Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1980 Hringhlaup UBK Á MORGUN, sunnudasí, kl. 10 hefst fyrsta Hringhlaup Frjálsíþróttadeildar Breiða- bliks og Kópavogstiðinda á Kópavogsveili, en þátttak- endur verða 16 ára og yngri, sem skipt verður í 5 aldurs- flokka. Hringhlaupið verður innan girðingar á Kópavogs- vellinum. Þessi Hringhlaup verða fimm alls á jafn mörgum sunnudagsmorgnum í febrúar og mars. Eins og fyrr segir verður keppendum skipt í fimm flokka eftir aldri og einnig verður flokkunum skipt milli pilta og stúlkna í stigatalningu. Keppendur safna síðan stigum í a.m.k. fjórum hlaupum af þessum fimm og fá sigurvegararnir, 5 piltar og 5 stúlkur, verð- launagripi en allir sem ljúka a.m.k. fjórum hlaupum fá viðurkenningu fyrir þátttök- una. Allir á þessum aidri, 16 ára og yngri, geta tekið þátt í Hringhlaupunum. Þátttak- endur verða skráðir fyrir fyrsta hlaupið á Kópavogs- velli á morgun. Skjaldarglíma Ármanns SKJALDARGLÍMA verður haldin sunnudaginn 3. febrúar i iþróttasa) Mela- skólans. Skráðir eru átta keppendur eingöngu frá glimufélögum úr Reykjavik. Þar má nefna þá Hjálm Sigurðsson og Guðmund Frey Halldórsson. Hjálmur heíur unnið tvær siðustu Skjaldarglimur. Glimu- áhugafólk er hvatt til að mæta. Skólakeppni í körfuknattleik Körfuknattleikssamhand- ið hefur ákveðið að efna i ár til körfuknattleiksmóts framhaldsskóla með svipuðu fyrirkomulagi og i fyrra. Siðasta mót, sem var hið iyrsta um árabil, tafðist mjög i framkvæmd og er þvi rétt að Ijúka um þessar mundir. Rákum við okkur á marga galla á umræddu móti og vonumst til að úr þeim megi bæta, af beggja hálfu. Þátttökulið eru úr keppni eftir annan tapleik, heimalið sér um framkvæmd leiksins. Hvert lið skipar einn dómara á hvern leik og er sá aðai- dómari er kemur frá gesta- liði. Iæikið verður í æfinga- timum viðkomandi skóia. Það lið sem undan er dregið, leikur á heimavelli. Leiktími er 2x20 mínútur. Þátttökutilkynningar sendist á skrifstofu KKÍ, íþróttamiðstöðin Laugardal, Box 864, sími 85949, skriflega eða í símskeyti, ásamt þátt- tðkugjaldi kr. 25.000.- og upplýsingum um æfinga- húsnæði og á hvaða tíma æfingar fari fram. Evrópukeppnin í handknattleik— .„Þetta er aðeins hálfleikur, sá síóari verður erfiðari“ — Segir Hilmar Björnsson um Evrópuleik Vals og Drott „ÞETTA er aðeins hálfleikur í einum stórum leik og erfiðari hálfleikurinn er eftir,“ sagði Hilmar Björnsson við blm. í tilefni Evrópuleiks Vals og Drott sem fram fer í Höllinni á morgun klukkan 19.00. Valur á jafna möguleika á því að komast í fjögurra liða úrslitin og væri það í fyrsta skiptið sem íslenskt lið næði þeim áfanga ef svo vel færi. „Við lékum rétt gegn Svíunum, þetta er hasarlið sem vill fá að keyra upp hraðann, en það vorum við sem réðum hraðanum og þar sem þjálfari og leikmenn Drott höfðu lýst yfir að ekkert minna en 5—6 marka sigur myndi nægja, þeir fóru gersamlega á taugum undir lokin. Hér er viss möguleiki á ferðinni, en álagið er fyrst og fremst á okkur að mínum dómi“ sagði Hilmar einnig. Að sögn Valsmanna er erfitt að bera saman lið Drott og lið Heim sem sló Víking út í Evrópukeppni bikarhafa. Drott leikur mjög hraðan handknattleik (eins og Heim) og byggir mikið upp á hraðaupphlaupum. í sænsku deildarkeppninni, þar sem Drott skipar efsta sætið, skorar liðið að jafnaði 10—15 mörk úr hraðaupp- hlaupum. Þá eru í liðinu mjög sterkir gegnumbrotsmenn og línumenn, landsliðsmenn. Óvíst er hvort einn sterkasti leikmaður liðsins, Klingwall nokkur, geti leikið, en grunur leikur á að hann hvíli annan fót sinn í gifsi þessa dagana. Ef svo er, vænkast hagur Valsmanna, því „Klingwall stjórn- Úrvaisdeildin í körfu: KR eða Valur? STÓRLEIKUR fer fram í úrvals- deildinni í körfuknattleik á mánudagskvöldið, en þá leika í Laugardalshöllinni Valur og KR. Eins og nærri má geta, er þar gifurlega mikið i húfi. Tap gæti reynst afdrifaríkt fyrir baéði lið- in, ekki síst Val, sem stendur einna sterkast að vígi eins og er þó að ekkert megi út af bregða. Leikurinn hefst klukkan 19.30, en forleikur er viðureign Vals og Ármanns i 4. flokki. Það gæti ráðið úrslitum, að Marwin Jackson á við meiðsl að stríða og ekki er ljóst hvort hann getur leikið með eða ekki. Annars er rólegt í körfunni, aðeins einn leikur í 1. deild og hann er norður á Akureyri á laugardaginn klukkan 15.00, en þar eigast við Þór og Tindastóll. aði öllu spili Drott“ eins og Stefán Gunnarsson sagði við blm. Áhorfendur geta breytt miklu eins og dæmin hafa margsannað og ef Valsmenn eiga að hafa möguleika á því að koma sæmi- lega frá þessum leikjum fjárhags- lega, dugir ekkert minna en sneisafull Laugardalshöll af fólki. Þarna fer fram uppgjör sænsks og íslensks handknattleiks og eiga Islendingar Svíum grátt að gjalda fyrir misjafnlega drengilega sigra gegn íslenskum liðum síðustu tvö árin. Sandra Norris frá Indíana heldur á Ól- ympíueldinum eftir komu hans frá Grikk- landi í gær til Lang- ley-flugstöðvarinnar í Virginíu. Þaðan verður hlaupið með eldinn til Lake Placid í New York-ríki, þar sem Vetrar-Ólympíuleik- arnir eru háðir. Selfyssingar sáu stjörnur Á miðvikudagskvöldiö léku Stjarn- an og Selfoss í Asgarði í Garöabæ og svo sannarlega sáu Selfyssingar stjörnur, því þótt þeim tækist að pota einum 20 mörkum fengu þeir 43 í staðinn! „Þetta voru yfirburðir á öllum sviðum," sagði hinn leikreyndi nestor Stjörnunnar, Viðar Símonarson, eftir leikinn „við erum aö ná okkur á strik aftur, menn eru farnir að æfa betur og liösheildin er aö veröa nokkuö góð“. Sá leikmaöur Selfoss, sem varð fyrir svörum, var daufari í dálkinn. „Vörnin brást algerlega hjá okkur og markvarslan nema allra síöast, einmitt það sem hefur verið hausverkurinn hjá okkur en var þó mikiö aö batna í síöustu leikjum á undan." Stjörnumenn tóku strax forystu í leiknum og juku hana jafnt og þétt til loka, i' ieikhléi stóö 16:6 og síöast sem sagt 43:20. Maöur leiksins var Eggert ísdal, sem skoraöi nú 16 mörk fyrir Stjörnuna „þótt hann drægi varla á markiö", eins og Viðar orðaði þaö. Eggert hefur nú skorað 36 mörk í síöustu þrem leikjum Stjörnunnar. Annars var árangur Stjörnumanna ekkert stórkostlegur miöaö viö mótstööuna. Af Selfyss- ingum stóö nestor þeirra, Þóröur Tyrfingsson, sig best, en liðið var allt gersamlega heillum horfið í varnar- leiknum, lét sóknina nægja og gekk þar furöuvel. Mítrk Stjcírnunnar: Birnir BraKason 2, Eirirert fsdal 16, Guðmundur Inirvason 1, Gunnar SiKurgeirsson 6, Hilmar Raitnars- son 5, Kristján SiguriceirsMon 1, Magnús Andrésson 2, Pétur Andrésson 4, Viðar Simonarson 6. Mðrk Selfoss: Ámundi Siitmundsson 1, Guðjón Einarsson 1, Jón B. Kristjánsson 1, Kári Jónsson 4. Pétur Einarsson 3, hórarinn Ásgeirsson 4. Þórður Tyrfingsson 6. • Hilmar Björnsson, þjálfari Vals. „Verðum að ná algerum toppleik44 — segir Stefán Gunnarsson „Við þurfum að ná toppleik ef við ætlum að komast í fjögurra liða úrslitin“ sagði Stefán Gunn- arsson, Valsmaðurinn sterki, en hann átti einn af sínum betri leikjum fyrr og síðar er Valur mætti Drott í fyrri leik liðanna fyrir viku síðan. Sem kunnugt er tapaði Valur með aðeins einu marki, 18—19 og á liðið því alla möguleika á því að komast áfram ef rétt er á spilunum haldið og skynsemin látin ráða. En róðurinn verður þungur. „Markverðir okkar, þeir Óli Ben og Brynjar, áttu stórleik úti og það veltur mest á þeim hvernig gengur að eiga við Svíana hér heima, það var fyrst og fremst frammistaða þeirra sem færði okkur úrslitin góðu gegn Drott,“ bætti Stefán við. ( HammnattlelKur) Stórsigur UMFN UMFN sigraði Fram með 94 stigum gegn 69 i leik liðanna i úrvalsdeildinni í körfuknattleik, sem fram fór í Njarðvík í gær- kvöldi. Staðan i hálfleik var 44 gegn 40, UMFN í hag. Allan fyrri hálfleikinn var jafnræði með lið- unum og það var ekki fyrr en rétt fyrir hálfleik að UMFN tókst að síga fram úr og ná 4 stiga forskoti. Fram i miðjan siðari hálfleik var 4 til 6 stiga munur á liðunum en þá loks fóru Njarðvíkingar í gang og juku forskot sitt jafnt og þétt og gerðu út um leikinn. í lokin jarðraði svo við, að um leikleysu væri að ræða, mikið um hlaup fram og aftur og ótimabær skot. Bestu menn UMFN í leiknum og jafnframt stigahæstir voru þeir Guðsteinn Ingimarsson sem barðist allan timann vel og skor- aði 22 stig. Gunnar Þorvarðarson skoraði 25 stig og átti góðan leik og Brynjar Sigurðsson skoraði 15 stig. Bestur Frammara var Símon Ólafsson, skoraði hann 24 stig. Darrell Shoues var með 25 stig. gg/þr Iþrottir um helgma Handknattlciksfólk landsins verður töluvert í sviðsljósinu um helgina og hæst ber Evrópuleik Vals og Drott frá Svlþjóð, sem er einn af meiri háttar leikjum ársins. Auk þess fer fram einn leikur i 1. deild karla, en listinn cr hér að neðan. Laugardagur: kl. 15.15 1. deild kvenna FH — Valur kl. 14.00 1. deild karla ÍR — HK Hafnarfjörður Laugardalshöll Sunnudagur: Njarðvík Njarðvík Akureyri Laugardalshöll UMFG - Haukar UMFN - UMFA Þór - KR Víkingur — Fram kl. 13.00 1. deild kvenna kl. 14.00 2. deild kvenna kl. 15.30 1. deild kvenna kl. 20.15 1. deild kvenna Auk þess hefur Mbl. frétt af tveimur leikjum í bikarkeppni HSÍ. í dag leika á Akranesi ÍA úr 3. deild og Þór frá Akureyri úr 2. deild, hefst leikurinn klukkan 16.00. Þá mætast á morgun Týr og Víkingur í Vestmannaeyjum og hefst leikurinn klukkan 15.00. Verði ófært til Evja verður reynt að leika á mánudagskvöldið klukkan 20.00. JUDÓ UM HELGINA Afmælismót JSÍ heldur áfram á sunnudaginn í íþróttahúsi Kennaraháskólans og hefst klukkan 14.00. Verður nú keppt í opna flokknum. LYFTINGAR UM HELGINA Meistaramót kraftlyftingamanna í Vestmannaeyjum fer fram í dag og hefst klukkan 15.00 og í Njarðvík verður bæði keppt í kraftlyftingum og ólympíulyftingum. Keppnin í Njarðvík fer einnig fram í dag og hefst klukkan 15.00. SKÍÐI UM HELGINA Punktamót í Alpagreinum fer fram á Húsavík bæði í dag og á morgun, keppt verður í Alpagreinum. Á Siglufirði fer einnig fram punktamót, í þessu tilviki í göngu. Gengnir verða 15 km og keppt bæði í karla- og unglingaflokkum. Göngukeppni hefst í dag klukkan 14.00. Þrír leikir fara fram 11. deild karla í blaki um helgina og ber þar hæst leik IS og UMFL í Hagaskólanum, en fróðlegt verður að sjá hvort að IS fylgir óvæntum sigri sínum gegn Þrótti eftir með því að hrella UMFL. Annars eru leikir helgarinnar þessir. Laugardagur: kl. 14.00 2. deild karla kl. 15.15 1. deildkarla kl. 16.30 1. deild kvenna kl. 15.00 1. deild kvenna ÍMA kl. 16.15 1. deild karla UMSE kl. 17.30 2. deild karla Hagaskólinn Hagaskólinn Hagaskólinn Glerárskóli Glerárskóli Glerárskóli Sunnudagur: Hagaskóli Hagaskóli Glerárskóli Fram — Þróttur Nk ÍS - UMFL ÍS - UMFL Víkingur — Víkingur ÍMA - KA ki. 19.00 1. deild kvenna Þróttur — UMFL kl. 20.15 2. deild karla UBK — Þróttur Nk kl. 13.30 1. deild karla UMSE - Víkingur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.