Morgunblaðið - 09.10.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.10.1979, Blaðsíða 31
 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1979 39 Umsjón: Björg Einarsdóttir, Sigurlaug Bjarnadóttir og Þórunn Gestsdóttir. Frelsi til viðskipta „Það dettur víst engum ( hug, að þeir hafi ábata af verzlun sem deyja, en þú veizt, að þeir sem lífa hafa best af því, að þeir nái hagnaðarsömum viðskiptum. Það er þó iíklega enginn skaði, ef við gsstum selt fé á ári fyrir nokkrar tunnur gulls, og ekki skil ág hvernig neinn getur verið ófrjálsari þar fyrir. Þú heldur, að einhver svelgi okkur. Látum þá alla svelgja okkur í þeim skilningi, að þeir eigi við okkur kaup og viðskipti. Frelsið er ekki í þvi að lifa einn sór og eiga ekki viðskipti við neinn. — Frelsiö kemur að vísu mest hjá manni sjálfum, en ekkert frelsi, sem snertir mannfálagið, kemur fram nema í viðskiptum, og þau eru því nauðsynleg til frelsis.11 Þessi orð hér að ofan voru skrifuð af Jóni Sigurðssyni forseta í bréfi tii Jens bróður hans, dags. 3. okt. 1866. Á þeim árum barðist Jón, af þeirri djörfung og sannfæringarkrafti, sem honum var laginn, fyrir því að leysa verzlun Islendinga úr þeim fjötrum sem dönsk einokun hafði reyrt hana í. Átti hann í þessu máli, eins og í mörgum öörum framfaramálum, ekki aðeins við þvergirðingshátt og tregöu danskra stjórnvalda að etja heldur einnig frá ýmsum löndum sínum, sem skorti þá víðsýni og glöggskyggni, er einkenndi sleitulausa baráttu hana fyrir því að rífa íslensku þjóöina upp úr þeim doða einangrunar og sinnuleysis, sem hún hafði kúrt í um aldir undir erlendri óstjórn. Viöskipta- og verzlunarfrelsi var f augum Jóns ein af meginforsendum fyrir hagsæld þjóða og efnahagslegu sjálfstæöi og hann vísaði á bug hræðslu og minnimáttarkennd þeirra landa hans sem óttuðust, að íslendingar yrðu „gleyptir" af meiriháttar viðskiptaþjóðum. Við nútíma íslendingar, sem dáumst í minningunni að glæsileik og reisn Jóns forseta sem stjórnmálamanns og þjóðarleiðtoga, freistumst stundum til að geta okkur til um, hvaða afstöðu hann tæki í dag, væri hann á meöal okkar, til íslenskra þjóðmála, sem eru í brennipunkti hverju ainni. Hver væri afstaða hans til Nato? — Hvaða orð hefði hann haft um aðfarir núverandi menntamálaráðherra, sem vakið hafa almenna reiði og hneykslun þjóðarinnar? Auðvitað eru slíkar, þótt leyfilegar séu, vangaveltur fánýtar í sjálfu sér og kannski fullt eins mikið út í hött og tilraunir íslenskra kommúnista til að eigna sér Skúla Thoroddsen af því að hann var á sínum tíma talsmaður þjóðfélagslegs réttlætis og jafnréttis. Eitt getum við þó veriö viss um, að viðhorf Jóns Sigurðssonar myndu nú, sem þá er hann lifði, markast af frjálslyndi og stórhug og umhyggju fyrir íslenskum hagsmunum Tvímælalaust eru hugmyndir hans um nauðsyn frjálsrar verzlunar og viðskipta enn í fullu gildi, þótt aðstæður allar sáu nú gerbreyttar frá því á hans dögum. Enginn vafi er á, að töluvert skortir á, að verzlun á íslandi njóti í dag þeas frelsis, sem henni er nauðsynjeg til að hún geti blómgaat með eölilegum hætti sem atvinnugreín. Ýmsar heimskulegar verðlagning- arreglur settar af stjórnvöldum, sem og fjandskapur vinatri manna við heilbrigða samkeppni hafa hér, sem svo víöa annars staðar orðið til bölvunar og unnið gegn hagsmunum almennings og verzlunarinnar í senn. Má þar t.d. nefna þá óhæfu, að álagning innflytjenda skuli reiknuð sem hundraðshluti af innkaupsverði, sem hlýtur aö leiða af sár þá þverstæöu, að þaö veröur hagur innflytjandans að gera aem óhagstæðust innkaup og þýðir um leið hærra vöruverð til neytenda. Sú árátta íslenskra sósíalista að ala á tortryggni almennings gegn hverskonar atvinnurekstri í landinu, hefir ekki hvað síat bitnað á verzluninni. Smásöluverzlunin á einnig í vanda, ekki hvað sízt úti í dreifbýlinu, þar aem markaður er minni, hægari umsetning og mikill kostnaður viö aðdrætti og birgðageymslu. í samtali hér á aíðunni við Hebu Ólafsson, sem rekur Húsgagnaverzlun á Patreksfirði bendir hún á hve flutningskostnaður hefir ósanngjörn áhrif til hækkunar vöruverös úti á landsbyggðinni og hve sá aukakostnaöur verður enn þá tilfinnanlegri, þegar lagður er á hann söluskattur. Krafa strjálbýlisverzlunarinnar um að slíku ranglæti verði aflétt er bæði eölileg og réttmæt. Á ráðstefnu um neytendamál sem fyrirhuguð er í næsta mánuði á vegum Landssambands Sjálfstæðiskvenna og Hvatar, félags Sjálf- stæðiskvenna í Reykjavík, verða mál verzlunarinnar vafalaust til umræðu, avo nátengd sem þau eru hinum almenna neytenda. Væntanlega veröur þar einnig sérstaklega fjallað um löggjöf þá „um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti", sem samþykkt voru á Alþingi 1978 en núverandi viöskiptaráðherra hefir beitt sér fyrir, að komi ekki til framkvæmda. Þessi lög hafa að geyma merkileg ákvæði um neytendavernd samhliöa afnámi verölagshafta, þegar grundvöllur fyrir frjálsa samkeppni er fyrir hendi. Nauðsynlegt er að vekja fólk til vitundar um, að virkaata aðferðin til að tryggja hagkvæm verzlunarkjör er árvekni og aðhald kaupendanna ajálfra. — slb. „Þýðir ekki að bjóða „Þetta hefir gengið nokkuð vel hjá okkur, síðan verzlunin opnaði í fyrravor og eðlilegir byrjunarerfið- leikar voru afstaönir“ — sagði frú Heba Ólafsson, verzlunareigandi á Patreksfiröi, er viö litum inn hjá henni fyrir nokkru í Húsgagna- verzlun Patreksfjaröar, sem hún rekur þar í nýju reisulegu húsi, — verzlunin á jarðhæöinni en á efri hæöinni býr hún ásamt eiginmanni sínum, Páli Ágústssyni kennara og fjölskyldu. Heba er enginn viövaningur í verzlunarrekstri og öðrum um- svifum, var m.a. hér fyrr á árum í þrjú ár verzlunarstjóri hér syöra, í Clausens-verzlun á Laugaveginum og haföi á skólaárum sínum fengist við verzlunarstörf í sumarleyfum. En lengst af hefir starfsvettvangur hennar veriö á hennar heimaslóöum — á Patreksfirði, þar sem hún er fædd og uppalin. Heba er listræn kona og smekkvís, hefir m.a. numið og lagt stund á keramik-gerö og haldiö mörg námskeið í þeirri grein víðsvegar um Vestfirði við mikla aösókn og vinsældir. Þá hefir hún einnig kennt handavinnu við barna- og unglingaskólann á Patreksfiröi. Undanfarin 13 ár, þar til nú s.l. sumar, hefir Heba haft með höndum hótelstjórn í Hótel Flókalundi í Vatnsfirði af miklum myndarskap og óhætt er aö segja, að Flókalundur hefir veriö einn unaöslegasti áningarstaður á öllu landinu, bæöi vegna mikillar náttúrufeguröar í landnámi Flóka Vilgerðarsonar og vegna fyrsta flokks aöbúnaöar og þjónustu undir stjórn Hebu og Páls. baröstrendingafélagiö í Reykja- vík, sem af miklum dugnaöi og ræktarsemi byggöi upp þessa tvo feröamannastaöi á sínum tíma og bætti þar úr brýnni þörf, hefir frá upphafi átt viö mikla fjárhagsöröug- leika aö stríöa í rekstrinum enda skilyröi til hótelreksturs þar vestra á margan hátt erflö, feröamanna- tímlnn stuttur og háöur veöurfari sumarsins, ótryggar samgöngur, stööugt stríö um lán til aö standa straum af stofnkostnaði og rekstri í veröbólgufári undanfarinna ára. — Því fór sem fór. En víkjum aftur aö verzluninni. Viö spyrjum Hebu, hvort það hafi ekki veriö nokkur viöbrigöi aö fara úr hótelstjórn yfir í verzlunarrekstur og hvort hún sakni ekki Vatnsfjaröarins og Flókalundar? — Við höfum nú Vatnsfjöröinn áfram á sínum stað — og ekki ýkja langt frá okkur hér — svarar Heba og sannleikurinn er sá; heldur hún áfram, aö viö vorum svo upptekin allar stundir viö störfin á hótelinu, aö ekki var hægt um frjálst höfuð aö strjúka allt sumarið og þá auövitaö helzt, þegar veörið var gott og mikið um gesti. — Páll bóndi hennar tekur undir það: — eiginlega erum viö frelsinu dauöfegin, bætir hann viö. Þetta voru endalausir snúningar og áhyggjur út af því hvort endarnir næöu saman að sumri loknu. — En nú er það ekkert smáræð- isstarf aö reka verzlun, — sjá um innkaup, reikninga, afgreiöslu o.s.frv.? — Þaö er auövitaö rétt, en þaö er ööruvísl, þegar maöur er sjálfs sín húsbóndi. Viö erum raunar ekkert meira en svo búin aö koma okkur hér fyrir og það er þegar oröiö of þröngt um verzlunina. Viö höfum hér eins og þú sérö, ekki aðeins hús- Hraðsamtalid — til Grímsstaða _ — Halló! Grímsstaðir — Ólöf Erla húsfreyja? Komdu sæl, — þetta er hérna á „Gangskör", síöu Lands- sambands Sjálfstæöiskvenna á Morgunbl. Okkur langaði til að heyra hvernig ykkur líöur þarna á Fjöllunum norðurfrá — og hvaö um veðrið? Okkur líöur svona bærilega, þaö er bjart og kalt — snjór yfir öllu. Hvaö líöur heyskapnum? — Viö erum búin aö ná svolitlu inn, — hitt er undir snjónum, langhrakiö og hálfónýtt. — Jú, við höfum nú í fyrsta skipti reynt aö setja í vothey til að bjarga einhverju, en þaö segir lítiö. — Jú, þaö má víst segja, aö þetta hefur veriö mæöu- sumar og tvísýnt um hvaö framund- an er. — Viö vorum í sambandi (28. sept. sl.) við unga bóndakonu noröur á Hólsfjöllum, Ólöfu Erlu Bjarnadóttur „Reynum að vera bjartsýn” (Bjama Braga í Seðlabankanum), sem hóf þar búskap meö eiginmanni sínum Siguröi Axel Benediktssyni á einu af fjórum býlum á Grímsstööum, Grímstungu 3. Hin eru Grímstunga 1 og 2 auk sjálfra Grímsstaöa. Olöf er fædd og uppal- in í Reykjavík og Kópavogi og hefur séð rætast æskudraum sinn um að búa í sveit en jafnframt reynt á sínum stutta búmannsferli óvenju- lega mikla erfiöleika, tvo haröa vetur, eitt blíöusumar — og svo sumariö, sem aldrei kom — í ár og gögn, heldur einnig listmum, blóm og yfirleitt allt, sem prýöa má heimili fólks. — Nú er þetta sérverzlun. Er mark- aöurinn hér á Patreksfirði nógu stór til aö eftirspurn sé nægileg? — Markaðurinn er töluvert stór, — nær til aöliggjandi byggöarlaga og eftirspurn töluvert mikil. Fólk er fegiö því aö þurfa ekki aö sækja til Reykjavíkur, ef þaö langar til aö fá sér borö eða stól í stofuna sína. Ég segi til Reykjavíkur, því aö fólk hér hefir eiginlega ekki í önnur hús aö venda. Aö vísu er húsgagnaverzlun á ísafiröi og í Bolungarvík, en staðreyndin er nú sú, að samgöngur milli suðurhluta Vestfjaröa og norð- urhlutans eru þaö erfiðar og ótrygg- ar, aö öll viðskipti við Reykjavík eru mun auöveldari og öruggari heldur en norður yfir, — um marga erfiða fjallvegi, sem eru eru ófærir mikinn hluta ársins. Samgöngur í lofti og á sjó bæta hér ekki úr, nema aö takmörkuöu leyti. Þetta sambands- leysi fólks innan fjóröungsins kemur sér oft illa og veldur erfiöleikum, bæöi í félagslegu og atvinnulegu tillitl. Þú hefir hér töluvert mikiö úrval af húsgögnum og húsmunum. Hvers- hefir valdiö bændum í þessum landshluta skakkaföllum, sem ekki er séð fyrir endann á. Óskaröu þér suöur aftur, Ólöf? — Ekki segi ég það, við reynum aö vera bjartsýn, en þessi haröindi og ótíö raska öllum okkar áætlunum og annað eins ár til viöbótar myndi örugglega kollvarpa þeim alveg. Þaö er nógu erfitt aö hefja búskap í dag, þótt ekki komi til önnur eins óáran og nú herjar á okkur hér. Finnuröu til einangrunar — og hvaö um samgöngur? Nei, yfirleitt líö ég ekki af einangrun. Hér er yndislegt aö vera á sumrin, þegar vel viörar og fullt af fólki. En svo fjarar út og fækkar meö haustinu eins og gengur. Á veturna erum viö þetta 12—13 manns hér á Grímsstaöabæjunum. Vegirnir eru bágbornir, fara á kaf í fyrstu snjóum en snjóbíllinn, sem hreppurinn konar húsgögn velur fólk sér helzt? — Það er auðvitaö misjafnt, en yfirleitt kaupir fólk góöa og vandaöa hluti, jafnvel þótt þeir kosti mikið, þegar þaö á annað borö fer út í aö kaupa sér eitthvað nýtt. Þaö þýðir ekki aö bjóöa því upp á eitthvaö rusl. En það er erfitt fyrir okkur aö hafa mikiö úrval, mikill kostnaöur við birgöageymslu og alltaf vand- ræöi meö fjármagn. — Þú hefir hér líka afskorin blóm á boðstólum, er mikil sala í þeim? — Já, blómin fæ ég líka aö sunnan — frá Blómamiöstööinni' Þau eru töluvert mikiö keypt — til tækifærisgjafa á afmælum og öör- um tyllidögum eins og gengur — og fer vaxandi, eftir því sem fólk áttar sig, að þau eru fáanleg hér. Blóma- rækt í görðum fer líka í vöxt hér. Áreiöanlega hefir þaö sitt aö segja í þeim efnum, aö götur bæjarins eru nú flestallar lagðar varanlegu slit- lagi, svo aö rykið og óþrifin, sem malargötunum fylgja eru senn úr sögunni og fólk fær um leið meiri áhuga á aö fegra sitt nánasta umhverfi. — Þetta er sem sagt allt í áttina. — Hvaða fleiri verzlanir eru hér á Patreksfirði — einhverjar sérverzl- anir aörar? — Hér eru tvær verzlanir með rafmagnsvörur og svo apotekiö meö lyfja- og sjúkravörur, snyrtivörur og ungbarnafatnaö. Auk þess tvær matvöruverzlanir, önnur þeirra, verzlun Ara Jónssonar, er einnig meö bækur og vefnaöarvöru. Og svo er þaö Kaupfélag Patreksfjarðar meö almennar nauösynjavörur. Þaö má því segja, aö verzlun sé hér meö nokkrum blóma af ekki stærri stað aö vera — meö um 1100 íbúa. En auðvitað nær verzlunarþjónustan hér á Patreksfiröi til nærliggjandi byggöa eins og ég sagöi áðan í sambandi viö húsgögnin. — — En nú er verzlun í landinu sögö illa á vegi stödd, ekki hvaö sízt úti á landsbyggðinni. Líklega þarf meira en meöalkjark til aö ráöast í aö stofna nýtt verzlunarfyrirtæki á borö viö Húsgagnaverzlun Patreksfjarö- ar? — Því er ekki aö neita, aö viö ýmsa erfiöleika er að etja og þaö fer auövitaö ekkert á milli mála, hve dreifbýlisverzlunin er miklu verr sett heldur en á Reykjavíkursvæðinu, þar sem segja má, að kaupmaður- inn þurfi ekki annað en aö rétta út hendina eftir vörunni frá innflytj- anda. Fyrirhöfn og kostnaður er þar í lágmarki og hægt að bjóöa upp á fjölbreyttara vöruúrval og lægra vöruverö. Innkaupaferöir, síma- kostnaður — aö ekki sé minnzt á flutningskostnaöinn á milli lands- hluta — eru þar óþekktar stæröir. Fyrir eitt sófasett þurfum viö að borga 30—40 þús. kr. í flutnings- kostnaö milli Reykjavíkur og Pat- reksfjarðar og auövitaö leggst sá kostnaöur ofan á kaupverðiö. Pat- reksfiröingar greiöa árlega 3—400 milljónir kr. í flutningskostnaö á aöflutta vöru og okkur finnst þaö óviöunandi óréttlæti, aö ríkiö skuli heimta af okkur söluskatt af þessum aukakostnaöi — ofan á allt annaö. — Og svo heyrist talað um, hvaö þaö sé miklu ódýrara aö búa úti á landil En hvaö um þaö — segir Heba Ólafsson hressilega aö lokum. — Ætli við reynum ekki samt að þrauka hér áfram. — — sib. Úr réttunum — Ólöf Erla lætur ekki sitt eftir liggja. keypti í fyrra er mesta þarfaþing og til mikils öryggis. Hvaö er helzt til dægrastyttingar á veturna? — Ýmislegt — handavinna, lestur og svo kenni ég hér viö barnaskóla Fjallahrepps. Þaö eru fjögur börn í skólanum, þrjú héöan af Grímsstööum og eitt úr Möörudal. — Nei, ég er ekki kennaramenntuð en með stúdentspróf og þriggja ára nám í myndlistarskóla. Nú, svo höfum við líka sjónvarpiö, vorum einmitt núna í gær aö fá hingaö fyrsta litsjónvarpstækiö. Þaö ætti aö hressa eitthvað upp á tilveruna. Hvar verzliö þiö Fjalla-fólk — finnst þér vöruverð hærra þarna fyrir noröan heldur en hér syðra? Viö höfum nú hér á Grímsstöðum smá útibú frá L.-upfélaginu á Kópa- skeri en verzlum annars mest við kaupfélagsútibúiö í Mývatnssveit. Við verzlum yfirleitt út í reikning, svo maöur áttar sig ekki eins á veröi eöa veröbreytingum á einstökum vörum, — fylgist kannski ekki nógu vel meö. Én olíukostnaöurinn veit ég, aö er gífurlegur hjá okkur — skiptir milljónum yfir áriö í diesel-keyrslu. Ekki reykiö þið Hólsfjallahangi- kjötiö viö diesel? — Nei, ekki aldeilis, hiö eina sanna Hólsfjallahangikjöt er ekki reykt við annað en vel þurrt sauöa- tað — Jú, við lifum hátt í hangikjöti, — en mál málanna í dag er, að tíðin skáni, annars gæti svo fariö, aö allur bústofninn færi í reyk í haust! — Við kveöjum Ólöfu meö einlægri ósk um, aö úr rætist hjá þeim Sigurði og öörum Fjalla-bændum, sem viö vitum, aö muni ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana. — sib.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.