Morgunblaðið - 20.11.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.11.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1979 17 enn háður hinum forherta Guy og í stöðugu vináttusambandi við hann að undanskildum sex eða sjö mán- aða aðskilnaði þegar Burgess var í brezka sendiráðinu í Washington og bjó á heimili Philbys. Þannig vissi hann um víðtæka njósnastarfsemi Burgess og trúlega stjórnaði henni í innsta griðareit Hector McNeils, hins alúðlega aðstoðarráðherra í utanríkisráðuneytinu. A tímanum 1945 til fyrri hluta árs 1948 gat Burgess grátið á öxl Blunts eftir að Christopher Mayhew aðstoðarráð- herra, sem var gæddur meiri skarp- skyggni, losaði sig við þennan „skítuga, ósiðsama og ósæmilega náunga" og lét flytja Burgess í deild Fjarlægari Austurlanda. Linkind Nánast eini embættismaðurinn, sem grunaði að Burgess væri hættulegur öryggi og „skíthæll", George Carey Foster, nýskipaður forstöðumaður svokallaðrar „Q“ deildar (öryggi), reyndi oftar en einu sinni að láta reka Guy Bur- gess, en tilraunir hans voru brotnar á bak aftur. Honum var sýnd afar grunsamleg linkind, sem fór yfir öll réttlætanleg takmörk, á sama hátt og Donald MacLean. Hvort álit Blunts og fortöluhæfni hans hefur óbeinlínis haft áhrif á þá stórfurðu- legu ákvörðun að halda báðum mönnunum er merkilegt íhugunar- efni. Hlutverk það sem Blunt gegndi þegar Burgess og MacLean, skjól- stæðingar hans, forðuðu sér, var geysimikilvægt. Snemma vors 1951 höfðu tilraunir enskra og banda- rískra dulmálssérfræðinga gert MI5 kleift að þrengja hringinn í leitinni að „moldvörpu" í sendiráði okkar í Washington er hafði starfað þar á árunum 1944 til 1948. Moldvarpan var MacLean og þeg- ar MacLean kom úr „veikindafríi" (sem hann fékk fyrir drykkjuskap sem keyrði úr hófi í Kaíró og stöðugt mildir og eftirlátir yfir- menn hans töldu stafa af „of mikilli vinnu") voru honum falin störf við Bandarikjadeildina í London. Hugs- ið ykkur bara. Kóreustríðið geisaði og alltaf var til staðar sú hætta, að það magnað- ist í þriðju heimsstyrjaldarátökin, þannig að kjarnorkuvopnum yrði beitt. Tveir njósnarar, Philby og Burgess, voru saman í Washington, sá þriðji, MacLean, sat andspænis þeim og hafði milli handanna mik- ilvæg ensk-bandarísk leyniskjöl í London. Sá fjórði, Blunt, var við höndina, reiðubúinn að hjálpa ef hættu bæri að höndum. Það ástand skapaðist 25. maí 1951, sem var föstudagur og 38 ára afmælisdagur MacLeans, þegar utanríkisráðherrann, Herbert Morrison, undirritaði loksins nauðsynleg skjöl, sem heimiluðu yfirheyrslu yfir Donald MacLean, manni sem hafði næstum því með ólund sætt sig við örlög sín. Burgess hafði skipulagt heimferð hans til London í ónáð, en virtist óþarflega upptekinn af eigin málum, þar sem hann hafði jafnvel að engu óvenju- lega ákaft skeyti frá Philby, þar sem hann varaði við því, að nú væri næstum því komið að leikslokum. Þá var Blunt settur í gang. „Svefn- gengillinn" lét engan tíma fara til spillis. Ef Blunt hefði mistekizt að fá nánast eins og af tilviljun upplýsingar um það hjá MI5, með aðferðum sem enn hefur ekki verið skýrt frá opinberlega, nákvæmlega á hvaða tíma yfirheyrslan yfir MacLean færi fram, hefði enginn flótti átt sér stað. Bretum hefði verið hlíft við öryggismálahneyksl- um sjötta, sjöunda og áttunda áratugarins. Blunt hefði sjálfur náðst og einnig Philby, Burgess, MacLean og aðrir vitorðsmenn sem enn ganga lausir. Goronwy Rees, eðlilegur vinur Burgess síðan 1932, var fyrsti maðurinn sem bauð MI5 upplýs- ingar eftir tímanlegan flótta Bur- gess og MacLeans að kvöldi föstu- dagsins 25. maí 1951. Hann sagði mér frá tilraun Blunts til að fá hann til að skipta um skoðun. Hann veitti því líka eftirtekt, að Blunt hitti Guy Liddell sama daginn og Rees sagði þessum gamalreynda starfsmanni MI5 allt sem hann gat munaö um liðið samband sitt við Burgess, meðal annars þá játningu hins síðarnefnda 1936 að Blunt væri líka útsendari, sem starfaði í þágu Rússa. Neitaði Vafalaust vísaði Anthony Blunt á bug ásökuninni með kuldalegri fyr- irlitningu og á sama hátt hefur hann haldið áfram að hafna henni í tíu fleiri viðtölum við starfsmenn MI5 á næstu 13 árum. Eins og ég- komst að raun um í rannsókn minni er ein órökstudd sönnun byggð á líkum ekki nóg til að klófesta grunaðan mann. Liddell og seinna Dick White mistókst að fá sannleik- ann upp úr Blunt og William Skardon (manninum sem með mildilegri festu fékk kjarnorku- njósnarann Klaus Fuchs til að játa, þótt honum tækist ekki að brjóta Philby á bak aftur) tókst það eingöngu vegna þess að Blunt ákvað að játa allt. Það var dæmigert fyrir hann, að hann gerði það í staðinn fyrir loforð um að mál yrði ekki höfðað gegn honum. Þetta afdrifa- ríka viðtal fór fram í auðri íbúð tilvonandi forstöðumanns SIS sem var fjarverandi. Aðeins er hægt að leiða getum að úrslita sönnunargagninu, sem end- anlega gerði út um Blunt. Þar sem ég hef ekki aðgang að skjölum MI5 og MI6, get ég ekki verið nákvæm- ur. Það getur hafa borizt frá njósnara, sem hefur leitað hælis, frá bandarískum leyniþjónustu- mönnum; jafnvel getur verið að um síðir hafi fundizt skjöl úr eigu Búrgess. Líklega verður okkur aldrei sagt það. Ég hafði dregið þá ályktun, ranglega, að játning Blunts hefði átt sér stað skömmu fyrir 1964, sennilega síðla árs 1957 eða snemma árs 1958. Fyrsta flokks njósnahneyksli í kjölfar Súez- ófaranna hefði orðið hvaða ríkis- stjórn sem var að falli. Mér virtist, þar sem ekki lágu fyrir leynilegar upplýsingar um hið gagnstæða, að þetta væri líklegasti tíminn. Það segir margt um þolin- mæði MI5, smásmugulega ná- kvæmni og samvizkusemi, að full- trúar stofnunarinnar gripu ekki til hörkulegri ráðstafana í viðureign- inni við þann mann, sem lá undir mestum grun. Að gert var sam- komulag um að Anthony Blunt yrði ekki lögsóttur er ekki góður vitnis- burður um stjórnmálaþroska þeirra sem voru viðriðnir málið, einkum þáverandi dómsmálaráðherra, Sir John Hobson heitins. Það var hon- um og eftirmönnum hans erfiðara en ella að rifta samkomulaginu, að Blunt hafði verið sleginn til riddara svo löngu áður, 1956, og orða hans, KCVO, var persónuleg gjöf sjálfrar drottningarinnar, þannig að kon- ungsfjölskyldunni hefði verið att út í forað enn eins njósnahneykslisins. Þetta hefur Sir John augsýnilega ekki getað hugsað sér og hann hlífði forsætisráðherra sínum, sem þá var Sir Alec Douglas-Home, við öllum subbulegum smáatriðum málsins. Hann hlífði einnig Rab Butler, þá utanríkisráðherra, og Henry Brooke, innanríkisráðherranum. Þótt tillit sé tekið til þess, að Bretar hafa leynd og þagmælsku á heilan- um, hefur þarna verið farið út í algerar öfgar og úr þessu varð óþingræðisleg fjarstæða, einkum vegna þess að drottningin fékk að vita leyndarmál, sem forsætisráð- herra hennar fékk ekki aðgang að. Fimm valdamiklir Af rúmlega tveimur tugum ann- arra vitorðsmanna og hjálpar- manna, sem MI5 segist fyrir löngu hafa „gert skaðlausa", gegna um fimm eða sex háum stöðum í utanríkisþjónustunni, öðrum hlut- um Whitehall og í háskólaheimin- um. Þeir voru jafnaldrar Blunts og njósnavina hans og diplómatarnir veittu hjálp við að vernda Burgess og MacLean þegar þeir lágu undir grun. Þeirra á meðal voru aðals- menn. Starfsemi þeirra kom smátt og smátt í ljós og sumpart vegna jákvæðs yfirheyrsluforms, sem var innleitt á árunum upp úr 1950. Hvort afhjúpun Blunts leiðir til uppljóstrana fleiri nafna er annað mál. Ég efast um að það muni gerast; ég hef vissulega alls ekki í hyggju að birta opinberlega það sem ég veit og kýs heldur að yfirvöldin vinni skítverk sín sjálf. Þess vegna verður „fimmti maðurinn", kallaður dulnefninu „Basil“, að bíða þangað til banda- rísk yfirvöld afhjúpa hann — ef þau gera það nokkurn tíma. Ég verð fyrir alla muni að vera sjálfum mér samkvæmur. (Birtingarréttur The Observer — öll réttind; éekillA) DERTBlEBrt^ft|l Ný heillandi saga eftir höfund VETRARBARNA DEA TRIER M0QCH KASTANIU 6ÖNGIN „Það er mikill húmanismi og skilningur að baki þessari frásögn... ber að fagna þýðingu og útgáfu hennar... Grafik- myndir höfundar eru margar I bókinni og hver annarri betri, hvort heldur þær eru skoðaðar sem fylgimyndir texta eða sjálfstæð listaverk. Þær einar væru nóg rök til að hvetja alla að eignast þessa bók. Og þá er ógetið þýðingarinnar. Ólöf Eldjárn hefur unnið mikið ágætisverk. Allt laust mál bókarinnar veróur að mjög náttúrulegum og fallegum texta...“ H.P./Helgarpósturinn „...mikil saga um örlög fólks og svipting- ar I tlmanum. Það er ekki hægt annað en hafa samúö með persónum bókarinnar vegna þess aó höfundurinn gerir þeim slfk skil... Sá hæfileiki Deu Trier Morch sem við munum úr Vetrarbörnum að geta sagt mikið með fáum og einföldum oróum nýtur sln vel I Kastanlugöngun- um.“ J.H./Morgunblaðið Þegar nýtt andlit bætist við fjölskylduna eykst þörfin fyrir trausta og hrað- virka þvottavél um allan hélming. Nýja Candy þvottavélin hefur líka nýtt andlit. Andlit, sem þú getur treyst. Endingin og afköstin sanna gæðin, enda höfum við afgreitt 17000 Candy þvottavélar á 10 árum. A bak við andlitið á Candy er vönduð framleiðsla, sem léttir störfin á stóru heimili. VERSLUNIN PFAFF Borgartúni 20 Bergstaóastræti 7 Sími 26788 ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? l>l Al'GIASIR l’M \LLT LAND ÞEGAR I>1 AIT.LÝSIR I M()R(il NBLADINL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.