Morgunblaðið - 21.02.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.02.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1980 17 spítalann fyrir geislalækningar, innréttingu þvottahúss fyrir rann- sóknastofu í veirufræði, innrétt- ingu öldrunardeildar í leguhús- næði, innréttingu Hafnarbúða og byggingu bráðabirgðahúsnæðis fyrir rannsóknastofu Háskólans." Þá greinir skýrslan nákvæm- lega frá stofnkostnaði og fjárveit- ingum til sjúkrahúsa og heilsu- gæzlustöðva í Reykjavík og öðrum landshlutum á árunum 1974— 1979: A þessu tímabili eru stofnkostn- aðar-fjárveitingar til sjúkrahúsa á þann veg, að hlutur Reykja- víkursjúkrahúsanna (Ríkisspítal- ar innifaldir) eru 29.7%, en í þessum sjúkrahúsum eru samt vistaðir um 80% allra þeirra sjúklinga, sem lagðir eru á deilda- skipt sjúkrahús, og utanhéraðs- sjúklingar nota að jafnaði 40% þessara sjúkrarúma. Fróðleg er einnig í skýrslu þessari samantekt um fjárveit- ingu á hvern íbúa til stofnkostn- aðar heilbirgðisstofnana: Sé þar skoðað tímabilið 1975—1978 á verðlagi ársins 1978, kemur í ljós að til Ríkisspítala (sem eiga að þjóna öllu landinu) og allra ann- arra stofnana Reykjavíkurlækn- ishéraðs eru samanlögð framlög á íbúa 32.5% af tilsvarandi framlagi í Vestfirðingafjórðungi, 51% framlags í Norðurlandi eystra og 57% framlags á Suðurlandi. (Sam- kvæmt þessum tölum má geta þess hér, að Reykjaneshérað er lang „neyzlugrannast". Þar eru framlög á hvern íbúa ekki nema 11.8% miðað við Vestfirðingahér- að!) Endurnýjun sjúkrahúsa í Reykjavík Það er augljóst, að miðað við þau umsvif, sem spítalarnir í Reykjavík hafa og þær sérhæfðu og almennu þjónustugreinar, sem þeir eiga að sinna, svo og með hliðsjón af þeirri þróun og end- urnýjun, sem þarf að vera sívirk, þá eru þessar fjárveitingar og þær 'ramkvæmdir, sem þær hafa getað stutt, sorglega við nögl skornar. A sjúkrahúsum Reykjavíkur er eini möguleikinn í þessu fámenna landi til þess að starfrækja þá sérhæfðu læknisfræðiþjónustu, sem nauðsynleg er í nútíma þjóð- félagi með þeim neyzlustaðli, sem einkennir okkur að öðru leyti. Þetta hafa ákvörðunaraðilar og fjárveitingarvald greinilega ekki haft nægilega í huga, þegar ákvarðanir voru teknar um upp- byggingu glæsilegra, en hlutfalls- lega alltof stórra og umfangsmik- illa „acut“ sjúkrahúsa, t.d. á ísa- firði, Neskaupstað og Akureyri. Á öllum þessum stöðum og öðrum í þessu landi eiga þegnarnir vitan- lega kröfu á beztu heilbrigðisþjón- ustu, sem hægt er að veita. Það útleggst á þann veg, að frumþjón- usta, þ.m.t. læknis- og hjúkrunar- fræði- heilsuverndar- og félags- fræðilegir þættir þjónustunnar, eiga að vera jafnir og þar ber ekki að spara til að halda uppi háum gæðastaðli. í 230.000 manna þjóð- félagi verðum við að sameina sérhæfða læknisfræði og þær þjónustugreinar, er henni tengj- ast, á litlu svæði, hér í Reykjavík. Sérhæfing og sérþekking er nauð- synleg í heilbrigðisþjónustunni í dag, en hún missir marks og getur gefið falska öryggiskennd sé hún slitin úr tengslum og af stoðum nauðsynlegra hjálpargreina og hjálpargagna á öðrum sérsviðum. Á sjúkrahúsum Reykjavíkur er slík vel tengd og studd sérhæfing; Borgarspítalinn gegnir í þeirri keðju hlutverki slysaspítala, ásamt ýmsum sérgreinum, auk sérhæfingar í heila- og tauga- skurðlækningum og háls- nef- og eyrnasjúkdómum. Á sama hátt er sérhæfð augnsjúkdómadeild á Landakoti, og m.a. er á Land- spítalanum í uppbyggingu nauð- synleg sérdeild í krabbameins- lækningum, auk ýmissa annarra sérdeilda, en fullgerð sérdeildar fyrir geðsjúkdóma hefur þar dreg- ist mjög úr hófi. Það verður nú á næstu misser- um að gera stórt átak í að bæta samkeppnisaðstöðu spítalanna á Reykjavíkursvæðinu, skapa skiln- ing og grundvöll fyrir eðlilegri þróun og endurnýjun þeirra. Því skora ég á yður, herra ritstjóri, að þér látið blað yðar halda vöku sinni sem áður í þessum málum, svo og skora ég á allan almenning á Reykjavíkursvæðinu að gefa þessari erfiðu aðstöðu spítalanna gaum og stuðla að uppbyggingu þeirra. Reykjavík, í febrúar 1980. Ásmundur Brekkan, yfirlæknir. traust sé ekki hagsmunamál vissra aðila meðal ráðamanna Noregs, sem eru reiðubúnir til að ljá fylgi sitt andsovétstefnu Bandaríkjanna, án þess að leiða hugann að hvað slíkt kynni að hafa í för með sér,“ segir blaðið. Norska blaðið Aftenposten fjallar um þessi sovésku viðhorf í forystugrein 18. febrúar undir fyrirsögninni: Ósannindi um Noreg. Þar segir í upphafi, að lesendur blaða í Sovétríkjunum hljóti af blaðaskrifum þar að óttast um vinarhug nágranna sinna í Noregi. Það sé ekkert nýtt, að sovésk blöð fjalli um norsk málefni. Um langt árabil hafi verið haldið ,að sovéskum almenningi „upplýsingum" um almenningsálitið í Noregi, sem séu í engum tengslum við það, sem raunverulega sé að gerast í landinu. í Sovétríkjunum gangi sú gamla lygi ljósum logum, að meirihluti Norðmanna sé and- vígur aðild lands síns að Atl- antshafsbandalaginu. Þess vegna sé engin ástæða til að láta blekkjast af fullyrðing- um um það, að menn á Norður- löndum öllum séu áhyggjufullir yfir því að skipa eigi sérstökum bandarískum hersveitum að taka þátt í vörnum Noregs og knma fvrir hergögnum fyrir þær í Noregi á friðartímum. Sövét- menn haldi því auðvitað alls ekki á loft, að enginn annar en Mauno Koivisto forsætisráðherra Finn- lands hafi látið þá skoðun í ljós, að þessi áform Atlantshafs- bandalagsins í Noregi þurfi ekki að vekja taugatitring hjá nein- um, sem sé utan sovéskra landa- mæra á norðurhveli jarðar. Og sovéskum blaðalesendum sé ekki greint frá því, að opinberir aðilar í Svíþjóð eru sömu skoð- unar. Þá segir Aftenposten, að þótt enginn þurfi að undrast hvernig sannleikanum sé hag- rætt í sovéskum blöðum að þessu leyti, sé ástæða til að veita þessu nýja dæmi um sovéska lyga- fréttamennsku verðuga athygli. Hún sé að minnsta kosti ekki til þess fallin að hvetja til vináttu milli nágranna. Forystugrein Aftenposten lýk- ur með þessum orðum: „Ein af forsendunum fyrir stefnu okkar gagnvart erlendum herstöðvum í Noregi hefur verið sú, að á hættustundu kæmi tímanleg hjálp frá banda- mönnum okkar. Þess vegna er það fagnaðarefni, að stjórnvöld landsins hafa snúið sér til ráða- manna í Washington og tekið upp viðræður við þá um hvernig unnt verði að standa þannig að málum, að skjótt og vel verði brugðist við. Frumkvæði norsku ríkisstjórnarinnar í þessu efni mun efla traust manna á stefn- unni gagnvart erlendum her- stöðvum í landinu. Það má ekki ríkja neinn vafi um það, að unnt sé að verja Noreg. e>oA or einungis ímyndun sov- t-OV Vr* - _ éskra fjölmiðla að í varnarviö- búnaði Noregs felist ástæðulaus ögrun. Málflutningur þeirra er með þeim hætti að algjörlega er ógjörningur að treysta honum eða trúa.“ Bj.Bj. VARAHLUTAMIÐSTOÐ 1 BELGÍU Kaupendur japanskra bifreiða athugið: Áður en þið festið kaup á japönskum bílum, þá spyrjið um varahlutamiðstöð fyrir ísland, því leiðin frá Japan er Iöng og ströng ef þið z. . „nDr lendið í óhöppum. tflLMtiUKLl Hh SMIDSHÖFDA 23 símar. 812 64 og 812 99 STANLEY Næst þegar þú kaupir verkfæri, vertu viss um að það sé

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.