Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ1979 17 Dagviimulaun nægi meðalfjölskyldu til sómasamlegrar lífsframfærslu Ályktun Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins um kjara- og atvinnumál Aðalfundur Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins, haldinn í apríl 1979, vekur athygli á þeirri staðreynd, að verkalýðsfélögin og þar með heildarsamtök þeirra byggj ast að verulegu leyti upp á fólki, sem fylgir Sjálfstæðis- flokknum að málum. Þrátt fyrir þetta hefur erindrekum kommún- ista með hjálp Alþýðuflokksins og Framsóknarflokks tekist að sölsa undir sig stjórnir og ráð margra verkalýðsfélaga í skjóli andvara- leysis og sáttfýsi lýðræðissinna. Verkalýðsráð minnir á 1. maí ávarp minni hluta stjórnar Full- trúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík 1978, en þar segir m.a.: „ísland alþýða harmar þá af- stöðu sem stjórnvöld hafa tekið gegn hinum frjálsa samningsrétti verkalýðshreyfingarinnar, með ógildingu verðbótaákvæða síðustu kjarasamninga. íslensk alþýða mótmælir síend- urteknum afskiptum stjórnvalda af gerðum kjarasamningum. Verkafólk krefst þess, að staðið innar úr röðum Alþýðuflokks- manna og Alþýðubandalags hafa fallið frá fyrri kröfu um samn- ingana í gildi, af einskærri flokks- þægð. Þannig hefur t.d. stjórn Verkamannasambands íslands brugðist þeirri skyldu sinni að standa vörð um kaupmátt lægstu launa gegn ágangi óvinveittrar ríkisstjórnar. Enn sem fyrr verður að leggja sérstaka áherslu á þá réttmætu og eðlilegu kröfu, að dagvinnulaun nægi meðalfjöl- skyldu til sómasamlegrar fram- færslu, en á þetta skortir verulega hjá mörgum launþegum. Á sama tíma hefur launamunur farið vax- andi í þjóðfélaginu. Flokkspólitísk áþján Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokks- ins brýnir enn sem fyrr fyrir launafólki, að það losi verkalýðs- hreyfinguna undan þeirri flokks- pólitísku áþján, sem hún hefur verið ofurseld, svo að hún geti einbeitt kröftum sínum að þeim faglegu verkefnum, sem hún var verði við þá samninga, sem við það hafa verið gerðir. Skerðing á vísitölugreiðslum til láglaunafólks getur engu ráðið um afkomu at- vinnuveganna eða framvindu verð- bólgunnar en getur hins vegar skipt sköpum um lífskjör þess fólk, sem við bágastan hag býr. Það verða aðrir en lægst launaða fólkið að axla þær byrðar, sem af óða- verðbólgunni leiða. Verkalýðshreyfingin krefst þess og höfðar til réttlætiskenndar og sómatilfinningar hvers einasta íslendings að hlutur lægst launaða fólksins verði réttur á ný. Áður en það hefur verið gert, er ekki hægt að búast við vinnufriði." Gengið á gerða kjarasamninga Þessi orð eiga ekki síður við nú en fyrir ári. Ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar hefur hvað eftir annað gengið á gerða kjarasamn- inga með því að skerða verðbóta- ákvæði þeirra einhliða með lög- gjöf. Jafnframt hafa loforð um skattalækkanir verið efnd með skattahækkunum á þorra laun- þega og ekki verið staðið við fyrirheitin um félagslegar umbæt- ur. Horfið frá kröfum um samningana í gildi Launamunur fer vaxandi Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokks- ins harmar, að ýmsir trúnaðar- menn innan verkalýðshreyfinear- stórfljóta lndsins með byggingu stórra raforkuvera, sem verði hag- kvæmur aflgjafi fjölþætts at- vinnurekstrar og sjái heimilum landsins fyrir nægri ódýrri raf- orku. 4. Rík áhersla verði lögð á aukna framleiðni atvinnuveganna, með hagræðingu, hagkvæmum stofn- lárvum og eigin fjármagnsmyndun þeirra, sem geri þeim mögulegt að nýta hráefni á sem hagkvæmastan hátt og bæta kjör starfsmanna sinna. 5. Stuðlað verði að launahvetj- andi kerfi, sem allir njóti góðs af, launþeginn, neytandinn, atvinnu- reksturinn og þjóðarbúið. 6. Komið verði á marktæku eftirliti með útlánum peninga- stofnana til atvinnurekstrar og þörfum þeirra á lánum miðað við arðsemi. 7. Einkaframtak sé örvað og sem flestum veitt aðstaða til aðildar að atvinnurekstri. 8. Á kerfísbundinn hátt og með öflugri sjóðsmyndun sé unnið að eflingu atvinnurekstrar og alls- herjar uppbyggingu í öllum héruð- um landsins þar sem skilyrði eru til arðbærrar framleiðslu. Sveitar- félögum og atvinnufyrirtækjum sé jafnframt tryggð nauðsynleg fjár- hagsstoð, þegar tímabundið at- vinnuleysi og efnahagsörðugleikar steðja að. Fullt tillit sé ævinlega tekið til félagslegra viðhorfa og félagslegra aðstæðna. 9. Tryggt sé að sérhver vinnufær maður hafi starf sem veiti lífvæn- lega afkomu og hóflegan vinnu- tíma og öryggi þeim, sem sökum elli eða skertrar heilsu geta ekki sjálfir séð sér farborða. Aðalfundur Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins vekur sér- staka athygli á þeirri alvarlegu þróun sem nú hefur orðið varðandi hinar slæmu atvinnuhorfur ung- menna og nauðsyn þess, að gripið verði án tafar til ráðstafana varð- andi lausn þeirra mála. Þá krefst fundurinn þess að ríkisstjórnin standi við margyfirlýsta stefnu sína að tryggja næga og stöðuga atvinnu fyrir alla. Fundurinn bendir á að töluvert atvinnuleysi hefur verið á bygg- ingariðnaði í allan vetur og fyrir- sjáanlegt sé, verði ekkert að gert að enn fleiri byggingarmenn verði atvinnulausir næsta haust og vet- ur sökum samdráttar í verklegum framkvæmdum. stofnuð til að vinna að. Þá fyrst og fyrr ekki er hún í stakk búin til þess, að tryggja öllum launþegum sómasamleg lífskjör eins og efni standa til. Atvinnulíf Aðalfundur Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins haldinn í apríl 1979 áréttar fyrri ályktun ráðsins um atvinnumál, sem sam- þykkt var á ráðstefnunni á Hellu 15. október s.l. en hún er svohljóð- andi: Fundur í Verkalýðsráði Sjálf- stæðisflokksins haldinn að Hellu 14. og 15. október 1978 telur óhjákvæmilegt, að gerðar séu raunhæfar tímasettar áætlanir varðandi uppbyggingu atvinnulífs í landinu, þar sem m.a. sé tekið tillit til eftirfarandi þátta: 1. Tryggðar séu framfarir ann- » ars vegar á grundvelli sjávarút- vegs og annarra hefðbundinna atvinnugreina og hins vegar hvers konar iðnaðar, sem hagnýti orku- lindir landsins, sérstök hráefni þess og verkþekkingu landsmanna. 2. Verkmenntun og raunvísindi og rannsóknir í þágu atvinnuveg- anna verði efld eftir föngum. Unnið verði markvisst að víðtækri vísindalegri könnun á náttúruauð- lindum landsins og á hvern hátt megi sem best hagnýta fiskimið, vatns- og hveraorku, gróðurmold og önnur náttúruverðmæti til að tryggja og bæta afkomu þjóðar- innar. 3. Haldið verði áfram virkjun Björgvin Halldórsson: Platan sem allir veröa aö eignast. Sendum í póstkröfu Laugavegi 33, sími 11508.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.