Morgunblaðið - 21.02.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.02.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1980 Egill Þorfinnsson: Með því kverktaki sem Khom- eini hefur á Bandaríkjastjórn tókst honum að koma í veg fyrir að keisarinn fengi landvistarleyfi í U.S.A. einnig virtist stjórn Mexíkó hrædd við að hýsa keisarann. F'lest ríki sem áður voru vinveitt keisaranum þora nú ekki að taka við honum af ótta við hefndar- ráðstafanir Khomeinis. Khomeini heimtar alþjóðlega rannsóknarnefnd til að rannasaka feril keisarans og samstundis er orðið við þeirri bón og Khomeini fær nefndina. Waldheim fer til írans og grátbænir Khomeini um sem fjölgar nú ört því að þeir gífurlegu fjármunir sem eftir urðu í bönkum þegar keisarastjórnin féll hefur Khomeini notað til eigin þarfa, m.a. til að kaupa sér vináttu hersins. Nýlega las ég viðtal við fyrrver- andi stuðningsmann Khomeinis og sagði hann að hann hefði ekki búist við þessum hörmungum sem Khomeini hefur leitt yfir írönsku þjóðina. — Þetta var betra þegar keisarinn var við völd, voru hans lokaorð. I forsetakosningunum var stuðningsmaður Khomeinis kos- inn forseti. En þessi kosning sýndi ekki stuðning þjóðarinnar við nú- verandi stjórn landsins. Það voru 22 milljónir á kjörskrá en aðeins 9 milljónir greiddu atkvæði og af íranskeisari og byltingin í íran að sleppa gíslunum. Khomeini notar þá tækifærið og heimtar aðra nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna til að rannsaka feril keisarans. Það stæði nær að rann- saka Khomeini og feril hans og koma í veg fyrir að fleiri ódæðisverk verði framkvæmd að hans undirlagi. Ekki er það keis- arinn sem er að fremja morð núna, það er Khomeini, en ekkert er gert til að stöðva morðin. Enginn þorir að gagnrýna Khom- eini því að hann gæti orðið vondur; í staðinn er ráðist á dauðvona keisarann. Khomeini vill keisara til írans og heimtar að keisarinn verði handtekinn og samstundis er hann orðinn fangi Panamastjórnar. Stjórn Panama bauð keisaranum til Panama á fölskum forsendum og með því að handtaka keisarann er Panamastjórn að sýna að hún er engu skárri en glæpastjórn Khomeinis. Með því að framselja keisarann er verið að senda hann út í opinn dauðann. Blóðþorsti Khomeinis verður ekki slökktur með framsali keisarans til Irans. Nú er hafið kapphlaupið um það hvort Khomeini lætur drepa keis- arann eða hvort keisarinn deyr af sjálfsdáðum, en eins og málin standa í dag virðist Khomeini ætla að vinna kapphlaupið. Það er mikill munur á lífskjör- um í íran nú og fyrir byltinguna. Eini sýnilegi „árangur" byltingar- innar varð rúmlega 30% atvinnu- leysi, efnahagur landsins í rúst og enn á hraðri niðurleið og ekkert gert til að hjálpa fátæklingum þeim fékk núverandi forseti 7 milljónir. Þetta sýnir að stór hluti þjóðarinnar styður ekki núverandi stjórn Irans. Margir velta fyrir sér hvað hafi raunverulega gerst í Iran. Hverjir stóðu að baki byltingunni? Af hverju fékk Khomeini hæli í Frakklandi og af hverju fékk hann ótakmarkað að birta yfirlýsingar á meðan hann var í Frakklandi og koma með því boðum til írönsku þjóðarinnar í baráttunni gegn keisaranum. Stóðu vesturveldin að baki byltingunni? Af hverju sagði CIA ekki frá því hvað væri í uppsiglingu í Iran? Af hverju sneru Bandaríkin baki við keisar- anum þegar tók að halla undan fæti hjá honum? Þessum spurn- ingum verður seint svarað. Egill Þorfinnsson Margrét Sölvadóttir: Einhleypt f ólk býr ekki í bælum Háttvirtur Valgarður L. Jóns- son. Þá jafnréttiskennd, er þér teljið yður bera í brjósti, get ég hvergi fundið í skrifum yðar 9. feb. ’80 í Morgunblaðinu. Mér finnst frekar að hugsanir yðar séu komnar frá miðöldum og vægast sagt móðgun við nútímakonur og einstaklinga yfirleitt. Það má segja, að í yðar augum hefur konan vissan sess frá fornu, og skal þar áfram sitja, s.b. tilvitnun í gr. yðar: „Eg kynni því betur að þar mætti gestum höfð- inglegur KARL, húsbóndi heimil- isins á bæjarhellu, hann byði til stofu, þar gengi fram virðuleg, íslensk kona (búin að laga sig til), sem byði gesti velkomna og veitti þeim góðgerðir, gegndi sem ætíð sínu göfuga húsmóðurhlutverki.“ Sem sagt, þann sess að vera húsmóðir, hingað og ekki lengra skal konan ná og að sjálfsögðu þjóna manni sínum og gestum af hlédrægni og þolgæði. Mér er næst að álíta að þér teljið konuna aðeins veru án hugsunar og per- sónulegrar skoðunar, og þá hafið þér rétt fyrir yður er þér segið, að hjón séu eitt, — því sú kona er aðeins skuggi af manni sínum án sjálfstæðra hugsana, án eigin skoðana. En það vill svo til, að í dag eru hjónabönd nokkuð öðru- vísi en tíðkaðist á miðöldum, því konunni hefur lærst að nota sitt heilabú og sína hæfileika, og henni er orðið ljóst að karlinn hefur ekki alltaf rétt fyrir sér. 1) Hjónaband samanstendur af konu og karli, sem sagt tvö heilabú, hvort með sína hugsun- ina. 2) Tvær manneskjur hvor með sinn hæfileikann. 3) Tvær persónur hvor með sín einkenni. Þau eru ekki eitt, þótt slík hugsun sé æði rómantísk. Að sjálfsögðu ætti að ríkja þar sam- vinna, og ég álít að betri samvinna ríki þar sem báðir aðilar virði hver annan, en annar drottni ekki yfir hinum. Þér takið það reyndar sjálfir fram að þér séuð mótfallnir „öfgaáróðri fyrir auknum rétti einum manni til handa, á kostnað annars“, en hvernig má þá skilja hugsun yðar um stöðu konunnar. Þér spyrjið: „Hvað sjáum við fegurra en sanna móðurást?" Má ég benda á, að föðurást er engu síðri. Þér talið um að Bessastaðir megi eigi verða að „einsetubæli". Ber að skilja það svo, að fólk sem býr eitt búi í bælum að yðar mati en gift fólk í húsum? Má ég benda yður á, að ekki allir finna sig knúna til að giftast, og Guðmundur G. Hagalín: Snjóhundar Þegar ég heyrði í útvarpsfrétt- um fyrir um það bíl hálfum mánuði, að bændur á norðaust- urhorni landsins hefðu misst fjolda fjár í fönn á liðnu hausti — og einnig bárust fréttir af því, að snjóflóð hefði fallið skammt innan við Flate.vri þá datt mér í hug, að ég hafði sem ritstjóri Dýravernd- arans, er ég stýrði í 17 ár, k.vnnt mér meðal margs annars, sem ég taldi að gagni mætti koma, þjálf- un og notkun svokallaðra snjó- hunda í Sviss og Noregi. Það var árið 1957, sem ég skrifaði allrækilega um þetta og síðan aftur 1959, en þá hafði verið gott haust og Mývetningar beittu fé sínu á svæðið milli byggðarinn- ar og Jökulsár á Fjöllum. Þegar svo komið var nokkuð fram í nóvember, gerði áhlaupaveður með mikilli fannkomu, og biðu Mývetningar allmikið tjón, þar^ð margt fé fennti. Það kom svo fram í fréttum, að nokkuð hefði það bætt úr skák, að hundar, sem voru gæddir þeirri hvöt og gáfu að kráfsa þar, sem fé hafði fennt, urðu að miklu gagni, og minnir mig, að jafnvel stálpaður hvolpur, sem hafi verið búinn þessum eðliskosti, hafi reynzt eiganda sínum mikils virði. Býst ég við, að þess muni mörg dæmi hér á landi, að ótrúlega þefvísir hundar hafi fundið bæði fé og menn í fönn. En hins vegar veit ég ekki til þess, að iOi/n naj; 1U liKKl vlo ao aia upp og þjálfa hunda af kyni þeirra, sem hafa reynzt gæddir hinum sérstæðu og ómetanlegu eiginleik- um. Mér finnst það þó svo mikii- vægt, að ég tel, að Búnaðarfélag íslands ætti að láta sig það varða, og þar eð hér hefur oft orðið áhrifaríkast að skírskota til er- lendrar reynslu, þykir mér væn- legt til gagns, að birta hluta af greininni, sem ég ritaði í Dýra- verndarann 1957: „Allir hafa he.vrt getið um Sankti Bernharðshundana svissn- esku, sem um langan aldur hafa verið látnir leita uppi í snjóauðn- um Alpafjalla og Alpadala ferða- menn, sem villzt hafa af leið í byljum og jafnvel uppgefizt og lagzt fyrir í skafli. Hafa þessir hundar orðið víðfrægir, enda borgið lífi fjölda manna. Nú á síðustu áratugum hafa menn tekið að þjálfa sjeferhunda, sem oft eru nefndir úlfhundar eða lögregluhundar, í að finna menn, sem hafa orðið fyrir snjóflóðum og lent undir mjallbreiðunni. Hef- ur maður, sem heitir Róbert Littell skrifað um þetta efni grein, sem birt hefur verið á mörgum tungumálum, og skal hér nú sagt frá staðreyndum, sem fram koma í þeirri grein. I Sviss er maður, sem heitir Ferdinand Schmutz. Hann hefur í fjörutíu ár verið embættismaður rikisins, en ávallt varið miklu af tíma sínum til að athuga hunda, hyggja að eðli þeirra og vitsmun- um og kenna þeim eitt o^ an--1 og nann hefur skrifað mjög fræga bók um þess; vitru, tryggu og skemiíiuiegu dýr. Hanr. skrifar líka oft og tíðum greinar um hunda í svissnesk blöð, og er fólk mjög sólgið í að lesa þessar greinar. Skömmu áður en heimsst.vrjöld- in síðari hófst, las Schmutz grein um hund, sem hét Móritz og bjargað hafði manni, er lent hafði í snjóflóði. Fimmtán manns höfðu orðið fyrir snjóflóðinu, og björg- unarsveit hafði fundið þá alla nema einn. en þann mann fann Móritz. Hann fór allt í einu að grafa sig niður í fönnina, ýlfrandi og geltandi. Og þá er björgunar- sveitin tók við af rakkanum, fann hún manninn, sem henni hafði ekki reynzt fært að finna með því að kanna fanndyngjurnar með löngum og mjóum járnteinum. Þá er maðurinn fannst, var hann að því kominn að kafna. Þegar styrjöldin var hafin, þótti stjórninni í Sviss vissara að vera við því búin, að ráðizt yrði á landið. Hún kallaði því fjölda manna undir vopn og naut aðstoð- ar margs konar sérfræðinga. Hún fól Schmutz að þjálfa hunda, sem herinn skyldi nota til varðgæzlu, sendiferða og til að leita uppi og vísa á særða menn. Svo var það þá einu sinni, að Schmutz sagði yfirmanni sínum frá afreki því, sem rakkinn Móritz hafði unnið. Á fyrri heimsstyrj- aldarárunum höfðu fimmtíu þús- und manns farizt í snjóflóðum í Sviss.. _Sm*>»~ -L pessara snjofloða höfðu fallið af venjulegum orsök- um, en önnur orðið til við loft- þrýsting af völdum stórskotaliðs- æfinga. Og meginhluti þeirra fimmtíu þúsunda, sem farizt höfðu, voru hermenn, sem ýmist voru að æfingum í fjöllum og fjalldölum eða stóðu á verði. Yfirmaður Schmutz var minnugur hins mikla manntjóns, og þá er hann he.vrði' söguna af Móritz, fékk hann Schmutz til umráða tíu menn og fimm hunda, sem vandir höfðu verið í þeim tilgangi að finna særða hermenn, ef til styrj- aldar kæmi. Schmutz fékk skipun um að þjálfa hundana í að finna menn, sem lent hefðu í snjóflóð- um. fimm vikum síðar hafði Schmutz æft alla hundana svo vel í því, sem þeim var ætlað — og menn til að stjórna þeim — að vfirmaður hans fól honum að venja á sama hátt fimmtíu hunda og jafnmarga hermenn. Hann tókst þetta á hendur, og honum lánaðist það mæta vel. Þegar styrjöldinni lauk, átti svissneski herinn 180 fullþjálfaða snjóhunda og hafði yfir að ráða mönnurn, sem kunnu með þá að fara. I upphafi höfðu margir dregið í efa hæfni og gagnsemi hundanna og litið á starfsemi Schmutz sem hálfgildings sérvizku mikils hundavinar, sérvizku, sem ekki væri rétt að eyða i fé þjóðarinnar og starfskröftum margra manna, en nú höfðu hundarnir unnið svo mörg afrek, að enginn efaðist um verðleika þeirra. I styrjaldarlokin bauðst stjórn- in til að selja hundana fyrir upprunalegt verð þeim mönnum, sem höfðu stjórnað þeim. Næstum allir mennirnir þágu boðið. Þegar svona var komið, ákvað Alpa- klúbburinn svissneski að taka snjóhunda og eigendur þeirra í sína þjónustu. Klúbburinn lét búa til þjálfunarreglur handa nýliðum í hópi hundanna og fyrir eigendur — og aörar til tryggingar viðhaldi þeirrar hæfni, sem þeir hundar höfðu náð, sem þegar höfðu verið þjálfaðir. Og síðan 1945 hafa árlega farið fram á jólaföstunni ströng próf fyrir snjóhunda og menn, er þeim stjórna. Próf þessi eru háð í fjalllendinu í nánd við jómfrúna frægu, og er Schmutz alltaf for- maður prófnefndar. Vanalega eru hundar, sem taka fullnaðarpróf, ekki yngri en þriggja ára, en yngri hundar geta gjarnan þreytt hinar auðveldari prófraunir. Oft er byrjað að kenna hundunum, þegar þeir eru fárra mánaða gamlir. Þá er þeim kennt að hlýða skipun, rekja spor, leita að hlut, sem fólginn hefur verið, og færa hann þeim, er hvolpinn á. Þegar snjóhundaþjálfunin hefur verið rækilega undirbúin, er eig- andi hundsins grafinn í snjó, búinn SKjólgóðum fötum. Svo er þá hundurinn látinn finna, hvar hann er niður kominn — í þeirra orða fyllstu merkingu. Næsta stígið er, að með eiganda hundsins er grafinn ókunnugur maður, og þriðja stígið er það, að einungis er grafinn maður, sem hundurinr. þekkir ekki, og rakkinn er svo látinn leita að honum og finna hann undir stjórn húsbónda síns. Þetta er æft aftur og aftur, unz hundurinn er orðinn þaulvanur og viss í sinni sök. Eigendur hund- anna eru æfðir á skíðum f fjalll- endi, látnir þjálfa sig í að klífa fjöll, læra „hjálp í viðlögum" og þó fyrst og fremst fulla stjórn á hundum sínum. Um það bil þrjátíu kílómetra frá hinu kunna og tignarlega fjalli Matterhorn er afskekktur dalur. í janúarmánuði 1951 voru miklar frosthörkur í þessum dal. Þá var það, að geipimikið snjóflóð féll á fimm skógarhöggsmenn, sem voru á leið til vinnu sinnar. Björgun- arsveit tókst að finna með járn- teinum fjóra af mönnunum ou ___c y ' - graia pa upp úr snjó og saman- flæktu trjálimi, en snjóhundur, sem var eign eins af landamæra- vörðum Svisslendinga, vísaði á þann fimmta. Mennirnir, sem upp höfðu verið grafnir, voru lagðir á snjóbreiðuna. Þar var hlúð að þeim með ábreiðum, og þeir voru nuddaðir og bundið um hrufl og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.