Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 34
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ1979 Rœtt við Guðmund Hallvarðsson formann Sjó- mannafélags Reykjavíkur MORGUNBLAÐIÐ hafði sam- band við Guðmund Halivarðsson, formann Sjómannafélags Reykja- víkur og framkvæmdastjórnar- mann f Sjómannasambandi lslands, og spurði hann um stöð- una í kjaramáium sjómanna. Fer svar hans hér á eftir: — Staða sjómanna á stærri togurunum er með þeim hætti, að umbjóðendur þeirra í landi geta ekki og mega ekki lengur láta við svo búið standa. Það er því mjög mikil nauðsyn á því, að nú séu hafnar samningaumleitanir um kjarabætur þeim til handa. Ég styð mál mitt með því að benda á meðaltogara hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur, sem gerður var út allt árið 1978 að frádregnum 23 dögum. Meðaltekjur netamanns á þessu meðalskipi eru 4,4 millj. kr. fyrir 12 stunda vinnudag ofan- greint tímabil. Sér þá hver maður, að hinn geysilega langi vinnutími, sem þessir menn skila, er ekki það vel greiddur, að hægt sé að una því lengur eða til eftirsóknar eftir starfinu megi teljast. Á öðrum fiskiskipum er staða sjómannsins mjög misjöfn, eftir því á hvaða veiðum hann hefur verið. Einatt er staglast á hinum miklu tekjum togarasjómanna á minni skuttogurunum og or í flestum tilvikum um réttar tölur um tekjumöguleika þeirra að ræða. En við skulum ekki gleyma því, hversu langur vinnutími ligg- ur að baki þeirra tekna og því meginmáli að til þess að geta staðið undir hinum langa og erfiða vinnudegi þurfa þeir að fara í frí þriðja og fjórða hvern túr. Skip- stjóri á einum af þessum nýju skuttogurum hefur sagt mér, hve áberandi það sé, þar sem tveir menn vinna hlið við hlið á þilfari, hversu sá, sem er í þriðju veiði- ferðinni, er orðinn slæptur borið saman við hinn, sem er í sinni fyrstu veiðiferð eftir sitt frí. Það sem ég vildi benda á er það , að hinn almenni launamaður í landi getur ekki gert samanburð á laun- um þessara manna með því að segja að þessi stétt sjómanna hafi svo og svo mikla upphæð eftir tíu eða tólf daga og margfalda með 365 og halda því síðan fram, að þær séu digrar árstekjur þessara sjómanna. Þetta, sem ég nefndi áðan, og svo ótal margir þættir aðrir spila inn í, ekki sízt fjarver- an að heiman. Það atriði verður seint metið til fjár, svo að það verður aldrei hægt að leggja að líku launatekjur vinnandi manns í landi og hlut sjómannsins án þess að hafa þessa ofangreindu punkta í huga. Um aðrar fiskveiðar og tekju- möguleika í þeim er margt hægt að tína til. En eitt er ljóst og sameiginlegt með bátakjarasamn- ingunum almennt, að þeir þarfn- ast lagfæringar. Meðaltekjur manna á hinum hefðbundna ver- tíðarflota hafa verið þannig á undanförnum árum, að flestir þeirra hafa ekki flegið feitan gölt, þegar þeir hafa farið frá borði. Nú stendur yfir verkfall hjá yfirmönnum á farskipum. Þeir hafa sett fram kröfu um svipað launafyrirkomulag og almennt gerist í landi, en það hlýtur einnig að verða krafa umbjóðenda ann- arra stétta, sem á farskipunum starfa. Eftir gerð kjarasamning- anna 1977 vænkaðist nokkuð hag- ur hásetanna á þessum skipum. En því miður með þeim hætti, sem verið hefur um áratuga skeið, að yfirvinnan er geigvænleg. Því verður ekki neitað að árangurs- lausar tilraunir hafa verið gerðar til þess að tryggja þessu fólki viðunandi laun fyrir 40 stunda vinnuviku. Það hefur ekki tekizt Kjaramál farmanna Morgunblaðið sneri sér til Jens Jenssonar, varafor- manns samninganefndar Farmannasambandsins, og bað hann að gera grein fyrir stöðunni í kjaramálunum í tilefni dagsins. Svar hans fer hér á eftir. Farmenn yfirleitt eru ósköp venjulegt fólk, svo venjulegt, að enginn getur gert greinarmun á þeim og öðru fólki, þótt hann sjái þá á götu. En þótt þeir skeri sig ekki úr i útliti né öðrum kostum eða göllum frá hinum almenna launþega, eru þeir ekki taldir hafa rétt á að njóta sömu launakjara og hinn almenni launþegi í landinu. Nú, þegar þessar línur eru skrifað- ar, er liðinn tæpur sólarhring- ur frá því boðað verkfall yfir- manna á farskipum hófst. Þetta er í fyrsta sinn sem öll félög yfirmanna á kaupskipum standa að Verkfalli í samein- ingu til leiðréttingar á kjörum sínum. Undanfarna daga hafa dunið yfir almenning yfirlýsingar frá ýmsum aðilum í nánast öllum fjölmiðlum um gífurlegar kaupkröfur og óbilgjarna afstöðu okkar farmanna til lands og þjóðar, — að við ætlum okkur, að knýja fram yfir 100% kauphækkun með verkfallsvopninu og síðan er þetta ekki skilgreint nánar. Höfundar þessara yfirlýsing- a skiptast þó nokkuð í tvo hópa, þ.e. þá, sem ekki hafa kynnt sér málið og hina, sem sjá sér hag í að segja ekki allan sannleik- ann. Hér á eftir mun ég í stórum dráttum lýsa kjörum stýrimanna á farskipum og einnig gera grein fyrir því, sem við förum fram á. Laun stýrimanna, eins og þau eru í dag, eru frá 213.518 kr., sem eru byrjunarlaun á lægsta taxta á minnstu skipun- um, upp í 320.046 kr., sem eru laun 1. stýrimanns á hæsta kauptaxta á stærstu skipunum og í hæsta aldursflokkí. Þetta eru grunnlaun fyrir 40 stunda vinnuviku eða 173.33 dagvinnu- stundir á mánuði. Til þess að öðlast réttindi sem stýrimaður þarf viðkom- andi að hafa 36 mánaða sigl- ingatíma sem háseti og 22 mánaða nám við stýrimanna- skólann að baki. Þetta til sam- ans má segja að geri 5 ár, en háseti á 5 ára taxta hefur í grunnlaun 216.028 kr., sem er hærra en lægstu mögulegu byrjunarlaun stýrimanns. Sem betur fer eru þessi lægsta byrjunarstaða ekki al- geng, þar sem fá skip eru það lítil að þau falli undir þennan lægsta flokk. En laun fyrir algengar byrjunarstöður stýri- manna eru t.d. 226.668 og 231.497 kr. Út frá þessum töl- um má sjá, að stýrimannsnám- ið er vægast sagt mjög hæpin fjárfesting, ef horft er til arð- semissjónarmiða. Til þess að finna út daglaun stýrimanna er deilt með 30 í þessi áður upp- töldu mánaðarlaun fyrir 40 stunda vinnuviku. Þannig eru daglaun fyrir virkan dag lækk- uð með því að dreifa þeim yfir á laugardaga, sunnudaga og aðra helgidaga, sem falla á mánuðinn. Þetta þýðir, að far- menn þurfa alltaf að vinna 30 daga til að fá full mánaðarlaun greidd. Fyrir hvern laugardag, sunnudag, hátíðis- eða tyllidag vinnur stýrimaður sér inn einn frídag. Hann greiðist með 1/12, 67 af mánaðarlaunum, sem er einfalt og rétt dagvinnukaup — Jens Jensson varaformaður samninganefndar Farmanna- sambandsins fyrir virkan dag og skiptir þar engu máli, hvort um er að ræða venjulegan laugardag, sunnu- dag eða páska- og jóladag. Þessu til stuðnings vil ég taka einfalt dæmi: 173 dagvinnu- stundir í mánuði deilt með 8 dagvinnustundum á dag gera 21,67 virkan dag í meðalmán- uði. Stýrimenn vinna síðan fyrir mánaðarlaunum sínum á vöktum allan sólarhringinn allt árið um kring. Þessar vaktir skiptast á sjóvaktir, hafnarvaktir og stopptarnir. Það gefur því auga leið, að 2/3 hlutar vinnutíma stýrimanna fellur utan dagvinnutímabils, en ekkert vaktaálag greitt, gagnstætt við þá launþega sem vinna svipaðan vinnutíma í landi og geta farið af vinnustað að vinnu lokinni. Hugtök eins og matartími og kaffitími, sem eru vandlega skilgreind í flest- öllum kjarasamningum fyrir- finnast ekki í kjarasamningum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.