Morgunblaðið - 20.11.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.11.1979, Blaðsíða 20
2 0 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1979 Vegna þeirrar óreiðu sem nú er í mennta- og menningarmálum eftir 13 mánaða vinstri stjórn er full ástæða til að rifja upp afstöðu stjórnarandstöðunnar, Sjálfstæðisflokksins, til þessara mála. Þess má geta, að vegna bruðls ríkisbubbanna með fjármál ríkisins vantar stórlega upp á að sá slagkraftur sé í menningarmálum sem nauðsynlegur er í landi, sem telur það frumskyldu við þegnana að efla menntir í landinu, svo að þjóðlífið geti verið blómlegra og næringar- meira en ella mundi. En þetta markmið náðist síður en svo undir vinstri stjórn og raunar hefur hún frekar ýtt undir öngþveiti og upplausn en eflt eða stutt við bakið á raunverulegum verðmætum. Mikilvægar menningarstofnanir berjast jafnvel í bökkum. í stefnu Sjálfstæðisflokksins í menningarmálum segir m.a., aö flokkurinn telji það hlutverk sitt að efla alla viðleitni í þá átt að bæta meðferð íslenzkrar tungu í töluðu máli jafnt og rituðu. Ymiss konar áherzlubrengl í framburði tungunnar í ríkisfjölmiðlunum eru nú að verða eitt höfuðáhyggjuefni í sambandi við varðveizlu hennar. Gegn þessu verður að sporna og þá ekki síður að kenna talað íslenzkt mál í skólum landsins, en það er frumskilyrði þess að við getum átt það erindi við heiminn, sem arfur okkar gerir kröfur til. Þá þarf auðvitað að vanda íslenzkt mál í öðrum fjölmiðlum, en það er ekki í verkahring ríkisins og verður hver fjölmiðlamaður og þeir, sem í blöð skrifa, að líta í eigin barm. Þá vill Sjálfstæðisflokkurinn efla skapandi starf á sviði allra listgreina með því að endurskoða styrkveitingar „með betri nýtingu í huga". Ennfremur að styðja á sama hátt hvers konar frjálsa lista- og menningarstarfsemi einstaklinga og félaga, m.a. í skólum og með almennri þátttöku. Ennfremur að efla listiðn í landinu, jafnvel með erlendan markað í huga. Um ríkisútvarpið segir svo í stefnu Sjálfstæðisflokksins: „Að endurskoða útvarpslögin með það tvennt í huga að tryggja ríkisútvarpinu aukið sjálfstæði og bolmagn til að rækja ótvírætt menningarhlutverk sitt og veita jafnframt svigrúm fyrir frjálsan útvarpsrekstur." Fræðslumál ILandsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins um fræðslumál er lögð höfuðáherzla á þrjú meginatriði: að öllum þjóðfélagsþegnunum verði gert kleift að ná „sem mestum þroska, sjálfum sér og þjóðfélaginu til heilla“; að dregið verði úr miðstýringu menntamála og hver skóli verði sem sjálfstæðust stofnun innan ramma þeirra laga, sem í gildi eru hverju sinni; og loks að frumkvæði og áhugi heimamanna fái sem bezt notið sín, enda virðist nú ekki vanþörf á því eftir hneykslin undanfarið — og er þá Grindavíkurhneykslið ekki sízt víti til varnaðar. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn m.a. beita sér fyrir löggjöf um framhaldsskóla, fullorðinsfræðslu og endurmenntun á öllum skólastig- um, „þar sem námsbrautir og námsáfangar verði skilgreindir nákvæmlega í samhengi við kröfur framhaldsnáms og atvinnulífs". Ennfremur að kannað verði, hvort ekki sé ástæða til að sameina Háskóla íslands og Kennaraháskóla íslands „þar sem hvorug stofnunin er svo stór, að telja megi hana eðlilega rekstrareiningu á sínu skólastigi". Þá vill Sjálfstæðisflokkurinn loks, að sveitarfélög taki við rekstri grunnskólans og að þeim verði séð fyrir tekjustofnum til að standa undir honum. Jöfnunargjald styrki þau sveitarfélög, sem búa við verulegan fjárskort. Umhverfismál Eins og kunnugt er, unnu vinstri flokkarnir Reykjavík, m.a. vegna gaspurs um umhverfismál í borginni og fjöldi fólks, sem ber þennan málaflokk sérstaklega fyrir brjósti, lét ginnast. Nú hafa efndirnar komið í ljós. Eini áhugi vinstri flokkanna á umhverfisvernd í. höfuðborginni er sá að gera nú eina allsherjaratlögu að grænu svæðunum í borginni undir vígorðinu „Þétting byggðar". Morgunblaðið birti fyrir skemmstu hlemmimyndir frá Þróunarstofnun um þessa fyrirhuguðu atlögu að grænum svæðum höfuðborgarinnar. Nú á að kaupa atkvæði með því t.a.m. að breyta mestum hluta Laugardalsins í steypu, eins og ekkert svigrúm sé lengur í öllu borgarlandinu. En fólk hefur sem betur fer ekki látið blekkjast. Það hefur mótmælt atlögunni að umhverfi þess. Og vonandi verður siglt framhjá ógæfunni, hvað sem „róttækum umhverfisverndarmönnum" líður. En dæmi þessi sýna lengra inn í tvískinnung vinstri sinnaðra „umhverfisverndarmanna" en flest annað. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins gerði ályktun um umhverfisvernd- armál og er ekki unnt að tíunda hana alla hér. Þar er m.a. lögð áherzla á, að aukin verði fræðsla í skólum um umhverfi í þéttbýli og dreifbýli. í umhverfisályktun Sjálfstæðisflokksins segir m.a.: „Að leggja beri aukna áherzlu á að bæta umhverfi fólks bæði í þéttbýli og dreifbýli, jafnt innan dyra sem utan, jafnframt því að stuðlað verði að menningarlegri nýmótun umhverfis. Öllum aldurshópum og fólki með sérþarfir sé gert kleift að njóta umhverfisins og fara um opinberar byggingar. Sérstök áherzla sé lögð á möguleika fólks á öllum aldri til fjölbreytilegrar útivistar, félagsstarfsemi og skoðanaskipta á byggða- svæðum, jafnframt því að möguleikar til almennrar útivistar utan byggðasvæða séu efldir. I þessu sambandi sé fullt tillit tekið til séríslenzkra aðstæðna. Að stuðla skuli sérstaklega að bættu umhverfi fólks á vinnustað, og að hreyfihömluðum sé gert kleift að sækja vinnu sem víðast". Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4000.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 200 kr. eintakiö. Menningarmál ■VS^URN MOLSKINNSBUXUR 0G KNIPPLINGAR Veröbólgan er komin yfir 80%. Dauöakippir fyrrverandi vinstristjórnar mælast æ sterkar á veröskjálftamælum hagstof- unnar. Langt er þó frá því aö öll kurl séu komin til grafar. En verkalýðsforystan hefur ekki sýnilegar áhyggjur, þótt hvert barn viti, aö dýrtíöin leggst meö ofurþunga á þá sem þeir eiga aö vera umboðsmenn fyrir. En þessum köppum er nær skinnið en skyrtan og í hold þeirra margra er greypt flokksskírteini Alþýöubandalagsins, en skjól- stæðingarnir, sem hafa ekki annan rétt en aö greiöa félags- gjöldin sín, leggja þeim til skyrt- una. Þaö er einstætt hve for- sprökkum vinstriflokkanna, einkum þó kommúnistum, er lagiö aö laga til hugtök eftir hentugleikum. Þaö sem þeir lagfæra stööu íslenzks iönaöar. Og alltaf mæta forsprakkar kommúnista í verkalýöshreyf- ingunni samkvæmt pöntun í vitnastúkuna. Þeir vita hvaöan hugtakasniö foringja þeirra eru fengin. Þau koma úr sniöasafni þeirra klæðskera sem geröu nýju fötin keisarans á sínum tíma. Enginn hefur gleymt hinni frækilegu för Guömundar jaka í pylsuvagninn eftir kjaraskerö- inguna í desember 1978. Þá fékk hann sér eina meö hráum og steiktum, félagslegum um- bótum og remúlaði og glotti út í annaö. Umbjóöendur hans glottu hins vegar ekki, þegar Jakinn gleypti félagsmálapakk- ann frá vinstristjórninni hráan, enda hafa þeir ekki séö þann Og Guðmundur er þó ekki alveg einn viö hagsmunagæzluna. Á aðra hönd er þrautreyndur menntaskólaverkamaöur og á hina er sérstakur fulltrúi kvenna í Alþýðubandalaginu, Ólafur Ragnar Grímsson. Ólafur hefur alltaf kunnaö aö laga sig aö hlutverkum sínum. Meöan hann var í Framsóknarflokknum gekk hann jafnan í brotlausum fötum í sauöalitunum. Úr þeim fötum fór hann um leiö og flokknum. Gekk þá í Glaumbæjarhreyfing- una og var um þær mundir í litsterkri skyrtu meö blúndum og kniplingum. Baldur fóstbróö- ir hans Óskarsson var líka á fullu í hreyfingunni og ekki vantaöi hann kniplingana. Svo fóru þeir í Samtökin og gengu eftir þaö jafnan í köflóttu. Nú eru þeir komnir í Alþýöubanda- kalla vísitölufölsun hjá öörum, heitir félagsmálapakki hjá þeim. Það sem héti stórkostlegt kjara- rán hjá öörum heitir gagnkvæm- ur skilningur verkalýöshreyf- ingarinnar og vinsamlegs ríkis- valds hjá þeim. Um 15% geng- issig hjá öörum, heitir gengis- hrun til aö hygla stórgróöa- mönnum. en 50% gengissig hjá þeim, heitir gengisaðlögun til aö pakka síöan. Guðmundur mun enn vera aö melta hann. Og nú fær hann loks aö fara á þing í sérstöku verkalýössæti flokksins, 2. sætinu í Reykjavík. Alþýöubandalagiö hefur þaö nefnilega þannig, aö 14. hvert þingsæti flokksins er ætlað verkalýðsforingja af því aö þetta er svo mikill verkalýösflokkur. lagið og Ólafur í molskinnsbux- ur og þegar mikiö liggur viö gallabuxur. Baldur er feti framar og jafnan í gallabuxnasamfest- ing. Því er ekki aö leyna aö menn bíöa spenntir eftir hverju Ólafur muni klæöast í flokka- kynningu Alþýöubandalagsins, þegar hann kemur fram sem sérstakur fulltrúi í kvennasætinu á listanum í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.