Morgunblaðið - 16.09.1979, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.09.1979, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 1979 Tvœr sýningar í sama sal Nú eru það Bandaríkin, sem gert hafa innrás á Kjarvalsstaði. Eins og flestum mun kunnugt, er listalíf með miklum blóma um þessar mundir þar í landi, og má sérstaklega vitna til New York borgar, hvað það snertir. Þar hafa gerst hlutir á seinustu áratugum, sem jafnvel hafa sett margar listamiðstöðvar í hinni gömlu Evrópu í annað sæti. Að síðari heimsstyrjöld lokinni var eins og flest það, sem verulega þýðingu hafði í myndlist, kæmi aðeins frá tveimur stöðum, New York og París. Enda hefðu lista- menn Evrópu flúið vestur um haf í hildarleik stríðsáranna. Margir hverjir sneru að vísu aftur til Evrópu, en áhrifa þeirra gætti og aðrir settust að í Ameríku. Sú list, sem spratt upp úr þeim jarðvegi, sem skapaðist á stríðsárunum, hefur á undan- förnum áratugum haft víðtæk og merkileg áhrif í Bandaríkjunum og vissulega einnig víðar um heim. Þar erum við einnig aðili, því að ekki verður það dregið undan, að við hér á íslandi höfum notfært okkur þær hrær- ingar sem aðrir þeir, er fylgst hafa með straumnum. Um þetta er ekkert nema gott að segja, og vissulega stöndum við í þakkar- skuld við þá menn, er vísað hafa veginn, hvort heldur þeir eru hér megin hafsins eða fyrir vestan. Einn þessara frumherja er Robert Rauschenberg, sem nú má sjá verk eftir í helming Vestursalar á Kjarvalsstöðum. I hinum enda salarins eru 50 listamenn með verk sín og að- eins eitt grafískt verk eftir hvern þeirra. Það er auðsætt af þessu fyrirkomulagi, að hér er um nokkuð suridurlausa sýningu að ræða; þar að auki heitir sýningin The New York Avant Garde of the 1970‘s. Það eru því ýmsar tilraunir hér á ferð og sannast mála nokkuð erfitt að átta sig á hlutunum. Titill sýn- ingar þessarar hefur verið þýdd- ur yfir á íslenskt mál með „Nýstefna í New York“. Ekki er ég ánægður með þessa þýðingu. Avant Garde er franska og hefur hingað til verið nefnd á voru máli „Framúrstefna" og kann ég því miklu betur þar sem orðið „Nýlist“ hefur öðlast allt aðra merkingu í málinu á undanförn- um árum. En hver hefur sinn hátt á, og við skulum ekki fjasa meira um það. Robert Rauschenberg er einn þekktasti myndlistarmaður líð- andi stundar. Hann er innfædd- Robert Rauschenberg ur Bandaríkjamaður og hefur haft gríðarlega þýðingu sem málari bæði heima fyrir og raunverulega um víða veröld. Það er því mikill fengur að sýningu sem þessari, enda þótt hún sé hvorki mikil að vöxtum né sérlega dæmigerð fyrir list hans. Málverk Rauschenbergs voru það fyrsta, er ég sá eftir hann, að ég held í Stokkhólmi fyrir mörgum árum. Þau voru óvenjuleg og sterk í sniðum. Hugmyndarík og aðgengileg. þörfnuðust engrar skýringar við. Þegar á næstu árum urðu á vegi mínum margvísleg verk eftir Rauschenberg, og ég sannfærðist æ betur um, að hér var á ferð óvenjulega frjór og frábær kunnáttumaður á sínu sviði. Sú sýning, sem nú er á Kjarvals- stöðum, dregur ekki úr fyrri skoðun minni, en ég verð einnig að játa það hér, að mér fannst þessi verk ekki gefa nægilega hugmynd um styrkleika Rauschenbergs sem myndlistar- manns. Það mætti ef til vill segja, að grafík sé umferðaleik- hús myndlistarinnar. Það er þægilegt að koma grafík millum landa. Kostnaður er viðráðan- legur, og það er einnig þægilegt að koma henni þannig fyrir, að umstang verði ekki um of. Og oft á tíðum 'er grafík nægileg til að gefa góða hugmynd um viðkom- andi listamenn. Sumir listamenn eru aftur á móti þannig, að þeir Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON njóta sín betur í öðrum verkum en grafík, og mætti segja mér, að Rauschenberg sé einn þeirra. En nú má ekki skilja orð mín þann- ig, að ég sé að vanmeta þessa sýningu. Ég hafði mikla ánægju af að sjá Rauschenberg að Kjarvalsstöðum, ferskleika og dirfsku hans. Myndræna getu og næmleik fyrir uppbyggingu sjálfra verkanna. Ékki verður farið í grafgötur með áhrif Rauschenbergs á íslenska mynd- list. Þau liggja í augum uppi, þótt engin nöfn séu nefnd. Það er augljóst mál, er við skoðum þessa sýningu á Kjarvalsstöðum, að við eigum Rauschenberg mik- ið að þakka ekki síður en mörg- um öðrum, sem vísað hafa okkur veginn. Það væri lítilmannlegt að viðurkenna ekki það, sem við höfum gott af öðrum lært. Myndlist er ekki úr lausu lofti gripin, hún er samvinna allra þjóða og erfiði. Hún er sameigin- legt tjáningartæki, sem allir kynflokkar skilja, sem um frjálst höfuð strjúka. Að mínum dómi er koma verka Rauschen- bergs á Kjarvalsstaði með meiri- háttar viðburðum, og sérlega finnst mér það skemmtilegt, að þessi sýning skuli vera á sama tíma og Norræna húsið sýnir okkur eina vönduðustu grafík sýningu, sem sést hefur hér á landi. Hún er finnsk, og Bragi Ásgeirsson hefur þegar fjallað um hana hér í blaðinu, en hún er vissulega allt annars eðlis en það, sem er á Kjarvalsstöðum. Ég nefni þetta hér til að vekja áhuga á þeirri breidd, sem er að finna þessa dagana í grafík hér í borg. Það mætti mikið og margt um þessa sýningu Rauschen- bergs skrifa, en ég læt þetta nægja hér. Það er aðeins eitt, er ég vil bæta við: Það fer ekki milli mála, hve tæknilega sterkur Rauschenberg er við hlið þeirra, er sýna í sama sal. Það mætti segja mér að þetta stafaði ein- faldlega af því, hve kunnátta hans er frábær í samanburði við Stælgæjatími Elías Mar; VÖGGUVÍSA. Brot úr ævintýri. Eysteinn Þorvaldsson annaðist útgáfuna. Iðunn 1979. VÖGGUVÍSA lýsir fyrstu árun- um eftir stríð og sögusviðið er Reykjavík. Miklir stælgæjatímar hefjast að bandarískri fyrirmynd og meðal þeirra sem hrífast með tískunni er verkamannssonurinn Björn Sveinsson, kallaður Bam- bínó. I upphafi sögunnar tekur Bambínó þátt í innbroti ásamt félögum sínum Badda Pá og Ein- ari Érr sem eru mun lífsreyndari en hann. Þeir stela peningum frá Arngrími Arngrímssyni heildsala, 10 þúsund krónum sem samsvara um 800 þúsund krónum nú sam- kvæmt útreikningi útgefanda bók- arinnar. Bambínó er að upplagi besti drengur. En skemmtanafíkn og ýmiskonar spilling verður til þess að glepja hann. Hann er vitlaus í billjardspil sem var dæmigerð dægrastytting þess tíma sem sag- an greinir frá. Einnig lætur hann teyma sig í partí og sljógva Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON siðgæðisvitund sína á ýmsan hátt. í bókarlok verður varla snúið við. Við Bambínó blasir framtíð af- brotaunglingsins eða smáglæp- onsins með allri þeirri niðurlæg- ingu sem henni fylgir. Elías Mar segir frá á fjörlegan hátt. Sagan einkennist af frásagn- argleði, haglega gerðum myndum úr ungu borgarlífi. Umhverfið og persónurnar lifna í höndum hans. En því má ekki gleyma að „í sögunni býr sterk hneigð" eins og útgefandinn Eysteinn Þorvaldsson bendir á í formála. Elíasi Mar er í mun að vara við ýmsu sem honum þykir miður fara í samfélaginu. Það eru einkum hin amerísku áhrif með vaxandi gróðasjónar- miðum sem honum stendur stugg- ur af. Að hans mati er þjóðin og ekki síst æskan í hættu stödd. Eins og kemur fram hiá útgef- anda byrjaði Elías Mar að safna slangorðum og skrá þau árið 1947. Slangið í Vögguvísu er að vísu orðið dálítið ryðfallið, en það er merkileg heimild um eftirstríðsár- in. Meðal nýjunga sögunnar er það hvernig höfundurinn beitir slang- orðunum til að laða fram hið rétta andrúmsloft. Eins og í mörgum skáldsögum með mórölskum boðskap (saman- ber Atómstöð Laxness) eru ýmsar lýsingar öfgakenndar og yfirdrifn- Pétur Svarfaðardal: KERTALOGí FJARSKA. Útgefandi höfundur. Akureyri 1979. Á það hefur verið minnst oftar en einu sinni að ungir höfundar flýta sér um of að gefa út verk sín. Ráðlegra er að bíða þangað til unnt er að senda frá sér heilleg verk, en ekki slitur eða óskipulagt safn ýmiskonar hugrenninga. Þetta gildir ekkert fremur um Pétur Svarfaðardal, höfund bók- arinnar Kertalog í fjarska, frekar en aðra byrjendur í skáldskap. En Elías Mar. í þessari bók eru ekki mörg ljóð sem eiga erindi á prent þótt fara megi með þau í vinahópi. Pétur Svarfaðardal á sjálfsagt eftir að yrkja betur. Ljóðabálkur um stríð Guðjóns söðlasmiðs sýnir til dæmis að hann á til húmor, að vísu blandinn beiskju, en húmor samt. Það er ekki ónýtt. Pétur yrkir töluvert um þrá og einmana- kennd æskunnar og tekst stundum laglega, einkum þegar viðkvæmni íþyngir honum ekki: Ég sakna þin, þú náttmyrkur auðnarinnar. sem vekur í brjósti mér þrá eftir einmanaleikanum. ar. Arngrímur heildsali er tákn þeirra sem vilja græða á ástand- inu og tekst það. Hann er hálfgerð ófreskja í sögunni, en alls ekki ómannlegur á köflum. Drykkju- veislan á Garði er ef til vill ekki svo fjarri veruleikanum. Sama er að segja um kanapartíið heima hjá Trommukjuða. Én hneigð sög- unnar veikir hana þó fremur en eflir eftir því sem á líður. Höfund- urinn er stundum óþarflega af- skiptasamur í textanum, gætir þess ekki nógu vel að leyfa lesand- anum að draga eigin ályktanir. Vögguvísa kom út 1950, samin þegar höfundurinn er 25 ára. Hún er fyrirboði margra samtíma- sagna með efni úr Reykjavíkurlíf- inu. Fróðlegt er að bera hana Ék sakna þín, (öla ímynd ástar minnar. Þú hrfur veitt mrr allt. srm ég þarfnaAist rkki. Ég sakna þín. (Söknuður) í bókinni er þýðing á ljóði eftir danska skáldið Lean Nielsen. Per- an nefnist það. Því miður er þetta ekki nógu lipur þýðing, hana hefði þurft að hefla betur. En af Lean Nielsen má margt læra. Áreynslu- laus ljóð hans hafa í raun kostað mikla ögun. Hann getur ort þann- ig um ávöxt eins og peru að Stríð söðlasmiðs og ein- manakennd æskunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.