Morgunblaðið - 20.11.1979, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.11.1979, Blaðsíða 48
ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1979 Vestmannaeyjar: Stærstu fiskviraisluhúsin sameinast um togarafélag Fiskimjölsverksmiðjan keypti frystihúsið Eyjaberg ÞRJÍI stærstu frystihúsin í Vestmanna- eyjum og Fiskimjölsverksmiðjan h.f. hafa sameinast um rekstur togaraflota Eyja- manna, Breka, Klakks og Sindra. Fram- kvæmdastjóri togarafélagsins hefur ver- ið ráðinn Gísli Jónasson skipstjóri og Útgerðarfyrirtækið Klakkur átti áður Klakk og Fiskimjölsverksmiðjan átti Breka og Sindra. Fjórði skuttogarinn i Eyjum er Vestmannaey. Fyrirtækin sem hafa sameinast um rekstur tog- tekur hann við starfi 1. jan. n.k. Þá hefur Fiskimjölsverksmiðjan h.f. keypt frysti- húsið Eyjaberg af Sigurði Þórðarsyni og verður það rekið sjálfstætt á vegum Fiskimjölsverksmiðjunnar undir stjórn Þorsteins Sigurðss.og HaraldsGíslasonar. Bjarni Sighvatsson og Sig- urður Óskarsson. Að sögn Haralds er markmið tog- arafélagsins að stuðla að jafnri öflun hráefnis til vinnslu fyrir frystihúsin og halda áfram uppbyggingu togaraflotans í Eyjum. aranna þriggja eru Fiskiðj- an, ísfélag Vestmannaeyja, Vinnslustöðin og Fiski- mjölsverksmiðjan. Stjórn- arformaður togarafél- agsins er Haraldur Gísla- son en aðrir í stjórn eru Eyjólfur Martinsson, Rangárvallasýsla: Alþýðubandalagsmenn segja sig úr flokknum Á VINNUSTAÐAFUNDI um borð í Herjólfi í gærmorgun á leið frá Vestmannaeyjum til Þorlákshafnar ræddu frambjóðendur sjálfstæð- ismanna og alþýðubanda- lagsins málin við skip- verja. Baldur Óskarsson frambjóðandi Alþýðu- bandalagsins var m.a. spurður að því af einum skipverjanna hvort úr- sögn Snorra Sigfinnsson- ar fyrrverandi kjördæm- isráðsformanns Alþýðu- bandalagsins á Suður- landi, úr Alþýðubanda- laginu hefði ekki áhrif á fylgi flokksins í kjör- dæminu. Baldur svaraði því svo að þetta væri nú ekki það eina, því nokkr- ir alþýðubandalagsmenn í Rangárvallasýslu hefðu sagt sig úr Alþýðubanda- laginu til þess að mót- mæla röðun á lista flokksins í kjördæminu. Háhyrningar fyrir 129 milljónir kr. til Japans SJÖTTI og síðasti háhyrningurinn á þessari vertíð fékkst á sunnudaginn og var komið með hann í laugina í Sædýrasafninu í Hafnarfirði í gær. Dýrin verða fljótlega flutt til Japans, jafnvel um næstu helgi. Hvert dýr er selt á um 21,5 milljónir króna, þannig að söluverð allra dýranna er um 129 milljónir króna. Sigurgeir Jónasson ljósmyndari frá Vestmanneyjum tók meðfylgjandi mynd á dögunum er háhyrningaveiðimenn á Guðrúnu GK fengu 7 háhyrninga og 2 höfrunga í nótina. Aðeins einn háhyrninganna náðist, en frá því segir nánar í máli og myndum á blaðsíðu 29. Islenzkir lækn- ar til aðstoðar Kambódíubúum RAUÐI kross íslands hefur ákveðið að senda tvo lækna og einn hjúkrunarfræðing til Thailands til þess að aðstoða Kambódíufólk í flóttamanna- búðum. Fram til þessa hefur verið erfitt fyrir Rauða kross- inn að koma til hjálpar af ýmsum ástæðum en á stuttum tíma hafa nú um 380 þús. Kambódíumenn flúið til Thai- lands og munu þeir fyrst um sinn verða í einum flótta- mannabúðum sem verið er að koma upp langt innan landa- mæranna. Alþjóða Rauði krossinn er nú að safna liði lækna og hjúkrunarfræðinga og mun Sigurður S. Sigurðsson læknir fara innan skamms auk Hildar Nielsen hjúkrunarfræð- ings, en óráðið er hver hinn læknirinn verður. Hafa nokkrir kynnt sér málið. Fiskvinnslan: 67% VEXTIR AF AFURÐALÁNUM SAMBAND fiskvinnslustöðva hefur farið fram á, að endurskoðun á vaxtakjörum fiskvinnslunnar fari þegar fram og að stjórnvöld standi við fyrirheit um að bæta afkomu fiskvinnslunnar um sem nemur 2% af tekjum. í byrjun þessa árs var vaxtakjörum endurkeyptra afurðalána breytt þannig, að vextir voru lækkaðir úr rúmlega 18% í 8,5%, jafnframt því sem lánin voru bundin gengi Bandarikjadollars. Með þessari ráðstöfun var stefnt að því að bæta afkomu fiskvinnslunnar um 2%, en reynslan hefur orðið allt önnur. Fyrstu níu mánuði þessa árs var geng- issigið að meðaltali 2% á mánuði, en að mati fisk- vinnslunnar þýðir það, að raunverulegir ársvextir hafa verið um 33%. Yfir sumarmánuðina var geng- issigið þó enn meira og að mati Seðlabankans jafn- giltu vextir og gengis- ákvæði tímabilið júní— ágúst rúmlega 67% árs- vöxtum. Stuttu áður en þessi vaxtabreyting kom til framkvæmda, var af hálfu fiskvinnslunnar unnið að útreikningum á áhrifum þess fyrirkomulags, sem síðan var tekið upp. Niður- stöður bentu til þess, að ekki yrði um þann aftur- bata að ræða, sem stjórn- völd höfðu haldið fram. Var því farið fram á frestun málsins þar til frekari at- huganir hefðu verið gerðar. Ekki var orðið við þessari ósk, þrátt fyrir að ýmis framkvæmdaatriði væru enn óljós og tók vaxta- breytingin gildi 10. janúar á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.