Morgunblaðið - 30.05.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.05.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1979 11 Foreldra- og kennarafélag Fossvogsskóla: Boða til sjálfboðaliðavinnu félagsmanna við að snyrta og hreinsa opinber svæði MATRA SIMCA 1 RANCHO’79 Eigum þennan glæsilega og eftirsótta Simca ferðabíl til sölu í Chrysler-salnum. Komið og skoðið þennan athyglisverða fjölskyldu- bíl. Matra Simca Rancho er einn eftir- sóttasti ferðabíll Evrópu, enda sérhannaður sem slíkur. Komið í Chrysler-salinn, þar höfum við úrval af nýjum og notuðum bílum. Opið laugardaga kl. 10-17 CHRYSLER mnn mm SUÐURLANDSBRAUT 10. SIMAR; 83330 - 83454 Ö \\fökull hf. AÐALFUNDUR Foreldra- og kennarafélags Fossvogs- skóla var haldinn í skólanum 7. maí 1979. Auk aðalfunda- starfa flutti borgarstjórinn í Reykjavík. Egill Skúli Inj?i- bergsson. erindi um umhveríis- og útivistunar- mál í Fossvogi. í máli hans kom fram, að búið er að skipuleggja svæðin milli byjígðarkjarnanna í dalnum en hins vegar er enn ekki búið að ákveða skipulag Um 970 nýstúdent- ar í vor Á ÞESSU vori er áætlað að samtals verði brautskráðir um 970 nýstúdentar en um sl. áramót voru útskrifaðir 146 nýstúdentar þannig að alls útskrifast um 1100 stúdentar á þessu skólaári. Á skólaárinu 1977 til 1978 voru alls brautskráðir um 960 stúdentar. Á þessu vori útskrifa 14 skólar nýstúdenta. óbyggðra svæða í dalbotnin- um. Hann gat þess, að umgengni á opinberum svæð- um borgarinnar væri mjög slæm og þyrfti mikið átak til úrbóta. Hvatti hann foreldrafélög og önnur hverfafélög til samstarfs við borgaryfirvöld. Miklar umræður urðu um erindi borgarstjóra og var m.a. rætt um svæðin kringum skólann og hugsanlega hrað- braut í dalnum. Borgarstjóri svaraði fyrirspurnum og síðan var samþykkt einróma að boða til sjálfboðavinnu félagsmanna tvö kvöld á hverju vori við að snyrta og hreinsa opinber svæði í Fossvogi, að beina þeim ein- dregnu tilmælum til borgar- yfirvalda, að lokið verði við að ganga frá skólalóðinni og lögð var sérstök áhersla á það við borgaryfirvöld að byggð yrði sundlaug við Fossvogs- skólann. Einnig var ákveðið á fundinum að stofna sjóð til styrktar sundlaugabyggingu við skólann og hafa þegar safnast í sjóðinn 300.000 krónur. Fundinum lauk með því að samþykkt var að skora á fræðsluyfirvöld að þau vöruðust þá stefnu að fjölga í bekkjardeildum á grunn- skólastigi. Fulltrúar foreldra í stjórn félagsins eru: Héðinn Emils- son, formaður, Elín Bergs, Ingibjörg Jóhannesdóttir og Stefán Arnórsson. Auk þeirra eru skólastjóri og tveir kennarar skólans í stjórninni. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 18., 20. og 23. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1979, á Auöbrekku 59, þinglýstri eign Friöriks og Markúsar Alexanderssona, fer fram á eigninni sjálfri miövikudaginn 6. júní 1979 kl. 16.30. Bæjarfógetinn f Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 98., 100. og 103. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1978, á Nýbýlavegi 42, hluta, þinglýstri eign Siguröar Björgvinssonar o.fl. fer fram á eigninni sjálfri miövikudaginn 6. júní .1979 kl. 16.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Sumartízka yngsta fólksins er komin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.