessari er einnig brugðizt sérstaklega við þeim nýju viðfangsefnum, sem verða til við samtengingu hinna ýmsu landshluta í eitt samveitu- svæði. Er því Samvirkjunarráði einnig ætlað það hlutverk að hafa hönd í bagga með tæknilegri framvindu stofnlínukerfisins. Lagt er til, að heimilt sé að afhenda til eignar raforkuver Rafmagnsveitna ríkisins öðrum orkufyrirtækjum með þeim skilmálum, sem um semst. Hér er ríkisstjórninni veitt heimild til þess að leysa upp og leggja niður rekstur Rafmagnsveitna ríkisins eftir því sem aðstæður leyfa og henta þykir. Gert er ráð fyrir, að eignir Rafmagnsveitna ríkisins gangi til fyrirtækja, sem kunna að vera stofnuð til að taka við viðkomandi rekstri eða fyrir hendi eru, svo sem Landsvirkjun eða landshlutafyrirtæki. Þá er lagt til, að heimilt sé að afhenda Landsvirkjun til eignar stofnlínur með 132 kV spennu, sem ríkið hefur látið byggja og hefur nú í byggingu. Þessar stofnlínur skulu þá afhentar með þeim skilmálum, sem um semst. Hér er gert ráð fyrir, að Landsvirkjun taki við eignarráðum á þeim stofnlínum, sem ríkið hefur þegar látið byggja og hefur nú í bygg- ingu, þ.e. Norðurlínu, Austurlínu og Vesturlínu. Það er gert ráð fyrir, að þessar stofnlínur verði afhentar með þeim skilmálum sem um semst. Er þá átt við, að afhendingarkjörin stuðli að því, að komið verði á sömu gjaldskrá fyrir raforkusölu frá stofnlínukerfinu. Þykir réttara að það sé gert frekar með beinu stofnframlagi frá ríkis- sjóði heldur en rekstrarstyrkjum. Með byggingu þessara stofnlína, sem hér um ræðir, er að áliti tillögumanna gert sérstakt átak til samtengingar allra landsfjórð- unga, en það er forsenda þess, að landið allt verði eitt samveitu- svæði. Þykir því rétt, að þessar grundvallarframkvæmdir sem ríkið sjálft hefur tekið að sér, séu fjármagnaðar beint úr ríkissjóði en frekari framkvæmdir séu bornar uppi af viðkomandi fram- kvæmdaaðilum, enda þá ekki gert ráð fyrir, að ríkissjóður standi sjálfur framvegis undir stofnlínu- framkvæmdum. Ennfremur er lagt til, að Lands- virkjun skuli hafa á hendi samrekstur raforkuvera landsins. Þykir það leiða af sjálfu sér, þar sem Landsvirkjun yrði í senn eigandi meginorkuveranna og stofnlínukerfisins. Mismunandi leiöir Ég hefi hér gert grein fyrir báðum tillögunum, sem varða skipulag raforkuvinnslunnar. Meginmismunur á þeim er þessi: Önnur tillagan gerir ráð fyrir, að eitt fyrirtæki, landsorkuveita, hafi á hendi raforkuvinnsluna. I undantekningartilfellum geti fleiri komið til með minni háttar orkuvinnslu. Hin tillagan gerir ráð fyrir, að Landsvirkjun og lands- hlutaveitur annist raforkuvinnsl- una og Landsvirkjun geti virkjað á veitusvæðum einstakra lands- hlutaveitna, ef þær gera það ekki sjálfar. Önnur tillagan gerir ráð fyrir landshlutafyrirtækjum, sem séu sameign viðkomandi sveitar- félaga og annist raforkudreifingu.- Hin tillagan gerir ráð fyrir laúdshlutafyrirtækjum, sem séu sameign ríkisins og viðkomandi sveitarfélaga og hafi á hendi bæði raforkuvinnslu og raforkudreif- ingu. Önnur tillagan mælir fyrir um að sameining Laxárvirkjunar við Landsvirkjun skuli fara fram. Hin tillagan útilokar ekki sameiningu þessara fyrirtækja, en heldur opnum öðrum möguleikum fyrir Laxárvirkjun. Önnur tillagan gerir ráð fyrir, að Landsvirkjun gangi inn í nýtt fyrirtæki, lands- orkuveitu. Hin tillagan gerir ráð fyrir, að Landsvirkjun verði við' lýði áfram. Önnur tillagan gerir ráð fyrir, að virkjanir Rafmagns- veitna ríkisins gangi til landsorku- veitu nema í þröngum undan- tekningartilfellum. Hin tillagan gerir ráð fyrir, að virkjanir Rafmagnsveitna ríkisins gangi til landshlutaveitna og Landsvirkjun- ar eftir því hvar þær eru staðsett- ar. Önnur tillagan gerir ráð fyrir þátttöku landsbyggðarinnar í skipan raforkumálanna með heimild til eignaraðildar að lands- orkuveitu í gegnum landshluta- fyrirtæki sveitarfélaga, er annist orkudreifingu. Hin tillagan gerir ráð fyrir þátttöku landsbyggðar- innar í skipan raforkumála í formi aðildar að Samvirkjunarráði í gegnum lapdshlutafyrirtæki í sameign ríkis og sveitarfélaga, er hafi á hendi bæði orkuvinnslu og orkudreifingu. Önnur tillagan ger- ir ráð fyrir, að heildarstjórn raforkuvinnslunnar sé á hendi eins fyrirtækis, landsorkuveitu. Hin tillagan gerir ráð fyrir, að heildarstjórnin verði í hendi Samvirkjunarráðs, sem er samstarfsvettvangur sjálfstæðra orkufyrirtækja. Önnur tillagan mælir fyrir um einkarétt lands- orkuveitu á sölu á raforku í heildsölu og til stórnotenda. Hin tillagan gerir ráð fyrir, að allir aðilar Samvirkjunarráðs, Lands- virkjun og landshlutafyrirtæki geti selt raforku í heildsölu. Hagræn og félagsleg markmiö I umræðum um orkumálin á undanförnum árum hefir skipulag raforkuvinnslunnar og raforku- dreifingar borið einna hæst. Það hefir verið einkum rætt um eignaraðild og rekstrarform raforkufyrirtækjanna. Viðfangs- efni þessarar umfjöllunar hefir verið að koma á breyttu skipulagi frá því sem nú er í þeim tilgangi að stuðla að sem beztri hagnýtingu orkulinda landsins, svo að full- nægt verði orkuþörfinni með innlendum orkugjöfum og með' sem lægstu og jöfnustu orkuverði um allt land. Til þess að ná þessu markmiði hefir einkum verið lögð áherzla á þau tvö atriði að 1) auka stjórnunaráhrif og ákvörðunarvald landshlutanna bæði í orkuframleiðslu og orku- dreifingu og 2) koma á styrkari heildarstjórn til markvissrar stefnumótunar og framkvæmdar í orkumálum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.