Morgunblaðið - 09.10.1979, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.10.1979, Blaðsíða 44
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1979 Ingi tryggði ÍS sigur með síðasta skoti leiksins ÍS-FRAM 78:77 (38:44) Eí Fram hefði sigrað i þessum leik hefðu Framarar átt mögu- leika á Reykjavíkurmeistara- titlinum en Ingi Stefánsson gerði vonir þeirra að engu þegar skot hans tveimur sekúndum fyrir leikslok rataði beinustu leið niður i körfuna. Ingi var nýkom- inn inn á völlinn og var þetta eina skot hans i hálfleiknum. En Ingi var mjög öruggur og þótt færið væri langt var skot hans fallegt og innsiglaði verð- skuldaðan sigur stúdenta þótt naumur væri hann. Stúdentarnir komu ákveðnir til leiks og höfðu lengst af forystuna í fyrri hálfleik. Endasprettur Framara var aftur á móti góður og þeir höfðu sex stig yfir í hálfleiknum, 44:38. í seinni hálf- leik voru stúdentar mjög ákveðnir og drifnir áfram af Trent Smock og Gísla Gíslasyni, tóku þeir forystuna og komust mest 11 stig yfir, 65:54. En Framarar áttu eftir að minnka muninn aftur, síðan jöfnuðu þeir 75:75 og komust yfir 77:76 en Ingi átti síðasta orðið í leiknum. Stig ÍS: Trent Smock 36, Gísli Gíslason 20, Bjarni Gunnar Sveinsson 5, Atli Arason 4, Ingi Stefánsson 4, Jón Héðinsson 4, Gunnar Halldórsson 3, Albert Guðmundsson 2. Stig Fram: John Johnson 31, Símon Ólafsson 20, Þorvaldur Geirsson 14, Björn Magnússon 6, Hilmar Hilmarsson 4, Ómar Þráinsson 2. 'ÍR-ÁRMANN 105:90 (58:38) Þetta var hálfgerður dellu- leikur enda ekkert í húfi fyrir liðin. Aðallið ÍR náði öruggri forystu fljótlega í leiknum og þegar líða tók á leikinn fengu varamennirnir að spreyta sig og þeim tókst að ná 100 stiga múrnum, sem er gott afrek. Stigaskorarinn mikli hjá Ármanni, Danny Shous, fór hægt af stað en undir lokin var hann orðinn óstöðvandi og þegar yfir lauk hafði hann skorað 63 stig. Var hann lang stigahæsti leikmaður mótsins eins og nærri má geta og meðalskorunin rúmlega 60 stig. Jón Indriðason var stigahæstur hjá ÍR, tilþrif hans úti á vellinum og undir körfunni héldu áhorfendum við efnið. Stig ÍR: Jón Indriðason 22, Mark Christiansen 20, Kristinn Jörundsson 12, Jón Jörundsson 11, Guðmundur Guðmundsson 10, Kristján Sigurðsson 8, Kolbeinn Kristinsson 8, Stefán Kristjáns- son 6, Sigmar Karlsson 4, Erlendur Markússon 4. Stig Ármanns: Danny Shous 63, Kristján Rafnsson 11, Ingvar Ingvarsson 6, Davíð Arnars 4, Kristján Arinbjarnar 4, Gunnar Guðmundsson 2. -SS. Reykjavíkurmeistarar Vals í körfuknattleik Oruggt hjá Val ÞEIR VORU frekar taugaóstyrk- ir í upphafi leikmennirnir i liðum KR og Vals er liðin mætt- ust á laugardaginn i Laugar- dalshöllinni og léku í Reykja- vikurmótinu. Fyrir lið Vals þýddi sigur að Reykjavíkurmeistaratit- illinn væri i höfn en ef KR-ingum tækist að sigra voru þrjú lið jöfn að stigum. Framan af fyrri hálf- leik höfðu KR-ingar forystuna en er líða tók á hálfleikinn komust Valsmenn yfir i leiknum og héidu þvi allt til loka. Staðan i hálfleik var 36—28, Valsmönnum í hag. Lokatölur leiksins urðu 83—72, öruggur Valssigur. Það kom mjög greinilega fram í þessum leik hversu mikilvægur leikmaður Jón Sigurðsson er fyrir KR-liðið. Þrátt fyrir allgóðan varnarieik og á köflum sæmilegan sóknarleik vantaði meiri yfirveg- un í leik liðsins. Þá var hittni leikmanna KR frekar slök. Eftir að Valsmenn höfðu náð forystunni var greinilegt hvert stefndi. Og KR-ingum tókst ekki að veita þeim verulega keppni, til þess voru of miklar sveiflur í leik þeirra. Torfi Magnússon var í miklum ham í liði Vals og hitti svo til í hverju skoti. í síðari hálfleiknum bættu Valsmenn um betur og smá juku við forskotið og sigur þeirra var aldrei í neinni hættu. Var jafnvel farið að gæta kæruleysis hjá þeim í lok leiksins. Mesti munur á liðunum var 12 stig. Bestu menn í liði Vals voru Torfi Magnússon, sem lék mjög vel, svo og Tim Dwyer, sem þó hefur oft leikið betur. Dwyer var nokkuð heppinn að þurfa ekki að fara út af fyrr eri í lok leiksins með fimm villur. Því að um tíma virtust dómararnir hálfsmeykir við að dæma á brot hans í sókninni. í liði KR var frekar fátt um fína drætti. Dacarsta Webster var sterkur í vörninni og drjúgur í sókninni. Þó er hann langt frá getu annarra bandarískra leik- manna sem hér hafa leikið. Stigahæstir hjá Val: Torfi 27, Dwyer 26, Þórir 10, Ríkharður 9, Kristján 7, Sigurður 2. Stigahæstir í KR: Dacarsta 18, Geir 16, Eiríkur 9, Árni 8, Garðar 7, Ágúst 4, Birgir 4, Bjarni 4, Þröstur 2. Lokastaðaní mótinu varð sú að Valur sigraði í öllum sínum leikj- um og hlaut 10 stig. KR og Fram hlutu 6 stig hvort félag. ÍR 4, Ármann og ÍS 2 stig. Ármann vann kærumál sitt á móti ÍS, þar sem Atli Arason var ekki löglegur leikmaður með liðinu. — þr. 'i • Reykjavikurmeistarar 1979 í handknattleik, Víkingur. Ef Björgvinsson, Guðmundur Skúli Stefánsson, Bogdan Kowalzií Heimir Karlsson, Hannes Guðmundsson. Sitjandi f.v. Þorberg Einarsson, Guðmundur Guðmundsson og Erlendur Hermanssi Stórgóði Víkings i Víkingar Reykjavíkurn í handknattleik VÍKINGAR báru sigurorð af Val í úrslitaleik liðanna í Reykjavíkur- mótinu í handknattleik á sunnudagskvöld. Tveggja marka sigur Vikings var sanngjarn, að þessu sinni voru þeir betra liðið á vellinum en mjótt var á mununum. Leikurinn var frá fyrstu til síðustu minútu afar spennandi og vel leikinn. Langt er um liðið ef það hefur þá gerst áður að liðin sýni svo góðan leik i upphafi keppnistimabils. Þeir fjölmörgu áhorfendur sem lögðu leið sina í höllina fengu svo sannarlega góða skemmtun. Bæði liðin keyrðu hraðann upp og slökuðu varla á allan leikinn. Þá léku þau ákaflega fastan varnarleik, án þess þó að mikið bæri á grófum brotum. Það verður svo sannarlega gaman að sjá þessi lið leika i íslandsmótinu og svo þeim Evrópuleikj- um sem þau eiga framundan. Ofsahraði Það sem auðkenndi byrjun leiksins var ofsahraði hjá báðum liðum. Þó sýnilega öllu meiri hjá Víkingum. Markmenn voru eld- fljótir að ná í boltann og koma honum í leik. Leikmenn geystust fram völlinn og boltinn gekk hratt milli manna. Það hefur sýnilega verið lögð mikil rækt við hraða- upphlaupin af þjálfurunum og er það góðs viti því fólkið vill sjá hraðan og skemmtilegan hand- knattleik. Fyrsta mark leiksins skoraði Erlendur Hermannsson, sem átti eftir að sýna stórgóðan leik. Gunnar Lúðvíksson jafnaði fyrir Val. Jafnræði var með liðunum í upphafi og þegar 11 mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 4—4. Þá tóku Víkingarnir hörkusprett og náðu fjögurra marka forystu, 8—4. Voru flest mörk þeirra skor- uð eftir hraðaupphlaup. Áttu nú sjálfsagt margir von á því að Víkingar myndu kafsigla Val. En Víkingur A4 4A Valur £ annað varð uppi á teningnum. Næstu 11 mínútur skoruðu Vík- ingar ekkert mark og Valsmenn minnkuðu muninn í eitt mark, 7—8. Og rétt áður en hálfleikurinn var flautaður af jafnaði hinn örugga vítaskytta Vals, Stefán Halldórsson, leikinn, 9—9, fyrir Val. Víkingar sterkari Fyrsta mark síðari hálfleiksins skoraði Þorbjörn Jensson með miklu þrumuskoti. Valsmenn höfðu náð forystu, 10—9, Þorberg- ur jafnar, en Þorbjörn er aftur á ferðinni og skoraði 11—10. Víking- ar jafna, ná forystunni og héldu henni til leiksloka fyrir utan eitt skipti er Valsmönnum tókst að riá J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.