Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 1979 39 Leiðrétting á kjörum sjómanna er óhjákvæmileg enn. Og andmæli útgerðarmanna kaupskipanna við þessum kröfum okkar hafa verið á þeim rökum reistar, að brúttótekjurnar séu það háar að það sé hreinasta fjarstæða að vera með slíkar kröfur. I þessu sambandi má benda á, að starf farmanna á íslenzkum kaupskip- um er frábrugðið störfum sömu stéttar á Norðurlöndunum að því leyti, að hér á landi gegna far- menn jafnt störfum hafnarverka- manns sem sjómanns, einkum og sér í lagi þegar skip er í lestun eða losun á hinum fjölmörgu höfnum úti á landi. Nú hafa miklir fjármunir safn- ast fyrir í gengismunarsjóði, sem ekki hefur verið ráðstafað. Það er öllum ljóst, að þessir peningar eru eign sjómanna og útgerðarmanna að nokkrum hluta. Tveir fyrrver- andi sjávarútvegsráðherrar, Lúð- vík Jósepsson og Matthnas Bjarna- son, létu talsvert fé af hendi rakna við sömu aðstæður handa lífeyris- sjóði sjómanna og til orlofshúsa sjómannasamtakanna. Ekkert ból- ar á ráðstöfunum ríkisstjórnar- innar varðandi þennan digra sjóð. Nú nýverið var samstarfsnefndar- fundur fulltrúa sjómanna með tveim ráðherrum ríkisstjórnarinn- ar, þar sem rætt var um hinn margumtalaða og afbakaða jóla- pakka (félagsmálapakka). Þar ræddi ég um þetta mál við ráð- herrana og var ekki annað að heyra en að þeir teldu þetta eðlilega ráðstöfun á hluta sjómanna í gengismunarsjóði. Þess vegna kom það mér ákaflega spánskt fyrir sjónir að daginn eftir þennan fund greiddi a.m.k. annar þessara ráðherra atkvæði gegn tillögu Matthíasar Bjarna- sonar um ráðstöfun gengismunar- sjóðar, en í þeirri tillögu fólst m.a. ráðstöfun á allmiklu fé til lífeyris- sjóðs sjómanna og orlofsheimila þeirra. Ég vil svo að endingu segja það, að á þessum tíma hlýtur það að vera mál málanna að efla lífeyris- sjóðs sjómanna og tryggja svo fjárhagslegan grundvöll hans, að hann geti greitt sjómönnum verð- tryggðan lífeyri við 55 ára markið, en fráleitt er að ætla mönnum að vera til sjós til 65 ára aldur, eins og lög sjóðsins gera ráð fyrir í dag. stýrimanna. Hvorugt orðið er þar til. Launakröfum yfirmanna á farmskipum má skipta í tvo meginþætti, þ.e. leiðréttingar á kjörum til samræmis við aðrar stéttir í landinu, sem hafa svipaðan vinnutíma og grunn- kaupshækkun. Fyrri liðurinn er í aðalatrið- um þessi: Mánaðarlaun, þ.e. grunn- laun, greiðist fyrir virka daga mánaðarins. Sá hluti vinnutím- ans, sem fellur utan dagvinnu- tímabils, verði greiddur með álagi en ekki með einföldu dagvinnukaupi, eins og verið hefur til þessa. Yfirvinna verði 1% af grunnlaunum, en er núna dagvinna með 60% álagi. Þessi atriði að viðbættum ýms- um atriðum til lengingar vinnutímans svo sem kaffitím- um á dagvinnutímabili, sam- verutíma vegna vaktaskipta og matar- og kaffitíma á vinnu- tíma sem fellur utan 40 stunda vinnuvikunnaf. Öll þessi atriði eru í samræmi við samhljóða atriði í kjarasamningum lands- verkafólks. Þó með þeirri undantekningu að stýrimenn þurfa að halda frídagarétti sínum óskertum, þar sem þeir komast ekki heim til sín af vinnustað að vinnu lokinni. í grunnkaupshækkun er far- ið fram á að lægstu laun stýri- manna verði ekki lægri en 282.684 kr. og hæstu laun verði hér um bil 391.000 kr. Þessi grunnkaupshækkun vegur frá 18% upp í 32%. Ástæðan fyrir því að grunnkaupshækkun er ekki jöfn er sú að flokkum er fækkað úr sex í tvo. Séu þessar grunnkaupshækkunartölur skoðaðar, sést í hverju þessar „gífurlegu og óbilgjörnu" kaup- kröfur eru fólgnar. Meginuppistaðan í þeim eru atriði, sem þykja heyra til almennum mannréttindum á vinnumarkaðinum hérlendis og fordæmi tekin úr viðurkennd- um kjarasamningum annarra stétta í landinu. Þess ber að geta að þótt farskip komi til heimahafnar, ber a.m.k. einum stýrimanni að vera um borð í skipi sínu allan sólarhringinn, hversu stutt sem viðstaðan er. Undantekningar eru þó yfir hásumarmánuðina, en þá er einungis unnin dagvinna. Það fékkst í gegn í kjarasamning- unum sumarið 1977. Fram til þess tíma hafði hin reglan gilt allt árið.l Til dæmis um það, hversu óvenjulegt stýrimanns- starfið er nefni ég, að ég hef aldrei verið heima hjá mér á aðfangadagskvöld né heldur heila jólahelgi frá því að eldri dóttir mín fæddist, en hún er nú 6 ára. Mér finnst takmarkað réttlæti í því að eyða 6 jólum í röð við störf úti á sjó og fá þau greidd með venjulegu mánu- dagskaupi, meðan þeir laun- þegar í landi, sem líka verða að vinna á þessum dögum, fá uppbætur greiddar með marg- földum álagstöxtum. 0C LU > < —I I cc 111 > < t- Lítiö viö í Litaveri Dví þaö hefur ávaiit borgaö sig. LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.