Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1980 37 fclk í fréttum Blessaður og góða ferð + HÉR kveður forsætisráðherra Ítalíu, Francesco Cossiga, tvo samráðherra sína á Rómarflugvelli (er lengst til v.). Hann er að leggja upp í för til Washington til fundar við Carter Bandaríkjaforseta, Vance utanríkisráðherra og fleiri frammámenn þar vestra. Forsætisráðherrann er Sardiníumaður og hóf þar afskipti sín af stjórnmálum, skipaði sér þar í raðir kristilegra demókrata. Hann er 51 árs og hefur vegur hans farið mjög vaxandi í ítölskum stjórnmálum á síðari árum. Samráðherrar hans á myndinni eru Attilio Ruffini utanrikisráðherra (í miðju) og Adolfo Sarti varnarmálaráðherra. Gleðitíðindi í vændum í Amman Öllum verðlauna- gripunum stolið + FYRRUM Ítalíu- meistari í skotkeppni með skammbyssu, Fer- nando Bernini, hefur gegnum blöð og útvarp þar syðra sent banka- ræingjum bænarskjal þar sem hann biður þá að skila sér aftur öllum medalíum og bikurum, sem hann hefur unnið til en verðlaunagripum var stolið fyrir skömmu, er bankaræn- ingjar sprengdu upp bankahólf í banka ein- um í borginni Florence. Bernini biður ræningj- ana að skila sér aftur þeim gripum, sem hon- um eru kærastir í þessu safni, en það er gull- peningur, sem hann hlaut í heimsmeistara- mótinu 1947, medalía frá Ólympíuleikunum í Uondon 1948 og bikar, sem hann hlaut er hann sigraði í Miðjarð- arhafsskotkeppninni árið 1955. Hann lofar ræningjunum að hann skuli greiða þeim pen- inga fyrir. FYRIR skömmu var tilkynnt í Amman höfuðborg Jórdaníu. að hin 28 ára gamla drottning frá Bandarikjunum. (hét Lisa Hal- aby og heitir nú Noor) af Jórdaniu, og Hussein konungur ættu von á barni í marzmánuði næst komandi. Hún starfaði sem arkitekt hjá konungiega flugfélaginu í Jórdaniu er hún kynntist Hussein konungi. Lagði hún frá sér blýantinn og reglustikuna og setti drottn- ingarkórónuna á höfuð sér i júnimánuði 1978, er konungur- inn gekk að eiga hana. Drottn- ingin er komin sjö mánuði á leið, er nú er tilkynnt um þau gleðitiðindi sem framundan eru í höllinni. Drottningin missti fóstur i ársbyrjun 1979. Ef nú allt gengur slysalaust verður þetta níunda barn Husseins konungs, en hann er þrigiftur. Sjö börn á hann úr fyrri hjóna- böndum og eitt er tökubarn konungsins. Bridge Umsjóni ARNÓR RAGNARSSON Bridgefélag Reykjavíkur Sex kvölda barometertví- menningskeppni hófst hjá félag- inu sl. miðvikudag með þátttöku 42 para víðs vegar að af Suður- landi. Staða efstu para eftir fyrsta kvöldið: Jón Ásbjörnsson — Símon Símonarson 126 Óli Már Guðmundsson — Þórarinn Sigþórsson 101 Jón Páll Sigurjónsson — Hrólfur Hjaltason 95 Sigfús Þórðarson — Vilhjálmur Pálsson 87 Aðalsteinn Jörgensen — Ásgeir Ásbjörnsson 86 Ármann J. Lárusson — Jón Hilmarsson 73 Helgi Jónsson — Helgi Sigurðsson 67 Skúli Einarsson — Þorlákur Jónsson 66 Keppninni verður fram haldið miðvikudaginn 6. febrúar í Dom- us Medica og hefst keppnin kl. 19.30. Bridgefélagið Ásarnir Kópavogi Aðalsveitakeppni Ásanna hófst sl. mánudag. 10 sveitir mættu til leiks, sem er svipað og undanfarin ár. Spilaðir eru tveir 16 spila leikir á kvöldi, allir við alla og í lok mótsins verður ein umferð með Monrad-sniði. Úrslit í 1. og 2. umferð voru þessi: 1. umferð: Guðbrandur Sigurbergsson — Erla Sigurjónsdóttir 20—0 Þórarinn Sigþórsson — Páll Bergsson 18—2 Guðmundur Baldursson — Atli Konráðsson 16—4 Helgi Jóhannsson — Sigurður Sigurjónsson 13—7 Ármann J. Lárusson — Rúnar Lárusson 12—8 2. umferð: Helgi Jóhannsson — Atli Konráðsson 20—0 Erla Sigurjónsdóttir — Páll Bergsson 20—0 Ármann J. Lárusson — Guðmundur Baldursson 20—0 Rúnar Lárusson — Guðbr. Sigurbergsson 18—2 Þórarinn Sigþórsson — Sigurður Sigurjónsson 14—6 Og staða efstu sveita: stig Helgi Jóhannsson 33 Ármann J. Lárusson 32 Þórarinn Sigþórssoh 32 Rúnar Lárusson 26 Næsta mánudag eigast m.a. við sveitir Helga — Þórarins, Ármanns — Guðbrands. Bridgedeild Vikings Úrslit í síðustu umferð í sveitakeppninni: Sveit Viðars Óskarssonar vann Jóns Ólafssonar 19—1. Sveit Magnúsar Thejll vann Hjörleifs Þórðars. 17—3. Sveit Ingibjargar Björnsd. vann Geoffreys Brabins 14—6. Sveit Ásgeirs Ármannss. vann Björns Friðþjófss. 13—7. Sveit Ólafs Friðrikssonar vann Agnars Einarss. 14—6. Sveit Vilbergs Skarphéðinsson- ar vann Jóns ísakssonar 20-0. Staðan eftir þrjár umferðir: Björn Friðþjófsson 47 Agnar Einarsson 45 Geoffrey Brabin 40 Ingibjörg Björnsdóttir 39 Vilberg Skarphéðinsson 37 Viðar Oskarsson 31 Spilað er á mánudögum í Víkingsheimilinu. Kantlímdar - smíðaplötur (Hobby-plötur) fyrir fagmenn og leikmenn. fSpðntagdar KOTO- | -abog„y, ejk fS ,u/u*P*ni. S öi!ÍL*kipa °9 e,lakápa n»v: Hvítar p/ast hillur 1 30 crn, 50 °S 60 cm ■ *>reidd. 244 c,n i lengd. KROSSVIÐUR SPÓNAPLÖTUR VIÐARÞILJUR a á gömlu lágu verdl IBJORNINN! Plast- laflðar hi/l ur «IH 244 len val og Skúlatúni 4. Simi 25150. Reykiavík Hurðir á fata- skápa eikar- »P»ni, til- bunar undir lakk og ba»a.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.