Morgunblaðið - 16.09.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.09.1979, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 1979 75 ára: Karl Helgason fv. póst og símstöðvarstjóri Karl Helgason, þingvörður, verður 75 ára í dag, sunnudaginn 16. september. Hann á rætur að Gautsdal í Barðastrandarsýslu, en þar bjuggu foreldrar hans. Ungur hefur hann orðið að taka sér verk í hönd, eir.s og tíðkaðist um börn á stórum sveitaheimilum í þá daga. Atorka og vinnugleði hlaut þó ekki hnekki af þeim sökum, heldur jók svo sem manndómur hans stóð til. Þrátt fyrir háan aldur gegnir hann enn fullu starfi, sem þing- vörður. Mestan hluta æfinnar þjónaði hann sem stöðvarstjóri pósts- og síma, fyrst á Blöndósi í 17 ár og síðar 26 ár á Akranesi. Karl var verslunarmaður á Blöndósi er stöðvarstjórastarfið losnaði. Hann hafði unnið sér gott orð, var kunnugur öllu aðstæðum Mímir Þrír innritunardagar eftir Samtalsflokkar hjá Englendingum. Kvöldnámskeiö — síödegisnámskeiö. Léttari þýzka. íslenzka fyrir útlendinga. Franska. Spánska. ítalska. Noröurlandamálin. ENSKUSKÓLI BARNANNA — HJÁLPARDEILDIR UNGLINGA. Einkaritaraskólinn Símar 10004 og 11109 (kl. 1—7 e.h.). Málaskólinn Mímir Brautarholti 4. jSPARID • ORKUNA nnnx rafmagnsofnarnir nýta tvímælalaust orkuna betur en flestir aðrir hitagjafar, þar sem um beina hitun er að ræða. Elektróniskur hitastillir (termostat) stjórar hárnákvæmt réttu hitastigi Yfir 20 mismunandi stærðir á lager. 3ja ára ábyrgð — áratuga reynsla hérlendis. Fullnægja öllum reglum Raffangaprófunar Rafmagnsv. ríkisins. íslenskur leiðarvísir. Þægilegur hiti, þurrka ekki loft. HAGSTŒTT VERÐ-GREIÐSIUK3ÖR SKR1F1D EFTIR MYNDfl & VERDLISTA EF EINAR FARESTVEIT & CO. HF. « BERGSTAÐASTRATI I0A - SlMI 16995 og var því hvattur til að taka að sér stöðvarstjóra starfið. Símastöðin á Blönduósi var í þjóðbraut og miðdepill samgangna í héraðinu. Þar mættist fólk, ýmist á suður- eða norðurleið. Þangað komu því margir á öllum árstíðum, kunnugir og ókunnugir, úr öllum áttum. Margir áttu í ýmiskonar erfið- leikum og margra vanda varð að leysa. Það var þá oft leitað til Karls. Hann var líklegastur til að þekkja lausnarorðið — hvort heldur var innan hans verka- hrings eða alls óskvld vandamál, sem þurfti að leysa. Þá var ekki spurt um það hvort vinnuvikan væri 36 stundir eða 72, en oft varð hún þó mun lengri. Þá, eins og oft endranær, kom sér vel að eiga sér við hlið samhenta, trausta, raungóða og kjarkmikla konu. Ásta Sighvats, kona Karls, brást hvergi þrátt fyrir mjög mikla ánauð á heimili þeirra, sem oft var undirlagt af þjökuðu og hröktu ferðafólki, er hreppt hafði storma, bylji og frosthörkur í erfiðum vetrarferð- um. Dyr þeirra Ástu og Karls stóðu opnar öllum er á aðstoð þurftu að halda. Slík fyrirgreiðsla er sjaldan launuð, enda ekki til þess ætlast — stundum ekki þökkuð. Ég held því að Karl hafi ekki átt gilda sjóði er hann flutti suður til Akraness. En á sumar- ferð þar nyrðra, með þeim hjónum, fékk ég staðfestingu fyrir þeim miklu vinsældum, er ég hafði heyrt að þau hefðu notið, er þau störfuðu á Blönduósi. Það var eins og Húnvetningar ættu í þeim hvert bein hlýjan, vinarhótin og móttökurnar urðu ekki misskild- ar. Ef skráð hefði verið saga Karls og símans á Blönduósi þau 17 ár, er hann starfaði þar, hefði það orðið mikill og merkur þáttur í héraðssögu þess tíma. Á þessum árum átti Karl einnig þátt í sköpun annarrar sögu. Með tveimur nágranna stöðvarstjór- um, þeim Þórði á Hvammstanga og Hjálmari á Hólmavík, lagði hann grunninn að félagi stöðvar- stjóra. Karl var einn af hvata- mönnum og skipuleggjari þeirra samtaka. Ásamt Andrési G. Þor- mar, aðalgjaldkera sem þá var formaður FIS., heimsótti hann nær allar símstöðvar á landinu. Þeir kynntu sér laun, vinnu- aðstöðu og annað er máli skipti fyrir starfsfólkið og rekstur stöðv- anna að öðru leyti. Varla var völ á heppilegri mönnum til þessa erindisreksturs. Þetta var erfitt verk og aðstæður slæmar, en öllum tálmunum var rutt úr vegi og samtökin urðu að veruleika, til hagsbóta og heilla fyrir stöðvar- stjóra. Síðan átti Stöðvarstjóra- félagið mikinn þátt í kjarabótum og bættu skipulagi fyrir annað starfsfólk stöðvanna, sem lengi var ófélagsbundið en er nú allt í Félagi ísl. símamanna (FIS). Þegar Karl fluttist til Akraness var þar allt önnur aðstaða og þjóðfélagshættir breyttir frá því er áður var. En þar beið hans mikið uppbyggingarstarf í póst- og símaþjónustu. Staðurinn var í hröðum vexti, fólksfjölgun mikil og margháttaðar athafnir í blóma. Stöðvarhús pósts- og síma reyndist fljótlega of lítið og síma- kerfið í bænum ófullnægjandi. Það var því að hefja baráttu fyrir úrbótum og þeim verulegum. Myndarlegt stöðvarhús reis af grunni, línukerfi um götur bæjar- ins var komið í jörð og stóraukið og sjálfvirkri stöð var komið upp. Þegar svo Karl hætti störfum á Akranesi var stöðin þar orðin með allra stærstu stöðvum á landinu. Karl er mikill félagshyggjumaður. Hann var alltaf í fararbroddi í baráttu fyrir bættum kjörum símafólks í dreif- býlinu og ýms önnur félagsleg málefni nutu góðs af starfshæfni hans og áhuga. Það munu því margir hugsa til Karls með þakklæti og hlýju í huga við þessi merku tímamót. Undirritaður þakkar honum fyrir frábært samstarf á liðnum árum og vináttu frá fyrstu kynnum. Karl og kona hans verða fjar- verandi þennan dag. Jón Tómasson. MYNDAMÓTA Aó«ilstr;»;ti 6 simi 25810 Link-samsetningar koma frá Noregi og bjóða uppá marga möguleika, fyrir alia fjölskylduna. Þú getur gert fjölmargt sem heimiiið þarfnast með Link-samsetningu. Á einu kvöldi getur þú með einföldum verkfærum komið þér upp bókaskáp, klæðaskáp, rúmi, skrifborði o.fl. o.fl. Það er engin þörf á smiðshæfileikum, það eru allir smiðir sem smíða sér húsgögn með norsku Link-samsetningunni, og þar að auki er sparnaðurinn otrúlegur. Norsku Link-samsetningarnar fást hjá. 1‘ÉTUR SNÆLAND H.F.. Síðumúla 34.105 Reykjavík. Símar 84131 og 84161. Einkaumboð á íslandi MJÖLNIR HEILDVERZLUN H.F., Síðumúla 33, 105 Reykjavík. Sími 84255. Hvernig væri að byggja sín húsgögn sjálfur á ódýran einfaldan hátt?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.