Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1980 3 DAG- og göngudeild í tengslum við Geðdeild Borgarspítalans hefur nú verið opnuð í húsi Hvitabandsins á Skólavörðustig í Reykjavík. bar hafði verið þar til i haust legudeild á vegum Geðdeildarinnar. Göngudeildar- starfsemin hófst þann 22. okt- óber 1979 og dagdeildin var opnuð þann 22. nóvember siðastliðinn. Blaðamönnum og öðrum gestum voru i gær kynnt þessi nýmæli í starfsemi Borg- arspitalans, að viðstöddum starfsmönnum deildarinnar og Karli Strand yfirlækni. Páll Eiríksson geðlæknir gerði grein fyrir hinni nýju deild á Hvítabandinu. í máli Páls kom fram að í meðferð geðsjúklinga hafa verið ýmsar stefnur í gegnum aldirnar. Geðdeild Borgarspitalans: Karl Strand yfirlæknir býður gesti velkomna á fund með» blaðamönnum í gær. Myndirnar tók Emilia Björg Björnsdóttir. Hefur hafið starfrœkslu dag- og göngudeildar Brýtur blað í sögu geðlækninga á Islandi Páll Eiríksson gcðlæknir við myndtöflu sem notuð er í hóplækningum. Starfið í dag- og göngudeildinni fer að verulegu leyti fram í hópvinnu margs konar, svo sem samtalshópum. myndhópum, leirhópum, hreyfimeðferðarhópum, slökunarhópum, f jöí skylduhópum, markmiða- hópum, eldunarhópum, verkefnahópum og fleiri. Auk þess er unnið í einka- samtölum, forviðtölum og viðtölum við fjölskyldur sjúklinga. Lágmarkstími lækninga af þessu tagi er talinn vera 3 mánuðir en algengur tími 6 til 9 mán- uðir. Lengst af var því haldið fram, að best væri fyrir sjúklinga með geðræn vandamál að vera lokaðir inni á afskekktum, rólegum og fallegum stað þar sem þeir væru í friði fyrir skarkala heimsins eða kannski ekki síður að umheimur- inn væri í friði fyrir þeim. Læknirinn var þá einvaldur svo og hjúkrunarlið, sem framfylgdi skipun læknis. Orð sjúklings máttu sín yfirleitt lítils. Eftir því sem á hefur liðið þessa öld hefur skilningur á hættunum við innlögn á sjúkrahús orðið æ meiri. Hver rannsóknin á fætur annarri hefur bent á hvernig sjúklingar einangrast félagslega, hversu háður hann getur orðið öðrum og hversu langvarandi sjúkrahúslega getur aukið á ósjálfstæði sjúklings og þar með gert hann enn ófærari til þess að starfa úti í lífinu en fyrir innlögn. Aukinn skilningur á hlutverki fjölskyldunnar og áhrifum nán- asta umhverfis á ástand sjúklings hefur orðið til þess að starfsfólk sjúkrahúsa reynir nú að nýta þá krafta sem í fjölskyldunni eru til meðferðar á sjúklingnum. Langt frá því allir sjúklingar með geðræn vandamál þurfa á innlögn að halda á sólarhrings- deild. Stór hluti hefur aðeins þörf fyrir göngudeildarviðtöl og fyrir þó nokkurn hluta er besta með- ferðin dagdeildarmeðferð. I dagdeildarmeðferð er reynt að koma í veg fyrir félagslega ein- angrun sjúklings frá fjölskyldu og umhverfi. Sjúklingur þarf að mæta á morgnana, hafa samskipti við annað fólk í mismunandi hópum eða einstaklingsviðtölum. Dagurinn verður líkur vinnudegi og síðan er haldið heim um eftirmiðdaginn til fjölskyldunnar. Dagvistun býður upp á mikla möguleika á félagslegum sam- skiptum á deiidinni. Reynt er að hafa sem best samband við fjöl- skylduna til þess að hindra að sjúklingur verði eins konar pakki sem er sendur á sjúkrahús frá fjölskyldunni. Ekki síður hefur æ meiri áhersla verið lögð á að auka virkni sjúklings í eigin meðferð. Fyrsta dagdeildin var stofnuð í Moskvu 1933 en fyrst eftir lok seinni heimsstyrjaldar kemst skriður á í opnun dagdeilda. Einn- ig hafa englendingar verið iðnir við kolann. Nágrannar okkar á hinum Norðurlöndunum hafa haft dagsjúklinga til lengri tíma, t.d. innritaðist fyrsti dagsjúklingur- inn í Noregi árið 1960. Trygginga- kerfið í Noregi var aftur á móti tregara til og fyrst fékkst 1965 viðurkenning á því að sjúklingar skyldu njóta fullra réttinda til sj úkradagpeninga. Þar til í haust var hér á Hvítabandinu legudeild þar sem meðferð var stjórnað af læknum Geðdeildar Bsp. Við Geðdeild Borgarspítalans hafði ekki verið nein skipulögð göngudeildar- starfsemi, en einstaka sjúklingar höfðu komið sem dagsjúklingar á deildina, en þá tekið þátt í sömu dagskrá og inniliggjandi sjúkl- ingar. Undirbúningur að breytingu á starfi Hvítabandsins hófst í byrj- un síðastliðins árs þótt skriður kæmist ekki á málin fyrr en síðastliðið haust. Göngudeildarstarfsemi var haf- in 22. október 1979 og fram til áramóta höfðu 55 sjúklingar kom- ið í 250 viðtöl á deildina. 45 viðtöl af þessu voru við væntanlega sj. Dagdeildar, en hinir sj. höfðu notið göngudeildarþjónustu lækna og sálfræðinga beggja deilda Geð- deildar Borgarspítalans. Dagdeild var opnuð 22. nóvem- ber og hóf deildin starfsemi sína með 6 sjúklingum. Sjúklingar þessir mynduðu einn hóp sem fékk mismunandi verkefni. Samtals- hópur var 5 daga vikunnar, myndhópur 2 daga vikunnar, leirhópur 2 daga vikunnar, hreyf- ing og slökun 3 daga vikunnar. Hreyfimeðferð hlutu þeir 2 daga vikunnar, einnig var verkefnahóp- ur sem tók fyrir mismunandi verkefni. Einn dag vikunnar sáu sjúklingar með aðstoð starfsfólks um alla matargerð. Auk þess voru húsfundir og skipulagningafundir á deildinni. Ymsir byrjunarörðugleikar í starfsemi dagdeildar eru nú að baki þótt langt sé frá því að dagskrá og skipulagning starfsins sé fullmótuð. Þá vantar mikið á að húsið sé búið þeim tækjum og húsbúnaði sem æskilegur er. í dag eru tveir sjúklingahópar starfandi innan Dagdeildarinnar og er stefnt að því að þeir verði þrír þegar fram líður og starfslið- ið verður fullskipað. En þrátt fyrir að ýmislegt vanti enn hvað starfskraft og starfssvið snertir má samt sem áður segja að nýtt blað sé brotið í sögu geðlækn- inga á íslandi við tilkomu þessar- ar geðdeildar. Má þegar sjá árang- ur af starfseminni. Við höfum trú á að þessi starf- semi bjóði upp á marga meðferð- armöguleika sem frekar tryggi það, að einstaklingurinn fái þá meðferð sem honum hæfir best, hvort sem það er einstaklingsmeð- ferð, hópmeðferð eða fjölskyldu- meðferð. Frétt um loðnu reyndist gabb í ÚTVARPSFRÉTTUM klukkan 16 í gær var lesin frétt þess efnis, að sjórinn væri svartur af loðnu 30 mílur út af Siglufirði og tveir bátar, Hákon og Dagfari, hefðu fyllt sig á augabragði á þeim slóðum. Var skipstjór- inn á Dagfara borinn fyrir fréttinni. Þegar málið var athugað betur kom í ljós, að hér var um gabb að ræða og fyrrverandi skipverji á Dagfara hafði hringt inn fréttina. Enga loðnu var að finna á þessum slóðum og bátarnir tveir sem um ræddi væru víðsfjarri, Hákon beið löndunar á Raufarhöfn og Dagfari beið löndunar í Siglufirði. Leið- rétting var lesin í útvarpinu síðdegis í gær og í kvöldfréttum. Þess má geta, að mikið álag varð á símanum hjá Loðnunefnd eftir að þessi frétt var lesin því allir vildu fá upplýsingar um „nýju loðnumiðin".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.