Morgunblaðið - 30.05.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.05.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ1979 19 GeorKe Kennedy (lengst til vinstri) og Charlton Heston (lengst til hægri) í hlutverkum sínum í kvikmyndinni „Jarðskjálftinn“. „ Jarðskjálftinn ’ á ný í Laugarásbíói LAUGARÁSBÍÓ endursýnir nú kvikmyndina „Jarðskjálftinn". Myndin er nú sýnd í alhrifum (Sensurround) en „Jarðskjálftinn" er fyrsta myndin sem sýnd var í alhrifum og fékk Oscarsverðlaun fyrir hljómburð. Framleiðandi myndarinnar er Mark Robinson en kvikmynda- handritið er eftir George Lang og Mario Puzo. Stjórnandi mynda- töku var Philip Lathrop en John Williams sá um útsetningu tón- listar. Með helstu hlutverkin fara Charlton Heston, Ava Gardner, George Kennedy og Lorne Green. „Jarðskjálftinn" greinir frá miklum jarðhræringum sem verða í Kaliforníu og veldur miklum skemmdum í Los Angeles. Jörðin rifnar hvarvetna, vegir sundrast, hyggingar hrynja, háspennumöst- ur velta um koll og vitstola hræðsla nær tökum á almenningi. Þá hrynur Hollywood-stíflan svo vatnsflaumurinn steypist yfir Hollywood og sópar öllu á undan sér. Kosningar í Verslunar- mannafélagi Suðurnesja ÁKVEÐIÐ hefur verið að láta fara fram allsherjaratkvæða- greiðslu til stjórnar og trún- aðamannaráðs V.S. þar sem tveir listar hafa borist og fer atkvæðagreiðslan fram 30. og 31. maí kl. 14 — 22 báða dagana. A-listi, listi fráfarandi stjórn- ar og trúnaðamannaráðs er þannig skipaður: Aðalstjórn Valur Margeirsson formaður, Matti 0. Ásbjörnsson varafor- maður, Árni Björgvinsson rit- ari, Guðmundur Margeirsson gjaldkeri, Kolbeinn Pálsson, Birna Valdimarsdóttir og Sigur- hans Sigurhansson meðstjórn- endur. Varamenn í stjórn: Gunnar Árnason, Guðfinnur Sigurvinsson og Maríus Sigur- jónsson. B-listi borinn fram af Val- garði Kristmundssyni, Magnúsi Gíslasyni og fleirum er þannig skipaður: Aðalstjórn Valgarður Kristmundsson formaður, Magnús Gíslason varaformaður, Ingibjörg Elíasdóttir ritari, Einar Júlíusson gjaldkeri, Helga Albertsdóttir, Nicolai Bjarnason, og Ásbjörn Eggerts- son meðstjórnendur. Varamenn í stjórn, Jóhannes Jensson, Þor- steinn Þorsteinsson og Þórarinn Pétursson. Kosningin fer fram á skrif- stofu Verslunarmannafélags Suðurnesja að Hafnargötu 16. Ævintýri Sin- baðs sæfara HVÍTASUNNUMYND Stjörnu- bíós í ár verður bandariska ævin- týramyndin Sinbad og tigrisaugað (Sinbad and The Eye of The Tiger). Framleiðendur myndar- innar eru Charles H. Cchneer og Ray Harryhausen en stjórnandi er Sam Wanamaker. Handritið er eftir Beverly Cross byggt á sögu eftir hann sjálfan en tónlistin í kvikmyndinni er eftir Roy Budd. Með helstu hlutverkin fara Patrick Wayne, Taryn Power, Margaret Whiting og Jane Seymour. Myndin hefst er Sinbad sæfari leggur skipi sínu í Charak-höfn en þangað er hann kominn til þess að kvænast Farah prinsessu. Hann þarf leyfi bróður hennar Kassim til að mega ganga að eiga hana en Kassim á að taka við embætti kalífa eftir föður sinn. Kassim hefur ekki enn tekið við því embætti þar sem hann er í álögum og Sinbad fer á stúfana til að bjarga málunum og lendir í ýms- um ævintýrum. Flókalundur mið- stöð orlofssvæð- is í Vatnsfirði NOKKUR verkalýðsíélög, sem reist hafa orlofsheimili f Vatns- firði, hafa nýlega fest kaup á Flókalundi á Barðaströnd — segir í fréttatilkynningu frá Alþýðusambandi Islands, sem Morgunblaðinu barst f gær. Félög þessi eru af Vestfjörðum, á Akureyri og úr Reykjavík, og keyptu þau eignina af Ferða- málasjóði. í Flókalundi verður framvegis sem hingað til rekið hótel og greiðasala, auk þess sem þar verður þjónustumiðstöð fyrir orlofssvæði verkalýðsfélaganna. Mun Ferðaskrifstofa ríkisins sjá um daglegan rekstur og þjónustu þá, sem slíku fylgir. I sumar verður slík starfræksla í Flóka- lundi frá júnímánuði til loka septembermánaðar. I flókalundi eru 16 herbergi ætluð til gistingar, samtals liðlega 30 rúm. Ákveðið hefur verið að veita sérstakan 20% afslátt til þeirra ferðamanna, sem panta og greiða fyrirfram gistingu í Flóka- lundi í þrjár nætur eða lengri tíma. Þá hefur einnig verið ákveð- ið að veita dvalargestum í orlofs- heimilum í Vatnsfirði sérstakan afslátt af veitingum í veitinga- skálanum í Flókalundi. I bígerð er að stofna hótelið í Flókalundi sameignarfélag, sem í eigi hlut öll þau verkalýðsfélög, sem eiga eða koma til með að eignast aðild að orlofssvæðinu í Vatnsfirði. Gerðardómur flugmanna fundar í dag GERÐARDÓMUR í máli flug- manna F.Í.A. og Flugleiða kemur saman til fundar í dag. Sagði Auður Þorbergsdóttir formaður dómsins að fulltrúar Félags ísl. atvinnuflugmanna myndu leggja fram gögn í dag og væri þá hugsanlegt að full- trúar Flugleiða myndu óska eftir fresti til að fjalla um þau. Verslióisérverslunmeð ' j ___ UTASJÓNVÖRPog HLJÓMTÆKI 29800 VBÚÐIN Skipholti19 /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.