Morgunblaðið - 17.02.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.02.1980, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1980 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1980 17 Útgefandi nlrlfiMfe hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 230 kr. eintakiö. Astandið í alþjóðamálum hefur ekki verið jafn ískyggilegt og það er nú frá því í Kúbudeilunni fyrir tæpum tveimur áratugum, þegar útlit var fyrir um skeið, að til beinna átáka kæmi milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna vegna til- rauna Sovétmanna til að gera Kúbu að sovézkri eld- flaugastöð. Innrásin í Afganistan hef- ur orðið til þess að undir- strika enn einu sinni út- þenslustefnu Sovétríkjanna. Því hefur löngum verið hald- ið fram af þeim, sem afsaka gerðir Sovétmanna, að hern- aðaruppbygging þeirra sé fyrst og fremst í varnar- skyni og að Sovétmenn telji sig umkringda fjandsamleg- um öflum. Hverjir umkring- du þá í Afganistan? Það eru blindir menn, sem loka enn augunum fyrir því, sem hef- ur verið að gerast á landa- mærum Sovétríkjanna und- anfarna áratugi. Eigum við að gleyma örlögum Eystra- saltsþjóðanna þriggja? Eig- um við að gleyma uppreisn verkamanna í Berlín á þjóð- hátíðardegi okkar íslend- inga 1953? Eigum við að gleyma uppreisn verka- manna í Poznan í Póllandi 1956? Eigum við að láta, sem uppreisnin í Ungverjalandi 1956 hafi aldrei verið gerð? Eigum við að gleyma sov- ézku skriðdrekunum, sem ruddust inn í Búdapest á haustdögum það ár? Fari þeir til Búdapest, sem vilja gleyma og skoði ummerki þeirra átaka, sem enn sér stað. Eigum við að gleyma innrásinni í Tékkóslóvakíu 1968? Allir hafa þessir atburðir gerzt á landamærum Sovét- ríkjanna. Allt eru það ná- grannar Sovétmanna, sem hafa orðið fyrir barðinu á útþenslustefnu þeirra. Svo ekki sé talað um þær þjóðir í Afríku, Asíu og Miðaustur- löndum, sem fallið hafa und- ir áhrif þeirra. Við íslend- ingar þekkjum minna til hlutskiptis Finna en skyldi, en okkur er þó mæta vel ljóst, að Finnar eru ekki einráðir um það, sem gerist innan landamæra Finnlands enda er saga samskipta Finna og Sovétmanna á síðustu áratugum slík, að ekki þarf um að ræða, undir hvers konar þrýstingi Finn- ar liggja. Nprðmenn eiga veruleg samskipti við Sovétmenn. Þeir eiga landamæri að Sov- étríkjunum. Engin Norður- landaþjóða leggur jafn mikla áherzlu á öflugar varnir og Norðmenn. Norska þjóðin stendur einhuga að baki þeirri öflugu varnar- málastefnu, sem Norðmenn reka, enda hafa Norðmenn reynslu af því að vera her- tekin þjóð. Norðmenn eiga líka í vök að verjast vegna ásælni Sovétmanna á norð- urslóðum. Tilraunir Sovét- manna til þess að efla ítök sín á Svalbarða eru öllum kunn. Þeir hafa hvað eftir annað brotið gegn samning- um um veru þeirra á Sval- barða og láta sig engu skipta mótmæli Norðmanna. I dag er það Afganistan, sem verð- ur fyrir innrás Sovétmanna. Hvaða ríki verður það næst? Augljóst er, að Sovétmenn telja, að þeir eigi alls kostar við nágranna sína. Þeir eru heldur ekki hræddir við að sýna öðrum þjóðum fyrir- litningu sína. Handtaka og útlegð Sakharovs á sama tíma og þjóðir heims stefna til Moskvu til þess að taka þátt í Ólympíuleikum er hrikaleg ögrun við umheim- inn. En Sovétmenn skáka í því skjólinu að menn taki hverju sem er af þeirra hendi og margt bendir til að þeir hafi rétt fyrir sér, ef marka má vilja manna til þess að fara til Moskvu m.a. íþróttamanna héðan frá Islandi. Vesturlandabúar verða að horfast í augu við það, að tími slökunarstefnu er lið- inn. Tími harðnandi átaka er genginn í garð. Það eru ekki þjóðir Vesturlanda, sem hafa valið þann kost, heldur Sovétmenn sjálfir. Á slíkum tímum er ekki tímabært að íhuga, hvort hægt sé að draga úr vörnum frjálsra þjóða heims, heldur hvort nauðsynlegt sé að efla þær enn frá því, sem nú er. Sú hugsun hlýtur að sækja að okkur íslendingum, ekki síður en öðrum. Öflugur sovézkur floti á Norður- Atlantshafi veldur því, að við erum svipað settir og Norðmenn. Nálægð Sovét- ríkjanna er mikil. Við skulum heldur ekki gleyma því, að áhrifamikill hópur í Alþýðubandalaginu má ekki heyra Sovétríkjun- um hallmælt. Fyrir nokkr- um vikum lét fulltrúi þess flokks í útvarpsráði bóka mótmæli gegn því, að sjón- armið andófsmanna í Sovét- ríkjunum yrðu kynnt. Þeirri bókun hefur ekki verið mót- mælt af forystumönnum Al- þýðubandalagsins og er því á þeirra ábyrgð. Enn er í fersku minni, að Svavar Gestsson, þáverandi við- skiptaráðherra barðist gegn því eins og ljón, að hreyft væri við óhagstæðum olíu- viðskiptum við Sovétríkin. Kommúnistar börðust gegn því af slíkri hörku, að spurn- ingar vöknuðu um hvaða hagsmuni þeir væru að verja. Þetta tvennt og margt fleira bendir til þess, að samband Alþýðubandalags- ins við kommúnista í Sovét- ríkjunum sé meira en for- svarsmenn þess vilja vera láta. Harðnandi átök Birgir ísl. Gunnarsson: Engar nýjar iðnaðar- lóðir á kjörtímabilinu Um miðjan janúar fóru fram í borgarstjórn Reykjavíkur um- ræður um, hvers væri að vænta varðandi lóðir undir atvinnu- húsnæði í borginni. Tilefnið var fyrirspurn, sem ég bar fram í borgarstjórn, þar sem spurst var fyrir um, hvað væri óúthlutað af lóðum undir atvinnuhúsnæði á skipulögðum svæðum, hvar væri fyrirhugað að skipuleggja og gera byggingarhæft næstu svæði fyrir atvinnustarfsemi og hve- nær væri ráðgert að þær lóðir yrðu tilbúnar til úthlutunar. Áhyggjuefni Borgarstjóri flutti svör við þessum spurningum af hálfu vinstri meirihlutans. Svör borg- arstjóra ullu vonbrigðum og eftir að hafa hlýtt á þau hljóta menn að hafa verulegar áhyggj- ur yfir því, hvert stefndi varð- andi lóðir undir iðnaðar- og atvinnuhúsnæði. Stór iðnaðarsvæði á síðasta kjörtimabili Borgarstjóri rakti ítarlega þær lóðaúthlutanir, sem fram hafa farið á þeim atvinnusvæð- um, sem verið hafa til úthlutun- ar frá árinu 1976, þ.e.a.s. á miðju seinasta kjörtímabili. Undir for- ystu okkar sjálfstæðismanna voru skipulögð stór iðnaðar- svæði við Skútuvog og Vatna- garða, í Borgarmýri við Vestur- landsveg auk minniháttar ráð- stafana í Ártúnshöfða og í Skeif- unni. Aðalúthlutun á þessum svæðum fór fram 1976, en síðan hafa átt sér stað endurúthlutan- ir og fyllt hefur verið upp í skörð. Engin ný svæði í skipulagningu í svari borgarstjóra kom fram að engin ný svæði fyrir atvinnu- starfsemi eru í skipulagningu. Einu svæðin, sem unnt er að úthluta, eru tvö lítil svæði í Breiðholtshverfum, sem ætluð eru fyrir þriflegan iðnað og svæði austan við Borgarmýri, en þeim svæðum hefur nú að mestu verið ráðstafað fyrir stórmarkað KRON og byggingarvöruverzlun S.Í.S. án auglýsingar. Skipulagi siglt í strand Varðandi ný iðnaðarsvæði setja vinstri menn nú allt traust sitt á svonefnt Úlfarsfellssvæði, þ.e. svæðið austur með Vestur- landsvegi. A.m.k. kom það fram í ræðu borgarstjóra. í hinu end- urskoðaða aðalskipulagi frá 1977 var það svæði fyrirhugað sem næsta byggðasvæði í Reykjavík, jafnt fyrir íbúðarhús sem atvinnuhús. Vinstri meirihlut- inn hefur hinsvegar siglt því skipulagi í strand. Alþýðubanda- lagið var á móti því skipulagi og hefur síðan þvælst fyrir með þeim afleiðingum, að enn er stuðst við gamla aðalskipulagið frá 1965 og öll ný byggðahverfi í borginni á þrotum. Engar nýjar iðnaðarlóðir á þessu kjörtimabili Reykvíkingar standa því frammi fyrir þeirri alvarlegu staðreynd, að allar líkur benda til þess að engar nýjar iðnaðar- og atvinnulóðir verði til ráðstöf- unar á þessu kjörtímabili. Vinstri menn munu því láta heilt kjörtímabil fram hjá sér fara án þess að sjá atvinnustarfseminni í borginni fyrir nýjum athafna- svæðum. Öllum lóðum úthlutað Á borgarstjórnarfundinum um daginn reyndu vinstri menn að drepa þessu alvarlega vanda- máli á dreif. Það gerðu þeir með því að segja að mikið væri af ónýttum lóðum á skipulögðum svæðum. Þeim lóðum hefur þó öllum verið úthlutað. Byggingar- framkvæmdir hafa dregist á sumum lóðunum, m.a. vegna nýbyggingargjalds vinstri stjórnarinnar, sem dregið hefur úr byggingu atvinnuhúsnæðis. Á hitt ber og að líta, að á undan- förnum árum hefur sú stefna verið mörkuð í úthlutunum, að fyrirtækin fengju ríflegar lóðir, sem dygðu til framtíðarupp- byggingar. Iðnaðarlóðir eru grundvöllur atvinnustarfsemi Þessu máli verður því ekki eytt með því að benda á slík svæði. Þegar atvinnumálin voru hvað mest til úmræðu á s.l. kjörtímabili, voru allir sammála um það, að grundvöllur blómlegs atvinnulífs væri að borgin hefði jafnan á boðstólum nægilegt magn lóða undir atyinnuhús- næði. Fyrir kosningar gerðu vínstri flokkarnir atvinnumálin að sínu aðalbaráttumáli. Nú að kjörtímabilinu nær hálfnuðu er nokkurn veginn útséð með það, hvernig þetta loforð verður efnt. Enginn veit hvenær næst verður úthlutað Atvinnufyrirtæki, sem vilja fá lóðir í Reykjavík, fá enga fyrir- greiðslu. Ekkert er hægt að segja þeim, hvenær þau geti fengið lóðir og þá hvar. Þetta aðgerðarleysi vinstri manna er sízt til að efla atvinnulíf hér í borginni. Fyrstu sporin Fyrstu spor núverandi ríkis- stjórnar lofa ekki góðu. Daginn, sem ríkisstjórnin tók við völdum lýsti einn af fréttamönnum út- varpsins því yfir að loknu samtali við tvo ráðherra, að fyrsta ágrein- ingsefnið væri risið á milli stjórn- arflokkanna. Það var að vísu með þeim sérkennilega hætti, að sam- gönguráðherrann vildi draga úr framlögum til samgöngumála, en fjármálaráðherrann sá ekki ástæðu til þess. Ragnar Arnalds á áreiðanlega eftir að verða vinsæll fj ármálaráðherra. Næst gerðist það, að Steingrím- ur Hermannsson sjávarútvegsráð- herra tók ákvörðun um að stöðva loðnuveiðar. Samdægurs blossuðu upp á Alþingi deilur um vinnu- brögð ráðherrans af því tilefni. Matthías Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, benti á, að Steingrímur Hermannsson hefði ekki séð ástæðu til að hafa samráð við þingflokka og sjávarútvegs- nefndir Alþingis um svo viðkvæmt mál. Ekki stóð á því, að Matthías fengi liðsinni frá stuðningsflokk- um ríkisstjórnarinnar. Garðar Sigurðsson, einn af þingmönnum Alþýðubandalagsins, gagnrýndi ríkisstjórnina harkalega fyrir málsmeðferðina. Hann taldi vinnubrögð Steingríms í samræmi við það „samsafn pappírstígris- dýra og súkkulaðidrengja, sem nú fengju völd í þingflokkum". Ekki fór á milli mála, að þingmaðurinn var að beina spjótum sínum að eigin ráðherrum og formanni þingflokks Alþýðubandalagsins. Bæði Garðar Sigurðsson og Stefán Jónsson töldu, að ríkisstjórnin ætti ekki langt líf fyrir höndum, ef vinnubrögð hennar yrðu í sam- ræmi við þetta. Nú kom Lúðvík Jósepsson á vettvang. Hann á ekki lengur sæti á Alþingi en skrifaði grein í Þjóðviljann þar sem hann sagði m.a., að Steingrímur Hermanns- son hefði brotið stjórnarsáttmál- ann með því að taka þessa ákvörð- un einn án samráðs við samráð- herra sína og upplýsti, að samið hefði verið - um það, að mál af þessu tagi yrðu afgreidd í ríkis- stjórninni sameiginlega. Jafn- framt var því haldið fram, að Steingrími Hermannssyni hefði ekki verið kunnugt um þetta samkomulag, þar sem hann hefði ekki verið staddur á þeim við- ræðufundi stjórnaraðila, þar sem um þetta hefði verið fjallað. Ráðherrar Alþýðubandalagsins höfðu sitthvað við ákvarðanir Steingríms að athuga Svavar Gestsson sagði: „Þessi ákvörðun var ekki borin undir ríkisstjórn- ina. Hún var tilkynnt í ríkis- stjórninni. Það var gert samkomu- lag um, að ekki yrðu teknar meiriháttar ákvarðanir um tak- markanir á nýtingu fiskstofna, nema á vettvangi ríkisstjórnar- innar." Ragnar Arnalds sagði: „Þessi ákvörðun hafði þegar verið tekin, þegar málið var kynnt í ríkisstjórninni. Við andmæltum því þá, að ekki skyldi hafa verið höfð samráð við samstarfsflokka og þingnefndir. Við töldum það mistök, að ákvörðunin skyldi ekki hafa verið ítarlega rædd, áður en hún var tekin." Hjörleifur Guttormsson sagði: „Ég hef gagnrýnt þessa ákvörðun í ríkisstjórninni og þá fyrst og fremst beint gagnrýninni að því hvernig þessi ákvörðun var tekin, það er vinnubrögðunum." Enginn þessara þriggja ráðherra Alþýðubandalagsins hafði skoðun á því, hvort ákvörðun Steingríms væri rétt eða röng. Niðurstaðan í þessu fyrsta meiriháttar ágreiningsefni stjórn- arflokkanna er sem sagt sú, að ráðherrar kommúnista snúast gegn samráðherra sínum úr öðr- um flokki, sem kominn er í vandræði, eins og þeirra er vandi. Jafnframt liggur það fyrir, að völdin hafa verið tekin af Stein- grími Hermannssyni í mikilvæg- asta málinu, sem hann hefur með að gera sem sjávarútvegsráð- herra, þ.e. verndun fiskstofna. Steingrímur verður fyrst að spyrja kommúnistana þrjá og þeir munu að sjálfsögðu spyrja Lúðvík áður en þeir gefa Steingrími leyfi til að taka einhverjar ákvarðanir. Launastefna ríkis- stjórnarinnar í sjónvarpsþætti fyrir rúmri viku óskaði Geir Hallgrímsson hvað eftir annað eftir því, að viðstaddir ráðherrar upplýstu hver stefna ríkisstjórnarinnar væri í launamálum. Ekki gat Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra upplýst það. Hins vegar kom það fram hjá Steingrími Her- mannssyni, að ríkisstjórnin gerði ráð fyrir óbreyttu grunnkaupi á þessu ári. Ragnar Arnalds, fjár- málaráðherra, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið sl. mið- vikudag er hann sagði: „Miðað við þær ströngu verðlagsforsendur, sem menn hafa sett sér á þessu ári er ekkert svigrúm til almennra grunnkaupshækkana." Framundan eru viðræður ríkis- stjórnarinnar við BSRB um kaup og kjör. BSRB hefur lagt fram kröfur um grunnkaupshækkun á bilinu 18% til 39%. Þegar Morg- unblaðið spurði Kristján Thorlac- ius, formann BSRB, um viðbrögð hans við þeirri, afstöðu fjármála- ráðherra, að opinberir starfsmenn skuli ekki fá grunnkaupshækkanir á þessu ári, sagði formaður BSRB: „Þetta er hans sjónarmið. Við eigum nú eftir að hefja viðræður um þetta og við höfum sett fram okkar kröfugerð með grunnkaups- hækkunum." Framundan virðast því hörð átök milli fjármálaráð- herra Alþýðubandalagsins og op- inberra starfsmanna — nema for- maður BSRB geri ríkisstjórninni greiða, eins og hann gerði einu sinni á tímum vinstri stjórnar. Það kemur í ljós. Þegar Morgunblaðið spurði Guðmund J. Guðmundsson, for- mann Verkamannasambands ís- lands og þingmann Alþýðubanda- lagsins, hvað hann vildi segja um þá stefnumörkun fjármálaráð- herra, að engin grunnkaupshækk- un skyldi verða á þessu ári svaraði hann: „Mig varðar ekkert um, hvað pappírstígrisdýr urra eða um hvað súkkulaðidrengir hjala.“ Það fer ekkert á milli mála, hver afstaða formanns Verkamanna- sambandsins er. Hann er ekki hrifinn af þeirri launastefnu ríkis- stjórnarinnar, að engar grunn- kaupshækkanir verði. Hið eina sem er óljóst í svari Guðmundar J. er það, hvort hann lítur á Ragnar Arnalds, sem „pappírstígrisdýr" eða „súkkulaðidreng" — nema hvort tveggja sé. Þótt viðbrögð Guðmundar J. séu svona harkaleg í byrjun er þó ekki ástæða til fyrir Ragnar og félaga hans í ríkisstjórninni að örvænta. í fyrsta lagi vegna þess, að þeir ráðherrar Alþýðubandalagsins eiga sterka stuðningsmenn, þar sem er Vinnuveitendasamband ís- lands og framkvæmdastjóri þess, Þorsteinn Pálsson. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið sl. fimmtudag: „Mér sýnast þessir menn meta efnahagsaðstæður mjög svipað og við og niðurstaðan hlýtur því að vera áþekk. Það hlýtur að liggja í augum uppi, að miðað við verðlagsforsendur og gengisforsendur, sem ríkisstjórnin setur, þá er ekki fyrir hendi neitt svigrúm til aukningar kaupmátt- ar. Þetta höfum við sagt okkar viðsemjendum. Við töldum okkur strax geta lesið það út úr málefna- samningi ríkisstjórnarinnar, að hún setti allt sitt traust á, að vinnuveitendur semdu ekki um aukinn kaupmátt. Ummæli Ragn- ars Arnalds staðfesta þetta.“ í öðru lagi þurfa ráðherrar ekki að örvænta vegna þess, að þótt Guðmundur J. tali digurbarkalega nú, hefur það stundum viljað brenna við, að hann sjálfur sé eins konar pappírstígrisdýr, þegar hans eigin flokksmenn eiga aðild að ríkisstjórn. Eins og menn muna runnu samningar á vinnumarkaði út í árslok 1979 þ.e. þeir samning- ar, sem gerðir voru í júní 1977. Én að sjálfsögðu gerðu Guðmundur J. og félagar hans í verkalýðshreyf- ingunni þáverandi vinstri stjórn þann greiða, að framlengja þessa samninga óbreytta um eitt ár. Að vísu fengu launþegar 3% kaup- hækkun, þegar kom fram á sum- arið en það var einungis vegna þess, að Pétur Pétursson þulur og nokkrir aðrir opinberir starfs- menn höfðu sýnt þá óhlýðni að berjast gegn því, að opinberir starfsmenn létu af hendi hluta þeirrar kauphækkunar, sem þeir knúðu fram í hörðu verkfalli haustið 1977, sællar minningar. Og vegna þessa framtaks Péturs og samherja hans, fengu félags- menn Dagsbrúnar og annarra verkamannafélaga 3% kauphækk- un líka. Það var hins vegar ekki fyrir framtak Guðmundar J. Þess vegna á enn eftir að koma í ljós, hvor er meira „pappírstígrisdýr" Ragnar Arnalds eða Guðmundur J. Örlát ríkisstjórn Hitt er svo annað mál, að það er ekki fullt samræmi í því, hvernig ríkisstjórnin meðhöndlar hinar ýmsu stéttir þjóðfélagsins. Búnað- arþing hófst fyrir nokkrum dögum og þar flutti Pálmi Jónsson land- búnaðarráðherra skilmerkilega ræðu, eins og hans var von og vísa þar sem hann gerði glögga grein fyrir því hver vandamál landbún- aðarins eru um þessar mundir. I ræðu sinni gerði landbúnað- arráðherra grein fyrir eftirfar- andi: í fyrsta lagi mun ríkisstjórnin sjá til þess, að tekið verði lán að upphæð 3 milljarðar króna til þess að greiða þær útflutningsuppbæt- ur, sem enn eru ógreiddar frá síðasta ári. Ríkissjóðuy mun að sjálfsögðu annast endurgreiðslu lánsins auk greiðslu vaxta, verð- bóta og annars kostnaðar. I öðru lagi mun ríkisstjórnin leita eftir viðunandi lausn á greiðsluvanda vegna útflutnings landbúnaðarvara á þessu ári. Tíminn hefur upplýst, að þar muni vera um að ræða upphæð, sem nemur 6,8 milljörðum króna. í þriðja lagi mun ríkisstjórnin sjá til þess, að bændur fái greidda hækkun á vinnslu- og dreifingar- kostnaði mjólkur og mjólkurvara frá 1. desember sl., sem þáverandi ríkisstjórn samþykkti ekki. Upp- lýst er, að þetta mun nema 1—2% hækkun á verði búvöru til neyt- enda. I fjórða lagi mun ríkisstjórnin athuga um greiðslur á vaxtakostn- aði vegna geymslu á kindakjöti, sem jafnan hefur verið greiddur úr ríkissjóði en síðasta ríkisstjórn neitaði að greiða. í fimmta lagi mun Bjargráða- sjóði verða útvegað lán að upphæð 1100 milljónir króna til þess að hann geti staðið við skuldbind- ingar sínar. Samtals nema þær greiðslur, sem landbúnaðarráðherra skýrði Búnaðarþingi frá, að ríkisstjórnin mundi sjá um vegna landbúnaðar- ins með einum eða öðrum hætti eitthvað á annan tug milljarða króna. Morgunblaðið sér ekki ofsjónum yfir því, aÁ myndarlega verði staðið að lausn á vandamálum landbúnaðarins. Þau eru marg- vísleg og þungbærari fyrir sveita- fólkið en almenningur í þéttbýli gerir sér grein fyrir. Éins og jafnan áður er höfuðnauðsyn, að efla skilning milli dreifbýlis og þéttbýlis, ekki sízt vegna þess, að það eru auðvitað fyrst og fremst skattgreiðendur í þéttbýli, sem standa undir þessum kostnaði, þegar til lengdar lætur, þótt hluti vanda af þessu tagi sé leystur í bili með lántöku. Og ekki má gleyma því að fólk í þéttbýli hefur mikla atvinnu og tekjur af vinnslu land- búnaðarafurða. En kjarni málsins er þessi: úr því hægt er á svipstundu að leysa aðkallandi vandamál landbúnað- arins, eins og Pálmi Jónsson er bersýnilega að gera, ef marka má ræðu hans á Búnaðarþingi, hvers vegna þarf þá að halda í við aðra? Hvers vegna þarf þá að tilkynna launþegum, bæði opinberum starfsmönnum og öðrum launþeg- um, að ekki sé svigrúm til grunn- kaupshækkana? Ætli launþegum í þéttbýli, sem eiga að greiða skatta vegna þess kostnaðar, sem við höfum af landbúnaðinúm og verð- um að standa undir, þyki það ekkert einkennilegt, að á fyrstu viku ríkisstjórnarinnar er hægt að leysa fjárhagsvanda landbúnaðar- ins, sem hefur þvælst fyrir mönnum misserum saman, en á sama tíma er fólkinu, sem á að standa undir þeim kostnaði sagt, að það sé ekkert svigrúm til grunnkaupshækkana? Kannski verður það ekkert vandamál fyrir þá Kristján Thorlacius og Guð- mund J. Guðmundsson að útskýra þessa stöðu fyrir félagsmönnum sínum. Það kemur í ljós.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.