Morgunblaðið - 16.09.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.09.1979, Blaðsíða 20
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 1979 VlK> MORöJN Mpfinu i&Í MjSisgá á(Si Hann tekur enga áhættu þessi! Verður útsýnið ekki stórkostlegt af fyrstu hæðinni? Á maður ekki að reyna að vinna öll verk eins vel og maður getur? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Oft er árangur spilara í ákveðnum spilum æði misjafn. Sérstaklega á þetta við í tvímenn- ingskeppnum, þar sem fæst sam- anburður árangurs af mörgum borðum. Oft ræður þá getumun- ur, jafnvel heppni eða hugsan- lega hvorum megin við borðið spilið er spiiað. Spilið í dag kom fyrir í tvímenn- ingskeppni, suður gaf og aðeins hans vængur var á hættu. Norður S. ÁKG2 H. D2 T. KG54 L. 932 COSPER COSPER. Vestur S. 9753 H. G854 T. 7 L. KG54 Austur S. 104 H. K763 T. Á1098 L. D106 8087 Ég vissi að þín væri ekki annars staðar að leita en á barnum! Hvílikur „sósíalismi Suður S. D86 H. Á109 T. D632 L. Á87 Á flestum borðanna varð norður sagnhafi í þrem gröndum og þar sem út kom hjarta fengust tíu slagir, því að vestur lét gosann og var eftir það auðvelt að fá þrjá slagi á hjarta, fjóra á spaða, tvo á tígul og einn á lauf. Á tveim borðum kom út tígull og þar fengust aðeins níu slagir. Báður spiluðu strax aftur tígli og fóru síðan rétt í hjartað. En á þrem borðum varð suður sagnhafi í þrem gröndum eftir að hafa opnað á einu grandi veiku. Aðeins einum þeirra tókst að vinna spilið en allir fengu þeir útspil í laufi. Sá sem vann spilið gaf laufið tvisvar, tók það þriðja og spilaði lágum tígli á kónginn (vestur mátti eiga ásinn einspil) en austur tók á ásinn og spilaði aftur tígli, sem suður tók með drottningu en vestur lét hjarta. Sagnhafi var með á nótunum og spilaði af öryggi. Hann tók fjóra slagi á spaða, lét hjarta af hendinni, tók á tígulgosa og austur fékk næsta slag á tígul. Hann átti þá einungis hjörtu eftir og gaf sagnhafi níunda slaginn þegar hann neyddist til að spila frá kóngnum. Þetta var býsna vel spilað og hálfskítt að fá bara slakan miðl- ung fyrir. Ég hefi aldrei skrifað þér áður né í nokkurt blað og það kemur ekki til af góðu að ég sendi þér þessar línur. En ég er einn þeirra píslarvotta vinstri hreyfingar, sem hafa trúað á jafnréttishug- sjón kommanna og kratanna. Hefi oftast kosið þá en seinast kratana því ég trúði á eitthvað betra mannlíf. En nú stend ég alveg undrandi. Ég sé í Mbl. sagt frá því að verkamenn fái nú 18 þúsund kr. kaupbætur til að mæta óðaverð- bólgu vinstri hjarðarinnar en ráðherrar 118 þúsund svo ekki er að furða þótt í stólana sé haldið. Kaup okkar fátækra verkamanna fer ört minnkandi móti verðlagi og þegar svo er komið svona myndar- lega á móti okkur, er þá furða þótt ég grípi pennann. En þessir herrar lifa ekki lengi á sviknum loforðum og þótt þeir geti tínt svitadropa hins vinnandi manns upp úr fá- tækum ríkissjóði og hert á skatta- ólinni á þeim sem að framleiðslu vinna, þá er svo guði fyrir þakk- andi að alþýðan er ekki svo vitlaus að hún fyrr en síðar sér gegn um moldviðrið og þessa gegndarlausu fyrirlitningu, sem kommarnir sýna í verki á hinni starfandi hendi. Engir eru gráðugri en þeir ef þeir komast í æti. Og nú þurfa þeir, sem svona er farið með, að hrista af sér slenið. Kratarnir eru flæktir í sinni loforða keðju og kommarnir með þaklyftingu þeirra sem hæst fá launin til að bæta þar ofan á svo mismunurinn verði enn gífurlegri og ekki man ég til þess, þótt lengi hafi lifað, að annar eins mismunur hafi verið á kjörum manna hér á landi og nú. Hvílíkur „sósíalismi". Það þarf ekki litla kokhreysti og óskammfeilni til að fylgja svona eftir. Það eru fleiri en ég sem eru sárir. Það sýður í mörgum í dag sem létu blekkjast. Og því skrifa ég þessar línur til að hvetja alla heiðarlega, góða og sanna vinn- andi menn til að snúast gegn þessum svikurum sem nú stjórna, bæði kommum, hvort sem þeir kalla sig sósíalista, alþýðubanda- lag eða annað, og gleyma ekki loforðaglamri kratanna. Hver er sjálfum sér næstur. Þeir hafa klifað á íhaldinu og upphrópanir um íhald og spillingu, sem er þó hvergi eins áberandi og hjá þeim sjálfum. Þetta vita þeir vel. Verk- lýðshreyfingin er orðin slík að menn hafa skömm á vinnubrögð- um þar og sækja ekki fundi og hér um slóðir veit maður lítið um hana nema þegar launaumslögin | Xausnargjald í Persíu 63 Madeleine hefði litið eftir henni, hún hefði fengið að leika sér úti í garðinum. Við höfðum hugsað okkur að fara vel með hana. Þetta var allt svo furðulega rökrænt og þó svo ómannúð- legt. Hún treysti sér ekki til að deila við hann og hún orkaði ekki einu sinni að láta fyrirlitn- ingu sína í Ijós. Og hann sýndi henni enga persónuiega óvild eins og kvenveran hafði gert og kallaði því ekki á jafn ofsafeng- in viðbrögð af hennar hálfu. — Má ég fá sfgarettu? Hann leit hissa á hana. Svo rétti hann að henni pakkann og kveikti í. ' — Vilduð þér segja mér eitt? spurði Eileen. Peters beið átekta. — Hvers vegna rænduð þið mér? — Ég get ekki sagt yður það. En það er ekki vegna þess við höfum neitt við yður persónu- lega að sakast. — Það hlýtur að vera í sam- bandi við manninn minn. Hvers vegna getið þið ekki sagt mér eins og er. Peters leit á hana og slökkti svo í sfgarettunni sinni. Madeleine hafði sagt hún væri drembileg. Hún hafði setið yfir honum lengi á veröndinni og úthúðað henni og krafist þess, að þau iokuðu hana inni f kjallaranum þvf að hún ætti áreiðanlega eftir að koma þeim í vandræði. Peters hafði ekki verið á sama máli og hann sá engin hrokamerki hjá konunni. Það var ekkert í fari Eileenar Field sem framkallaði hjá hon- um reiði eða andúð. Hún hafði bjargað barni sínu og fórnað sjálfri sér og hann dáði hug- prýði hennar. Hún hafði enga ósvífni sýnt honum, hvað svo sem Madeleine sagði. — Það er í sambandi við manninn yðar. Meira get ég ekki sagt yður. Hún tók upp greiðuna og renndi henni gegnum hárið á sér. Hún hafði fallegt hár sem bylgjaðist eðlilega um andlit hennar. Hún leit á hann og hristi höfuðið. — Og ef hann neitar að greiða lausnargjaldið — hvað svo sem það er. — Hann neitar því ekki, sagði Peters. — En það hefði verið betra að hafa litlu stúlkuna. — Það er ógeðslega sagt, sagði Eileen hægt. — Hafið þer engar manneskjulegar tilfinn- ingar. Sjáið þér ekki viðbjóðinn í því að nota barn í þessu skyni. Það er hið fyrirlitlegasta sem hægt er að hugsa sér. Lægra er ekki hægt að leggjast. Eg er ekki að reyna að þvarga við yður, vegna þess að sem betur fer náðuð þér henni ekki. En ég skil ekki hvernig þér getið látið yður annað eins og þetta um munn fara. — Við höfum ólíkt verðmæta- mat, sagði Peters. Hann veíti fyrir sér hvort hægt væri að koma henni f __Eftir Evelyn Anthony Jóhanna Kristjónsdóttir sneri á íslenzku skilning um afstöðu þeirra ef hann reyndi að skýra það út fyrir henni. Dæmi voru til þess, að fangar höfðu skipt um skoð- un undir þessum kringumstæð- um og gengið f lið með þeim f baráttunni. Hún var greind og hugrökk, ekki heimsk rík kona eins og þær ýmsar sem hann hafði þekkt í Bandaríkjunum. Hún hafði hvorki veinað né tryllzt. Og víst var það rétt, að herbergið var eins og bakara- ofn. Hann fann sljálfur að fötin lfmdust við hann. — Þér sjáið fyrir yður eina litla stúlku, sagði hann sein- mæltur. — Ég sé heila þjóð. Þúsundir barna, ekki neitt ein- stakt barn. Börn sem eiga hvorki fæði né klæði, ekkert skjól né von um betri framtfð. Ég sé f jölskyldur þeirra sjúkar og soltnar í vistarverum, sem ekki mundu teljast manna- bústaðir. Til þess að gera eitt- hvað þessum börnum til bjarg- ar hefði ég ekki hikað við að ræna barninu yðar, frú Field, og það sem meira er, ég sé

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.