Morgunblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ1979 Vorheimsókn á Snæfjallas tröntí N yrzta byggð við ísafjarðardjúp er Snæfjallaströnd. Blasir hún við handan djúpsins, þegar komið er Texti og myndir: Finnbogi Hermannsson mn á Súðavikurhlíð frá Isafirði. Eru sveitarskil við Langadalsströnd inni í Kaldalóni og að utan við Míganda, sérkennilega ársprænu sem fellur niður í Vébjarnarnúp, sem í daglegu tali er nefndur Bjarnarnúpur, mörg hundruð metra fall. Snæfjallaströnd er sérstök sókn og þjónað frá Vatnsfirði. Um fjörutíu manns eru nú í sókninni á fimm bæjum: Bæjum, Lyngholti, Tyrðilmýri, Æðey og svo á kirkjustaðnum Unaðsdal. Tíðindamaður Mbl. renndi út á Strönd svo að segja í kjölfar snjómoksturstækja að gaumgæfa mannlíf á hörðu og erfiðu vori. Lítið verið sofið Engilbert Ingvarsson bóndi á Tyrðilmýri í Snæfjailahreppi kvaðst enn eiga nóg hey. „Svona í hálfan mánuð. Annars lítur illa út með gras, en það grænkar annars vel hérna á ströndinni, og nú er lítið frost í jörðu vegna snjó- þyngsla." „Ég er með á þriðja hundrað fjár, slátraði kúnum á kalárunum. Það þarf að vera margt fé til að vit sé í því. Ég er auk þess dálítið í félagsmálum, það tekur sinn tíma.“ Afleiðingar olíuverðshækkunar fyrir líf manna á Snæfjalla- strönd? „Þetta er bölvað, við höfum þó rafmagns héðan og kyndum með rafmagni. Hins vegar verðum við að taka mestu toppana með olíu.“ Að öðru leyti var hljóðið ekki sem verst í Engilbert, sauðburður- inn hafði gengið vel og lífið í jafnvægi. Sauma sloppa fyr- ir frystihúsin Húsfreyjan á Tyrðilmýri, Kristín Daníelsdóttir, var að hræra í uppstúfi þegar tíðinda- maður gekk í eldhús að kanna kvenlegg Tyrðiimýrar. Kristín var hin hressasta þrátt fyrir erfitt vor. „Allt verið á kafi í sauðburði og gengið ágætlega." Aöspurð um tómstundir þá kom í ijós að konur þar um slóðir sitja ekki auðum höndum þegar búverkum sleppir. A einum sex bæjum hafa konur tekið sig saman um að sauma sloppa fyrir frystihúsin við Djúp, og til stendur að sauma einnig sloppa fyrir húsin vestan heiða, þ.e. Flateyri, Þingeyri og jafnvel enn vestar. Kvað Kristín þetta þó nokkurt starf með þvi að sloppar ganga úr sér eins og fara gerir og þarf að endurnýja. Hvað um menningarlifið? Kem- ur fólk eitthvað saman hér? „Nei, eiginlega aldrei síðan sjónvarpið kom.“ Það sést vel hér? „Alveg prýðilega, hvergi betra, það er geisli hingað frá Bæjum. Við förum á böll á sumrum, þegar við getum, erum spólvitlaus í böll, förum meira að segja með þá litlu.“ Nú lifir þú í einangraðri byggð og verður að una við þitt, finnst þér líf þitt vera mjög frábrugðið lífi vinkvenna þinna t.d. á ísafirði, ef við orðum það svo? „Ja, mér finnst ég ekki eiga samleið með þeim, hreint ekki. Það er mikið rætt um fisk í sjávarstöðum, maður lifir og hrærist í öðru.“ Finnst þér þú verða af ein- hverju, til að mynda því sem snertir þann heim sem sjónvarpið boðar í tískubransanum? „Ég hef gaman af að fylgjast með tískunni, en ég stæli það ekki. Ég lifi í öðru. Ég er búinn að koma upp sex strákum og einni stelpu. Þrjú eru enn þá heima.“ Hvað um menntun krakkanna? „Þau hafa verið á Héraðsskólan- um í Reykjanesi, nema Grettir sá elsti, hann var annars staðar. Hver er reynsla ykkar af heima- vistarskólum? „Hún er yfirleitt góð, þó með undantekningum.“ Að lokum, hefðirðu viljað skipta á öðru hiutverki í lífinu? „Nei, ég held ekki. Þetta er nokkuð gott þó meður komist ekki til Kanarí enda höfum við ekki áhuga á að liggja eins og dauðar skepnur á ströndinni." Nú mætti halda að uppstúfið hjá henni Kristínu á Tyrðilmýri væri orðið kekkjalaust, því fólki var sagt að gera svo vel. Hefur ekki vorað jafn illa síðan ’49 „Ætlarðu að fara að taka upp einhvern kjafthátt eftir okkur?“ Þetta var auðvitað tilsvar frá Jens í Kaldalóni sem býr í Bæjum á Snæfjallaströnd. „Það er rétt svo Maður er rétt farinn að tína út lambærnar. Það er enginn and- skotans beit. Þetta er annað vorið síðan ég fæddist sem þetta er svona. Hitt var fjörutíu og níu. Maður er orðinn svo sljór, að maður er kominn inn í aðra tilveru. Þetta er eins og til sjós í gamla daga, þá var ekki spurt um annað en veður og þrælað þar til Guð gaf okkur rok eða fiskurinn hvarf. Þá voru menn oft rænulausir eins og maðurinn sem var kominn í báða sokkana á sama fótinn og kom þannig upp á dekk. Vökur núna hjá bændum eru svakalegar, kannski 2—3 tíma svefn. Svona er þetta búið að vera síðan um miðjan máí, kuldatíð fram undir þetta. Átta stiga frost á nóttu umfram miðjan maí og versnandi. Þú spyrð um olíumálin. Þetta er náttúrlega algert siðleysi. Þeir þykjast ætla að lækka hitunar- kostnaðinn með því að lækka húsaolíuna en taka það svo aftur í bensíni. Þeir haga sér eins og fífl þessir menn. Og bílabröltið hjá ráðherrunum í þessari tíð, þegar allt er í kalda koli. Kreppan kemur aftur, væni minn, við stefnum fram af hengifluginu beint í bláan dauðann." Hvernig hefur veturinn verið? „Hann hefur verið góður, Ágæt- ur og snjóléttur en mikl frost. Það er sjaldgæft, til að mynda að Mjóifjörður hefur ekki verið skip- gengur fram undir þetta. En vorið hefur verið rosalegt. Það gerir sér enginn grein fyrir kostnaðinum, bæði af fóðurbæti og þessari miklu heygjöf, það gerir enginn. Það eru ekki nema fimm til sex tommur niður á klaka og hvergi hægt að reka niður girðingar- staur.“ Hvað finnst þér um afgreiðslu mála á Alþingi þarna í lokin varðandi bændur? „Það er hreint og krókalaust verið að fara kringum heita graut- inn. Ég get ekki ímyndað mér annað en ríkið verði að grípa til sinna ráða í sambandi við þetta, en auðvitað þyrfti þetta að vera framlag en ekki lán.“ Þú ætlar samt að halda áfram? „Maður hugsar ekki um það núna, maður er eins og á ísjaka, hugsar bara um að komast til næsta lands, marka lömbin og snúast við féð.“ Hvað um samgöngur við sveit- ina? „Báturinn er okkar lífakkeri, það er búið að loka flugvellinum, bíll á að koma tvisvar í viku að sækja mjólkina. Menn treysta á Fagranesið. Það er það eina sem getur bjargað ef slys eða veikindi ber að höndum.“ Hvernig líst þér á ástandið almennt? „Stórt er spurt, en í stuttu máli. Ég held að þjóðin sé að tapa áttum ?g gleyma því að við erum á íslandi. Það þarf enn að sækja fisk á mið eins og forðum. Það halda margir að skip komi bara með hann inn um fjarðarkjaftinn. Svo öfundast menn yfir þeim launum sem þessir menn fá og fjargviðr- ast yfir því, að þeir hafi ekki háskólapróf á sjóinn. Þetta þurfa menn að fara að athuga.“ Klukkunni var nú tekið að halla í átta og farið að bregða birtu á Ströndinni. Jens í Kaldalóni hvílir lúin bein á hörðu vori. Séra Baldur í Vatnsfirði húsvitjaði aðeins í leiðinni. Engilbert á Tyrðilmýri. maður dregur andann, ég man varla eftir öðrum eins þrældómi síðan ég var á sjó í gamla daga. \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.