Morgunblaðið - 17.02.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.02.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1980 7 Umsjón: Gísli Jónsson í bréfi Þórunnar Guð- mundsdóttur, sem gerð voru skil í síðasta þætti, segir enn: „Mér er hulið af hverju menn tala um fúlskegg á mönnum. Þetta hét því ágæta nafni alskegg í minni æsku og hefur fulla merkingu í dönsku fuldskæg, sem ekki er í sambandi við neina fýlu.“ Þetta þarf svolítið nánari athugunar. Ég viðurkenni að vísu að ég hef ekki vanist nafnorðinu fúlskegg, en þeim mun oftar heyrt lýsingarorð- ið fúlskeggjaður. Hver er þá merkingin? Svo einkennilega vill til að orðið hefur ekki komist á bækur Blöndals og Menningarsjóðs. Ég hef aldrei heyrt þetta orð notað í merkingunni alskeggjaður (nema þá ef skeggið væri mjög ósnyrtilegt) en ætíð í merkingunni illa rakaður, eða öllu heldur órakaður, um mann sem ekki er að safna skeggi. Að vera fúlskeggj- aður ber vott um sóðaskap og slóðaskap. Fúlskeggjaður merkir sem sagt í minni vitund órakaður fremur en alskeggjaður. Hitt er þó eng- inn vafi að þetta er danskt tökuorð. Ég hringdi til þeirra hjá Orðabók Háskólans, og Jón Aðalsteinn Jónsson staðfesti fullkomlega minn skilning, hann þekkti ekki orðið í annarri merkingu en ég, sagðist t.d. geta sagt: „Eg þarf að fara að raka mig, ég er orðinn fúlskeggjaður.“ í seðlasafni orðabókarinn- ar fundust tvö dæmi. Annað var úr Tímariti Máls og menningar 1954: „kinnfiska- soginn og fúlskeggjaður listamaður“, og fer ekki milli mála að þarna merkir orðið illa rakaður, en ekki al- skeggjaður, því að ef svo væri, sæist varla að hann væri kissfiskasoginn. Hitt dæmið er úr Morgunblaðinu 1971, og þar er ekki ljóst af samhenginu hvort fúlskeggj- aður merkir alskeggjaður eða illa rakaður. En hvað sem þessu öllu líður, ætla ég að merkingar- áhrifa gæti frá lýsingarorð- inu fúll og sögninni að fúlsa. Þetta er í ætt við alþýðu- skýringu. Frummerking tökuorðsins hefur vafalítið verið óbreytt frá dönskunni. Að lokum er ég sammála Þórunni um litla prýði að þeim slettum, þegar menn segja annars vegar: „Ég sé þig“ í kveðjuskyni (áhrif frá ensku) og hins vegar íatta (dönsk áhrif) í staðinn fyrir að skilja eða átta sig á. Gísli Magnússon í Eyhild- arholti segist hafa fyrir framan sig heljarmikla syrpu af klippum úr dagblöð- um og sýnishornum af mæltu máli í útvarpi og sjónvarpi, „þar sem mér,“ segir hann, „þykir sem íslenskri tungu sé hraklega misþyrmt með ýmislegum hætti: með slettum og bögu- mælum alls konar, með röng- um áherslum, röngum beyg- ingum, með böðulslegri orða- röðun o.s.frv.“ Ekki segist hann freista þess að fá syrp- una birta, því að fáir munu nenna að lesa, en ég er nú ekki eins viss um það. Áhuginn á móðurmálinu er býsna mikill. Gísli hefur þó raðað saman „nokkrum gullkornum úr stuttu viðtali ungs leikara við blaðamann eins af dag- blöðum höfuðborgarinnar. 38. þáttur Viðtalið birtist í blaðinu á gamlaársdag 1978. „Hátíð er til heilla best“, segir nafni minn með sárindum, og síðan kemur romsan: „... impóneraður ... mikill massi af persónum búllspítt sumar senurnar ... impróviserað ... synopsis vinnubrögð ... allavega er rokk mikið teater ... og ég held að Silfurtunglið eigi eftir að auka við mig sem rokkfígúru ... hann dómín- eraði ekki á senunni ... o.s.frv.", og þykir okkur nöfnunum nóg lcomið af slíku í bili. Að vísu má ekki taka slíkt tal alltof alvarlega, en smekkurinn, sem kemst í ker, keiminn lengi éftir ber, segja gamlar orðskviður. Að lokum amast Gísli Magnússon við orðinu ljósa- pera og segir svo: „Fyrir fjölmörgum árum flaug mér í hug hvort ekki væri tilvalið að kalla peruskömmina ljósku. Ljóska er að vísu gamalt og gott heiti á leir- ljósri hryssu. En það ætti ekki að koma að sök. Hins vegar er ljósaperan orðin svo rótföst, að víslega er það naumast á færi ljóskunnar að útrýma henni.“ Ég er alveg sammála þessari nið- urstöðu, og það því fremur sem ljóska hefur verið tekið upp í staðinn fyrir blondína, um ljóshærða (girnilega) stúlku. Ef við viljum finna ljósaperunni gæluorð með svokallaðri yngingaraðferð í nýyrðasmíð, þætti mér hóti skárra að kalla hana lýsu, enda þótt það orð hafi marg- víslega og mismunándi merkingu fyrir. ■Vlodel 1980 TOPP Litsjonvarpstækí á veröi sem á sér ekki hliöstæöu Engir milliliöir. Ar* sbyrgð — 3 ár á myndlampa. 26“ 655.500 staðgr. 622.500 Tatkin koma i gámum beint Irá framleiðanda. Ekta viðarkassi Palisander- Teck- Hnota SJONVARPSVIRKINN ARNARBAKKA2 Verzlið beint við fagmanninn, það tryggir örugga þjónustu. SlVlAR 71640 Sýningahöllinni Bíldshöföa Skemmtimarkaöurinn Sýn- ingahöllinni, Bíldshöföa hef- ur nú staöiö yfir í 1 viku og vakiö veröskuldaöa athygli. Aöalatriöiö er að þar hefur fólk getaö gert óhemju hag- stæö innkaup um leiö og þaö fær vörukynningu og skemmtun. Nú er aðeins 1 vika eftir og enn bætast viö vöru- flokkar og fyrirtæki og þar meö vöruúrvaliö t.d. hljóm- tæki og sjónvörp. En þaö bezta er aö veröin lækka líka Útsölumarkaöur Karnabæj- arverzlana bjóöa nú 10% afslátt frá Á Útsölu °.?u markaðsverði er opio Lukkumiöanumenö'dag^ss. 110?. Vionmgur e 9I trá \slenzkum mai _ □ Kynningaraf diskópalli □ Uppboðiðsem vekur mikla ánægju _ □ „Heimsókn dagsins" £ Þetta^ er fjöiskyldu viðburður Karnabær Glit H.f. rlc (allar verzlanir og Saumastofa) I. Pálmason, 1 Steinar n.f. Skóverzlun Þórðar Péturssonar ■ Blómaval Tómstundahúsió ® Sól/Tropicana Gullkistan M íslenzk matvæli Melissa W

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.