Morgunblaðið - 21.02.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.02.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1980 Ásmundur Brekkan, yfirlæknir, Borgarspítalanum: Hr. ritstjóri. í blaði yðar birtist 29. desember síðastliðinn áramótaávarp, er ég flutti til stjórnar og starfsfólks Borgarspítalans. Þar lét ég nokkur orð falla um fjársvelti sjúkrahús- anna á Reykjavíkursvæðinu, Borg- arspítalans, Landspítalans og Landakotsspítala. Ég komst þá svo að orði, að þessar stofnanir hefðu setið í öskustó mestallan áttunda áratuginn. Raunar ætti þetta ekki að koma íslenzkum ráðamönnum og almenningi mjög á óvart, því að fyrr á síðasta ári við aðra aðila um framkvæmdir eða rekstur heilbrigðisstofnana innan ramma áætlana 33. gr. ... Ríkissjóður og sveitarfélög eru eignaraðilar í hlutfalli við framlag til sjúkrahúsbygginga en greiða viðhald fasteigna og tækja að jöfnu." Á þennan hátt, og með þeirri túlkun, sem þessi grein hefur fengið, hefur að mínum dómi mjög þýðingarmikið frumkvæði verið dregið úr höndum borgarinnar og rekstur heilbrigðisstofnana er þannig orðinn borgarfulltrúunum byggilega til sín heyra í slíkri umræðu. Skatt- og tollheimta af tækjakaupum Samkeppnisaðstaða sjúkrahús- anna gagnvart öðrum fram- kvæmdum við heilbrigðisstofnanir og sjúkrahús utan Reykjavíkur hefur verið mjög bág á liðnum Fjársvelti og samkeppnisstaða sjúkrahúsanna í Reykjavík birtist í fjölmiðlum allítarleg greinargerð frá Læknaráði Land- spítalans, sem í heild rennir stoð- um undir áðurgreind orð mín. Breytt ákvæði núgildandi heil- brigðislaga, er varða rekstur og búnað sjúkrahúsa og annarra heil- brigðisstofnana, ásamt breyting- um á tekjustofnum sveitarfélaga hafa komið einkanlega hart niður á Borgarspítalanum og að mínu mati hefur hlutur Reykjavíkur- borgar, stærsta og umsvifamesta sveitarfélags landsins, verið gerð- ur harla lítill, svo og ákvarðana- réttur og valkostir borgarstjórnar í þeim efnum. Hér á ég m.a. við ákvæði í 34. grein laganna, er mæla svo fyrir: .. Sveitarfélögum er skylt að taka þátt í framkvæmdum í sam- ræmi við ákvarðanir Alþingis um fjárveitingar á hverjum tíma og annast rekstur á heilbrigðisstofn- unum í samræmi við ákvæði þessara laga. Ráðherra getur ákveðið að ríki og sveitarfélag eða sveitarfélög reki heilbrigðisstofn- un í sameiningu þyki slíkt henta. Ráðherra getur gert samkomulag pólitískt lítið áhugaverður leið- indabaggi. Ég tel þessu mjög illa farið og kann ekki ráð til að beina þessum málum í pólitísk hagstæð- an farveg, að óbreyttum heilbrigð- islögunum og lögum um tekju- stofna sveitarfélaga. Vegna þeirr- ar tafar, sem orðið hefur á fram- þróun sjúkrahúsanna, og þá eink- um áframhaldandi uppbyggingar- starfsemi á vegum þorgarinnar, tel ég að nauðsyn sé á að vekja ráðamenn og almenning til um- hugsunar, og ég vil ítreka það, sem ég hefi áður sagt varðandi þróun- armál Borgarspítalans og annarra heilbrigðisstofnana hér í borg, að umræða, þekking og upplýsinga- miðlun sé ein megin forsendan fyrir því, að ýtt verði undir félagslegar fjárfestingar og ákvarðanir, sem beri árangur og arð, en séu ekki aðeins vonar- brauð. (Mbl., júní 1977). Mikið þykir mér vanta uppá, að stjórnmálamenn bæði í ríkis- og borgarumsvifum, fagmenn oþ al- menningur, láti nægilega og upp- áratug. Ég mun koma nánar að því hér á eftir en nýting þess litla fjármagns, sem spítalarnir hafa getað sviðið út til dæmis til tækja- og áhaldakaupa, hvort heldur er til bráðnauðsynlegrar endurnýj- unar eða jafn nauðsynlegra ný- kaupa, er með endemum léleg vegna skatt- og tollheimtu, sem á þessu sviði er algjörlega einstæð í allri Evrópu, og sennilega um heim allan. Virtur og reyndur stjórnmálamaður, sem ég ræddi við nýlega, trúði því ekki fyrr en á var tekið, að innheimta tolla og skatta af lækningatækjum væri með þeim endemum hérlendis, sem neðangreint dæmi sýnir, og því ekki við að búast að allur almenningur geri sér grein fyrir því að 60—90% af því fjármagni, sem sjúkrahúsum er úthlutað til tækjakaupa erlendis frá, lenda aftur beint í vasa toll- og skatt- heimtu. Ég skal rekja eitt dæmi (allar tölur miðaðar við gildandi inn- heimtuhlutföll 1. febrúar 1980): Ef Borgarspítalinn þarf að end- urnýja röntgentækjabúnað fyrir 100 milljónir (ekkert mjög há upphæð miðað við núverandi gengi íslensku krónunnar) þarf til þess fjárveitingu sem er 181 millj- ón — Eitthundrað áttatíu og ein milljón! Dæmið lítur þannig út: Cif-verrt tækis m.kr. + tollur + vörujíjald 21: 27.fi + hankakostn.+ þókn. Innkaupa- stofnunar o.fl. 1 r/r : 5.7 + söluskattur 22 : 32.fi 80.9 m.kr. 100 m.kr. 180.9 m.kr. Já, herra ritstjóri og lesendur góðir, áttatíu og einnar prósentu hækkun frá því verði, sem allar grannþjóðir okkar greiða fyrir nauðsynleg rannsókna- og lækn- ingatæki! Þessu verður að breyta, það er hneisa, að sömu yfirvöld, sem með löggjöf seilast æ meira til mið- stýringar á heilbrigðiskerfinu í þessu landi skuli láta það gott heita að snuða skattþegna og raunar ríkið éheild á þennan hátt. Mér skilst, að víða sé óeðlilegt misræmi í samkeppnisaðstöðu fyrirtækja í þessu landi vegna lítt skiljanlegrar mismununar í álögð- um gjöldum á svipaðar vélar og tæki, en slær þetta ekki samt öll met? Hlutur Reykja- víkur í fjárveitingum Eftirfarandi upplýsingar um fjármögnun og fjárfestingar til heilbrigðismála í Reykjavík, sam- anborið við aðra landshluta, eru sóttar í ítarlega samantekt, sem Skúli G. Johnsen borgarlæknir gerði á síðastliðnu hausti, og hafa því miður ekki komist nægilega á vitorð stjórnmálamanna eða skattborgaranna. Þar segir svo um sjúkrahús: „Fjölmennið á Stór-Reykjavíkursvæðinu gerir mögulegt að reka þá sérhæfðu sjúkrahúsþjónustu ásamt stoð- deildum og fjölmörgum rann- sóknastofum, sem landinu öllu er nauðsynleg og er m.a. grundvöllur læknakennslu. Sjúkrahúsin í Reykjavík þjóna öllu landinu og utanhéraðssjúklingar nota 40% af legurými þeirra. Ibúar héraðsins nota afar lítið legurými í öðrum héruðum." Ennfremur: „Sjúkrahús héraðs- ins annast u.þ.b. 70% af heildar- sjúklingafjölda, sem vistaðir eru á landinu í heild vegna líkamssjúk- dóma á almennum og deildaskipt- um sjúkrahúsum ... Sjúkrarúmaþörf Reykvíkinga sjálfra hefur aukist á undanförn- um árum fyrst og fremst sökum mikillar fjölgunar aldraðra, sem þarfnast bráðrar innlagnar. Á ýmsum sviðum skortir nú mjög aðstöðu og sjúkrarými til að sinna ákveðnum sjúklingahópum. Ekki hefur verið kleift að taka upp nauðsynlegar nýjungar í rann- sóknum og meðferð ákveðinna sjúklingahópa vegna fjárskorts. Er hér t.d. um að ræða krabba- meinssjúklinga, sjúklinga með heilaáverka og heilablæðingar og hjartasjúklinga." Um byggingar og húsakost: „Frá árinu 1970 hefur ríkt óeðlileg stöðnun í þróun og uppbyggingu þessara stofnana, en í þess stað hefur verið gripið til ósamræmdra aðgerða og skyndiúrlausna til að bæta úr brýnasta vandanum. Má þar nefna: Viðbyggingu við Land- SOVÉSKIR fjölmiðlar veitast nú hart að Norðmönnum og endurspegla þar andstöðu Kremlverja við því. að til ráð- stafana verði gripið. sem tryggja. að í Noregi verði kom- ið fyrir hergognum til nota á átakatímum fyrir herafla Atl- antshafsbandalagslandanna. Þá hefur það orðið tilefni til sérstakra árása. að um na-stu mánaðamót verður efnt til sam eiginlegra a-finga Atlantshafs- handalagslandanna í Noregi. en þær kallast að þessu sinni „Anorakk Express". Árásir Sovétstjórnarinnar á Norðmenn magnast Fréttaþjónusta APN, útibú sovésku áróðursmiðstöðvarinnar Novotsi á íslandi, sendi 19. febrúar frá sér fregnmiða, þar sem segir undir fyrirsögninni: Góðri nágrannasambúð hafnað. „Að gera Noreg að vopnabúri fyrir erlend árásarvopn sem beint er gegn Sovétríkjunum, verður ekki skilið öðruvísi en að ríkisstjórn landsins hafi horfið frá þeirri stefnu sem það hefur áður lýst yfir og fylgt, að erlendar hersveitir og kjarn- orkuvopn skuli ekki vera á norskri grund á friðartímum, skrifar Alexei Petrov í Pravda í dag. Hann bendir á að þessar aðgerðir séu ekki tilviljun, þar sem ríkisstjórn Noregs styðji þá fyrirætlun NATO að staðsetja nýjar tegundir bandarískra með- aldrægra eldflauga í Vestur- Evrópu, og stuðla þannig að hernaðaryfirburðum Bandaríkj- anna yfir Sovétríkjunum. Stjórnvöld Noregs gegna þannig þjónustuhlutverki við Carters- stjórnina í því að eyðileggja slökunina og endurvekja kalda stríðið. Ein spurning hlýtur að vakna: Hvað rekur Noreg til að víkja af leið góðrar sambúðar við Sovétríkin, hvað sjá norsk stjórnvöld sér í því að spilla sambúð ríkjanna? Sovétríkin hafa enga ástæðu gefið til þessa, þvert á móti, þau hafa alltaf leitast við að leysa þau vanda- mál sem upp hafa komið á grundvelli gagnkvæms skilnings og trausts. En svo virðist sem gagnkvæmur skilningur og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.