Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1980 41 VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 0100KL. 10— 11 FRÁ MÁNUDEGI Skemmst er að minnast hins mikla flugslyss á Mosfellsheiði. Þar skorti sannarlega hvorki hug, fórnfýsi né dug til að gera allt sem í mannlegu valdi stóð. Margar greinar gæti ég skrifað um þessi mál og bent á ýmislegt, sem þarf að gera svo þessu alóþarfa götustríði linni að mestu. Eitt af því auðveldasta er að skilja bílinn eftir heima og annað hvort ganga eða hjóla um borgina sér til stórrar heilsubótar eða nota bara strætó. Leggja þarf rafmagns- járnbrautir um borgina og til tengingar við nágrannabyggðir bæði til að geta létt á umferðinni og til þess að spara dýrmætan gjaldeyri. Með tilliti til þess vil ég eindregið vara núverandi borgar- yfirvöld við því að taka óbyggð svæði innan borgarinnar undir byggingar. Byggðin er nú þegar of þétt og það er enginn skortur á landrými hér. Dauðaslys eru sannarlega mjög svipleg og alvarleg, en þó eru hin hryllilegu örorkuslys alvarlegri. Hafa menn yfirleitt íhugað hvað eitt meiri háttar örorkuslys kost- ar, bæði aðstandendur og þjóðfé- lagið? Eða er það kannski eitt af feimnismálum fjölmiðla og yfir- valda? Og svo er það ægivald Bakkusar, sem er ein aðalorsök umferðarslysa, ásamt mikilli lin- kind eða stjórnleysi lögregluyfir- valda bæði gagnvart umferð og ölvunarbrotum unglinga (Hallær- isplan, lokun Ölvusárbrúar), og líka gagnvart hinum fullorðna drykkjulýð. Samtal var í sjónvarpi við eldri lögregluþjón. Hann sagði að drykkjuvandamál unglinga væru vegna þess að ekki væri nógu mikið gert fyrir unglingana. Ef til vill mætti segja að ekki sé nóg gert til að hjálpa unglingunum til að bjarga sér sem mest sjálfum í stað' þess að leggja allt upp í hendur þeirra. Til þess að minnka umferðar- bölið þarf með öðru aukna lög- gæslu. En fyrst og fremst þarf „dáðrakka menn, ekki blundandi þý,“ sem lítt hugsa um annað en koma sér í góðan stað á ríkisgarð- anum. Núverandi óstjórn eða af- skiptaleysi er áreiðanlega ein aðalorsök öngþveitisins í umferð- armálum. Ég vil enn og að lokum skora alvarlega á stjórnendur umferðarmála, andleg jafnt sem veraldleg yfirvöld og síðast en ekki síst stjórnendur Slysavarna- félags íslands að gera allt sem í mannlegu valdi stendur til að afnema að mestu hið mikla um- ferðarslysaböl sem hér er stað- bundið og flestir virðast því miður vera ofnæmir fyrir. Við stærum okkur af því að eiga engan þátt í vígbúnaði þjóðanna, en getum við talist betri meðan við af einskærum trassaskap höld- um uppi leifturstríði götunnar með hinu mikla mannfalli, blóði, tárum og gífurlegri fjármuna- sóun? Ingjaldur Tómasson.“ Þessir hringdu . . . • Gágnrýniá röngum stað Jón Asgeirsson tónlistar- gagnrýnandi Mbl. óskaði að láta þess getið að gagnrýni sú sem fram kom hjá Velvakanda á fimmtudag, þar sem rætt var um tónleika Kristjáns Jóhannssonar og sagt að ekki hefðu verið til þýðingar við ákveðið ljóð sem hann söng, ætti ekki við skrif hans af þessum tónleikum. Hins vegar ættu þau við gagnrýni í ónefndu dagblaði um sömu tónleika og bað hann viðkomandi um að rugla þessu ekki saman og hafa heldur það er réttara reyndist. Sagðist Jón vilja og geta þess að til væru fleiri þýðingar við umrætt ljóð heldur en fram kom hjá pistlinum hjá Veivakanda. SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á minningarmótinu um Chigor- in í Sochi í Sovétríkjunum í haust kom þessi staða upp í skák sovézku stórmeistaranna Svesch- nikovs, sem hafði hvítt og átti leik, og Gufelds. 29. h5! - Hxe3 (Ef 29... Bf7 30. Hxf7!) 30. fxe3 — Be8 (Engu betri kostur var 30 ... Bf7 31. h6 — Dxc3, 32. hxg7+ - Dxg7, 33. Dd6!) 31. Bh6! (Hótunin á g7 er þreföld, svar svarts er þvi þvingað) Dxel+ 32. Dxel - Bxd7, 33. Ddl - Be8, 34. Bf4 og hvítur vann. • Breytni til fyrirmyndar. Maður, sem varð fyrir því óláni að ekið var á bíl hans, sagði eftirfarandi sögu: —Ég varð fyrir því fyrir nokkru síðan að ekið var utan í Volkswag- en bíl minn og urðu á honum nokkrar skemmdir. En það var e.t.v. ekki svo slæmt, því ég tók eftir miða sem festur hafði verið við bílinn og á honum stóð nafn og símanúmer þess er skaðanum olli. Hafði ég samband við konuna og var ekkert sjálfsagðara en bæta mér skaðann, en vissulega held ég að atburður sem þessi sé nánast einsdæmi. Mér fannst þetta svo merkilegt að ég reyndi að gera viðgerðina eins ódýra og kostur var, t.d. með því að gera það sjálfur sem ég gat o.s.frv. En þessa sögu vildi ég fá að koma á framfæri hér, því það er áreiðanlega ekki algengt að menn segi þannig til eigin yfirsjóna, ekki síst ef það kemur við pyngju þeirra. En það var gert í þessu tilviki og hafi viðkomandi þökk fyrir og finnst mér dæmi hennar vera breytni, sem menn þurfa áreiðanlega að taka til fyrirmynd- ar. HÖGNI HREKKVtSI Leikhúskjallarinn Hljómsveitin Thalía, söngkona Anna Vilhjílms. Opiö til kl. 3. Leikhúsgestir, byrjið leik húsferðina hjé okkur. Kvöldveröur frá kl. 18. Boröapantanir (síma 19636. Spariklædnaöur. 6Jcf nctansalrl úUurí nn édiw Dansaði r Félagsheimili HREYFILS í kvöld kl. 9—2. (Gengið inn frá Grensðsvegi.) Fjórir félagar leika Aðgöngumiðar í sima 85520 eftir kl. 8. i Grimsnesi veröa gestir kvóldsins og dansiballiö tileinkaö þeim. Spurningin er hvort Geiri mætir líka? Síöast þegar BRIMKLO og Björgvin ásamt HLH-flokknum var troöfullt nú veröur.. . Sætaferðir frá öllum helztu stöðum Suðurlandsins. Nína og Geiri EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.