Morgunblaðið - 20.11.1979, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.11.1979, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1979 45 þurrk, þá hlýtur segldúkur að gera það líka! Kannski heldur SF að hr. Búkofski hafi orðið á mismæli og ætlað að segja að sjúklingarnir hafi verið vafðir pappírsræmum til að kvelja þá. Ekki hækkar hagur Strympu við það. Ég hef unnið við segldúk og kaðla og línur úr sama efni í áratugi bæði á sjó og landi og þarf ekki fræðslu SF um eðli þeirra í vætu og þurrki. Segldúkur slaknar við þurrk hversu mjög sem SF geipar. Það er eins og segir í gömlu vísunni: Margur rakki að mána gó, mest þegar skein í heiði, en ég vissi hann aldrei þó aftra sínu skeiði. Ef SF vill ekki trúa mér vil ég ráðleggja honum að spyrja ein- hvern gamalreyndan sjómann, þá fær hann fræðslu, sem hann hefur fulla þörf fyrir. Yngri sjómenn vita kannski minna um þetta, því nú eru notuð gerviefni, sem ekki breytast við vætu. Ég vil um leið benda á aðra firru hr. Búkovskis. Hann segir að sumar þjóðir Mið-Asíu hafi „verið sviptar stafrófi sínu og þar með ritmáli sínu“. Þessar þjóðir hættu að nota arabískt letur en tóku upp kyrilliskt letur í staðinn. Það er fjarstæða að halda því fram að ritmál glatist þótt skipt sé um letur. Ég skal nefna tvö nærtæk dæmi. Árið 1928 lögðu Tyrkir niður arabískt letur en tóku í staðinn latínuletur. Tyrkneskt rit- mál og bókmenntir hafa aldrei blómstrað eins og síðustu fimmtíu árin, m.a. vegna þess að arabískt letur féll illa að tyrknesku máli. í tyrknesku eru átta sérhljóð, en í arabísku letri eru aðeins fjögur sérhljóðatákn. Mál þessara Mið- Asíuþjóða í Sovétríkjunum eru einmitt skyld tyrknesku. Við íslendingar notuðum gotn- eskt letur fyrir einni öld eða svo. Við tókum upp latínuletur. Eigum við þá ekkert ritmál? Við eigum nóbelskáld og allar bækur þess eru prentaðar með latínuletri. R.Þ. Þessir hringdu . . • Megas og barnaárið Kona úr Kópavogi hringdi: Mig langar til að leggja nokk- ur orð í belg varðandi þær umræð- ur sem orðið hafa um Megas að undanförnu. Ég hef ekkert út á söng hans að setja, mef finnst í rauninni gaman að hlusta á hann syngja. En hitt verð ég að segja að mér fannst framkoma hans í sjónvarpinu ákaflega leiðinleg og varð ég fyrir miklum vonbrigðum. Þá langar mig til að ræða örlítið um barnaárið sem nú er senn á enda. Það hefði átt að vera meira um gerðir á því ári en minna um hróp og köll í fjölmiðlum. Al- menningur þarf að breyta hegðun sinni gagnvart börnum. Maður heyrir allt of oft „Snáfaðu út,“ eins og það sé ekki rúm fyrir börnin í heimi fullorðna fólksins. Fólk talar ekki við börn og unglinga í dag eins og þau séu mannverur. Það er þessu sjónar- miði sem þarf að breyta." SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlegu skákmóti í Sofia í Búlgaríu í ár kom þessi staða upp í skák þeirra Ioakimidesar, Grikklandi, og búlgarska stór- meistarans Padevskys, sem hafði svart og átti leik. 27.... e5!, 28. Dxe5 - d2, 29. Hdl — He8, 30. Dc3 (Eina vörnin gegn 30. ... Hel+) Bxf4, 31. gxf4 — Dg6+, 32. Kfl — De4, og hvítur gafst upp. Svartur hótar 33. ... Dhl mát og svarið við 33. Kgl yrði 33. ... Del+. Tékkneski stór- meistarinn Plachetka sigraði á mótinu, hann hlaut 10 v. af 13 mögulegum. Næstur kom Ung- verjinn Hazai með 9*A v. • Hreinsun gatna Eldri kona hringdi til Vel- vakanda og vildi láta kvarta yfir því hversu illa er staðið að hreins- un gatna hér í Reykjavík. „Sl. sunnudag var svo að segja ófært fyrir eldra fólk að ætla sér út fyrir dyr. Ég sá út um gluggann hjá mér að yngra fólk átti í erfiðleikum með að fóta sig. Mér finnst það vera fyrir neðan allar heliur að gera ekki eitthvað til þess að auðvelda fólki að komast leiðar sinnar. Þar sem ég bý, nálægt miðbænum, virðist ekkert hafa verið gert til að hreinsa gangstéttirnar síðan snjórinn kom fyrst í haust. Skyldi ekki þurfa að bæta hér um betur?" HÖGNI HREKKVlSI INNFLYTJENDUR SPÁNN — PORTÚGAL Skeiösfoss mun lesta vörur til íslands í Bilbao þann 28. nóvember n.k. Vinsamlegast hafið samband við umboðsaðila okkar í Bilbao, Centramares SL Espartero 9,5° og 6°, telex 32015, sími 4458600 eöa flutningadeild okkar sem gefa allar nánari upplýsingar. EIMSKIP Sími 27100 Norskt prjónagarn • Mjúkt babygarn • Hlýtt peysugarn • Fjölbreytt litaúrval Allt í jólaföndur Glæsílegt úrval af rósamáluðum gjafavörum. Baitkastrstí Síml 2 9122 A6ahtrætí4 Símil5005

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.