Morgunblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ1979 19 Fulltrúar kirkju og veraldlegs valds undir regnhlífum sínum á Austurvelli að morgni þjóðhátíðardags. (Ljósm. Ól. K. Mag.). bar að garði, var það flugvél sem flaug yfir hátíðarsvæðið og henti niður sælgætis- og gjafapökkum til barnanna. Síðar um daginn var skemmti- dagskrá í íþróttahúsinu við As- garð. Meðal dagskráratriða þar má nefna að Islenzki dansflokkur- inn kom fram, Fimleikafélagið Gerpla var með fimleikasýningu skólakór Garðabæjar söng, leikar- ar fluttu leikþátt og í lokin var diskótekdans til kl. 20.00. Á útisvæðinu voru skátar í Garðabæ með tívolí, sem vakti mikla ánægju yngri borgaranna. Félagar úr Hestamannafélaginu Andvara komu á reiðskjótum sín- um inn á svæðið og teymdu undir yngstu börnunum. íþróttafélagið Stjarnan var með sölutjöld, Kven- félagið sá um kaffisölu í Gagn- fræðaskólanum og þar var einnig sýning á myndum nemenda Garðaskóla. Kynnir á hátíðinni var Pálmar Ólason. Lúðrasveit Reykjavíkur lék fyrir göngunni og á hátíðar- svæðinu. Þátttaka í hátíðarhöldunum var góð, íþróttahúsið Ásgarður var þéttsetið. Mikið rigndi um morguninn en í eftirmiðdaginn rigndi lítið, þótt dumbungur væri og nokkuð hvasst. Regnhlífar settu meiri svip á hátíðahöldin en blöðrur og hvítir koUar HÁTÍÐAHÖLD þjóðhátíðardagsins íóru í heild sinni vel fram víðast hvar um landið, en þó settu veðurguðirnir víða strik í reikninginn. Á suðvesturhorninu rigndi meira og minna fram eftir degi og þar sem regnhlífar og regnföt dugðu ekki til í vatnsflaumnum þurfti víða að flytja samkomuhaldið í hús. Reykjavík í REYKJAVÍK hófust hátíða- höldin með því að lagður var blómsveigur frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar í kirkju- garðinum við Suðurgötu. Síðan setti Jón H. Karlsson formaður þjóðhátíðarnefndar hátíðina við Austurvöll. Forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn, lagði blóm- sveig að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra flutti ávarp, sem birt er annars staðar í blaðinu. Karlakór Reykjavíkur söng, Lúðrasveit verkalýðsins lék og fjallkonan, sem var að þessu sinni Tinna Gunnlaugsdóttir, flutti ávarp. Þá var guðsþjónusta í dómkirkj- unni, prestur séra Hjalti Guð- mundsson. Síðdegis var mikið um að vera fyrir yngri borgarana allt frá klukkan 14—18. Tvær skrúðgöng- ur voru, en ýmis dagskrá á Arnar- hóli, í Laugardal, þar sem lands- hiaupið hófst, í Nauthólsvík, á Miklatúni og á Lækjartorgi. Um kvöldið lék HLH-flokkurinn til klukkan 23.30 í Austurstræti og diskótek var á Lækjartorgi. Að sögn lögreglunnar í Reykja- vík bar nokkuð á ölvun, en þó engan veginn eins mikið og oft undanfarin ár. í heild sagði varð- stjóri í lögreglunni að fyrirmynd- arfólk hefði verið á ferðinni, en þó eins og ævinlega, nokkrir óeirða- seggir einnig. Mikið fjölmenni var í miðbænum á sunnudagskvöldið og langt fram á nótt. Þeir síðustu hurfu ekki úr miðbænum fyrr en undir morgun. Mjög gott veður var er leið á kvöldið og alla nóttina, en hins vegar úrhellis- rigning mikinn hluta dagsins og dró það nokkuð úr þátttöku um miðjn daginn. Stykkishólmur Stykkishðlmi, 18. júni VEGNA erfiðra veðurskilyrða voru hátíðahöld 17. júní hér í Stykkishólmi haldin í félagsheim- ilinu. Lúðrasveit Stykkishólms lék þar á milli atriða, séra Gísli Kolbeins flutti guðsþjónustu, ræðu dagsins hélt Helgi Árnason kennari. Þá kom fjallkonan og flutti ættjarðarljóð, ungar stúlkur sungu og seinast voru fluttar gamanvísur. Á íþróttavellinum voru íþróttaleikir og knattspyrna, þrátt fyrir að veður væri ekki gott, og var það til nýlundu að við fengum heimsókn af Valsmannin- um kunna Inga Birni Albertssyni, sem lék með unglingunum. Um kvöldið var svo dansleikur fyrir börn og fullorðna. — Fréttaritari. Akureyri Akureyri, 18. júní STÚDENTAR settu mikinn svip á Akureyrarbæ á þjóðhátíðardaginn í ár eins og jafnan áður, en unglingar og yngstu borgararnir lögðu einnig sitt til hátíðahald- anna. Það voru skátar á Akureyri, sem sáu um hátíðardagskrána að þessu sinni og var hún að verulegu leyti helguð barnaárinu. Skemmtunin hófst á Ráðhús- torginu og þar flutti Ármann Kr. Einarsson hátíðarræðuna. Áfram var haldið á íþróttavellinum, þar sem margvísleg skemmtiatriði fóru fram. Dansað var á Torginu til klukkan eitt um nóttina, en einnig var dansað í samkomuhús- um bæjarins, en eldri stúdentar héldu að venju hóf á Hótel KEA. í heild var þjóðhátíðin með hefð- bundnum hætti og fór í heild vel fram. — Stefán. Garðabær í GARÐABÆ var þjóðhátíðardegi fagnað með fjölbreyttri dagskrá. Um morguninn voru íþróttir og leikir barna á íþróttavellinum og að því loknu fánahylling við Garðakirkju, þar sem skátar drógu fána að húni. Klukkan 11 var guðsþjónusta í Garðakirkju, prestur var séra Bragi Friðriks- son. Hátíðarræðu flutti Jón Sveinsson forseti bæjarstjórnar. Eftir hádegið hófust hátíðar- höldin að nýju með því að safnast var saman í skrúðgöngu og gengið frá mótum Karlabrautar og Hofs- staðabrautar að Flataskóla. Þar hófst síðan útihátíð með því að formaður þjóðhátíðarnefndar, Matthías G. Pétursson , flutti ávarp. Kristinn J. Sigurþórsson flutti minni íslands og ávarp Fjallkonunnar flutti Ragnheiður Sigurðardóttir. Þá voru veitt verð- laun til sigurvegara í barnahlaup- um fyrr um daginn. Óvæntan gest Selfoss AÐ SÖGN lögreglunnar á Selfossi fóru hátíðarhöldin á þjóðhátíðar- daginn vel fram í bænum, en úrhellisrigning setti þó strik í reikningjnn. Aðalskemmtunin átti að fara fram í Tryggvagarði eins og venjulega, en vegna veðursins varð að flytja hana í hið glæsilega íþróttahús þeirra Selfyssinga. Dansleikir voru um kvöldið fyrir yngri og eldri og fóru þeir vel fram. LÖgreglan þurfti ekki að hafa afskipti af fólki vegna ölvun- ar. Keflavík HÁTÍÐARHÖLDIN í Keflavík fóru fram utanhúss um miðjan daginn, en kvöldskemmtunina varð að flytja inn í Félagsbíó vegna úrkomunnar. Vegna veðurs- ins var þátttaka með minna móti, en hátíðahöldin fóru hið bezta fram og þurfti lögreglan engin afskipti að hafa af fólki. Hafnarfjörður GÓÐ þáttaka var í 17. júní hátíðahöldunum í Hafnarfirði og það jafnvel þó svo að flytja þyrfti skemmtanirnar af svæðinu við Tinna Gunnlaugsdóttir flutti ávarp Fjallkonunnar í Reykjavík að þessu sinni. Hörðuvelli í íþróttahúsið við Strandgötu. Þar var fullt út úr dyrum, en húsið tekur drjúgt og þeir komust að sem vildu, enda „litla fólkið" i meirihluta á skemmtuninni um miðjan daginn. Um kvöldið var diskótek í íþrótta- húsinu. Nokkuð bar á ölvun í Hafnarfirði í gær, en þó ekki til stórvandræða og sögðu lögreglu- menn í Hafnarfirði að þeir væru „bara ánægðir" með hvernig til hefði tekizt að þessu sinni. Njarðvík Skátar létu úrkomuna ekki hafa áhrif á sig er þeir gengu fylktu liði í skrúða sínum í átt að Austurvelli og héldu íslenzka fánanum hátt á loft. Lúðrasveit verkalýðsins blés af miklum móð við hátíðahöldin. Njarðvík. 18. júní. SAUTJÁNDA júní hátíðarhöldin í Njarðvík hófust með messu í Ytri Njarðvíkurkirkju. Síðan var geng- ið í skrúðgöngu um bæinn að hátíðasvæðinu við Stapa. Vegna óhagstæðs veðurs var hætt við útihátíðahöld en dagskráin flutt inn í félagsheimilið. I tilefni barnaárs flutti nemandi úr grunnskóla Njarðvíkur, Sigríður Pálína Arnardóttir, hátíðarræð- una. Um kvöldið var svo fjöl- skyldudansleikur í Stapa og mátti þar sjá samtímis á dansgólfinu alla aldursflokka frá sjö mánaða til sjötugs. Húsavík Húsavik. 18. júní. HÁTÍÐAHÖLDIN 17. júní hófust í hinu bezta veðri og hélzt svo allan daginn þó svo að fyrir sólu drægi um nónbil. Messað var í Húsavíkurkirkju klukkan 11 og prédikaði séra Bjarni H. Jónsson, en kirkjukórinn söng undir stjórn Sigríðar Schiöth. Klukkan 14 var safnast saman við félagsheimilið og setti Freyr Bjarnason formað- ur Völsungs hátíðina, en þjóðhá- tíðarkórinn söng undir stjórn Sigríðar Schiöth. Hátíðarræðuna flutti Þormóður Jónsson og ávarp fjallkonunnar Svala Hermannsdóttir. Lúðrasveit Húsavíkur lék undir stjórn Kat- rínar Sigurðardóttur og Jóhannes Einarsson flutti gamanmál. í þetta skipti voru öll dagskrárat- riðin heimaunnin og tel ég það til fyrirmyndar. Þegar hér var komið dagskránni barst sorgarfregnin frá Húsavík- urhöfða, sem sagt er frá annars staðar í blaðinu, og þar með var aflýst frekari hátíðahöldum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.