Morgunblaðið - 21.02.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.02.1980, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1980 Minning: Gísli Júlíus Skafta- sony Lækjarbakka Fæddur 22. júlí 1907. Dáinn 9. febrúar 1980. Laugardagskvöldið 9. febrúar barst mér sú harmafregn, að vinur minn, Gísli Skaftason, hefði orðið bráðkvaddur þá um kvöldið. Gísli Júlíus fæddist á Fossi í Mýrdal 22. júlí 1907, eitt ellefu barna hjónanna Margrétar Jóns- dóttur og Skafta Gíslasonar bónda þar. Þá átti Gísli þrjú hálfsystk- ini. Þegar hann var 5 ára dó móðir hans, og dreifðist þá barnahópur- inn, og var Gísli tekinn í fóstur til hjónanna Guðrúnar Hjartardótt- ur og Vigfúsar Brandssonar í Reynishjáleigu í sömu sveit. Á þeim bæ ólst Gísli-upp og átti þar heima allt til þess hann stofnaði eigið heimili. 13. janúar 1938 kvæntist Gísli eftirlifandi konu sinni, Önnu Kristínu Ólafsdóttur, og hófu þau þá búskap á Lækjarbakka, föður- leifð Kristínar, og hafa búið þar síðan. Þeim varð þriggja barna auðið, sem öll eru hin mannvæn- legustu eins og þau eiga kyn til. Börnin eru þessi: Fjóla, gift Birgi Hinrikssyni, þau eru búsett í Vík; Ragnhildur, gift Guðbergi Sigurðssyni, þau búa á Lækjar- bakka; Þórólfur, í foreldrahúsum, ókvæntur. Barnabörn þeirra Lækjarbakkahjóna eru orðin átta. —Á heimili þeirra Kristínar og Gísla voru tveir bræður húsfreyju, Þorsteinn eldri og yngri, og unnu þeir heimilinu af trúleik; þeir eru látnir fyrir nokkrum árum. Af systkinahópnum stóra frá Fossi eru nú sjö á lífi. Það var á haustdögum 1947 að leiðir okkar Gísla lágu saman. Ég réðst þá kennari austur í Mýrdal og var til heimilis á Reyni tvo fyrstu veturna. Er skemmst frá að segja, að ég varð brátt heimagang- ur á Lækjarbakka, enda þótti mér allgott að ræða „um landsins gagn og nauðsynjar" við hinn glaðbeitta og greinda húsbónda þar. Oft voru þetta „eldhúsumræður", en ekki var heldur ótítt, að ég væri að snagast kringum hann í fjósinu, er hann var að ljúka löngum vinnu- degi, þessi ötuli, ósérhlífni verk- maður. En það átti margur erindi til Gísla og Kristínar á þessum árum og má með sanni segja að heimili þeirra væri miðstöð og samkomustaður sveitarinnar og varla var farið svo með mjólk á brúsapallinn að ekki væri litið inn — á Lækjarbakka var ætíð opið hús. Stína mín, blessunin, tók öllum af sinni falslausu einlægni og alltaf var heitt á könnunni. Var þá skrafað og skeggrætt og hús- bóndinn hrókur alls fagnaöar með glettnisglampa í augum og gam- anyrði á vör. — Síðasta veturinn, sem ég kenndi þarna, brann skóla- húsið í Reynishverfi; Gísli var þá í skólanefnd og skjótráður að vanda, því þegar daginn eftir brun’ann var kennsla hafin í stof- unni á Lækjarbakka! Eins og gefur að skilja þýddi þetta aukin umsvif og umstang á heimilinu, ekki síst fyrir húsfreyju, sem hún veikst ekki undan og átti hún þá oftar en ekki við vanheilsu að stríða. Ekki vildu -Reynishverfingar vera án skólahúss til langframa og var þá ráðist í byggingu Eyrar- lands og með samstilltu átaki var því verki hrundið í framkvæmd. Hafði Gísli þar alla forystu og frumkvæði. Gísli var kappsfullur og elju- maður hinn mesti til allra verka, enda mun hann fljótt hafa þurft að taka til hendinni. Ungur að árum fór hann á vertíð til Eyja, en þó mun hugur hans jafnan hafa staðið til búskapar, enda hlífði hann sér hvergi eftir að hann hóf búskap á Lækjarbakka, seinna keypti hann jörðina Reynishjá- leigu. Með atorku og ósérhlífni hófst hann úr fátækt til bjarg- álna. Margir leituðu til Gísla og vildi hann hvers manns vandræði leysa, enda var hann þeirrar gerðar að vilja fremur vera veit- andi en þiggjandi. Gísli fylgdist gjörla með því er efst var á baugi hverju sinni og tók jafnan skýra afstöðu til mála, kenndi þar hvorki hiks né hálf- velgju. Fylgdi hann fast fram þeim málum, er honum voru hugleikin, og hvað helst ef andbyr var, enda maðurinn harðskeyttur og höfuðkempa til vopna sinna. En hann var hreinskiptinn og hafði því traust sveitunga sinna. Hann var fyrst kjörinn í hreppsnefnd 1946 og átti þar lengi sæti, hann var í skólanefnd eins og fyrr er getið, meðhjálpari í Reyniskirkju þrjá áratugi, og fleiri trúnaðár- störf voru honum falin, þó eigi séu hér talin. Ég hripa þessi minningabrot á kveðjustund en finn þó, að þau eru færri og fátæklegri en skyldi, því gott er góðs drengs að minnast. Þökk, vinur, fyrir þriggja áratuga órofavináttu. Kristín mín! Við hjónin sendum þér og börnunum hugheilar sam- úðarkveðjur. Útför Gísla J. Skaftasonar var gerð frá Reyniskirkju 16. febrúar að viðstöddu fjölmenni. Jón Kristinsson Við, sem lifum það að komast yfir miðjan aldur, eins og það er nefnt, verðum að hörfast í augu við þá staðreynd að æ fleiri samferðamenn hverfa yfir landa- mæri lífs og dauða með hverju árinu sem líður. Aldrei vitum við, hverjum klukkan glymur næst. Þess vegna kemur dauðinn oft svo óvænt. Þó er öruggt að hann er ætíð og allsstaðar nálægur. Það var því eins og ég væri lostinn þungu höggi er mér barst fréttin um skyndilegt fráfall Gísla Skaftasonar, vinar míns, á síðkvöldi þann 9. þessa mánaðar. Fyrir skömmu var hann gestur á heimili okkar hjónanna og við áttum með honum ánægjulega kvöldstund, sem okkur fannst líða allt of fljótt. Umræðuefnin voru nóg og Gísli glaður og reifur eins og alltaf, fullur af lífsfjöri og starfsþrá þrátt fyrir árin. Erfitt er því að sætta sig við að hann skuli nú vera horfinn af sjónar- sviðinu og lagður upp í þá ferð, sem okkar allra bíður. Ég læt vera að skrifa um ævi og starf Gísla. Það verður gert af öðrum. Þessi fáu kveðjuorð eru sett á blað til þess að þakka honum við leiðarlok fyrir samfylgdina og óska honum fararheilla til lands- ins eilífa. Það skarð, sem burtför þessa góða vinar míns skilur eftir í huga mínum, er stórt og vand- fyllt. Gísli Skaftason var maður, sem ekki gleymist þeim, er kynntust honum og eignuðust hann að vini. Hann var flestum mönnum trygg- ari þeim er ég hefi kynnst um ævina og hann gleymdi ekki göml- um kynnum þótt vík yrði milli vina. Fyrir það skal honum þakk- að á kveðjustund. Tæpir 3 áratugir eru nú liðnir síðan ég og fjölskylda mín fluttist til Víkur í Mýrdal. Þá hitti ég í fyrsta sinni Gísla á Lækjarbakka. Þá hófust kynni okkar, sem leiddu til mikilla samskipta og samvinnu í rúman áratug. Þar bar aldrei neinn skugga á og vináttuböndin, sem þá voru bundin entust. Gisli gerði ekkert með hangandi hendi. Einlægni og festa einkenndi allt hans líf og sá, sem einu sinni hafði eignast vináttu hans, átti hana vísa þaðan í frá. Gísli Skaftason var ekki borinn til auðs eða valda. Hann var einn í hópi ellefu alsystkina og átti auk þess þrjú hálfsystkini. Móðir hans dó frá hópnum sínum þegar Gísli var aðeins fimm ára gamall. Hlutskipti hans varð því að alast upp hjá vandalausum. Fóstru sína, sem hann unni, missti hann einnig meðan hann var enn á unglings- aldri. Lífið var honum því hvorki blítt eða gjöfult fyrstu árin. Þó hafði það verið lagt í vöggu hans, sem kannski er hverju manns- barni dýrmætast, góðar gáfur og líkamshreysti ásamt athafnaþrá, óbilandi kjarki og léttri lund. Með þetta veganesti hóf hann sína lífsbaráttu og hann átti að baki marga sigra og góða áður en yfir lauk. Gísli var gæfumaður í einkalífi sínu. Hann átti góða konu, Kristínu Ólafsdóttur, og börnin þeirra þrjú eru foreldrum sínum lík að atorku og mannkostum. Allt frá æsku stóð hugur Gísla til sveitabúskapar, þótt hann stundaði einnig sjóróðra og önnur sjávarstörf á vertíðum. Þegar hann kvæntist árið 1938 hófu ungu hjónin búskap að Lækjar- bakka, sem var föðurleifð Kristín- ar. Þar bjuggu þau alla tíð. Jörðin Lækjarbakki er í Reynishverfi, vestan undir Reynisfjalli. Þar er mikil náttúrufegurð og moldin djúp og frjó. Þarna í hverfinu voru bæði hjónin borin og barnfædd og þar unnu þau lífsstarf sitt með sóma. Gísli Skaftason var sístarfandi atorkumaður og búskapurinn á Lækjarbakka til fyrirmyndar. Heimili þeirra hjóna stóð opið öllum, sem leið áttu í Reynishverf- ið. Þar var öllum veitt af alúð og frábærri gestrisni. Hressilegt við- + Innilegar þakkir til allra sem sýndu samúö og vinarhug viö fráfall eiginmanns míns, fööur, tengdaföður og afa, KRISTINS OTTASONAR, skipasmiös Guölaug Eiríksdóttir Hanna Kristínsdóttir Hilmar Gestsson Otti Kristinsson Rannveig Ingvarsdóttír og barnabörn t Útför BJARNA BJARNASONAR frá Bolungarvík Vallarbraut 1, Akranosi veröur gerö frá Akraneskirkju, föstudaginn 22. febrúar kl. 14. Þeim sem vildu minnast hans eru vinsamlegast beönir aö láta Sjúkrahús Akraness njóta þess. Jóna Jónsdóttir Friögeróur E. Bjarnadóttir Banadikt R. Hjálmarsson Erla Guömundsdóttír Gfsli Sigurösson Skarphéöinn S. Bjarnason Sigrfóur Karlsdóttir Jón Ol. Bjarnason Þorgaröur M. Gísladóttir Jóna B. Bjarnadóttir Guöfinna G. Bjarnadóttir barnabörn og barnabarnabörn. mót og glettni húsbóndans laðaði fólk að honum, hvort sem var heimafyrir eða á mannamótum. Hann var ætíð manna fyrstur til að rétta út hönd til hjálpar ef hann vissi einhvern standa höllum fæti. Gísli var einarður maður, hreinskiptinn og baráttuglaður. Hann sagði meiningu sína fullum hálsi og án allrar tæpitungu. Baktjaldamakk og undirferli var fjarri honum. Menn gátu treyst á drengskap hans, hvort sem um samherja eða andstæðinga var að ræða og hlaut hann af því virðingu og traust allra er með honum störfuðu eða áttu við hann skipti. Hann hlaut strax á barnsaldri þá lífsreynslu, sem margir kynn- ast aldrei, sem betur fer, og kom úr þeirri eldraun heill og ókalinn á sál og líkama. En reynsla bernskuáranna var honum þó ætíð hugstæð og mótaði lífsviðhorf hans á margan hátt. Kannski var það vegna þessa að hönd hans var alltaf svo hröð til hjálpar ef þeir áttu í hlut, sem minna máttu sín. Við sem þekktum Gísla á Lækj- arbakka, berum söknuð í brjósti þegar hann svo skyndilega er horfinn af sjónarsviðinu. Ég vil við leiðarlok þakka hon- um fjölmargar ánægjulegar sam- verustundir á lífsleiðinni, — þakka honum fyrir tryggðina, vináttuna og drengskapinn, sem aldrei brást. Við hjónin og börnin okkar sendum fjölskyldunni á Lækjar- bakka okkar innilegustu samúð- arkveðjur og biðjum þeim bless- unar á ókomnum árum. Ragnar Jónsson Kveðja: Orvar Þorbjörnsson Fæddur 17. mars 1977. Dáinn 2. febrúar 1980. Art hrygxjast og gleðjast hér unt fáa daga að heilsast og kveðjast l'að er lífsins saga. (P.J. Ardal) Það var mikill gleðidagur í fjölskyldunni er Örvar litli leit dagsins Ijós. Lítill fallegur dreng- ur var kominn í heiminn sem var fagnað innilega af foreldrum og öllu venslafólki, sem bundu sínar björtustu vonir við framtíð þessa litla drengs. En ævidagarnir urðu ekki margir aðeins tæp 3 ár. Þessi litli drengur bar alltaf með sér birtu og yl þrátt fyrir líkamlega veik- burði sína allt frá fæðingu. Á kveðjústund þökkum ,við allt hið ljósa og bjarta er hann færði' í okkar rann, -og biðjum algóðan Guð að vernda litla vininn okkar og gefa foreldrum hans birtu og yl í fangið sitt. Langafi og langamma. Arnarhrauni 4, Ilafnarfirði. Kæru ástvinir heima á íslandi. Við sem erum hér í Kaupmanna- höfn um stundarsakir fengum fréttina af láti Örvars litla, skömmu eftir brottför hans. Þrjú ár er ekki langur æviferill, en um Örvar giltu einstakar aðstæður. Hann var veikburða frá því hann leit dagsins ljós og til hinztu stundar. Slík börn verða háðari nærveru ástvina og umönnun, en þegar um heilbrigð börn er að ræða. Og við sem álengdar stóðum dáðumst að hetjulund foreldr- anna. Og margar hlýjar hugsanir og bænir streymdu til þeirra frá ástvinahópnum. Slík lífsreynsla þroskar meir en flest annað, sem á lífsleið þeirra verður. Það sáum við og skildum. Nú er þessi þraut liðin og við trúum því, að Örvar sé kominn þangað sem engin kvöl er framar til en allt er orðið nýtt. Við biðjum foreldrum hans og öðrum ástvinum allrar Guðs blessunar, styrks og friðar. Dabba og Ómar. Við viljum kveðja lítinn vin. Þó að Örvar hafi átt skamma ævi, var hann öllum til gleði. Það, sem við þekktum hann, var hann rólegt barn og gott. Það er lítið hægt að segja, nema við vottum foreldrum hans og ástvinum innilega samúð og við viljum segja að honum gæti örugglega ekki liðið betur en núna. Vinur þú sefur við opinn glugga. Æskunnar brunn í svefnsins Ifyiltu festi siítur þú i oif safnar fullum krafti. lluKur minn man þinn háa pálmaskuKKa, hafi úk komið líkur þreyttum Kesti utan frá lifsins eyðuhvitu söndum. Steinunn Helga og fjölskylda. Hulda og fjölskylda. Afmœlis- og mmningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrir vara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera velrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.