Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1980 35 Björn Guðmundsson Akranesi — Minning Fæddur 25. septemher 1903 Dáinn 29. janúar 1980 Foreldrar Björns voru hjónin Ragnheiður Halldórsdóttir og Guðmundur Guðmundsson og voru þau á Drangsnesi, þar sem Björn fæddist til 1914, er þau kaupa hálfa bújörðina Bæ á Selströnd. Þar elst Björn upp. Hann var mikið gefinn fyrir bókina, eins og þátíðarfólk sagði um fólk sem þráði að læra. Hann lauk námi frá búnaðarskólanum á Hólum 1923. Eftirlifandi konu sinni kynntist Björn á Hólum, Sigrúnu E. Björnsdóttur frá Göngustaðakoti í Svarfaðardal. 1926 giftast þau, og fara að búa í Göngustaðakoti. Þaðan flytjast þau að Bæ á Selströnd og búa þar í ellefu ár og eignast þau hjón sjö börn. Nokkr- um mánuðum eftir að þau flytjast að Bæ verða þau hjónin fyrir þeim mikla harmi að missa elsta son sinn á voveiflegan hátt og mun það sár hafa haft djúp áhrif á þau hjón. Eftir lifa sex börn þeirra hjóna, dugmikið fólk, sem öll eru gift og eiga börn. Björn er sá fjórði af níu bræðr- um sem ég kveð hér hinstu kveðju. Þegar hugurinn reikar um liðna tíð, þá kemur svo margt í hugann. Eitt áttum við öll sameiginlegt, það var hin mikla og erfiða barátta til að sjá sér og sínum farborða. Þó hugurinn hefði stefnt á hærra svið, þá varð það að lúta í lægra haldi vegna brauðstritsins. Björn var miklum gáfum gæddur, gott skáld meðal annars og hans fagra söngrödd hefði ekki hljómað síður í fjölmiðlum nútímans en sumra annarra. En enginn heyrði hann harma það að runnið hefðu út í sandinn þeir hæfileikar, sem ég og fleiri vissum að hann átti. Eftir að þau hjónin flytjast að Bæ varð fleiru að sinna en bú- skapnum þar var sjórinn stund- aður líka, bæði haust og vor. Frá Bæ flytjast þau hjón að Drangs- nesi í hús sem Björn byggði sjálfur, því þar var þá mikil atvinna, nógur fiskur og síld og þar sem lengi vantaði frystihús, þurfti mikinn mannskap til að gera fiskinum til góða. Sérstak- lega man ég eftir aflasælu sumri, þá var oft erfitt að fá menn til að vinna í landi. Þá var Björn hjá manninum mínum um tíma. Þá þurfti oft að leggja nótt við dag, og þá var ekki borgað tímakaup og allt kapp lagt á að bjarga fiskin- um frá skemmdum. Þegar menn fóru að þreytast og syfja, hóf Björn bróðir upp raust sína og sagði skrítlur eða fór með gam- anvísur þar til aðrir hrifust með og gleymdu svefni og þreytu í bili. Arið 1955 flytjast þau hjón á Akranes í eigið húsnæði. Björn var smiður góður og vann að smíðum meðan honum entist þrek til. Hann kunni til allra verka eins og þeir tímar kröfðu, sem nú er að renna sitt skeið. Síðari ár hafði hann yndi af að ganga fjörur í leit að fallegum kuðungum og skelj- um, með þeim skreytti hann fá- séða hluti svo úr varð hreinasta listaverk. Nú er hans haghönd stirðnuð. Ég þakka mínum kæra bróður hans bróðurlegu hlýju sem hann var svo ríkur af í garð allra. Hjá þeim hjónum hef ég átt góðar og glaðar stundir. Ég þakka Sigrúnu minni traust hennar og hlýju sem hún veitti honum í sambúðinni. Guð blessi hana og alla þeirra niðja. Minn kæri bróðir var hvíldar þurfi, Drottinn gaf, Drottinn tók, lofað veri nafn hans. Friður Guðs hann blessi. Þuríður Guðmundsdóttir frá bæ. Björn bróðir minn er látinn. Mig langar til að senda honum nokkur kveðjuorð, en vart mun nokkur systir hafa átt betri bróður. Fyrir 50 árum, er hann og kona hans, Sigrún Björnsdóttir, voru að byrja búskap, þar sem ekki var ríkidæmi fyrir að fara frekar en hjá svo mörgum, reyndi og þá á hjartahlýjuna sem ætíð var nóg af á heimili þeirra. Húsaskjóli skutu þau yfir mig og börn mín og vorum við í heimili þeirra í rúmlega ár samfleytt, vegna heilsuleysis heimilisföðurins. Þau Björn og Sigrún höfðu þó áður verið mér mikil hjálparhella. Og á heimili þeirra fæddist fyrsta barn mitt. Vináttu Björns bróður míns og hjálpsemi hans mun ég aldrei geta fullþakkað né gleymt. Nú er hann hefur horfið af þessu tilverusviði eftir miklar þjáningar án þess að kveinka sér, sjáanlega, mun hvíldin vera hon- um kær. Á sólarlandinu munu fagna honum ástvinir sem á und- an eru farnir. Ég vil kveðja Björn bróður minn með því að vitna í Davíðssálm: Drottinn er minn hirdir, mig mun ekkert bresta. Á grænum Krundum lætur hann mig hvílast. leiðir miíf að vötnum. þar sem ég má nædis njóta. Ilann hressir sál mína. leiöir mÍK um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvei þótt é« fari um dimman dal. óttast ég ekkert illt. því ad þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. bú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum; þú smyr höfuð mitt með olíu; bikar minn er harmafullur. Já. gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. Við sem eftir stöndum á strönd- inni skyldum minnast þess jafnan að sýna hvert öðru vinsemd og .velvilja því enginn veit daginn eða stundina og á morgun getur það verið of seint. Vort líf er oft svo örðug för og andar kalt i fang og margur viti villuljós og veikum þungt um gang. En Kristur segir: Kom til mín og krossinn tekur vegna þín. Ilann Ijær þér bjarta sólarsýn þótt ftyrti um jarðarvang. (K.E.) Ágústa Guðmundsdóttir Sjgurgeir Borgfjörð Ásbjörnsson — Kveðja Föstudaginn 1. febrúar var til moldar borinn vinur minn Sigur- geir Borgfjörð Ásbjörnsson. Ég segi vinur minn þótt við höfum ekki þekkst nema þann hálfa mánuð sem við vorum stofu- félagar á Bronton-sjúkrahúsinu í London. Þótt kynni okkar væru ekki lengri en þetta urðum við mjög nánir vinir og aldrei hef ég kynnst eins heilsteyptum og góð- um dreng. Það fer ekki hjá því þegar tveir íslendingar verða stofufélagar á erlendu sjúkrahúsi, þá ber ýmis- legt atgóma. Við ræddum margt, allt frá stjórnmálum til einka- mála, og kenndi hann mér að líta ýmislegt öðrum augum en ég hafði áður gert og þannig víkkaði hann sjóndeildarhring minn mikið og alltaf reyndi hann að færa allt til betri vegar. Ég minnist þess með þakklæti hvernig hann vakti yfir hverri minni hreyfingu þegar ég var veikastur og þykir mér slæmt að hafa á engan hátt getað endurgoldið honum það. Einnig minnist ég glaðlyndis hans og spaugsemi þótt hann grunaði hvert stefndi. Ég tel mig mun ríkari mann eftir að hafa kynnst þvílíkri hetju. Við kvöddumst á sextugsafmæli hans og vonaði ég að það yrði ekki síðasta kveðjan okkar, en við mennirnir ráðgerum en sá er okkur æðri sem ræður. Ég bið Guð að styðja og styrkja konu hans, börn og ástvini alla. Ingvi Þór Einarsson Landssambönd KFUM og K á Norðurlöndunum með ráðstefnu í Reykjavík NÚ stendur yfir í Reykjavik ráðstefna formanna og fram- kvæmdastjóra landssambanda KFUM og KFUK á Norðurlönd- um. Slíkar ráðstefnur eru hald- nar árlega til skiptis í löndunum, en er nú í fyrsta sinn haldin hérlendis. Um 20 fulltrúar sækja ráðstefn- una, sem haldin verður á Hótel Loftleiðum og í húsi Kristilegs félags ungra manna og kvenna við Amtmannsstíg. Auk venjulegra fundarstarfa verður lögð áhersla á að gefa erlendu fulltrúunum tæki- færi til að kynnast landi og þjóð, og starfi K.F.U.M. og K. hérlendis. Meðal annars mun dr. Þórir Kr. Þórðarson annast íslandskynn- ingu laugardagskvöldið 2. febr. og biskupinn, herra Sigurbjörn Ein- arsson, mun kynna starf og sögu íslensku kirkjunnar að aflokinni guðsþjónustu í Laugarneskirkju á sunnudag. Á sunnudagskvöld taka erlendu gestirnir þátt í almennri sam- komu í húsi K.F.U.M. og K. við Amtmannsstíg og þangað eru allir velkomnir. Landssamband K.F.U.M. og K. annast undirbún- ing og framkvæmd ráðstefnunnar hér. Fréttatilk. A MITSUBISHI Lmotors_ COLT er framhjóladrifinn. COLT er sparneytinn (eyösla 7I./100 km.). COLT er rúmgóður. COLT er fáanlegur 3 og 5 dyra. Sá besti frá JAPAN Komiö, skoðiö og reynsluakið COLT1980 frá MITSUBISHI. Varahluta og viðgerðarþjónusta Heklu hf. er landskunn. Akureyrarumboð: Höldur sf. Tryggvabraut 14 Sími 96-21715. IhllHEKLAHF J Laugavegi 170-172 Sími 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.