Morgunblaðið - 16.09.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.09.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 1979 47 Dagurinn ídag Drottinn — aðeins að þú sæir daginn eins og hann var í dag. Innra með mér. Hugur fylltur angist og óróleika og ég megnaði ekki að spenna greipar — í bæn til þín. hörmulegar hugsanir. Óhugsandi að lúta þér. I>ú varst svo f jarri mér. Ég verð að segja það á þennan hátt til þess að vera heiðarlegur. Og nú finn ég aftur að þú kemur til mín A erfiðum degi. (Þýtt úr norsku) Brot úr sögu f orseta George Washington, fyrsti forseti Banda- ríkjanna, fekk orð fyrir að vera góður sonur foreldra sinna. Móðir hans gaf honum jafnan þann vitnisburð. Eitt sinn lét hún svo ummælt: „Ég hef engar áhyggjur af því, sem George gerir. Hann er ávallt góður sonur!“ Áður en hann tók við embætti forseta, fór hann til móður sinnar, sem þá var háöldruð og rúmliggjandi. „Mamma,“ sagði hann. „Þjóðin hefur kosið mig sem forseta Bandaríkjanna. Áður en ég tek við því starfi, langar mig að koma og kveðja þig. Undireins og ég hef tíma til kem ég aftur og...“ Lengra komst hann ekki. Hetjan hrausta gat ekki hugsað þá hugsun til enda að skilja við móður sína. Hann brast í grát við rúm móður sinnar. En móðir hans hughreysti hann og sagði: „Þú munt ekki sjá mig framar. Ég á ekki langt eftir í þessum heimi. Ég finn, að nú er minn tími kominn að fara heim til Guðs. Farðu nú, sonur minn, og þjónaðu þeirri köllun, sem Guð hefur kallað þig til. Megi blessun Guðs og móður þinnar ávallt fylgja þér.“ Þetta voru kveðjuorð góðrar móður til sonar síns. Áður en hann fékk aftur tækifæri til að heimsækja æskustöðvar sínar, var móðirdians látin, 85 ára. Kveðjuorðum hennar gleymdi George Washington aldrei. Þau urðu honum oft til styrktar og hvatningar á þeim erfiðu átta árum, sem hann var forseti hinnar ungu þjóðar og mótaði stefnu hennar um ókomin ár. Góður sonur metur alltaf mikils ráð foreldra sinna hvort sem er móður eða föður, og er þakklátur fyrir blessunarbænir þeirra. Heimsmet! Indverji nokkur, Masurija, á heimsmet í að safna yfirvar- arskeggi. Það er 259 sm á lengd. Það tók hann 13 ár að safna skegginu, frá 1949 til 1962. Franskur maður að nafni Jules Dumont, var cigandi lengsta skeggs sem um getur í sögunni. Það var 365 sm. Hann hefur sennilega losnað við að bursta skóna sfna! > < n ! > < rv i ) < > Stríðnis- eldspýtustokkurinn Fáðu þér eldspýtustokk eins og sýnt er á myndinni. Settu tvöfalda teyju utan um skúffuna og festu síðan broti af eldspýtu í teyjuna, þannig að eldspýtan geti snúist. Rífðu síðan niður fjölda af litlum. þunnum sneplum og settu í stokkinn. Þá skaltu snúa eins mikið upp á teyjuna og þú þorir og loka siðan eldspýtustokknum. Næst þegar einhver þarf á eldspýtum að halda, sýnir þú kurteisi eins og venjulega! — og býður þeim eldspýtustokkinn. Um leið og henn er opnaður, þyrlast sneplarnir út um allt eins og snjór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.