Morgunblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 1979 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og skrifstofur Auglýsingar Afgreiósla hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarason. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aöalstræti 6, sími 10100. Aóalstræti 6, sími 22480. Sími 83033 Áakriftargjald 3000.00 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 150 kr. eintakið. Enginn fékk fálkaorðuna á 35 ára afmæli lýðveldis- ins fyrir afskipti af olíumál- um, en kannski verður hægt að bæta úr því, áður en langt um líður. Ljóst er, að íslenzka þjóðin er nú í klóm nýrra hörmang- ara. Gífurlegur olíugróði renn- ur í vasa Sovétmanna vegna hækkaðs olíuverðs á brask- markaðinum í Rotterdam. Ýmsir þeir, sem með þessi mál fara, þ.á m. ráðherrar Alþýðu- bandalagsins í hinni „stór- brotnu" ríkisstjórn íslands, eru þeirrar skoðunar, að ekki sé unnt að fá olíu á hagstæð- ara verði en á braskmarkaðn- um og bera fyrir sig ýmis rök þar að lútandi. Flest þeirra eru þó einskis virði. Morgunblaðið hefur bent á miklar veilur í málflutningi þessara manna. Það hefur krafizt þess, að þeir, sem tekið hafa að sér forystuhlutverkið í þjóðfélaginu, séu menn til þess að leita nýrra leiða í viðskipta- háttum og sætti sig ekki við hlutskipti þeirra, sem töldu dönsku einokunarvezlunina bæði góða og nauðsynlega á niðurlægingartímabilinu. Svefngenglar vanans eiga ekki að hafa forystu um þjóðmál. Það getur orðið lítilli þjóð hættulegt til frambúðar. Mikill hluti íslenzks fiskafla fer nú í að greiða Sovétmönn- um braskverð fyrir olíu og þannig eru íslendingar, ekki sízt íslenzkir sjómenn, að verða e.k. vinnudýr fyrir vald- hafana í Kreml. Það er hlut- verk, sem við munum ekki sætta okkur við. Okkur tókst að reka rányrkjumenn Breta og annarra þjóða út úr land- helginni. Rússar eru nú komn- ir þangað aftur á olíutunnum. Þeir, sem ekki vilja láta sér það lynda, hafa bent á, að ekkert sé sjálfsagðara en leita nýrra leiða í olíumálum, því allir vita, að braskmarkaður- inn í Rotterdam þjónar engum lengur nema arðránsmönnum og spekúlöntum sem hrifsa til sín óhemjulegan gróða, en íslendingar ætla ekki að una því til lengdar að vera í klón- um á hörmöngurum, hvað sem „leiðtogarnir“ segja. Þá hefur verið bent á, að það sé nánast fyrir neðan allar um hækkar upp úr öllu valdi, ætti verð íslenzka fisksíns auðvitað að hækka sem svarar hækkunum á heimsmarkaði. Þegar á það er bent, er Morg- unblaðinu úthúðað af þeim sem virðast ekki hafa áhuga á að taka málið föstum tökum. íslenzka þjóðin er því stór- lega arðrænd um þessar mundir og má þakka fyrir, meðan ekki er gerð atlaga að sjálfstæði hennar með því að brenna þjóðartekjur hennar í rússneskri olíu. Ekki hefur verið leitað sem skyldi að nýjum mörkuðum. Olíunotkun Islendinga er ekki nema dropi í olíuhafinu og því engin ástæða til að ætla, að við getum ekki fengið þennan „sultardropa" víðar en í Sovét- ríkjunum. Bezt væri þó, að íslenzkir ráðamenn hefðu kjark og dug til að tala feimn- islaust við Sovétmenn um það, að þetta hrikalega óréttlæti væri leiðrétt og Rússar héldu ekki áfram að arðræna ís- lenzku þjóðina vegna brasks með olíu. Olían, sem við kaup- um, er í raun og veru ekki meiri en sem svarar olíunotk- un lítillar borgar í milljóna- þjóðfélögum, svo að engum ætti að verða skotaskuld úr olíu á hagstæðara verði en nú er gert“. Og ennfremur: „Hall- grímur taldi þó helztu mögu- leika á að kaupa olíu á Cura- cao-verðinu, en kvaðst ekki geta fullyrt, hvort sá markað- ur væri hagstæðari nú, en þó væri það ekki ólíklegt". Og loks: „íslendingar væru bundnir viðskiptasamningum við Sovétmenn. Við seldum þeim fisk og keyptum olíu í staðinn. Hann vildi því ekki útiloka, að e.t.v. væri hægt að fá hagstæðara verð, ef félögin keyptu beint frá sínum um- bjóðendum, þ.e. fra Shell eða BP.“ En hvernig væri nú að kanna þetta? Er það ætlun ráðamanna að leika þjóðina jafn grátt og á einokunartím- anum, þegar hörmangarar höfðu ísland á uppboði í Kaup- inhafn og sönkuðu að sér og kónginum óhemju gróða. í bók Jóns J. Aðils um einokunar- verzlunina segir hann m.a. að ágætir íslendingar hefðu reynt að sætta þjóðina við einokunarverzlunina, „og fóru landsmenn upp frá því að sætta sig smámsaman við ein- okunina eða öllu heldur að líta svo á, sem eigi gæti verið um Hörmangarar í hásætí hellur, að íslenzka ríkið skuli hafa notað tækifærið og grætt milljarða á olíuhækkunum á braskmarkaði Rotterdam. Það er nóg, að við séum á uppboði í Rotterdam eins og í kóngsins Kaupinhöfn forðum daga, þó að íslenzk stjórnvöld noti sér ekki viðstöðulaust þessa erfið- leika og hrifsi milljarða króna í skattahítina sína. Við seljum úrvals vörur til útlanda. Það er langt frá því eðlilegt, eins og Morgunblaðið hefur margbent á, að fiskverð sé samningsbundið, þegar Rússar eiga í hlut, enda þótt heimsmarkaðsverð á íslenzk- um gæðafiski á Bandaríkja- markaði hafi hækkað um 10—20% á undanförnum mán- uðum. Fyrst verð olíunnar, sem við fáum frá Sovétríkjun- því að leita þessa olíudropa hjá aðilum, sem við höfum lítil sem engin sambönd haft við hingað til. Svavar Gestsson, viðskipta- ráðherra, hefur sagt í hör- mangarasamtali, að „enginn olíuforstjóranna hefði treyst sér til að útvega olíu á lægra verði en við kaupum af Sovét- mönnum". Þetta er merkileg yfirlýsing ráðherrans með til- liti til þess, sem Hallgrímur Fr. Hallgrímsson, stjórnarfor- maður Skeljungs h/f og fyrr- verandi forstjóri félagsins, segir í breiðsíðusamtali við Þjóðviljann fimmtudaginn 14. júní sl., en þar kemst stjórnar- formaðurinn m.a. svo að orði, „að ákaflega erfitt væri að segja til um það núna“, hvort „möguleikar væru að kaupa aðra verzlunartilhögun að ræða“. Og ennfremur: „Sumir af helztu mönnum landsins voru meira að segja komnir á skoðun Dana um það, að ís- lendingum sjálfum væri það fyrir beztu að einokunin héld- ist“ — og létu sér eigi koma til hugar „að fara fram á neina stefnubreytingu í verzlunar- málum eða leggja það til að einokunin væri afnumin og íslendingum leyfð frjáls verzl- un við aðrar þjóðir.“ Þá segir Jón Aðils einnig: „landfógeti segir jafnvel afdráttarlaust, að verzlunin sé eigi betur komin í annarra höndum en Dana, því væri öðrum þjóðum leyfð verzlun á íslandi, þá mundi það verða landinu til niðurdreps og bölvunar". ís- lendingar voru sjálfir „farnir að trúa þessari fjarstæðu og veitti mjög erfitt að útrýma henni aftur“. Augljóst er, að ýmsir ráða- menn telja sér- sæmandi að vera í sporum þessara svefn- gengla vanans á hörmangara- tímanum. Það er að verða þjóðhættulegt að láta þá ráða ferðinni með hliðsjón af því, sem hér hefur verið ítrekað. Og svo margt er líkt með einokunarverzluninni og Rúss- landsviðskiptunum nú um stundir, að hroll hlýtur að setja að hverjum ærlegum íslendingi við tilhugsunina um það, að ráðamenn haldi að sér höndum og telji það eina hlut- verk sitt að úthúða Morgun- blaðinu vegna afstöðu þess í olíumálum. Það fer að verða augljóst, hvar brennidepill sjálfstæðisbaráttunnar er. Megi augu ráðamanna opnast, áður en hörmangarar ná kverkataki á Islendingum enn einu sinni; áður en þeir leggja aftur undir sig íslenzk fiski- mið — á olíutunnum. Við höfum annað að gera við stopula fiskistofnana en að fórna þeim í braskhítina í Rotterdam. Það skiptir engu máli, þó að Heródes og Pílatus standi í faðmlögum á útsíðum Þjóðviljans. Olíusalar og al- þýðubandalagsmenn mega kyssast þar og faðmast, eins og þeir vilja. Morgunblaðið lætur það a.m.k. engin áhrif á sig hafa. Aðalatriðið er að taka til hendi. Fleiprið í blöð- unum skiptir engu máli. Fólk- ið í landinu krefst þess, að meira sé framkvæmt, en minna hjalað í fjölmiðlum. Þegar Curacao-verðmiðunin var okkur óhagstæð, höfðum við djörfung til að reyna nýjar leiðir og láta vanabindandi viðskipti lönd og leið. Morgun- blaðið gerir sér grein fyrir því, að breyting á olíukaupum okk- ar verður ekki gerð með einu pennastriki. En í stað þess að úthúða blaðinu ættu þeir, sem ábyrgð bera á olíukaupum og fisksölu til Sovétríkjanna, að snúa bökum saman og reyna að dreifa áhættunni, sem get- ur orðið lítilli þjóð og sjálf- stæði hennar hættulegra en flest annað, þegar fram líða stundir. Velheppnuð hátíðahöld í Mývatnssveit Mývatnssveit 18. júnf. HÁTÍÐAHÖLDIN 17. júní hér í Mývatnssveit íóru íram í Höfða, þjóðgarði Mývctninga í fögru umhverfi. Hófst hún um klukkan Allar myndir Magnúsar Tómaasonar á sýningunni eiga rœtur aó rekja til Bernhöltstorfunn- 14 með helgistund SÓknarprestS- ar. þar sem sýninirin er jafnframt haidin. jns séra Arnar FrÍðrÍksSOnar. Bernhöftstorfan frá ýmsum hliðum TORFUSAMTÖKIN og Magnús Tómasson gangast fyrir sýningu á nokkrum verkum Magnúsar í Bern- höftstorfunni. Tilurð þessarar sýn- ingar sýningar má rekja til þess, að árið 1962 fékk Magnús, mcð góðra manna aðstoð, vinnustofu í Land- læknishúsinu við Amtmannsstfg, þá 19 ára gamall. Á þessum sama stað hafði Sveinn Þórarinsson haft vinnustofu mörgum árum áður. Hér er um að ræða 25 olíukrítar- myndir og 7 oiíumálverk, allar gerð- ar á árunum 1962—63 áður en Magnús hélt utan til náms. Allar eiga myndirnar rætur sínar að rekja til húsanna á Torfunni, þótt stund- um sé frjálslega farið með myndefn- ið. Þær eru því ekki heimildarmynd- ir í strangasta skilningi, heldur stemningarmyndir. Þær hafa fæstar verið sýndar áður, enda æskuverk, en fundust nýlega í fórum lista- mannsins. Það varð að ráði að Torfusamtökin og Magnús gengjust fyrir þessari sýningu, ef það kynni að verða til þess að opna augu manna fyrir Bernhöftstorfunni, uppsprettu þess- ara mynda. Sýningin verður opnuð laugardag- inn 16. júní kl. 16 og verður opin daglega frá kl. 16—22 til 26. júní. Síðan var ávarp Fjallkonunnar sem Ingibjörg Gísladóttir flutti. Þá flutti Jón Friðriksson sveitar- stjóri ræðu dagsins. Ennfremur var almennur söngur. Ýmislegt var sér til gamans gert, þrífótar- hlaup barna, Kröflu- og Kísiliðju- menn kepptu í reiptogi. Þeir síðar- nefndu sigruðu, enda engin orka framleidd í Kröflu eins og er. Um kvöldið var dansleikur í Skjólbrekku, en þjóðhátíðarnefnd- in í sveitinni sá um þessa sam- komu sem tókst mjög vel. Stjórn- andi og kynnir var Stefanía Þor- grímsdóttir, Garði. Veður var gott og milt í gær, sólskin fyrst en síðan skýjað og lítilsháttar rign- ing um stund meðan á samkom- unni stóð. — Kristján Hér getur að líta sýnishorn af verkum Svíans Lundquist. Grafíksýning á ísafirði OPNUÐ hefur verið í bóka- safninu á ísafirði sýning á grafíkmyndum eftir sænska listamanninn Svenrobert Lundquist. Hann er einn þekktasti grafíklistamaður Svíþjóðar, fæddur 1940, stundaði nám við Valands konstskola í Gauta- borg 1963-67. Frá 1967 hefur hann haldið 15 einkasýningar í Svíþjóð. Verk hans eru á mörg- um sænskum söfnum og á Listasafni Norður-Jótlands. Á þessari sýningu eru 27 myndir, sem flestar eru til sölu. Sýningunni lýkur 28. júní. Fréttatilkynning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.