Morgunblaðið - 20.11.1979, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.11.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1979 39 falla um „yðar persónulegheit", herra Magnús, svo að eg noti kjarvalskt orðfæri, að þú værir ólgumikill, mér skildist, og geð- brigðin eins og áin Blanda í foraðsvexti, þegar hún rennur eftir Langadal og fellur mislit á köflum gegnum þröng, dökk gljúf- ur og breiðir sig út í Húnaflóa og skolar með sér ýmsu í leiðinni...“ „Heyrðu, hvað segirðu — er það sá, sem var að verja þann, sem var að koma út tófuskottum, sem voru ýmist stolin eða hann hafði búið til úr kattarskinnum?" Því var ekki svarað. Þetta gat verið laukrétt. Báðir vissu, hvað klukkan sló. Það var litazt um salarkynnin. Þarna voru ótal myndir, lands- lags-, sjávar-, hálfabstrakt-, jafn- vel súrrealistiskar fantasíur — ekki skorti tilburði og lífssveiflu. „Djöfuls vinnugleði er þetta — hvernig ferðu að þessu?" „Eg vakna alltaf klukkan sex á hverjum morgni — eg var kominn hingað korter fyrir sjö í morgun og byrjaður að hita.“ „Hvenær sefurðu?" Eg vinn fram að kvöldmat, og þegar eg hef snætt horfi eg á sjónvarpið og sofna oft undir því, oftast nær nema þegar eru dýra- myndir — eg hef gaman af þeim og mér finnst þær það skásta, sem eg sé og þá glaðvakna eg. Eg sef mikið í stólnum mínum niðri í stofu fram eftir kvöldinu, og svo vakna eg og hátta ofan í mitt rum og sef til miðs morguns." Allt í einu var nýlagað sterkt kaffi komið á skrifborðið og reitt fram í skipsföntum, velsterkt, og hæfði veðrinu úti. Hann bauð rjóma með sem ekki var þegið, og þá hellti hann rjómanum saman við sitt kaffi: „Það er miklu betra að hafa rjóma með.“ Þar ekki sammála. Og þarna voru ótal manna- myndir með meiru og náttúrlega Húnvetningar. Þarna var hægt að þekkja á augabragði Pál V.G. Kolka á Blönduósi fysikus þeirra Húnvetninga um tugi ára, sem var' rithöfundur og skáld og stjórn- málamaður. „Þetta var maður sem ég dáði og mér líkaði vel við hann á ýmsan máta enda þótt skoðanir okkar lægju ekki alltaf saman. Við áttum margar ánægjustundir saman við „gamalla blóma ang- an“. Og þarna var sjálfur héraðs- læknirinn í millistærð af and- litsmynd, koparrauðhærður með brún augu, örlítið skjálgur, sem gerði hann einungis greindarlegri og á plómurauðum bakgrunni voru skæri og skurðhnífar og önnur skurðlæknistól (Kolka þótti djarftækur með knífinn. „Hann skar upp við öllum þremlinum," segir Magnús.). „Hvernig nærðu þessum rauða lit?“ „Eg skal segja þér, hvernig eg fæ þennan lit — fyrst með dökk- um lit, með dökkbláu og svo svörtu og hvortveggja látið þorna á milli, og svo rautt, og á því stigi getur maður náð allra handa rauðu eins og það væri maurildi...“ „Hvaða galdraformúla er þetta, sem þú notar við lítaáferð?" “Eg notast við japanska stríðs- liti í olíunni, sem mér eru gefnir af kunningjum — þeir fást ekki hér,“ segir hann og sýnir annarlega túbu með eins konar síldarolíu- lykt. Ritsmíðarhöf. hafði orð á: „Það passar,“ segir hann, „það er fjandans síldarolía í litnum ... já, og svo beiti eg kínverskum litum, sem eru skrýtnir, í vatnslitamynd- unum ... eg hef líka mikið dálæti á kínverjum. Kínland er eina landið, sem eg hef áhuga á að heimsækja." „Af hverju?" „Kínverjar — þetta eru snilld- armenn, og kínversk list er sú list, sem blífur". „Drekktu kaffið, maður, segir Magnús, þetta er ekkert, sem þú drekkur af því.“ „Það er nú helzt, og svo er nóg að gera, þótt kaupið sé lágt,“ „Jæja“, segir hann og hellir í annan fant hjá sér og bætir við hnausþykkum rjóma á ný, úr því að svo er, verð eg að segja þér svolitla sögu: Eg var á ferðalagið fyrir nokkuð mörgum árum á Blönduósi og áði á hótelinu og borðaði einar tvær kótilettur, og eftir matinn fór eg upp á mitt herbergi. Eg skildi þá ekkert í því, hvað eg var eitthvað slappur og máttfarinn og hafði orð á því við Ingólf Kristjónsson leigubílstjóra minn að sunnan — við höfðum verið á löngu ferðalagi. „Nú er eitthvað að“ segi ég við hann, „já lassm... þá var Bleik brugðið. Eg hafði með mér tvær vínflöskur og hafði ekki einu sinni lyst á þeim. „Páll Kolka læknir var sóttur, hlustaði mig og potaði í mig og svo segir hann: „Það er botnalanginn — hann er að springa." „Hvað skal gera? segi eg. „Eg verð að setja þig á súlfa til að lina þrautir og lækka hitann og svo verð eg að skera þig upp í bítið í fyrramálið. Klukkan hálf- níu um morguninn er eg búinn að éta upp úr sulfaglasinu, hafði ekkert sofið um nóttina og kominn í rús og segi við Pál kotroskinn: „Jæja, nú máttu skera af mér hausinn og rista mig og taka úr mér innyfli, án þess að mér bregði." Það skiptir ekki togum, að eg er drifinn eins og eg var á mig kominn, með drulluskítuga fætur undir knífinn hjá Kolka. Og þegar eg vaknaði í sjúkrastofunni nokkr- um klukkustundum síðar, eru þar fyrir tvö tinandi gamalmenni frá Skagaströnd, annar eins og beina- grind úr Belsenfangabúðum og hinn með svo mikið og sítt skegg, að hann sleikti það. I sama mund rak Kjarval höfuðið inn um dyrn- ar á sjúkrastofunni til að heilsa upp á mig. Eg þekkti hann ekki strax, en svo kom ég til sjálfs mín þegar mér var litið á hnúana á mér. Eg hafði barið svo mikið í þilin, að það blæddi úr þeim eins og æðri máttur væri að klóra í sárin og samvizkuna og ekki veitti af. Nokkrum dögum áður en þetta gerðist hafði eg verið á leið austan frá Seyðisfirði í Egilsstaði. Á þeirri yfirreið höfðu fiðrildi setzt á framrúðu bílsins eins og engi- sprettur, svo að ekki var hægt að keyra og ekki sá fram úr augum. Eg tók tvö fiðrildi og setti þau í poka og hafði með mér. Þau voru stór og falleg, og þegar eg hitti Kjarval gaf eg honum þau. Hann ljómaði. Þegar hann kom til mín þarna á spítalanum á Blönduósi, sagðist hann hafa sleppt fiðrild- unum við stórt tré á Egilsstöðum. „Þau fóru bæði að kela saman, mikið varstu gafaður, Magnús, að velja bæði karl og konu. Þetta var stórkostlegt að sjá þau þarna uppi í trénu í ástarleik," sagði Kjarval. „Þetta er falleg saga, Magnús." „Og sönn,“ segir hann. Við hliðina á Kolka eru myndir af hjónum í blóma lífs síns, þeim frú Þorgerði Sæmundsen kaup- konu, systur Péturs Iðnaðar- bankastjóra, og honum Hermanni heitnum frá Hjaltabakka, bróður málarans; hann er með stúdents- húfuna með hvíta kollinn og stjörnuna og manndrápara og þverslaufu, smókingklæddur með rós í hnappagati. Húnvetnsk vin- kona sem ólst upp að nokkru leyti á Blönduósi, sagði greinarhöf. að Hermann heitinn hefði alltaf minnt sig á Tyrone Power í útliti; hins vegar hefði karlmennskan ekki leynt sér hjá Hermanni. Hermann heitinn nam efnafræði um skeið í Þýzkaralandi, Þegar heim kom, stundaði hann ýmis störf á Blönduósi, sem tengdust stjórnmálum og skipan á hreppsmálum. Hann var lengi lögreglumaður þarna í Texas Norðursins (eins konar Marshall Mac Cloud). Þess má geta, að dr. Hjalti Þórarinsson prófessor og yfirlæknir er einn þeirra Hjalta- bakkabræðra, alls voru systkinin ellefu að tölu, þótti öflugt lið, allt saman afreksfólk. Hermann heit- inn, sem dó á bezta aldri, var einu ári eldri en bróðir hans Magnús, sem var þriðji að neðan í röðinni. Einn bræðranna Jón situr að ættar- óðalinu Hjaltabakka, og margir kannast við persónuleikann Þor- vald, sem varð áttræður á dögun- um, þeirra elztur og fluttur til Reykjavíkur. Hann er meðal ann- ars faðir Gissúrar sem um hríð hefur verið einn af innstu koppum í búri á Vöruflutningamiðstöðinni, og svo sæmdarkonunnar Sigríðar, sem á fyrir mann einn sona síra Eiríks heitins Albertssonar á Hesti í Borgarfirði. Og fleiri og fleiri portrett: Guðjón á Marðarnúpi; Ágúst á Hofi, Guðmundur í Ási; Snæbjörn frá Snæringsstöðum (ritsmíðar- höf. spreytti sig á andliti Snæ- bjarnar fyrir fáum árum austur í Hveragerði, þar sem Snæbjörn unir sér snarlifandi og hress). Þegar farið var að leita í stafla undir borði, kom þá ekki sjálfur Björn á Löngumýri í ljós. „Af hverju hefurðu hann ekki inni í sýningarsal?" „Hann er svo hrossalegur." Og það eru raunar tvær myndir, sem Magnús hefur gert af Birni, og koma Skjóna og graðfolinn og yfirvald þeirra Húnvetninga Isberg sjeriff inn í myndina. Önnur er alvöruportrett, and- litsmynd með sauðbrúnan bak- grunn, og þar má greina Skjónu merina, agnarlitla inni í þrívíddinni og Björn með fingur á lofti eins og þegar hann er að tala menn til með sannfæringarhita. „Af hverju ertu með þennan sauðbrúna lit þarna?" „Það er vizkan, maður, „veit allt, getur allt“. Nú sást glottið aftur á andliti málarans. Svo er það fantasían þjóðsagan, kennd við bóndann og fyrrverandi þingmanninn á Löngumýri. Sú mynd er á viðhafnarstað í stúd- íóinu: Húnvetnskt landslag, ásar og axlir beggja vegna, skýjaður himinn og móðir vor jörð og þar er hryssan skjótta og sýsli í einkenn- isbúningi, með gyllta hnappa, næstum borðalagður með merina í taumi; sýslumaðurinn meira að segja með gylltan hnapp í auga („sem á að sýna, hvað yfirvöld eru skellegg í ýmsum málum") og hann er með vettlinga á höndun- um. („Það voru vettlingatök í þessu máli,“ segir Magnús). Á vinstri hönd er rautt auga grópað inn í umhverfið („Það táknar auga almennings.") — Og það, sem vekur furðu er lítill landbjörn, sem á að tákna sjálfan bóndann á Löngumýri, en hann hefur bundið sig með reipi við stert merarinnar. Ef nánar er að gáð kemur graði folinn þar í ljós í skýjunum („Hann Björn hefur alltaf verið uppi í skýjunum.“) Þetta var gráglettin húnvetnsk mynd af erjum, sem hafa alltaf verið við lýði þar í héraði fyrir norðan, öld eftir öld, mann fram af manni, enda er ekki hægt að breyta manneðlinu segir einhvers staðar og allra sízt því húnvetnska. Kaffi kneifað úr fantinum og horft til Kirkjunnar á Blönduósi, myndar, sem Magnús sagðist hafa málað um páskana síðustu, nokkru áður en hann hélt sýningu í félagsheimilinu á Blönduósi. Hann var tekinn í kristinna manna tölu í þessari kirkju. Fyrir framan guðshúsið hefur málarinn gert risastóran blómavasa („Ég ætlaði að setja páskaliljur í vas- ann“) og á vasanum er mynd af tveim litlum stúlkum með barna- vagn og dúkku í („Þetta er nútím- inn,“ segir hann). Kristján Davíðsson frá Patreksfirði var samtíða Magnúsi í Myndlistar- skólanum á löngu liðnum árum og þeir hafa verið góðkunningjar síðan. Þegar Magnús var spurður, hvers vegna þetta græna tungl (eða græna sól) væri þar á bak við kirkjuna sagði hann. „Ja, spurður Kristján Dav. Hann var hér einu sinni á ferðinni hjá mér, og þegar hann var farinn tók ég eftir þessu mannskaðatungli. Ja, listamenn sjá allan skollann, sem aðrir sjá ekki.“ Vel á minnzt, þá nam Magnús myndlist við myndlistarskólann gamla í Reykjavík. Samtíða hon- um þar voru m.a. Kristján Davíðs- son og gott ef ekki Nína Tryggva- dóttir sáluga. Fyrir forvitnisakir spurði sá, sem þetta ritar, Finn Jónsson listmálara, sem var læri- meistari við skólann ásamt með Jóhanni Briem og fleirum, um Magnús sem nemenda. „Hann var með beztu nemendum skólans, ágætur nemandi í alla staði, hafði efnilegt teiknaratalent yfirleitt og var áhugasamur. Hann bætti því við, að af því litla sem hann hefði séð af málverkum eftir hann löngu síðar litist sér laglega á það. Húnvetnska kirkjan orkaði sem andstæða innari um önnur yrkis- og viðfangsefni lífskúnstnersins. „Ertu trúaður maður, Magnús?" spyr ritsmíðarhöf. svipað og Þorsteinn Thor. þáv. blaðamaður Vísis spurði rússneska geimfar- ann Gagarín hér um árið suður á Keflavíkurvelli. „Trúið þér á guð, herra Gagarín?" Magnús var farinn að ganga hratt um gólf í þungum þönkum með hendur fyrir aftan bak. Allt í einu nemur hann staðar, snýst á hæli, gengur til spyrjanda og leggur hendurnar á skrifborðið og segir: „Ég hef þá trú, að þegar er kominn fram úr klukkan sex á morgnana og stend við mundlaug- ina og dýfi andlitinu ofan í mundlaugina og raka mig, slappa ég alveg af og fer með bæn og bið fyrir mér og mínum og játa mínar syndir. Ég veit hins vegar ekki, hvort ég verði bænheyrður, og allir erum við syndugir, og enginn er frelsaður og allir hafa hrasað um einhvern stein á lífsleiðinni." „Ertu kirkjurækinn?" „Ég sæki aldrei kirkju nema ég megi til. Ég las ungur biblíuna spjaldanna á milli. Stundum fannst mér hún dálítið torskilin. Þegar blessunin hún móðuramma mín Hansína Þorgrímsdóttir lá í kör heima á Hjaltabakka féll það í hlut minn að lesa upp úr goðsorða- bókinni, þar til hún sofnaði. Stundum kom það fyrir, að mér fannst biblían svo torskilin sum- staðar, að ég skáldaði inn í textann og þá var það segin saga, að sú gamla sagði. „Er þetta svona, Maggi minn?“ Og ég sagði. „Já, það er svona, og verður að vera svona." En eitthvað fannst mér sú gamla vera vantrúuð á það. Herbergi ömmu minnar var kam- es inn af stóru herbergi, og í því lágu bræður mínir oft á hleri. Þegar ég heyrði tístið í þeim, þá óx mér ásmegin. Stundum sýndist mér amma taka eftir þessu — mér fannst hún ætla að fara að hlæja. Ég sá mikið eftir þessu, þegar hún var dáin og var að hugsa um þetta, hvað þetta væri illa gert, en sú gamla var alltaf svo skilningsgóð og mér góð.“ Þegar trúnni sleppti var komið inn á stjórnmálin, það var þegar Magnús hafði útlistað þrjú verk sín, Tilefni af myndun vinstri stjórnar („Ég hef alla tíð verið á móti slíkum hrærigraut.“); Vísi- talan („Mér hafði dottið í hug að setja á léreftið einhverja hringa- vitleysu, sem ég nefndi vísitölu"); og Angi af kommúnisma („Hann á engan rétt á sér nú, þegar allir, sem nenna að vinna og fá vinnu, geta orðið ríkir.“) „Ég er gamall Jónasarmaður, ég varð snemma snortinn af hugsjón- um hans og gjörðum fram í fingurgóma; Jónas frá Hriflu var einn þeirra manna, sem þorði að gera eitthvað. Það féll í minn hlut að starfa við málgögn hans Bónd- ann og Ófeig um árabil. Ég hef aldrei gengið í flokk neins. Jónas frá Hriflu var tvímælalaust rit- færasti maður, sm Island hefur átt — og það er maðurinn, sem hefði átt að verða forseti, enda stóð það til. Ég hefði aldrei gengið í flokk neins og ég mundi aldrei hlýða forsendum neins flokks, heldur mínum eigin forsendum og skoðunum alveg eins og hann Björn á Löngumýri og væntanlegt forsetaefni vort Albert Guð- mundsson, sem ekki lætur flokks- ræði snúa sér eins og skoppara- kringlu.“ Það hefði mátt halda endalaust áfram skammdegisspjalli við Hjaltabakkamanninn frá A-Hún., og leikurinn barst að kvöldi sama dags úr galeríinu og stúdíóinu að kvöldi þessa sama dags, þegar draugar hússins höfðu verið kvaddir, heim til hans að Leifs- götu 25, þar sem hann býr eins og í kastala, með vinnustofu uppi í risi — þar flæðir allt út í málverkum eftir húsbónda. Börn- in eru sjö og konan er úr Dýrafirði vestur, Vilborg Guðbergsdóttir frá Höfða. Húsfreyjan og tvö barn- anna voru að horfa á Jón Sólnes (Wallace þeirra þarna fyrir norð- an) tala máli sínu i litasjónvarp- inu, og Magnús dregur greinarhöf. með sér upp í ris til að byrja með og er kátur. („Hingað kom múgur manns til mín á sextugsafmæl- inu“) — enda er bar þarna og allar græjur, svo að talað sé ekki um innanhússarkitektúrinn, eins kon- ar sambland af baðstofu og veiði- mannakofa og sviðsetningu úr gömlu íslenzku leikriti — vegg- skreytingar flannastórar af hún- vetnskum ám og fjöllum og ein- hver maður, trúlega Magnús sjálf- ur, að kasta þarna fyrir laxinn með Derbyhúfu á höfði og kona (eiginkonan?) sitjandi hjá honum á árbakkanum og lengra frá hryssa með litla folaldið sitt og þá smaladrengur með hundinn sinn. Á öðrum vegg birtist kornungt par úti í móa að daðra hvort við annað ljúfsárt og innilega. Um lágnættið var loks setzt að kaffi og ástarpungum og ávaxta- kökum niðri í eldhúsi. Þá bárust í tal öskupokarnir, sem Magnús gerði handa kvennaskólastúlkun- um á Blönduósi forðum. Frúin segir. „Ég á einn öskupoka, og það var vísa í honum." Hún var nemandi í kvennaskólanum, þegar hún og Magnús felldu hugi saman og bundu saman sitt trúss) „Má ég heyra vísuna?“ Frúin segir. „Hún er svona: Upp er máluð tryggð og trú til þín látin streyma, minningarnar margar þú mátt í poka geyma.“ stgr. Kassettur beztu kaup landsins 1 spóla 5 spólur 60 mínútur kr. 800.- kr. 3.800.- 90 mínútur kr. 1.000.- kr. 4.800.- Heildsölu birgöir Verslióísérverslun með LITASJÓNVÖRPog HUÓMTÆKI 29800 Skipholti19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.