Morgunblaðið - 09.10.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.10.1979, Blaðsíða 14
,14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1979 Friðrik Sophusson alþm.: Einn flokk til ábyrgðar Flestum kom á óvart yfirlýs- ing þingflokks Alþýðuflokksins um að draga ráðherra sína úr ríkisstjórn og efna til kosninga sem fyrst. Menn voru almennt sammála um það, að Alþýðu- flokkurinn hefði þegar misst af strætisvagninum með því að láta teyma sig á asnaeyrunum alltof langt út í fenið. Örvæntingin virðist þó hafa náð yfirtökum í þinglokknum og óttinn við þá tilhugsun, að Alþýðubandalagið kynni að sprengja stjórnarsam- starfið eftir áramótin var óbæri- legur yfir ýmsa þingmenn flokk- sins. óttinn réð ferðinni. En hvað um ráðherra Alþýðu- flokksins? Af hverju þráuðust þeir ekki við nú eins og ætíð hingað til? Þegar við veltum þessum spurningum fyrir okkur kemur í ljós, að nánasta framtíð tveggja ráðherranna er ekki beint gæfuleg. Benedikt Gröndal sér fram á erfiða Jan Mayen- samninga við flokksbræður sína í Noregi og Kjartan Jóhannsson verður að stöðva mikinn hluta fiskveiðifiotans, ef hann ætlar að standa við friðunarloforð sín. Að standa i slíkum stórræðum í bækluðu stjórnarsamstarfi er þessum mönnum ofraun. Akvörðun þingflokksins er þeim því mjög að skapi. Hins vegar verða skrefin þung fyrir Magnús H. Magnússon ofan úr ráðherra- stólnum. Stórir draumar um viðamikil frumvörp og varanlega minnisvarða breytast á ör- skammri stundu í martröð kosn- ingabaráttunnar, en hún getur auðveldlega skilað honum aftur á gamla kontórinn í Eyjum. Það eru því eðlileg viðbrögð stjórn- málamannsins með barnshjart- að að spyrna við fæti og benda flokkssystkinum sínum á þá staðreynd að í raun séu ágrein- ingsefnin nú ekki önnur en þau hafa verið alla tíð ístjórnarsam- starfinu. Barátta Magnúsar fyrir pólítískri framtíð sinni hefur þó dregið úr leifturáhrif- um yfirlýsingar krataþingflokksins og sannar, að það er ótti fremur en ágreining- ur, sem stjórnar athöfnum A1 þýðuflokksins. Eitt ár til spillis. Alþýðuflokkurinn var sigur- vegari síðustu kosninga. Fólkið í landinu vildi breytingar. En strax að loknum kosningum bar á heybrókarhætti forystumanna flokksins, sem m.a. lýsti sér í Friðrik Sophusson. gífurlegum ótta við samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Var vitnað til ofanverðra viðreisnarára í því sambandi og talað um feigðar- faðm íhaldsins. Þessi afstaða krataforystunnar varð sú heng- ingaról, sem Alþýðubandalagið notaði til að þvinga fram vinstri stjórn, sem Lúðvík myndaði fyrir Ólaf. Fyrir vikið verður Alþýðuflokkurinn að bita í það súra epli, að hann ber fulla og óskoraða ábyrgð á ávöxtum stjórnarsamstarfsins og þeim afleiðingum, sem enn eiga eftir að koma fram í vaxandi verð- bólgu. Stjórnarslit nú breyta engu þar um. Islenzka þjóðin hefur enn á ný mátt þola vistri stjórn. A einu ári hefur þeirri stjórn tekizt að klúðra svo efnahagsmálum þjóð- arinnar að einsdæmi er. í raun og veru hefur eitt ár farið gjörsamlega til spillis í baráttu þjóðarinnar fyrir bættum lífskjörum. Kjósum í desember. Hvað er þafframundan í stjórnmálum? Erfitt er að sjaýr- ir viðbrögð forsætisráðherrans í stöðunni, en ljóst er að þau koma til með að markast af hefndarh- ug í garð þeirra, sem hlaupizt hafa undan merkjum að hans dómi. En á meðan forsætisráð- herra liggur undir feldi og leitar að klækjabrögðum til að klekkja á krötunum hafa Alþýðuflokkur og Sjálfstæðsflokkur lýst því yfir, að þeir vilji kosningar sem fyrst, en Alþýðubandalag vill bíða. það er því ljóst, að meiri- hluti Alþingis vili leggja málin fyrir dóm þjóðarinnar með því að rjúfa þing og efna til kosn- inga á þessu ári. Mótbárur vegna veðurfars og samgönguleysis á þessum árstima standast ekki nú á dögum og víst er, að janúar og febrúar eru snjóþyngri mánuðir en desember. Lausn á kjördæmamálinu er hægt að fá fram, hvort heldur með breytingu á kosningalögum eða stjórnarskrá, ef nægileg samstaða er um slíkt enda þarf ekki að rjúfa þing fyrr en eftir að slíkar breytingar hafa verið samþykktar. Hins vegar gefst enginn tími til þess nú að teygja lopann og ræða lengi um hugs- anlegar breytingar á kosninga- tilhöguninni. Viðfangsefnin í efnahagsmálunum eru brýnni en svo aö þau þoli mikla bið og er þá ekki gert lítið úr því réttlæt- ismáli sem breytt kosningatil- högun er fyrir fjölmennustu kjördæmin. Alþýðuflokkurinn brást. Á vesturlöndum, þar sem kosningar fara nokkuð reglulega fram og stjórnmálastarf er frjálst, hafa orðið talsverðar breytingar á politískum viðhorf- um á undanförnum mánuðum og árum. Leitað hefur verið nýrra leiða í baráttunni við verðbólg- una og vaxandi ríkisumsvif, sem eru greinar af sama meiði. Al- menningur og stjórnmálamenn hafa gefizt upp á miðstýringunni í efnahagsmálunum og ríkis- afskiptastefnan hefur beðið skipbrot. Skattgreiðendur í Bandaríkjunum hafa risið upp og mótmælt óráðsíu stjórnvalda og í Vestur-Evrópu leika hægri vindar. Nýleg kosningaúrslit í Bretlandi og á Norðurlöndum staðfesta þessa þróun. Hér á landi hefur um nokkurt skeið gætt svipaðra sjónarmiða. Þau birtust í síðustu kosningum með sigri Alþýðuflokksins, sem lofaði gerbreyttri stefnu í efna- hagsmálunum. Alþýðuflokkur- inn brást vonum kjósenda. Hann hafði ekki kjark til að starfa með Sjálfstæðisflokknum eftir síðustu kosningar og hann hafði ekki festu né einurð til að ná sínu fram í samstarfi við Al- þýðubandalagið og Framsóknar- flokkinn með þeim afleiðingum, sem nú blasa við þjóðinni: Upp- lausn og óstjórn á öllum sviðum. Einn flokk til ábyrgðar. Áttundi áratugur þessarar aldar hefur í stjórnmálasögunni verið tímabil Ólafs Jóhannesson- ar og Framsóknarflokksins, sem setið hefur í ríkisstjórn samfellt frá 1971—1979. Þessi áratugur hefur einnig verið áratugur upp- lausnar og glundroða miðað við þá festu, sem ríkti á viðreisnar- árunum. Þjóðin hefur nú gert tilraun með ýmis konar sam- setningar samsteypustjórna. Er ekki kominn tími til að reyna þá lausn að kjósa einn flokk til ábyrgðar og koma þannig í veg fyrir að öðrum sé kennt um, ef illa fer. Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram fyrr á þessu ári stefnu í efnahagsmálum undir kjörorð- inu „Endurreisn í anda frjáls- hyggju." Miklar umræður urðu um þá stefnumörkun í fyrra- vetur enda eru efnistök með ákveðnari og eindrægnari hætti en venja er pólítískum stefnu- skrám. I sumar og haust hefur miðstjórn, þingflokkur og ein- stakar nefndir unnið úr þessum tillögum. í þeim kosningum, sem væntanlegar eru innan skamms verður tekizt á um það, hvort leysa eigi vandamál þjóðarinnar á grundvelli frjálshyggjunnar eða hvcrt áfram eigi að ríkja upplausnarástand vinstri stefnu. Þjóðin á valið og það er auðveld- ara nú en oftast áður. Bygging- arsjódur ríkisins Athugasemd frá Magnúsi H. Magnússyni félagsmálaráðherra í Morgunblaðinu hinn 4. október s.l. var viðtal við Ellert B. Schram, alþingismann, sem óhjákvæmilegt er að gera nokkrar athugasemdir við. í fyrsta lagi fullyrðir þingmað- urinn, að ég hafi haldið þannig á málum Byggingarsjóðs, að við honum blasi algjört greiðsluþrot og fé skorti á næstunni til útborg- unar á lánsfé, sem búið sé að lofa. Þessi staðhæfing er ekki rétt. Það skortir ekki fé til að greiða út þau lán, sem lofað hefur verið. Raunar er útborgun þeirra í full- um gangi. Hið rétta er, að undan- farin ár hefur verið reynt að halda þeirri reglu að greiða út 1. hluta nýbyggingarlána þrem mánuðum eftir að húsnæði varð fokhelt. Greiðslur til þeirra, sem gerðu fokhelt í september s.l., ættu samkvæmt þeirri venju að koma til útborgunar í desember en fjármagn til þess hefur enn ekki verið tryggt. Nægilegt fé er til greiðslu allra annarra nýbygging- arlána. Fjármagn til greiðslu lána til kaupa á eldra húsnæði er tryggt til annarra en þeirra, sem sóttu um slík lán á tímabilinu apríl — júní í ár. Að undanförnu hefur verið reynt að greiða slík lán út fyrir árslok en til þess skortir nú fjármagn. Nærri lætur, að samtals sé hér um að ræða 1.400 millj. kr. Auk þessa skortir um 300 millj. kr. til ýmissa annarra lánveitinga, sem æskilegt væri að geta sinnt á næstu mánuðum, en ekki hefur verið lofað. Ástæða þessarar fjár- vöntunar er einfaldlega sú, að útlánaþörf sjóðsins hefur orðið nokkru meiri en áætlað var í fjárfestingar- og lánsfjáráætlun ríkisstjórnarinnar fyrir þetta ár. Verður því að auka ráðstöfunar- féðdsem svarar þessari fjárvöntun og hef ég þegar gert um það tillögur í ríkisstjórninni, enda var það beinlínis tekið fram í fjárfest- ingar- og lánsfjáráætluninni, að fjáröflun Byggingarsjóðs mætti taka til endurskoðunar ef hann gæti ekki á árinu staðið við lögbundnar eða venjubundnar skuldbindingar sínar. Allt tal alþingismannsins um greiðsluþrot er því tilefnislaust og fæ ég ekki skilið hvaða hagsmun- um hann þykist þjóna með því að vekja húsbyggjendum óþarfan og ástæðulausan ótta um, að ekki verði staðið við gefin greiðsiulof- orð gagnvart þeim. í öðru lagi fullyrðir þingmaður- inn, að stefnumótun, sem liggur til grundvallar þeirri nýskipan á lánamálum Húsnæðismálastofn- unar, sem ég hef nýlega kynnt, hafi ekki verið lögð fyrir ríkis- stjórnina. Mér er það illskiljanlegt hvaðan Ellert kemur vitneskja um það, sem fram fer á fundum ríkis- stjórnarinnar. Alkunna er, að þar á hann ekki sæti sjálfur. Svo mikið er víst, að þessi fullyrðing er algjörlega út í bláinn. Stefnumótunina lagði ég fyrir ríkisstjórn á fundi 6. september s.l. og þar var hún afgreidd og endanlega samþykkt 27. septem- ber s.l. í þeirri samþykkt felst m.a. það, að ríkisstjórnin heitir því að beita sér fyrir þeirri fjáröflun til Bygg- ingarsjóðs ríkisins og Byggingar- sjóðs verkamanna, sem hin nýja stefnumótun krefst. í þriðja lagi staðhæfir þing- maðurinn, að þessar nýju tillögur séu að uppistöðu til runnar frá sjálfstæðismönnum. Þetta er hin mesta fjarstæða og furðulegast af því öllu, sem hann telur sér sæma að bera á borð fyrir lessendur Morgunblaðsins í umræddu viðtali. Þingmaðurinn fullyrðir, að þessi nýja stefnumótún í húsnæðislánamálum dragi „í öllum aðalatriðum dám af þeim tillögum, sem sjálfstæðismenn höfðu undirbúið í ráðherratíð Gunnars Thoroddsen fyrrv. félagsmálaráðherra." Um þetta er það að segja, að fyrrverandi ríkisstjórn lofaði launþegasamtökunum því þegar árið 1974, að lög um verkamanna- bústaði skyldu endurskoðuð. Þetta loforð var svo ítrekað 1976. (Ekki virtist áhuginn mikill). Það var svo ekki fyrr en 14. apríl 1977 að fyrrverandi félags- málaráðherra skipaði loks nefnd fulltrúa vinnumarkaðarins (ekki sjálfstæðismanna) til að annast þetta verk. Nefndin varð ekki sammála, en skilaði 2 álitum skömmu fyrir síðustu áramót. Nokkur atriði úr tillögum nefndarinnar eru tekin upp í þann hluta núverandi stefnumótunar, sem fjalla um félagslegar íbúðarbyggingar, en ýmsu öðru breytt eða sleppt. Ég hef aldrei dregið dul á þennan aðdraganda, eins og þing- maðurinn gefur í skyn, og undir- strikaði hann raunar á blaða- mannafundi, sem haldinn var til að kynna þessi mál. Aðra nefnd skipaði fyrrverandi félagsmálaráðherra einnig til að endurskoða lög um Húsnæðis- málastofnun ríkisins. Ekkert sameiginlegt álit kom frá þessari nefnd, en 2 nefndar- manna skiluðu sitt í hvoru lagi, hluta af drögum að frumvarpi til breytingar á nefndum lögum. Þar var ekki gerð tilraun til að spá í kostnað af framkvæmd tillagnanna og þaðan af síður reynt að skýra hvernig fjármagns- ins skyldi aflað. Raunar skorti algjörlega þann fræðilega undirbúning og rannsóknir sem hljóta að vera aðdragandi þess að breyta svo mikilvægum málaflokki, sem húsnæðislánin eru, og raunar einnig megin forsenda þess, að slíkar breytingar komist til fram- kvæmda og verði til bóta. Þar lýkur sögu „sjálfstæðis- manna" af undirbúningi þessa máls. Grundvöllurinn að hinni nýju lánastefnu lagði 7 manna starfs; hópur, sem ég skipaði s.l. haust. I honum áttu sæti þrír menn til- nefndir af stjórnarflokkunum en Magnús H. Magnússon. fjóra valdi ég beint vegna sér- þekkingar á þessum málum. Menn sem störfuðu hjá Þjóðhags- stofnun, hagfræðideild Seðla- bankans, Húsnæðismálastofnun og Rannsóknarráði ríkisins. Þessi starfshópur skilaði í apríl s.l. ákaflega ítarlegri og vandaðri greinargerð sem m.a. fól í sér úttekt á þáverandi lánakjörum Byggingarsjóðs ríkisins, fjárhags- stöðu hans og útlánagetu allt fram til ársins 2000. Á þessum rannsóknum, sem eru óhjá- kvæmilegar undarfari veiga- mikilla breytinga á íbúðalánakerf- inu, er hin nýja stefnumótun reist. Endanlegan frágang hennar annaðist þriggja manna nefnd í sumar. Var hún skipuð fulltrúum stjórnarflokkanna. Aðild Sjálfstæðisflokksins að þessu máli er því engin. Vel má vera, að sjálfstæðismenn hafi í sumar samið eigin frumvarp um húsnæðislán. Hef ég gott eitt um það að segja og vona raunar, að þar hafi þeir haft stuðning af greinargerð starfshópsins, sem ég

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.