Morgunblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JUNI 1979 21 LANDSIILAUP FRI hóíst s.l. sunnudag og það mun standa í rúma viku. Hér má sjá einn íulltrúa Hafníirðinga hlaupa með keflið. Sjá nánar á bls. 27. Eftirtaliö sundfólk hefur verið valið af landsliðsnefnd S.S.Í. til þátttöku í ferðinni: Bjarni Björnss. Ægi 4 landsk. Brynjólfur Björnss. Árm. 3 landsk. Halldór Kristensen Árm. 1 landsk. Hugi S. Harðars. Self. 2 landsk. • Sundfólkið samankomið til myndatöku rétt fyrir brottförina. Ljósm. Kristinn. Sundfólkið a á faraldsfæti IIINN 17. júní hélt landslið íslands í sundi upp í þriggja vikna keppnisferð. I IUrðttlr 1 Fyrst var haldið til Skotlands til þátttöku í opna skoska meistaramótinu í sundi. Það mót stendur yfir dagana 20., 21., 22. og 23. júní. Er hér um að ræða allsterkt mót með þátttöku frá öllum Bretlandseyjum og e.t.v. víðar að. Mótið fer fram í Samveldislauginni í Edinborg. 28. júní mun svo liðið halda til Mol í Belgíu, en þar verður 8 landa keppnin haldin í ár. Auk íslands taka þátt í þeirri keppni, Noregur, Spánn, Skotland, Wales, BeÍgía, fsrael og Sviss. 8 landa keppnin fer fram dagana 30. júní og 1. júlí. 2. júlí mun liðið síðan ferðast til Dublin á írlandi, þar sem það tekur þátt í 4 landa keppni, ásamt írum, ísraelum og Portúgölum. Er þetta í fyrsta sinn sem þessi keppni fer fram og er stofnað til hennar af írum. Mót þetta sem er sjónvarpsmót verður haldið 4. og 5. júlí. Ingi Þ. Jónss. Akran. 1 landsk. Ingólfur Gissurars. Akran. 1 landsk. Hafliði Halldórss. Ægi 2 landsk. Ari G. Haraldss. K.R. Nýliði Annar Gunnarsd. Ægil landsk. Margrét Sigurðard. Breiðabl. 1 landsk. Katrín Sveinsd. Breiöabl. Nýliði Ólöf Sigurðard. Self. 3 landsk. Sonja Hreiðarsd. Ægi 5 landsk. Þóranna Héðinsd. Ægi2 landsk.' Aðalfararstjóri er formaður S.S.Í. Hörður S. Óskarsson, þjálf- ari Guðmundur Þ. Harðarson og liðstjóri Þórður Gunnarsson. riy;pi Skúla mistókst rétt- stöðulyftan SKÚLI Óskarsson varð að sætta sig við að falla úr keppni á opna breska meistaramótinu í kraft- lyftingum, sem fram fór í Birmingham á Englandi um helg- ina. Það var í réttstöðulyftunni sem Skúli varð að láta í minni pokann, reyndi þar við 300 kg, en missti niður. Áður hafði Skúli lyft 280 kg í hnébeygju og látið sér nægja 130 kg í bekkpressunni, en það hefur löngum verið hans veikasta hlið. Peter Fiero, heimsmeistarinn frá Bretlandi, var helsti keppinautur Skúla. Hagur Fiero vænkaðist að sjálfsögðu við það að Skúla skyldi mistakast í réttstöðulyft- unni. Skúli hafði betur en hann í hnébeygju, Fiero skaust fram úr í bekkpressunni og varð síðan öruggur sigurvegari í keppninni þegar Skúla mistókst í réttstöðu- lyftu. Hreinn og Óskar hætta viö keppnis- ferö til Helsinki ÍSLAND hafnaði í neðsta sæti í Evrópubikarkeppninni í frjáls- um íþróttum í Luxemburg um helgina. íslenzku keppendurnir vóru flestir nokkuð langt frá sínu bezta. Nánar segir frá keppninni á næstu opnu, en hér fara á eftir viðtöl við nokkra keppendur og fararstjóra: Hreinn Halldórsson sagði: „Ég hef ekkert að gera í keppnisferð til Finnlands eða Evrópu, þegar ég finn mig engan veginn og er svona slakur. Ég er í einhverri lægð, þess vegna ætla ég heim og Vona að þetta lagist með tímanum.“ Óskar sagði: „Það var ánægjulegt að sigra í tveimur greinum og ná inn til- heyrandi stigum fyrir Island, en samt var árangur minn ekki góð- ur, sérstaklega ekki i kringlunni. Hún hefði átt að fljúga vel yfir 60 metra. Ég er sæmilega ánægður með árangurinn í spjótkastinu, ég ætlaði alltaf að reyna að kasta því yfir 70 metra og það tókst. Ég vona að mér takist eins og Hreini að ná mér upp úr þessari lægð á næstunni. Guðmundur Þórarinsson landsliðsþjálíari: — Árangur einstaklinganna hér á mótinu er lakari en ég átti von á. Hins vegar átti ég ekki von á því að ísland yrði framar í keppninni sjálfri. Þetta er svipaö- ur árangur og í keppninni fyrir 2 árum, nema hvað við erum áber- andi slakari í spretthlaupunum. — Vissulega þyrfti að undirbúa liðið betur fyrir svona keppni, en það kostar peninga sem ekki eru til hjá Frjálsíþróttasambandinu. Svo er það mjög slæmt, að breidd- in heima er svo lítil, að ekkert má út af bregða til að það setji strik í reikninginn. Meiðsli eins og voru hjá Jóni, Stefáni og Valbirni komu sér illa, þar töpuðum við dýrmæt- um stigum. Finnbjörn Torfason fararstjóri: — Ég er ekki nægilega ánægður með keppnina og árangurinn. Við vorum bjartsýnir á að ná þriðja sætinu, en þrjú stig vantaði og þar stóð hnífurinn í kúnni. Vilmundur Vilhjálmsson: — Ég er ekki kominn í þá æfingu sem æskilegt væri, vegna þess að ég hef staðið í ströngum lokaprófum við háskóla minn í Englandi, þar sem ég var að klára eðlisfræðipróf. Samt átti ég von á betri tíma og ég er sáróángæður með útkomu mína. Ágúst Ásgeirsson: — Það er hreinlega einhver lasleiki í mér. Ég hefði auðveld- lega átt að geta sigrað a.m.k. tvo af keppinautum mínum í 3000 v metra hindrunarhlaupinu, en ég fann mig aldrei og verkaði mjög þungur og satt að segja var ég hálflasinn. Það var mjög slæmt að geta ekki náð inn fleiri stigum fyrir landsliðið. Óvæntur sigur Páls PÁLL Ketilsson sigraði í Pierre Robert keppninni í golfi sem fram fór um helgina. Færri en áður kepptu, enda slagveður og lítt spennandi að standa úti í slíku. Páll lék 36 holur á 110 högg- um. sem er par vallarins. Sigur Páls var óvæntur. enda kappinn aðeins 17 ára og lítt þekktur. Sigurður Pétursson varð annar á 119 höggum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.