Morgunblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 1979 Gullmark Sumarlióa SELFYSSINGAR unnu öruggan sigur á Þrótli frá Neskaupstað í leik liöanna í 2. deild íslandsmótsins sem fram fór á Selfossi á laugardaginn. Skoruöu Selfyssingar tvívegis, bæöi mörkin í fyrri hálfleik, en gestum Þeirra aö austan tókst ekki aó svara fyrir sig. Heimamenn höfóu undirtökin í leiknum frá upphafi til enda, aö vísu var síóari hálfieikur frekar jafn, en liðin skiptust á um góöan hlióarvind, Selfoss í fyrri hálfleik, Þróttur í Þeim síöari. ' Fyrsta mark leiksins skoraöi Sum- arliöi Guðbjártsson strax á 7. mínútu. Var þaö mjög fallegt mark. Hann fékk knöttinn langt fyrir utan vítateig, lék aðeins nær, sá aö markvöröur Þróttar haföi hætt sér of framarlega og vippaði skemmtilega yfir hann af 35 metra færi. Fallegt mark, 1—0. Sókn heimamanna þyngdist enn og á 15. mínútu skoraði Tryggvi Gunnars- son, sem jafnframt var besti maöur vallarins, annað mark Selfyssinga. Var þaö góður skalli eftir auka- spyrnu. Selfyssingar léku nokkuð vel í fyrri hálfleik og heföu með heppni getað bætt við mörkum. Leikur þeirra dofnaði nokkuð í síðari hálfleik, án þess þó að þeir misstu tök á honum. bróttur kom dálítið meira inn í myndina, en ekki alvarlega og það kom nokkuð á óvart hve slakt liöið virtist eftir góöa sigra gegn Þór og Magna í síðustu leikjum sínum. Selfyssingar áttu sem sjá má þokkalegan dag, léku þeir þó án þeirra Stefáns Larsens og Heimis Bergssonar, sem á við meiösli að stríða. Báðir eru þeir lykilmenn og sigur Selfyssinga því þeim mun athyglisverðari. Bestu menn liðsins voru Tryggvi Gunnarsson, eins og áður segir og Sumarliöi átti góða spretti. Gamla kempan Sigurbergur Sigsteinsson var drjúgur með liöi sínu Þrótti, Erlendur Davíösson, Framari sem fylgdi Sigurbergi austur, er einnig athyglisverður leikmaöur. f STUTTII MÁLI: fslandsmótlð 2. deild Selfussvöllur Selfoss — Þróttur Nk 2—0 (2—0) Mörk Selfoss: Sumarliði Guðbjartsson og Trytttrvi Gunnarsson. — gg- Umdeilt mark færði ÍBÍ stig JARFTEFLI uröu endalokin á sögulegum leik ÍBÍ og FH fyrir vestan um helgina. FH haföi yfir, 2—1, en á lokasekúndunum kom fyrir umdeilt atvik, spurning hvort knötturinn fór inn fyrir línu eða ekki, eftir að Haraldur Leifsson ísfirðingur hafði skotiö á markið. Var rifist og pexað langa lengi, en dómari leiksins og línuvöröur kvóöu upp pann úrskuró aö lokum, aó knötturinn heföi farið inn fyrir og Því stæði jöfnunarmark ÍBÍ. Lokatölur 2 — 2, staðan í hálfleik var 1—1. • Blikarnir íagna gífurlega fyrra marki Þórs Hreiðarssonar og þriðja marki UBK. Ljósm. Kristinn. Vörn Fylkis var hjaralaus FH-ingar léku óumdeilanlega betri knattspyrnu og það var ekki ósann- gjarnt þegar Óttar Sveinsson skoraði fyrsta mark leiksins með fallegum skalla. Þó að heimamenn væru ekki eins knattliprir og gestir þeirra, var baráttan í góðu lagi og forysta FH stóð ekki lengi. Andrés Kristjánsson skaut þá og skoraði með stórglæsi- legu þrumuskoti frá vítateigsliínunni. Þannig var staöan í hálfleik, 1-1. FH-ingar héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og enn náöu þeir verðskuldaöri forystu, þegar Helgi Ragnarsson skoraði annað mark liðsins. FH-ingar virtust ætla að hanga í stigunum, þar til að atvikið umdeilda átti sér stað. Það var 20 sekúndum fyrir leikslok, að Haraldur Leifsson skaut í hálfgeröri örvænt- ingu á mark FH af mjög löngu færi. Ólafur markvöröur hefði átt aö geta variö meö annarri hendi og bundið fyrir augun, en tókst þó á óskiljanleg- an hátt aö missa knöttinn úr hönáun- um inn fyrir línuna. Þar meö var leiknum alls ekki lokið, því að Ólafur kraflaöi knöttinn út aftur, þannig að erfitt var að henda reiður á hvort knötturinn fór í rauninni yfir línuna. Reynismenn voru heldur hressari í byrjun síðari hálfleiks, en dró fljótt af þeim og sókn Austra varð þung á ný. En ávallt vantaöi endahnútinn á sóknarloturnar. Lauk leiknum því meö markalausu jafntefli. Lið Reynis virkaði mun veikara en þegar það lék hér á síðasta ári í 2. deildinni. Bestur Reynismanna var Júlíus bakvörður. Greinilegt er að Australiðiö er að sækja sig og liðið lék ágæta knattspyrnu. Atkvæða- Að sjálfsögðu heimtuðu heima- menn mark, en FH-ingar töldu slíkt hjal fásinnu mikla, knötturinn heföi aldrei fariö inn fyrir. Jaðraöi drjúga stund við áflog, en hægðist þó um. Hápunkti náði rifrildiö þegar dómar- inn ákvað að dæma mark. Hoppuöu heimamenn þá hæö sína af kæti, en nokkrir FH-ingar allt að því gengu berserksgang og létu dómarann heyra það óþvegið. FH-ingar áttu í rauninni skiliö sigur, líðið lék áberandi betri knatt- spyrnu og fékk hættulegri tækifæri. Leikur ÍBI var mun tilviljunarkennd- ari, þó að ekkert væri athugavert við baráttugleði leikmanna liðsins. FH-liðið virðist líklegt til afreka í sumar, þaö gæti þó sett strik í reikninginn, aö markvarslan er slök. Vakti óöryggi Ólafs markvarðar athygli. í STUTTU MÁLI. íslandsmótið 2. deild (safjörður ÍBÍ—FH 2-2(1-11. Mörk (BÍ. Andrés Kristjánsson og Ilaraldur Leifsson. Mörk FIl. Óttar Sveinsson og líelgl Haxnarsson. — gg- mestur hjá Austra voru Gústaf Ómarsson, Pétur ísleifsson og Har- aldur Haraldsson. 15 stiga hiti og vestan gola var meöan á leiknum stóö og var blásturinn heldur á bandi heimamanna. Dómari var Númi Þorgeirsson, nýr dómari í deildinni, haföi hann litla yfirferð á vellinum, hélt mest til á honum miðjum og voru' sumir rang- stöðudómar allvafasamir. — Ævar LIÐ UBK í 2. deild náði sér vel á strik gegn Fylki, er liðin mættust í Kópavogi um helgina. Það er skammt öfganna á milli hjá Fylki, liðið nýbúið að vinna Reyni 4—0, tapaði nú 1—5 fyrir fjörugu liði Blikanna, staðan í hálfleik var 2—0. Blikarnir voru vel að sigrinum komnir, liðið lék lengst af betur en maður sér mörg 1. deildar liðanna leika nokkurn tíma. Boltinn er látinn ganga mann frá manni, er ekki Þrautfúl háloftaknattspyrna. í fyrra, þegar UBK féll í 2. deild, örlaði oft á þessu létta og skemmti- lega spili. En liðið sýndi það aðeins í stuttum þáttum og framhald var gjarnan ekki fyrr en í næsta leik. Þess á milli var framlínan slök og vörnin verri en það. Nú hefur þessu verið kippt í liðinn, ekki síst vegna þess aö sjálfstraustíö er nú fyrir hendi, en flestir leikmanna liösins gengu í gegn um vonbrigöi síöasta sumars. Um Fylkisliðið er þaö að segja, að það skipa margir geysilega „teknisk- ir“ knattspyrnumenn og allur leikur liðsins úti á vellinum gefur oft ekki eftir bestu 1. deildar liðum. En vörnin er oft hörmuleg á verðinum og sofandahætti varnarmanna mátti um kenna aö Blikarnir fundu knettinum fimm sinnum leiðina í netið. Blikarnir hefðu hæglega getaö bætt við mörk- um, Fylkismenn áttu einnig sín færi, 8—3 hefði gefiö nokkuö þokkalega mynd af gangi leiksins. Fyrri hálfleikur var lengst af stórvel leikinn af beggja hálfu, en þó vantaöi dauðafærin sem salt í grautinn. Blikarnir skoruöu þá tvívegis og voru mörkin keimlík, bæði þrumuskot rétt utan vítateigs og bæði komu þau eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Hákon Gunnarsson skoraöi það fyrra á 13. mínútu leiksins, Valdemar Valdemarsson það síöara á 16. mínútu. Lakasti hluti leiksins var fyrri hluti síöari hálfleiks, þá koönaöi leikurinn töluvert niður og flautukonsert kom í staöinn. Þrátt fyrir nokkur góð skot á markið, tókst Fylkismönnum ekki að skora. Það var síðan Þór Hreiðars- son sem skoraði þriðja markið, auöveldlega eftir að Ögmundur markvörður haföi fariö í skógarferö í vítateignum eftir hornspyrnu. Tvíveg- is á næstu mínútunum fékk Hákon Gunnarsson tvívegis dauðafæri, en Ögmundur var nú vel á veröi. Eina mark Fylkis var næst á dagskrá, snyrtilegt sjálfsmark vinstri bakvarðar UBK. Það átti sór stað á 70. mínútu, en dugði þó ekki til að rífa Fylkismenn upp, fjóröa markiö kom aöeins 5 mínútum síöar, skelfi- leg varnarmistök, og Þór Hreiöars- son bætti viö ööru marki sínu með föstu skoti af stuttu færi. Fimmta markið kom á 82. mínútu. Ein besta sóknarlota Blikanna endaði með því að Ingólfur Ingólfsson sendi laglega á Hákon Gunnarsson, skot hans varði Ögmundur fyrir nokkra heppni, knötturinri hrökk til Siguröar Grót- arssonar, en skot hans var varið á marklínu af varnarmanni Fylkis. Geröi hann það með fingrunum og var því dæmt víti, Siguröur spyrnti sjálfur, 5—1. Siguröur var síöan í galopnu færi á síöustu mínútu leiks- ins, en skaut bylmingsskoti í stöng- ina og út. Sem fyrr voru bestu færi Fylkis nokkur þokkaleg langskot, best hjá Einari Hafsteinssyni, sem skaut í þverslá á 81. mínútu. Varla er veikur hlekkur í liöi UBK þessa dagana, það er greinilega besta liðiö í deildinni eins og er og leikur að jafnaöi betur en mörg lið í 1. deild. Vert er þó aö geta Siguröar Grétarssonar og Hákons Gunnars- sonar, sem eru mjög Jíflegir og snjallir sóknarleikmenn. Á miðjunni voru Þór og Vignir sterkir, Vignir þó slakari en áöur í sumar. Vörnin viröist traust og Ólafur Hákonarson varði markið af öryggi. Það er leitt meö Fylkisliðið, þaö hefur alla buröi til að ná langt, ef hlutirnir væru teknir traustari tökum. Bestu menn liðsins að þessu sinni voru þeir Höröur Antonsson og Guðmundur Einarsson en ekki verður vörn liðsins hrósaö viö þetta tækifæri, þar vantar heilan Kínamúr til að stöðva lekann. — gg islandsmótlð 2. delld Jafnt á Eskifirði LEIKUR Austra og Reynis sem fram fór á Eskifjarðarvelli var oft og tíöum allvel leikinn, einkum af hálfu Austramanna, sem áttu öll marktækifæri leiksins, utan tvö sem Reynir átti og var annað úr aukaspyrnu sem fór yfir, hitt hirtí Benedikt auöveldlega. Margoft stóöu Austramenn í opnum færum, en brást bogalistin er aö skotinu kom. Sóttu peir meira allan fyrri hálfleikinn og hefði veriö sanngjarnt aö Þeir heföu skorað eitt til tvö mörk í hálfleiknum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.