Morgunblaðið - 09.10.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.10.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1979 Matthías Á. Mathiesen, alþingism.; Kosningar þjóðarnauðsyn Þróun veröbólgunnar Eftir rúmlega 13 mánaða valdaferil er þriðja vinstri stjórn lýðveldisins sprungin. Eftir rúmlega 13 mánaða ráðleysi hafa „sigurvegarar kosn- inganna" frá í fyrra gefist upp. Það er almannarómur að Al- þýðubandalagið hafi undirbúið stjórnarslit nú í þingbyrjun, en Alþýðuflokksmönnum borizt um það vitneskja og þeir þess vegna tekið ákvörðun um að verða fyrri til. Sé þetta rétt skýrir það hin sérkennilegu viðbrögð Alþýðu- bandalagsmanna, sem allt að því grétu, þegar þeim „á óvart“ barst fregnin um samþykkt meirihluta þingflokks Alþýðu- flokksins. Hvað svo sem satt er í þessum efnum var það orðin staðreynd að „sigurvegarar kosninganna" 1978, Alþýðubandalagið og Al- þýðuflokkurinn, höfðu gefizt upp við stjórn landsins og þar með svikið öll stóru kosningaloforðin, sem þeir gáfu fyrir kosningar. Þá er það ennfremur orðin staðreynd að Framsóknar- flokknum hefur enn á ný mistek- ist stjórnarforysta, þegar þriðja vinstri stjórnin, sem framsókn- armenn hafa veitt forystu á tæpum aldarfjórðungi, springur og skilur eftir sig meira öng- þveiti í þjóðmálum en fyrri vinstri stjórnir gerðu og er þá mikið sagt. Veröbólgan 1971—1979 Er fyrri vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar tók við völdum 1971 af ríkisstjórn Sjálfstæð- ismanna og Alþýðuflokksmanna, þá undir forystu Jóhanns Haf- stein, var verðbólgan hér á landi 2% frá upphafi árs til loka þess. Þegar vinstri stjórnin hins vegar loksins fór frá, 1974, var verðbólgan frá upphafi þess árs til loka þess 53%. Árið 1978 þegar ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar lét af völdum, eftir fjögurra ára setu, og við tók síðari vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar, hafði tek- izt að ná verðbólgunni nokkuð niður og hún var það ár 38% frá upphafi til loka. Þegar svo vinstri stjórnin sýn- ist nú vera að springa, eftir 13 mánaða feril, þá er reiknað með, að öllu óbreyttu, að verðbólgan verði um 60% frá upphafi árs 1979 og til loka, og nýtt met þar með slegið. Það er óþarfi að nefna fleiri dæmi um stjórnleysi og efna- hagsöngþveiti vinstri stjórna. Ljóst er af stefnunni í ríkis- fjármálum, með auknum ríkis- útgjöldum og auknum skatta- álögum, að ekki er um samdrátt í ríkiseyðslu að ræða heldur aukningu, gagnstætt því sem nauðsynlegt var, ef draga átti úr verðbólgunni. Matthias Á. Mathiesen, alþingismaður. Þjóöin vill kosningar Þegar Alþýðuflokkurinn gefst nú upp og lýsir ófögru þrotabúi sínu og felst á kröfu okkar sjálfstæðismanna um þingrof og nýjar kosningar, sem þýðir meirihluta á Alþingi fyrir nýjum kosningum, er undarlegt að heyra málflutning talsmanna Alþýðubandalagsins og Fram- sóknarflokksins. Þeir segjast í orði kveðnu vera reiðubúnir til kosninga en telja öll vandkvæði á því að þær fari fram á næstunni. Gamlar forsendur um erfiðar samgöngur, jafnvel myrkfælni kemur fram í máli þeirra, þegar allir okkar næstu nágrannar geta gengið til kosninga og Danir með örfárra vikna fyrir- vara. Auðvitað óttast þeir dóm kjósenda og hafa gert frá upp- hafi. En því verður ekki trúað að forsætisráðherra efni ekki til kosninga nú þegar. Að öðrum kosti er meirihluti Alþingis virt- ur að vettugi, þingræðið fótum troðið og þeim hjálpað, sem vilja það feigt. Það er þjóðarvilji, enda þjóð- arnauðsyn, að kosningar fari fram svo fljótt sem verða má. Togvindumar Hafþóri Náttúruverndarráð: Ekki tímabært að skerða Laugarás NÁTTÚRUVERNDARRÁÐ hefur svarað þróunarstofnun Reykja- vikurborgar vegna hugmynda um frekari byggð á auða svæðinu á Laugarásnum. Segir ráðið i svari sínu, að það telji ekki timabært að skerða óbyggða svæðið á Laugarásnum að svo komnu máli, en hvetur eindregið til þess að náttúruverndar- og útivistargildi svæðisins verði metið og mörk þess ákveðin, til undirbúnings friðlýsingar, skv. i m.s. Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi frá Skipatækni h.f.: Vegna greinar í Morgunblaðinu 5. þ.m. frá Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnssonar h.f., sem var verktaki við breytingar á togvind- um í m.s. Hafþór, viljum við gera eftirfarandi athugasemdir. Vindukerfið Það kemur okkur einkennilega fyrir sjónir, að verktakinn geti ekki rökrætt málefnalega um þau tæknilegu vandamál, sem hér eru á ferðinni. Verktakinn talar um að togvind- urnar séu of litlar og ruglar þessu öllu saman þ.e. umbeðnum afköst- um vindanna samkvæmt útboðs- lýsingu, mældu kyrrstöðu átaki og svo hvaða kyrrstöðu átak hefði átt að standa í útboðslýsingu sam- kvæmt hans mati. Verktakinn reynir að fara í kringum kjarna vandamálsins þ.e. að vindurnar skila ekki þeim afköstum, sem við biðjum um í okkar útboðslýsingu. Hvað hefði átt að standa í útboðslýsingunni að mati verktakans er alls ekki til umræðu hér og kemur þessu máli ekkert við. Verktakinn hannaði vindukerfið, og tekur hugsunar- laust þá mótora, sem við bendum á án þess að reikna út hvort hans kerfi geti skapað mótorunum þau vinnuskilyrði, sem til er ætlast. Vindurnar afkasta aðeins um 60% af því sem um er beðið og breytir verktakinn því ekki, hversu marg- ar blaðagreinar sem hann skrifar um málið. Þriggja manna nefndin Verktakinn víkur svo máli sínu að þriggja manna nefndinni. Hann segir: „Undir yfirumsjón þessarar nefndar brotnuðu dælurnar í ann- að sinn“. í þessa nefnd tilnefndi hvor aðili einn mann og samkomu- lag var um að fá dr. Geir A. Gunnlaugsson prófessor í véla- verkfræði við Háskóla íslands til að vera formann hennar. Nefndinni var falið í upphafi aðeins að fylgjast með annarri reynslukeyrslu á vindunum. Allur undirbúningur undir þessa prófun og sjálf prófunin var í höndum verktakans og brotnuðu því dælurnar í höndum hans. Nefndin ásamt frönskum sér- fræðingi frá Denison átti svo mestan þátt í því að vindurnar eru farnar að snúast. Aflmælingar Varðandi það atriði að vindurn- ar hafi ekki verið keyrðar við fullan þrýsting í reynsluferðinni 2.-4. maí s.l. þá skal verktakanum bent á skýrslu okkar yfir umrædda reynsluferð dags. 4 maí 1979 bls. 8 tafla nr. 2 en þar er átakið við aflesinn þrýsting umreiknað í 210 bar að mótor. Þetta umreiknaða átak er svo notað til að reikna út afköst vindanna við 210 bar þrýst- ing að mótor. Þessa skýrslu fékk verktakinn í hendur á fundi í Hafrannsóknastofnuninni 7. maí sl. en e.t.v. ekki kynnt sér efni hennar betur en þetta. Lokaorð Togvinduvandamálið er nú í höndum Verkfræði- og raunvís- indadeildar Háskóla Islands, og stjórnar Dr. Geir A. Gunnlaugsson prófessor þessu verkefni þar. Vandamálið er því í góðra manna höndum. Þetta verður ekki leyst með síendurteknum blaðaskrifum og sjáum við engan tilgang í frekari opinberum skrifum um þetta mál. Við væntum þess að tillögur verkfræði- og raunvísinda- deildar verði kynntar þeim aðilum, sem málið snertir þegar þar að kemur. Rvykjavík, 5. okt. 1979, f.h. Skipafaakni h.f. Bárður Hatatainaaon Ólafur H. JAnaaon náttúruverndarlögum. í svarinu er minnt á, að í yfirliti um náttúruminjar á höfuðborg- arsvæðinu, sem samið var 1074, sé mælt með friðun Laugaráss sem náttúruvættis. En á Laugarásnum séu m.a. jarðsögulegar minjar um hæstu sjávarstöðu, útsýn þar góð og þar vaxi fjölbreyttur, íslenzkur gróður villtur innan borgar. Hins vegar sé svæðið í vanhirðu og kunni það að valda nokkru um litla notkun þess. Þá virðist leika vafi á því hvert markmið borgar- innar er með útivistarsvæði á Laugarási og til hvers eigi að nota það, skv. skipulagsáætlun, sem vitnað er til í bréfi þróunarstofn- unar. Lýsir náttúruverndarráð sig reiðubúið til að aðstoða umhverf- ismálaráð og þróunarstofnun borgarinnar við það verkefni að meta náttúruvistarsvæðið og und- irbúa friðlýsingu, svo sem að ofan segir. Hefur ráðið falið Árna Reynissyni framkvæmdastjóra Náttúruverndarráðs og Þorleifi Einarssyni jarðfræðingi að annast milligöngu fyrir sína hönd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.