Morgunblaðið - 30.11.1978, Síða 46

Morgunblaðið - 30.11.1978, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1978 ! 3. deild í handknattleil^: Fimm lið í hnappi ennþá 16 af 56lcikjum i 3. dcild karla í íslandsmótinu í handknattleik hafa nú verið leiknir. Ennþá verður litlu spáð um úrslitahorfur. nema þá helst ef hægt er að marka það, að lið Keflavíkur ok Dalvíkur sitja eftir í' startholunum stinalaus. Lið Njarðvíkur kemur þeim næst að neðanverðu eins oj? er. en 5 lið, lið Týs, Brciðahliks, AftureldinKar, Akraness ok Gróttu. eru í nokkuð þéttum hnappi að ofanverðu, þegar metið er saman stig og samsetning lcikjanna. Augljósar framíarir Borið við sama tíma í fyrra má sjá augljósar framfarir hjá flestum liðunum í deildinni, enda er meiri áhersla lögð á þjáífun þeirra og 5 af þessum 8 liðum búa við ný eða nýleg íþróttahús og að því leyti fullnægj- andi aðstöðu. Af liðunum ofanvert í deildinni eins og stendur er Breiðablik eitt í húsnæðishraki, leikur heimaleiki sína að Varmá í Mosfellssveit og æfir þar að hluta í miönæturtímum. Tvö neðstu liðin búa þó við ennþá verri aðstöðu, Keflvíkingar, sem fá að vísu inni með heimaleiki í Njarðvík, en hafa mjög takmarkað svigrúm til æfinga, og Dalvíkingar, sem æfa í mjög litlum sal og leika heimaleikina á Akureyri. Keflvíkingar sjá fram á úrlausn innan skamms, en hjá þeim er bygging íþróttahúss vel á veg komin. Lið Breiðabliks getur einnig huggað sig við „hús í byggingu", sem verður geysi veglegt, en er um sinn strandað í miðju kafi. Dalvíkingar þurfa sennilega að bíða lengst, en hjá þeim er aðeins enn á döfinni stækkun íþróttahússins á staðnum. Forvitnilegt er að líta á þjálfara- hópinn: Týr—Helgi Ragnarsson (úr FH), Breiðablik—Stefán Sandholt (úr Val), Afturelding—Pétur Jó- hannsson (úr Fram), Akra- nes—Gunnlaugur Hjálmarsson (úr ÍR og Fram), Grótta—Janus Guð- laugsson (úr FH), Njarðvík—Leifur Helgason (úr FH), Keflavík—Ómar Guðmundsson (úr Breiðabliki), Dal- vík—Matthías Ásgeirsson (úr KA, Haukum og IR). Úrslit 16 leikja Akranes—Keflavík 26:13 Njarðvík—Grótta 25:20 Afturelding—Dalv. 26:18 Breiðabl,—Dalvík 21:17 Grótta—Keflav. 26:21 Týr—Breiðablik 21:20 Afturelding—Grótta 11:16 Eggert til Hauka NÝLIÐARNIR í 1. deild. knattspyrnufélagið Haukar i Hafnarfirði. hafa ráðið Eggert Jóhannesson sem þjálfara fyrir næsta kcppnistímabil. Eggert starfaði áöur hjá Reyni í Sandgerði og náði mjög góðum árangri með liðið. Hann hefur starfað við þjálfun um margra ára skeið og er gjörkunnugur knattspyrnu- málum hér á landi. Þráinn Hauksson se:n þjálfaði liðið í fyrra og kom því upp í 1. deild mun taka að sér þjálfun allra yngri flokka félagsins, en leggja á sérstaka áherzlu á uppbyggingu- þeirra á næstu árum. ÞR. Breiðabl.—Aftureld. 20:20 Keflavik—Týr 18:25 Njarðvík—Týr 16:18 Dalvík—Akranes 16:20 Breiðabl.—Njarðv. 29:26 Keflav,—Aftureld. 17:19 Týr—Dalvík 29:20 Njarðvík—Dalvík 23:21 Leikir síðustu helgar Týr - Dalvik 29,20. Dalvíkingar hófu ieikinn með nokkrum tilþrifum og skutu Týrur- um skelk í bringu. En eftir 10 mínútur jafnaðist leikurinn og Týrarar tóku hann síðan í sínar hendur, þeir höfðu skorað 18 mörk gegn 13 mörkum Dalvíkinga í leikhléi, og munaði þar mest um markvörsluna, sem var með ólíkum hætti Týrurum í vil. Þannig hélst' þetta út leikinn og munurinn varð 9 mörk í 49 marka leik. Af Týrurum skoruðu Sigurlás Þorleifsson og Snorri Jóhannesson 8 mörk hvor, Þorvarður Þorvaldsson og Ingibergur Einarsson 4 hvor, Ómar Jóhannesson 2 og Magnús Þorsteinsson, Snorri RútsSon og Helgi Ragnarsson 1 hver. Sigurlás, Snorri Jóhannesson og Egill Stein- þórsson markvörður áttu hvað best- an leik Týrara. í liði Dalvíkinga var Albert Ágústsson atkvæðamestur og skor- aði 10 mörk, Vignir Hallgrímsson skoraði 4, en þeir Björn Friðþjófs- son, Einar Emilsson og Ólafur Sigurðsson 2 hver, en Ólafur gekk einna næstur Albert að frammi- stöðu. Akranes — Breiðablik 17, 19 Leikmenn Breiðabliks lentu í nokkr- um hrakningum í Hvalfirði á leið til þessa leiks, sem seinkuðu leiknum um 2 klukkutíma og fækkuðu jafn- framt leikmönnum Breiðabliks um þrjá, sem urðu að hverfa sjóleiðina heim aður en leikið var. I fyrri hálfleik leit lengi vel út fyrir að Skagamenn myndu leggja gestina að velli, en þeim síðarnefndu tókst að jafna markatöluna fyrir leikhlé i 9:9. Seinni hálfleikur var síðan mjög jafn fram á allra síðustu mínútur, en Blikarnir skoruðu tvö síðustu mörk- in og sigruðu. Var það vel af sér vikið, miðað við aðstæður, og átti markvörður Blikanna, Kristján Andrésson, hvað drýgstan þátt í sigri þeirra, auk þess sem Skaga- mönnum urðu á fleiri mistök en góðu hófi gegndi. Mörk Breiðabliks: Hannes Eyvindsson 6, Kristján Gunnarsson 4, Brynjar Björnsson og Kristján Halldórsson 3 hvor, Hilmar Hreins- son 2 og Björn Jónsson 1. — Allir mættir leikmenn Blikanna áttu góðan þátt í leiknum, en einna bestan þeir Hannes og Kristján markvörður. Mörk Akraness: Haukur Sigurðs- son 6, Guðjón Engilbertsson og Kristján Hannibalsson 3 hvor, Hörður Jóhannesson og Þórður Björgvinsson 2 hvor og Þórður Elíasson 1. — Liðið var í heild heldur syfjað, en helstu tilþrif sýndi Haukur Sigurðsson. Markvarslan var slök. Njarðvík — Dalvík -23,21. Þetta var seinni leikur Dalvíkinga í 400 þúsund króna helgarreisu þeirra til Eyja og Njarðvíkur — og enn höfðu þeir ekki erindi sem erfiði. Þó leit lengi vel út fyrir umtalsverðan sigur þeirra yfir Njarðvíkingum, í leikhléi stóð 7:10 Dalvíkingum í vil og um miðjan seinni hálfleik 11:16. En á síðasta stundarfjórðungnum veltist allt um og í miklum darraðardansi snerist leikurinn í 23:21 fyrir Njarðvíkinga. Síðustu 11 mínúturnar voru Dalvíkingar einum færri, vegna útilokunar Alberts Ágústssonar. Og í öllum leiknum voru dæmd 16 vítaköst á Dalvík, sem skiluðu 13 mörkum, en 7 á Njarðvík, sem skiluðu aðeins 3 mörkum (sumir segja 2 aðrir 4)! En alla vega hljóta 23'vítakastsdómar í leiknum að vera nálægt meti. — Þess má svo geta í framhjáhlaupi, að í leik Keflvíkinga Tek undir orð Geirs segir þjálfari Þórs • Sigurlás Þorleifsson knattspvrnukappinn kunni, leikur mcð Tý í Vestmannaeyjum í 3. deildinni í handknattleik. Hér er Sigurlás á lofti og skorar að sjálfsögðu. Myndin er tekin í hinu glæsilega iþróttahúsi þeirrar eyjamanna. og Aftureldingar helgina á undan voru tveir af bestu mönnum Kefla- víkur útilokaðir þarna syðra, Þor- steinn Ólafsson og Sigurður Björg- vinsson. — Það fer eftir atvikum, hvort Aganefnd HSI veitir áminningu eða dæmir viðkomandi í leikbann. Hjá Njarðvíkingum bar mest á Hilmari Knútssyni, Gísla Eyjólfs- syni og markvörðunum Kristjáni Sigurðssyni og Magna Jónssyni, en mörk þeirra skoruðu: Hilmar 8, Gísli 6, Þór Magnússon 3, Kári Gunn- laugsson 3, Jón Olsen 2 og Stefán Thordersen 1. I liði Dalvíkinga var mjög skipt sköpum frá leiknum við Týrara daginn áður. Sveinbjörn Hjörleifs- son markvörður varði nú mjög vel, en Albert Ágústsson skoraði nú aðeins 1 mark. Björn Friðþjófsson skoraði 5, Vignir Hallgrímsson 4, Ólafur Sigurðsson 4, Kolbeinn Ágústsson 3, Einar Emilsson 2, Kristján Aðalsteinsson 1 og Skarp- héðinn Pétursson 1} auk Alberts með sitt eina mark. Ásamt Sveinbirni markverði reyndust Ólafur og Vignir hvað drýgstir, en Björn átti góða spretti. ÞJÁLFARI Þórs á Akureyri Arnar Guðlaugsson hafði samband við blaðið og óskaði eftir því að það kæmi fram að hann tæki undir orð Geirs Hallsteinssonar í Morgun- blaðinu síðastliðinn þriðjudag þar sem hánn segir að þeir Bjarni Magnússon og Jón Magnússon sem dæmdu leik Ármanns og Þórs í 2. deild karla sem fram fór á Akureyri gerðu íslenskum hand- knattleik það best að hætta að dæma, slík hefði dómgæzla þeirra verið í leiknum. Jón Magnússon sagði í viðtali við Mbl. að leikur Þórs hefði verið svo grófur að hann ætti ekkert skylt við hand- knattleik. Með þessum orðum sínum undirstrikar hann hversu litla stjórn þeir félagar höfðu á leiknum. ÞR. Lætur Ali freistast? STAÐAN STAÐAN Týr Hreiðahlik Aftureldinif Akranes Grótta Njarðvík Keflavik Dalvik 4 0 0 93,74 3 1 1 109,101 2 1 1 2 0 1 2 0 1 2 0 2 0 0 4 0 0 5 5 75,70 63,48 62,57 90,88 68,95 92.119 0 herb. 0 VOLDUGUR auðhringur í Suður-Afríku hefur boðið Muhammed Ali 5,8 milljonir Bandarikjadala fyrir að verja titil sinn gegn lítt þekktum hnefaleikara. Gerrie Coetzie að nafni. Vill auðhringurinn að slegist verði í Tokíó í Japan síðla á næsta ári. Talið er víst, að Ali sé alvarlega að athuga boð þetta, enda engir smápeningar í boði. Margir vildu þó frekar sjá Ali berjast gegn WBC-meistaranum Larry Holmes og enn aðrir vildu helst sjá hann leggja hanskana á hilluna. En kappinn er jafnan í peningahug- leiðingum og haft er fyrir satt, að keppni gegn hinum óþekkta Coetizie sé mun fýsilegri í augum hins aldna kappa, heldur en slagur við WBC-meistarann Larry Holmes, sem er mikill rotari. Ali mun líklega svara tilboðinu í desemberlok eða snemma í janúar. Enskur þjálf- ari til ÍBK NÍI MUN liggja ljóst fyrir að Keflvíkingar ráða til starfa enskan knattspyrnuþjálfara fyrir næsta keppnistímahil. Að sögn Sigurðar Steindórs- sonar varð fyrir valinu einn af aðalkennurum Breska knatt- spyrnusambandsins, Tom Trander að nafni. Mun Tom hefja störf sín hér hjá liðinu í byrjun apríl. Fram að þeim tíma mun annar Breti, Ronald Smith, annast þjálfun liðsins, en hann hefur verið ráðinn þjálfari hjá Reyni í Sandgerði og þjálfar bæði liðin fram í apríl en verður síðan eingöngu með Reynisliðið. ÞR. Enska knattspyrnan NOKKRIR leikir fóru fram í ensku FA hikarkcppninni í gær, aukaleikir í fyrstu umferð. Er skemmst frá að segja, að engin óvænt úrslit varðandi utandeilda- félögin urðu að vcrulcika. Úrslitin urðu eftirfarandi: Blyth Spartans — York 3—5 Bury — Wigan 4—1 Gillingham — Reading 1—2 Runcorn — Chester 0—5 Sheffield Wed. — Scunthorpe 1—0 Wimbledon — Gravesend 1—0 Innanfélags- mót hjá ÍR IR-ingar gangast fyrir frjáls- íþróttamóti í Baldurshaga undir stúku Laugardalsvallarins í kvöld. Keppt verður í 50 metra hlaupi karla og kvenna og 50 metra grindahlaupi karla og kvenna. Mótið hefst kl. 19.45.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.