Morgunblaðið - 30.05.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.05.1979, Blaðsíða 18
1 g MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ1979 Jakob V. Hafslein lögfrœðingur: Að landsfundi loknum lugleiðingar um fiskiræktarmál NÝLOKIÐ er einum fjölmenn- asta Landsfundi Sjálfsta?ðis- flokksins fyrr og síðar, þegar saman komu um 1000 fulltrúar stærsta stjórnmálaflokks lands- ins daj;ana 3.—0. mái síðastliðið hér í höfuðbor«inni. Mjög mörg og þýðingarmikil mál voru þar rædd, ýtarlegar samþykktir og ályktanir gerðar og mörkuð póli- tísk stefna flokksins í næstu framtíð. Landsfundir Sjálfstæðis- flokksins þykja jafnan með merk- ustu mannfundum, sem haldnir eru með þjóðinni og vekja mikla eftirtekt samþykktir þessara funda og sú stefnumótun, sem þar er tekin. Eðlilegt er þetta þegar þess er gætt og haft í huga, að þar er á ferðinni afl, sem markað getur djúp og áhrifarík spor fyrir þjóðarheildina, og í langflestum tilvikum til mikilla hagsbóta, enda sjálfstæði þjóðarinnar og verndun einstaklingsins og manngildis hans jafnan haft hæst á baugi og fyrir því barist. Af þessum ástæð- um fyrst og fremst er Sjálfstæðis- flokkurinn sterkasta og fjölmenn- asta pólitíska aflið með þjóðinni, sem oft á tiðum hefur úrslitaáhrif á löggjöf og löggjafarstarf. Ekkert pólitískt afl eða samtök með þjóðinni hafa mótað eða samþykkt ákveðna stefnu og meðferð fiskiræktarmála fyrr en nú. að Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins samþykkti einróma ályktun til miðstjórnar og þing- flokks Sjálfstæðisflokksins um þennan merka málaflokk. Þetta er mikið fagnaðarefni öllum áhugamönnum um veíði- og fiski- ræktarmál, sem á undanförnum áratugum hafa barist ótrauðri baráttu fyrir framförum og fram- gangi þessara mála, án þess þó að hafa mætt verðskulduðum skiln- ingi löggjafans um þessi efni fyrr en þá nú, að Sjálfstæðisflokkurinn og Landsfundur hans marka ákveðna afstöðu og viljayfirlýs- ingu til veiði- og fiskiræktarmál- anna. Það er því vonandi full ástæða til að vera bjartsýnn um framþróun veiði- og fiskirækt- armálanna á næstunni í meðför- um stærsta stjórnmálaflokks landsins, en samþykkt Lands- fundarins var svohljóðandi um FISKIRÆKTARMÁLIN: Endur- skoðun lax- og silungs- veiði- laganna Fiskiræktarmál Sjálfstæðisflokkurinn vill vinna að stóraukinni fiskirækt f landinu og leggur sérstaka áherzlu á það, hvað fiskirækt og fiskeldi getur orðið þýðingar- mikil búgrein. skapað verulega aukna tekjumöguleika f landinu og samtímis skapað miklar gjald- eyristekjur fyrir þjóðina. Framfarir á sviði fiskeldismála, fiskiræktarmála og fiskakynbót- amála hafa á síðari áratugum orðið gífurlegar og augu manna opnast nú í síauknum mæli fyrir þjóðhagslegri þýðingu þessara mála, enda felast í þeim jafnframt mikilsverðir möguleikar fyrir at- vinnusköpun í stórum stíll. ísland á mikið og dýrmætt vatnasvæði, ómenguð vötn og ár, sem búa yfir mikilsverðum verð- mætum og aukinni verðmæta- sköpun í landinu. Þessa miklu möguleika verður að varðveita vel og um leið að skapa aukið gildi þeirra fyrir þjóðarheildina og einstaklinga í landinu. Sjálfstæðisflokkurinn vill beita sér fyrir því að sem mestur og beztur árangur náist sem fyrst í framgangi fiskiræktarmálanna með því, fyrst og fremst: 1. Að beita sér fyrir endurbótum á lax- og silungsveiðilöggjöf- inni með það fyrir augum, að greina skýrt á milli veiðimál- anna annars vegar og fiski- ræktarmálanna hinsvegar. 2. Að tryggja Fiskiræktarsjóði verulega auknar tekjur svo að Nauðungaruppboð sem auglýst var í 8., 82. og 84. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1978, á Vatnsendabletti 165, þinglýstri eign Sigurjóns Þorbergssonar, fer fram á eigninni sjálfri miövikudaginn 6. júní 1979 kl. 11.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 80., 82. og 84. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1978, á Víöigrund 17 þinglýstri eign Ásgeirs Hjaltasonar, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 6. júní 1979 kl. 14.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 80., 82. og 84. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1978 á Litlahjalla 5, þinglýstri eign Stefáns Jónssonar, fer fram á eigninni sjálfri miövikudaginn 6. júní 1979 kl. 10.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. sjóðurinn verði þess megnug- ur að standa að skjótri og öflugri uppbyggingu fiski- ræktarmálanna f landinu á sem breiðustum grundvelli. 3. Að fiskasjúkdómamálin verði tekin föstum tökum í nýrri og fullkominni löggjöf. 4. Að vakinn verði áhugi ungra og efnilegra námsmanna fyrir víð- tækri framtíðarþýöingu þess- ara mála og þeir hvattir og styrktir til náms í þessum greinum. 5. Að hafinn verði nú þegar und- irbúningur og könnun á því, hvar á landinu séu hagkvæm- astar og beztar aðstæður til að hefja atvinnurekstur með lax- eldi í sjó, sem gefið hefur mikinn og þjóðhagslegan ár- angur í nágrannalöndum vor- um. 6. Að kannaðar verði aðstæður sem víðast í sveitum landsins, hvar sé hagstæðast og bezt að hefja fiskeldi sem atvinnuveg eða aukabúgrein og kunnáttu- menn um þessi efni séu ráðnir sem fyrst til rannsókna á þessu sviði. 7. Að hafin verði skipuleg og víðtæk kennsla í búnaðarskól- um landsins um þýðingu fiski- ræktar. 8. Að ráðnir verði til starfa hjá Búnaðarfélagi íslands fiski- ræktarráðunautar, er miðli veiðiréttareigendum og öðrum, þar sem góðar aðstæður eru fyrir hendi, þekkingu og upp- lýsingum um meðferð og fram- kvæmd fiskiræktarmálanna. Á undanförnum árum hefur löggjafinn ekki gefið fiskirækt- armálunum nægilegan gaum, þó að viðurkennt sé, að aðstæður víðast hvar á landinu séu hinar ákjósanlegustu í þessum efnum ómenguð náttúra og nægjanlegt kalt og heitt vatn víðast hvar. Jakob V. Hafstein. ags áhugamanna um fiskirækt. Stjórn félagsins fór þess á leit við mig, að ég flytti erindi á aðalfund- inum um þörfina á endurskoðun laga um lax- og silungsveiði nr. 76 frá 1970, en þá var þessi löggjöf síðast endurskoðuð á árunum 1968 til 1970 — og gerðar á lögunum meiri breytingar þá en áður hafði verið gert, frá fyrstu gerð laganna 1932, enda geysimiklar framfarir og þekking orðið á öllum sviðum veiði- og fiskiræktarmálanna með þeim menningarþjóðum, er eink- um höfðu látið mál þessi til sín taka, eftir síðustu heimsstyrjöld. Hér á landi háfði þessarar þróun- ar einnig gætt á ýmsum sviðum, einkum þó á meðal áhugamanna um þessi mál, en löggjafinn hins- vegar látið þau að mestu lönd og leið. Veiði- og fiskræktaryfirvöld létu fremur lítt á sér kræla, voru að margra dómi fremur neikvæð um allar framfarir og lágu undir Fgrri grein hafði hafið nám í vatnafiskalíf- fræði og fiskeldisfræðum og þeirra biðu vissulega verðug verk- efni á ýmsum sviðum þessara mála í landi okkar og við strend- urnar, er snerti laxeldi í sjó, mikla og vaxandi framleiðslu þessara nytjafiska, verðmætasköpun þjóð- arinnar í því sambandi og aukna atvinnumöguleika í þjóðfélaginu, auk þess að finna að fiskaeldi sem aukabúgrein bænda. Landssamband veiðifélaga eru þau hagsmunasamtök bænda, sem farið hafa með veiði- og fiski- ræktarmálin fyrir þeirra hönd og gætt hagsmuna þeirra á breiðum grundvelli á þeim vettvangi, sterk og vel skipulögð samtök, sem gæta þess vel að réttur og hagsmunir veiðiréttareigenda sé ekki fyrir borð borinn. Hinsvegar líta marg- ir svo á, að hvorki Búnaðarfélag íslands eða Stéttarsamband bænda hafi á undanförnum árum sýnt þessum málum verðskuldað- an áhuga eða stuðning. En á því virðist þó vera breyting ef marka má af ráðstefnum, sem boðað hefur verið til út af fiskeldi, fiskirækt og laxeldi í sjó. Er vel til þess að vita. Því er ekki að neita, að veiði- og fiskræktarmálin hafa á undan- förnum árum vakið síaukinn áhuga og eftirtekt manna svo og yfirvalda. Á Alþingi hafa undan- farin ár verið lögð fram ýmis konar tillögur og jafnvel frum- vörp, sem beinlínis hafa fallið undir eða snert lögin um lax- og silungsveiðar nr. 76 frá 1970 og nú er svo komið að landbúnaðar- Veiðimálin í hinu víðfeðma og fagra vatnasvæði íslands eru einn þýðingarmesti hlekkurinn í því að gera landið að eftirsóknarverðu ferðamannalandi í framtíðinni, einkum og sér í lagi silungsveiði- vötnin. Fiskiræktin er undirstað- an undir því, að vel verði á málum haldið í þessum efnum. Sjálfstæð- isflokkurinn ieggur hins vegar áherzlu á það, að íslendingar sjálfir njóti fyrst og íremst af- rakstursins af þessum verðmæt- um. bæði að því er varðar veiði, fiskirækt. fiskeldi og atvinnu- möguleika. Sjálfstæðisflokkurinn vill stuðla að þvf með ráðum og dáð, að framgangur þessara mála verði sem mestur í framtfðinni á sem breiðustum grundvelli. Ég hefi leyft mér í þessum hugleiðingum mínum hér á eftir að undirstrika og vekja sérstaka athygli á 1. og 2. liðnum í samþykkt og stefnumótun Lands- fundarins um fiskræktarmálin, og í því sambandi að gera þessi atriði sérstaklega að umtalsefni. Rúmum 10 dögum eftir að Landsfundi Sjálfstæðisflokksins lauk, var haldinn aðalfundur Fél- allþungri gagnrýni. Veiðiréttar- eigendum þóttu lögin að mestu góð — eins og þau' voru — og óttuðust hverskonar breytingar á þeim, er ef til vill gætu haft í för með sér skerðingu á hlunnindum þeirra og eignarétti í ám og vötnum. Netaveiðibændur börðust einarðlega gegn hverskonar skerð- ingu á leyfðum netaveiðitíma í stóránum, þrátt fyrir stóraukna veiðitækni og veiðifang. Það var þvf býsna örðugt að koma af stað endurskoðun þessara laga. en tókst samt. vegna skeleggrar baráttu Landssambands stanga- veiðimanna og Félags áhuga- manna um fiskirækt, en þessar félagsheildir höfðu um áraraðir haft forgöngu um aukna fiski- rækt f laxveiðiánum og iagt til þess drjúga fjármuni. Aukin laxveiði í net á úthafinu, einkum við Grænlandsstrendur, hafði haft góð áhrif á það, að þjappa mönn- um saman varðandi þá miklu hagsmuni einstaklinga og allrar þjóðarinnar er fælust í lax- og silungsveiðinni í hinu mikla og fagra vatnasvæði landsins og að vera vel á verði í þeim efnum. Myndarlegur hópur ungra manna ráðherra hefur skipað sérstaka nefnd til að endurskoða þessi margumræddu lög. í nefndinni eiga sæti 4 alþingismenn, einn frá hverjum hinna pólitfzku flokka. er fulltrúa eiga á Alþingi, en auk þess skipa nefndina veiði- málastjóri, formaður veiðimála- nefndar og formaður Landssam- bands veiðifélaga. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefur landbúnaðarráðherra ekki séð ástæðu til að áhugamannafélög og stofnanir um veiði- og fiski- ræktarmál fengju að eiga full- trúa í endurskoðunarnefndinni, svo sem Félag áhugamanna um fiskirækt, Landssamband stanga- veiðifélaga eða Veiði- og fiski- ræktarráð Reykjavíkurborgar, en hið síðastnefnda á þó raunar frumkvæðið að þessari endurskoð- un laganna með samþykkt til allra þingmanna Reykja- víkurborgar í þeim efnum á árinu 1977. Að því mun ég víkja síðar, en snúa mér nú að efni erindis míns, er ég flutti á aðalfundi Félags áhuga- manna um fiskirækt hinn 17. maí síðastliðinn, um endurskoðun á lögum um lax- og silungsveiði nr. 76 frá 1970.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.