Morgunblaðið - 26.03.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.03.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1980 29 vkLVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS • Hundaæði og gáleysi Vegna nýbirtrar áminningar landlæknis og yfirdýralæknis um hættu, sem af því getur stafað, ekki sízt vegna hundaæðis, að flytja til landsins í heimildarleysi lifandi spendýr eða fugla, kemur mér í hug að rétt sé að segja frá eftirgreindu atviki: Fyrir nokkrum árum var ég ásamt hópi íslendinga á leið frá Spáni til íslands í flugvél, og skyldi stanzað í London til 3ja daga dvalar. Vélin lenti á Heat- hrow-flugvelli. Allir farþegar bjuggust til útgöngu, og voru sumir komnir út á landgöngupall, sem ekið var að flugvélinni sam- kvæmt venju. Þá varð allt í einu undarleg stöðvun á útgöngu far- þeganna, og leið nokkur tími, þar til birt var ósk um /að allir farþegar skyldu snúa aftur til sæta sinna. Því næst var tilkynnt, að staðarlögregla teldi sig hafa komizt að því, samkvæmt hrað- boði frá samstarfsmönnum (sen- nilega leynilögreglu) á Spáni, að í vélinni væri falinn hundur, en slíkur innflutningur til Bretlands í heimildarleysi væri stranglega bannaður, og yrði engum mönnum hleypt út úr vélinni fyrr en málið væri upplýst. Kom þegar í ljós, að upplýsingar um hinn falda hund voru réttar. Gáfu eigendur sig fram, og var mér sagt, að þeir hefðu viðurkennt að hafa falið undinn í pappakassa, eftir að hafa látið sprauta hann og svæfa hann, svo að hann léti ekki á sér kræla. Mér var sagt, að umræddur hundur hefði verið settur í sóttkví í Bretlandi, og tel ég víst, að eigendur hafi orðið fyrir sektum og kostnaði í þessu sambandi, en hvort hundurinn var svo fluttur áfram til íslands er mér ekki kunnugt. Vona hins vegar, að viðvörunin í Bretlandi hafi orðið hlutaðeigendum nægjanlega lær- dómsrik. En fyrir íslendinga alla er varasemi Breta og árangur á umræddu sviði til fyrirmyndar, þar eð Bretland, með sínar miklu og fjölþættu samgöngur við um- heiminn, telst nú meðal örfárra landa, sem laus eru við hinn voðalega sjúkdóm, hundaæði. Guðjón F. Teitsson Þessir hringdu . . • Biðraðamenning í Skálafelli Skíðaunnandi hringdi: „Mér datt í hug að beina því til umsjónarmanna skíðalandsins í Skálafelli, hvort ekki megi á einhvern hátt fá meiri reglu í biðraðamenninguna í lyfturnar þar. Það getur verið mjög hvim- leitt að þurfa að bíða í hálfa til heila klukkustund eftir að komast í lyftu, og horfa upp á sömu aðilana, dag eftir dag, helgi eftir helgi troða sér fram fyrir. Þetta er ekkert vandamál í Bláfjöllum. Má ekki setja upp plaströr þarna í Skálafelli þannig að fólk verði að halda sig í röð. Einnig vilja langar raðir sveigja inn á skíðabrekkuna, í stað þess að EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU \l í.LYSIM. \- SIMINN l'.K: 22480 vera beinar, og styttist því brautin fyrir, að auðvitað á skíðafólkið sem því nemur. sjálft að sýna þá kurteisi að vera í Að öðru leyti vil ég þakka góða réttri röð, en þarna virðist þurfa þjónustu og ég geri mér grein aðhald..“ HÖGNI HREKKVÍSI 0 vo o o WIKA Þrýstimælar Allar stæörir og geröir. ,J>'öxn)©©©cri) & (S(p) Vesturgötu 16 simi 13280 mrnmrn m ^mmmmmmmm ® SlKfí Hitamælar 120 MYNDAMÓTHF. PRENTMYNDAGERO AÐALSTRÆTI 6 SÍMAR: 17152-17355 SöM(FflcmD§)(U)(r' & (Qv) Vesturgótu 16, simi 1 3280 Saumaðir stólar, rennibrautir, strengir, píanóbekkir og í borð. Heklaðir og y saumaðir dúkar, v margar tegundir og stærðir Snorrabraut 44 Laugaveg 63. SIGGA V/öGá £ AfLVtRAN BÁTUR TIL SÖLU Til sölu er vélbáturinn Kári Ve 95, sem er 91. lesta eikarbátur. Báturinn sem er í góöu standi er búinn 600 hestafla Stork aöalvál frá árinu 1977/1978, lítið keyrð, 52. hestafla Mannheim Ijósavál frá árinu 1972, Decca radar og sjólfstýr- ingu, Koden dýptarmæli og miöunarstöð, Simrad asdici og dýptarmæli, Sailor W.H.F. og talstöö (sjálfseignarstöö). Báturinn selst meö togveiöafærum og reknetabúnaöi (ekki hristara og blökk) svo og ýmsum búnaði til þorsknetaveiða. Báturinn selst á góöu veröi og meö góðum greiðsluskilmálum. Upplýsingar gefur útibússtjóri Útvegsbanka islands, Vest- mannaeyjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.