Morgunblaðið - 26.03.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.03.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1980 frumvarpið: Allur ávinningur síðan 1974 þurrkaður út með einu pennastriki — segir Björn Þórhallsson formaður LIV „Verkalýðshreyfingin hefur oft á tíðum slakað á gagnvart kauphaekkunum vegna skatta- tilfærslna, en nú hefur allt, sem menn telja sig hafa unnið í þeim efnum frá 1974, verið þurrkað út með einu penna- striki í þessu skattstigafrum- varpi,“ sagði Björn Þórhallsson formaður Landssambands verzlunarmanna í samtali við Mbl. í gær. en Björn á sæti í sérstakri nefnd, sem ASÍ hefur sett á fót til að ræða við stjórnvöld um skattamál. Björn sagði, að megingallinn við skattstigafrumvarpið frá sjónarhóli verkalýðshreyfingar- innar væri að 50% skattþrepið næði niður á allt of lágar tekjur og þar af leiðandi kæmi það við duglegt verkafólk, sem engan veginn væri þó hægt að kalla hátekjufólk. „Það er ekkert á móti því að setja 50% skattþrep á þá, sem hafa raunverulegar hátekjur, en eins og frumvarpið er úr garði gert, þá er markið of neðarlega," sagði Björn. Meðal þeirra, sem í þessari skattanefnd sitja auk Björns, er Jóhannes Siggeirsson hagfræð- ingur ASÍ. Lyfjagreiðslur hækka um 35% — greiðslur aldr- aðra og öryrkja lækka um 48% HEILBRIGÐIS- og trygginga málaráðherra, Svavar Gestsson, hefur gefið út nýjar reglugerðir um greiðslur vegna lyfja, sér- fræðingaþjónustu lækna og röntgenmyndatöku frá og með 1. apríl n.k.. Ilækka gjöldin al- mennt um 35%, en greiðslur aldraðra og öryrkja iækka um 48%, sem greiða þá helming þess, sem aðrir greiða. Samkvæmt nýju reglugerðinni greiða aldraðir og öryrkjar 500 krónur fyrir hverja afgreiðslu samkvæmt lyfjaverðskrá 1 og 1350 krónur samkvæmt lyfjaverðskrá 2, en aðrir greiða 1000 krónur og 2700 krónur. Greiðslur sjúkra- tryggðra fyrir sérfræðingslæknis- hjálp, rannsóknir og röntgen- greiningu hækka úr 2000 krónum í 2700 krónur, en aldraðir og öryrkj- ar greiða 1350 krónur fyrir þessa þjónustu. Greiðslur sjúkratryggðra til samlagslækna hækka úr 350 í 600 krónur fyrir viðtal á lækninga- stofu og úr 700 í 1200 krónur fyrir vitjun. I frétt heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins segir, að þessi verð hafi síðast breytzt í apríl 1979 og að hækkunin nú sé „einvörðungu vegna verðbreyt- inga“ síðan. Formannaráðstefna sjómannasamtakanna: Vonandi náum við samstöðu um ein- hverjar aðgerðir Nefnd kannar mál farand- verkafólks Félagsmálaráðherra hefur skipað nefnd til þess að kanna gildandi lög og reglur um kjör og aðbúnað farandverkafólks, þar með talið erlent verkafólk hér á landi, og gera tillögur til úrbóta í þejm efnum. í nefndinni eru Arnmundur Backman, hdl, formaður nefndar- innar, Jósef Kristjánsson, starfs- maður Baráttuhóps farandverka- fólks, Ásmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri ASÍ, Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri VSI, Jón S. Ölafsson, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu og Ingi- mar Sigurðsson, deildarstjóri í heilbrigðisráðuneytinu. Nefndin skili áliti innan þriggja mánaða segir í frétt félagsmála- ráðuneytisins. Undanþága til að veiða loðnu í þurrkun TVÖ loðnuskip, Seley og Þórsham- ar, hafa fengið undanþágu til þess að veiða loðnu til þurrkunar. Fær hvort skip að veiða 600 tonn eða samtals 1200 tonn. x Loðnan er þurrkuð að Reykhólum í Hvera- gerði. — segir Ingólfur Falsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins „ÉG vona svo sannarlega að okkur takizt að ná samstöðu um einhverjar aðgerðir. Án þess væri alveg eins gott að sitja heima,“ sagði Ingólfur Falsson formaður Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands, er Mbl. spurði hann í gærkvöldi, hvort for- mannaráðstefna sambandsins og Sjómannasambands íslands i dag væri haldin til að ákveða aðgerð- ir til að þrýsta á fiskverðsákvörð- un. Mbl. spurði Ingólf, hvaða aðgerðir kæmu til greina að hans dómi, en hann kvaðst ekki vilja svara slíkri spurningu þá. Ráðstefnan hefst að Hótel Sögu klukkan 14 í dag og sitja hana formenn aðildarfélaga samband- anna og stjórnir þeirra. Ingólfur Ingólfsson fulltrúi sjómanna í yfirnefnd verðlagsráðs sjávarút- vegsins mun skýra stöðu mála í yfirnefndinni og síðan verða al- mennar umræður. Aukin skattheimta telst ekki uppsafnaður vandi — segir Þorsteinn Pálsson fulltrúi í verðlagsráði „RAÐHERRUNUM gerir bæði sárt og að klæja. Þeir ákveða niðurtalningu verðlags, en taka það ekki hátíðiegar en svo, að þegar þá klæjar í meiri skattpen- Hafréttarráðstefnan í New York: Æ’ Fundur Islendinga, Fær- eyinga og Dana i gær „VIÐ íslendingarnir áttum i dag viðræður við fulltrúa Færeyinga og Dana um hafsbotnssvæðið suður af íslandi og við búumst við að hitta írsku fulltrúana að máli á morgun,“ sagði Eyjólfur Konráð Jónsson fulltrúi á Hafréttarráðstefnunni í New York í samtali við Mbl. í gær- kvöldi. „Á fundinum í dag bentum við á ályktun Alþingis frá 22. des- ember 1978 og nefndum þá hug- mynd, að Islendingar, Færey- ingar, Irar og Bretar reyndu samninga um allt Rockall-svæðið. Kæmi þá annaðhvort til greina skipting svæðisins eða sameigin- leg yfirráð og hagnýting þessara íslenzku full- trúarnir hitta fulltrúa íra á morgun fjögurra þjóða á þessu umtalaða svæði. Færeyingar halda að sjálf- sögðu fast fram sínum rétti, sem þeir byggja á því, að „færeyska hásléttan" sem þeir vilja nefna hið sokkna land sé eðlilegt fram- hald Færeyja og undirstrika þau rök, sem við höfum bent á, að þetta hafsbotnssvæði geti undir engum kringumstæðum talizt eðlilegt framhald Irlands og Bretlands. Enginn veit raunar enn hvern- ig ýmis hugtök, sem hér ber hvað hæst, verða endanlega skilgreind og þess vegna má segja, að mikil óvissa ríki enn um það, hvernig skipting hafsbotnsins muni verða utan 200 mílnanna, en væntan- lega verða 150 mílna mörk, eða samtals 350 mílur frá grunnlínu, það takmark, sem lengst verður náð. Nú er gert ráð fyrir því, að endurskoðaður texti verði lagður fram síðasta dag þessa fundar ráðstefnunnar, sem verður á föstudaginn í næstu viku. Málum miðar heldur hægt áleiðis, en þó eru tíðir fundir í ýmsum nefndum og starfshópum," sagði Eyjólfur Konráð Jónsson. ing, þá undanþiggja þeir sjálfa sig frá reglunum.“ sagði Þor- steinn Pálsson fulltrúi í verðlags- ráði í samtali við Mbl. í gær um hækkun bensínverðs. „Það er ekki hægt að fallast á það að skatta- hækkun sé uppsafnaður vandi i þessu tilliti. Á það er að líta, að fjárlög hafa ekki verið afgreidd og útgjöld ríkisins þvi óákveðin og aukin skattheimta getur þess vegna ekki talizt uppsafnaður vandi. Þá verður að hafa í huga að í verðlagsráði var ekki fallist á að taka eðlilegt tillit til sannanlegs uppsafnaðs vanda olíufélaganna um leið og ríkissjóður tekur allt sitt á þurru landi. Að mínu mati eru þetta forkastanleg vinnubrögð og mjög alvarlegt ef þessi verð- lagsstefna ríkisstjórnarinnar á að koma niður á atvinnufyrirtækjum. meðan stjórnin sjálf undanskilur sig þeim reglum sem hún setur. Jafnframt er ástæða til að taka fram, að þessi bensínhækkun er að uppistöðu til vegna skattahækkana ekki nema minni hluti hennar sem kemur til vegna erlendra verð- hækkana og því eru ummæli við- skiptaráðherra í sjónvarpi í kvöld um þetta efni mjög villandi,“ sagði Þorsteinn Pálsson. Hannes Jónsson Doktor frá Vínarháskóla HANNES Jónsson, sendiherra í Moskvu, varði doktorsritgerð sína um áhrif íslenzkrar fiskveiði- og utanrikisstefnu á hafréttarmál við Vinarháskóla 12. marz sl. og var hann í gær, ásamt 24 öðrum dokt- orsefnum, sæmdur doktorstitli frá Vinarháskóla. í frétt, sem utanríkisráðuneytinu barst um doktorsvörn Hannesar, segir að doktorsritgerð hans hafi fengið mjög góða umsögn þeirra, sem hana dæmdu, og einnig hafi Hannes komist mjög vel frá munnlegum hluta doktorsvarnarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.