Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 1979 45 Hvað segja Suðurnesjamenn um þorskveiðibannið? NETAVEIÐIBANN í tuttugu daga tók í gær gildi á sunnan og vestanverðu landinu, og er vetrarvertíð þar með lokið á þessum slóðum að þessu sinni, mun fyrr en annars hefði orðið. Til að kanna hug manna til þessara friðunaraðgerða fórji blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins suður með sjó í gær, og ræddu við sjómenn og fiskverkendur í Njarðvík, Sandgerði, Garði og Keflavík. Viðtöl: Anders Hansen Myndir: Kristján Einarsson Taka ber upp kvótakerfi til friðunar segir Oddur Sæmundsson skipstjóri „ÞETTA bann komur ákaflega illa við okkur hérna í Keflavík, á því er ekki nokkur vaíi, enda fyrirvarinn stuttur,“ sagði Oddur Sæmundsson skipstjóri á Vatnsnesi frá Keflavík þar sem hann var að landa aflanum ásamt skipsfélögum sínum í Keflavfkurhöfn í gær. Oddur sagðist vera þeirrar skoðunar, að mun æskilegra hefði verið að bannið hefði staðið frá 10. apríl til 1. maí, en það hæfist nú í lok vertíðar, enda hefði hrygningarfiskurinn þá fengið frið. Oddur sagði þá taka hvíld núna fram að þeim 20., en þá færu þeir væntanlega á netaveiðar, en sumir færu á troll núna þegar eftir mánaðarmótin. „Ég er þeirrar skoðunar," sagði Oddur að lokum, „að það verði aldrei nein stjórn á þessum veiðum fyrr en tekin verður upp aflakvóti á hvert skip. Þá verður allt þetta pex á milli landshluta úr sögunni, og þá geta menn mun frekar gengið út frá því sem þeim ber, en óvissuástandið sem nú er hyrfi. Þannig verður þetta að vera næstu tvö , þrjú fjögur ár, á meðan fiskstofnarnir eru að jafna sig á ný, en öllum ber saman um að aðgerða í átt til friðunar er þörf, það er óumdeilt." „ÉG er að mörgu leyti alveg sam- mála sjávarútvegsráðherra um þessar friðunaraðgerðir sem nú er verið að gera, en í því sambandi er þess raunar að geta, að ég er ákaflega lítill aðdáandi netaveiða yfirleitt, þar sem slíkar veiðar gefa ekki nægilega gott hráefni að mínu mati,“ sagði Július Rafnsson í Njarðvík, en hann rekur ásamt föður sínum Rafni Péturssyni frystihús og fiskverkunarstöð þar. Júlíus sagði það vera alveg aug- ljóst mál, að gera þyrfti ráðstafanir til friðunar þorskstofninum, um það væri ekki deilt, enda yrðu annars ekki neinir fiskar eftir til að veiða, hvorki litlir né stórir né hrygningar- fiskur. Það væri hins vegar slæmt, og kæmi sér illa fyrir marga, að svo stuttur fyrirvari væri gerður á veiðibann, það væri skiljanlegt að urgur væri í mönnum af þeim sökum. Sagði Júlíus marga þá sem nú hefðu farið á netaveiðar ekki eiga í nein önnur hús að venda. Flestir færu væntanlega á humarveiðar, en þær hæfust ekki fyrr en um næstu Hráefnisskortur ekki yfirvofandi hjá frystihúsum vegna netaveiðibanns segir Júlíus Rafnsson 1 Njarðvík og telur að leggja eigi meira upp úr línuveiðum mánðamót, þannig að óhjákvæmi- lega yrði um mánaðarstopp hjá þessum aðilum. Júlíus taldi það ekki draga úr rökum fyrir því að til friðunarað- gerða væri gripið nú, að vertíðin í vetur hefði verið betri en í fyrra. „Vertíðin í vetur verður því aðeins talin góð, að miðað sé við lélegustu vertíð sem menn muna eftir, en hún var í fyrra," sagði Júlús. Hráefnisskort kvað Júlíus ekki vera yfirvofandi hjá fyrstihúsum vegna þorskveiðibannsins. Það væru einna helst saltfiskverkendur sem gætu staðið andspænis slíku vanda- máli, enda nýttu þeir netafiskinn, sem ekki þætti nægilega góður í frost. Sagðist Júlíus vonast til þess að þessar aðgerðir yrðu til þess að ýta undir línuveiðar, sem væri hag- kvæmasta veiðiaðferðin með tilliti til gæða aflans. Hjá þeim feðgum Rafni og Júlíusi í Njarðvík vinna að meðaltali um tuttugu manns. Afurðirnar eru fyrst og fremst frystur fiskur á Banda- ríkjamarkað, sem þeir selja fyrir milligöngu Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna. Þá sagði Júlíus að þeir hefðu einnig selt nokkuð af ferskum fiski til Bandaríkjanna, sem færi einkum á hótel og matsölustaði á Florida. Þá er fiskurinn fyrst fluttur með flugvélum flugleiða til New York, og þaðan aftur flugleiðis suður í sólina. Einnig hafa þeir selt ferskan fisk til Belgíu og Danmerk- ur. Að lokum sagði Júlíus, að hann teldi fiskinn á þessari vertíð hafa verið svipaðan og undanfarin ár, en hinn mikli afli sem mönnum hefði orðið tíðrætt um í vor væri sennilega til kominn vegna aukinnár ýsu- gengdar, og trúlega væri friðunin í Faxaflóa þar farin að skila jákvæð- um árangri. Kvaðst hann vera þeirr- ar skoðunar, þegar rætt væri um miðin í Faxaflóa, að opna ætti flóann fyrir snurvoð, er myndi þá gera það að verkum að vannýttir fiskstofnar eins og kolinn nýttust, og yrði slíkt þó að sjálfsögðu að gerast í náinni samvinnu við fiskifræðinga. „Það er að mínum dómi al- rangt að setja þetta veiðibann á núna, nær hefði verið að leyfa mönnum að ljúka vertíðinni, en setja í þess stað bann á í sumar, enda verður fiskurinn þá ekki nærri því eins góður og nú,“ sagði Þorsteinn. „Raunar kemur þetta ekki illa við mig, þar sem ég er yfirleitt ekki nema tvo mánuði á netaveiðum á hverri vertíð, og ég á ekki þetta skip. Sjálfur fer ég nú á grásleppu- veiðar. Báturinn fer líklega á rækju- Aflinn álíka og undanfarin ár, en gæftirnar einstakar segir Þorsteinn Einarsson skipstjóri á Sveini Guðmundssyni úr Garði ER BLAÐAMANN og ljós- myndara Morgunhlaðsins bar að höfninni í Sandgerði voru bátarnir sem óðast að koma inn, enda síðasti þorskurinn á þessari vertíð þá að öllum líkindum þegar veiddur og kominn 1 ís. Meðal þeirra báta sem voru að koma inn var Sveinn Guðmundsson úr Garði, og hittum við skipstjórann, Þorstein Einarsson sem snöggvast að máli. veiðar, ef leyfi fæst, en ekki fer þó hjá því að þetta skyndilega veiðibann valdi mönnum nokkr- um óþægindum og tjóni." Þorsteinn sagði aflann á þess- ari vertíð ekki vera meiri en undanfarin ár, en aflinn hefði hins vegar verið góður, enda fádæma góðar gæftir. Sem dæmi nefndi hann að þeir hefðu aðeins lent í tveimur landlegum frá því þann sjötta mars, svo góðar hefðu gæftirnar verið. „Það er mín skoðun að þetta veiðibann eigi fullan rétt á sér, ljóst er að til friðunaraðgerða verður að grípa,“ sagði Jóhannes Borgarsson verk- stjóri hjá Miðnesi h.f. í Sand- gerði, er hann var inntur álits á þorskveiðibanninu sem tekur gildi f dag. Jóhannes sagði varla koma til hráefnisskorts hjá þeim af völd- um bannsins, enda hefðu þeir karfa til að hlaupa upp á ef þorsk vantaði, þó ekki væri að vísu hægt að bera þá fiska Atvinnuleysiekki yfirvof andi þrátt fyrir veiðibannið segir Jóhannes Borgarsson verkstjóri hjá Miðnesi h.f. en þar vinna 70 manns saman! Sagði hann atvinnu hafa verið yfrið næga í Sandgerði í vetur, og jafnvel hefði um tíma skort vinnuafl, og hefðu nokkrir menn verið þar við vinnu, eink- um karlmenn úr Reykjavík. „Hér hefur verið gífurlega mikil vinna í vetur,“ sagði Jóhannes, „og við höfum til dæmis ekki talið okkur fært að taka frí nema á allra helgustu dögum, aðra daga hefur verið unnið." Sagði hann að jafnvel um pásk- ana hefðu menn staðið á kafi í fiski, þrátt fyrir bannið sem þá var. Fiskinn á þessari vertíð sagði Jóhannes hafa verið góðan, ekki væri hægt að segja annað. Stór fiskur og gott hráefni, enda hefðu netabátar komið með góðan afla að landi vegna óvenjugóðra gæfta á þessari vertíð. Hjá Miðnesi sagði Jóhannes vinna um 70 manns, og ætti það fólk ekki að þurfa að kvíða því að missa vinnuna þrátt fyrir veiðibannið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.