Morgunblaðið - 17.02.1980, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.02.1980, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1980 + Móöir okkar, tengdamóðir og amma, MAGNEA Þ. BJARNADÓTTIR, Grettisgötu 30, er andaöist í Borgarspítaia 9. febrúar, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 19. febrúar kl. 15.00 Synir, tengdadætur og barnabörn. + Móöir okkar, tengdamóöir og amma, SIGRÍÐUR HJALTESTED, fré Vatnsenda, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 18. febrúar kl. 15. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Barnaspítala Hrlngsins. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Eiginmaöur minn GUÐJÓN E. JÓNSSON, fyrrv. útibússtjóri, Alfheimum 29, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 19. febrúar kl. 3. Þeir sem vildu minnast hins látna, vinsamlegast láti líknarstofnanir njóta þess. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna Jensína Jóhannsdóttir. + Innilega þökkum viö öllum sem heiöraö hafa minningu LÍNEIKAR ÁRNADÓTTUR, Ögri. Ennfremur þökkum viö starfsfólki á Elliheimilinu Grund fyrlr frábæra umönnun í veikindum hennar. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug vlö fráfall og útför fööur okkar, BJARNA ANDRÉSSONAR ÞÓRÐARSONAR. Sérstakar þakkir færum viö læknum og öllu starfsfólki sjúkrahúss Blönduóss og deild 3 b Landspítalans. Anna Andrésdóttir Kristinn Andrésson. + Innilegt þakklæti fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö útför eiginkonu minnar, móöur okkar, dóttur okkar og tengdadóttur LOVlSU SIGFÚSDÓTTUR, Laufhaga 5, Selfossi Þröstur Bjarnason og börn foreldrar og tengdaforeldrar. + Alúðar-þakkir fyrir auösýnda samúö við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóöur og ömmu KRISTÍNAR LÝDSDÓTTUR Barmahlíö 1 Björgvin Guömundsson Kristín Jónsdóttir Bryndís Guómundsdóttir Guöjón B. Jónsson og barnabörn + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu við fráfall og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, HREIDARS GUÐLAUGSSONAR, Ásgaröi 73. Ólina Kristinsdóttir, Gunnlaugur Kr. Hreiöarsson, Kolbrún Guömundsdóttir, Helgi Már Hreiöarsson, Guórún Sigmundsdóttir og barnabörn. + Þökkum innilega vináttu og hlýhug vegna andiáts og útfarar konu minnar, móður, tengdamóöur og ömmu AGÚSTU GUÐNADÓTTUR, Háaleitisbraut 54. Kristmundur Magnússson, Jón Valgeir Kristmundsson, Guóni Kristmundsson, Steinunn Anna Oskarsdóttir, tengdabörn og barnabörn. SigriðurJ. Hjaltested Vatnsenda — Minning Á morgun verður til moldar borin góð vinkona mín, frú Sig- ríður Hjaltested. Hún hafði átt við langvarandi vanheilsu að stríða og kom því andlát hennar þ. 12. febr. s.l. ekki á óvart. Sigríður fæddist 6. janúar 1896. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurveig Guðmunds- dóttir og Jón Einar Jónsson, prentari. Ung að árum giftist Sigríður Lárusi Hjaltested búfræðing að mennt og bjuggu þau hjónin lengst af búi sínu að Vatnsenda. Okkar fyrstu kynni voru þau að við hjónin fengum lóð undir sumarbústað í landi þeirra. Þetta var í byrjun stríðsins og þótti þá ákjósanlegt að komast með smábörn burt úr bænum. Betri nágranna hefðum við ekki getað eignast. Lárus var ávallt boðinn og búinn að veita okkur hjálparhönd. Hann var einn af þeim mönnum sem allt geta gert og átti ráð við öllu. Ekkert vanda- mál var svo erfitt að hann ekki gæti leyst það. Frá þessum árum á ég svo ótalmargar góðar og ljúfar minningar sem nú koma upp í huga minn. Á fögrum sumar- morgnum var oft mannmargt niðri við vatnið þegar mæðurnar úr sumarbústöðunum í kring gengu þar með börnum sínum á leið sinni til þess að sækja mjólk að Vatnsenda. Ég man hvað litlu drengirnir mínir tveir hlökkuðu alltaf mikið til að koma niður að bænum. Þar var svo margt forvitnilegt að sjá, sumt að vísu hálf ógnvekjandi í augum borgarbarnsins, en Lárus var svo stór og sterkur að með honum var alveg óhætt að fara í kynnisferð í fjósið til þess að sjá kálfana, meira að segja þótt naut- ið væri þar líka og jafnvel var hundunum tveim boðinn byrginn ef Lárus leiddi þá. Sigríður mældi yfirleitt mjólkina kvölds og morgna og var það erilsamt starf, en alla afgreiddi hún með sömu ljúfu lundinni og bros á vör. Ég man hversu gott var að koma í eidhúsið til hennar. Alltaf kaffisopi til á könnunni og oftast ilmaði eldhúsið af kökulykt því mikið var bakað. Þar voru ekki neinir smáskammtar á ferðinni. Eða þegar hún stóð yfir balanum sínum í sólinni úti á hlaði og skolaði þvottinn sinn. Það var ekkert smávegis tau til þerris á snúrunum hennar Sigríðar. Þrátt fyrir mikið annríki var eins og Sigríður hefði alltaf tíma til alls. Aldrei man ég eftir að hafa séð hana skipta skapi. Börnin þeirra 7 voru öll enn í heimahús- um. Allir þeirra vinir og kunningj- ar voru ávallt velkomnir að Vatns- enda og veit ég að margir eiga góðar endurminningar þaðan. Þar var því oft gestkvæmt og glatt á hjalla. Mikið sungið og spilað á gítar. Fjölskyldan var öll söngelsk enda eru tvær dæturnar í dag þekktar söngkonur, þær Sigurveig og Ingveldur. Sigríður var félagskona í Hringnum í mörg ár. Við Hrings- konur minnumst hennar með t Sonur okkar, bróöir og unnusti PÉTUR KRISTÓFER RAGNARSSON, Rauöalæk 20, veröur Jarösunginn frá Dómkirkjunni þrlöjudaginn 19. febrúar kl. 13.30. Ragnar Ágústsson, Guöný Pétursdóttir, Ágúst Ragnarsson, Rafn Ragnarsson, Ragnar Ragnarsson, Kristjana Ólafsdóttir. t Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir, amma og systir SÓLVEIG SIGURJÓNSDÓTTIR, Noröurbraut 23 B Hafnarfiröi veröur jarösungin frá Þjóökirkjunni í Hafnarfiröi þriöjudaginn 19. febrúar kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaö. Þeir sem vilja minnast hennar er bent á Styrktarfélag lamaöra og fatlaöra. Hermundur Þóröarson, Sigurdór Hermundsson, Bjarni Hermundsson, Siguröur Hermundsson, Björg Bjarnadóttir, Sólveig Siguröardóttir, Anna Sigurjónsdóttir. Sigrún Ólafsdóttir, Ester Hurle, Ingibjörg Jónsdóttir, Hermundur Sigurösson t Innilegar þakkir til allra sem sýndu samúö og vinarhug við fráfall eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa SIGURÐAR ODDSONAR, Kjalardal, Skilamannahreppi. Helga Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum innilega sýnda samúö viö andlát og útför MARGRÉTAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Rifshalakoti. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum innilega samúö og vináttu vegna andláts fööur okkar, tengdafööur og afa, BJÖRNS JÓNASSONAR, Ytri-Reykjum, Sólrún Björnsdóttir, Björn Björnsson, Geröur Ólafsdóttir og barnabörn. þakklæti og virðingu fyrir mikið og vel unnið starf. Sigríður og Lárus voru samvalin hjón, sem báru virðingu og ást hvort til annars. Lárus dáði sína fallegu konu og hafði oft orð á því hversu lánsamur hann hefði verið þegar hann eignaðist Siggu sína „sætu“. Það viðurnefni hafði hún fengið sem ung stúlka enda átti hún það nafn með rentu. Þótt vanheilsa síðustu ára hefði sett sitt mark á ásjónu Sigríðar var hún ennþá Sigga sæta í mínum augum, þegar ég sá hana síðast, skömmu fyrir síðustu jól. Blessuð sé minning hennar. Ragnheiður Einarsdóttir. Á horni Bergsstaðastrætis og Bjargarstígs, vestan Bergs- staðastrætis og sunnan Bjarg- arstígsins, stendur snotur, traust- ur og vel hirtur, ljósmálaður steinbær með þykkum veggjum og snotrum gluggum í þeirri stærð, er þá þótti hæfa. Húsið stendur þétt á jörð, vingjarnlegt og hljóð- látt. Þarna bjó lengstum öðlings- maðurinn Jón Einar Jónsson prentari í Gutenberg, er einnig var meðal frumherja Góðtempl- ara-reglunnar á íslandi, og hin mæta kona hans Sigurveig Guð- mundsdóttir. Jón Einar var lengi elzti prentari landsins og hafði lært iðn sína austur á Seyðisfirði. Þau Jón Einar og Sigurveig kona hans eignuðust sex myndarbörn, er öll brutu sér braut, bæði á sviði verzlunar, prentiðnaðar og í þjón- ustu Eimskipafélags íslands hér í Reykjavík. Og er tilefni þessara fáu lína það, að Sigríður Guðný Hjalte- sted, dóttir þeirra Jóns Einars og Sigurveigar, fyrrum húsfreyja að Vatnsenda við Elliðavatn, er látin og verður jarðsett frá Fossvogs- kirkju á morgun, mánudag kl. 3 e.h. Sigríður fæddist hér í Reykjavík þann 6. janúar 1896, — og þótti með fegurstu stúlkum hér í bæ á sínum yngri árum, — og hélt hún þeim björtu og hlýju andlitsdrátt- um, og því augnagliti, svo að segja til hinztu stundar. Á hennar ungu árum voru mikil tún og ræktað land suður af Rauðarárstígnum. Og þar uppi í slakkanum, rétt suður af núver- andi Háeigsvegi, var óvenjufagurt hús, hvítt með fögrum burstum, og jafnvel skrautlegum reykháf- um. — Stóð það þarna í túni sem höfðingssetur, — og voru hlið- stólparnir við innkeyrsluna mynd- arlegir, hvor með sína reisulegu kúlu efst. Þarna bjó Pétur Hjalte- sted með rausn. Verzlaði hann á þeim árum niðri í bænum með skartgripi, úr og klukkur, — og þótti mikið til hans koma á þeim árum. Eitt barna Péturs Hjalte- sted og hans ágætu konu, Katrín- ar Lárusdóttur frá Narfeyri á Skógarströnd, var Lárus Hjalte- sted, fæddur 22. febr. 1892. — Hann útskrifaðist úr Verzlunar- skóla íslands. — En hélt síðan til Danmerkur og stundaði þar búfræðinám. Þau Sigríður og Lárus felldu hugi saman, og stóð brúðkaup þeirra með mikilli rausn þann 19. des. 1915. Gjörðist Lárus nú ráðs- maður föður síns að Sunnuhvoli, og áttu þau Sigríður þar heimili fyrstu árin, en fluttu síðan að Oxnalæk í ölfusi og bjuggu þar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.