Morgunblaðið - 26.03.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.03.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1980 17 GuAlaugur Þorvaldsson. Guðmundur Magnússon. 1*" Slgurðsson. hag- Jónas Haralz. Lands- Paul Stahnkr rikissáttasemjari háskólarektor rannsóknastjóri bankastjóri Ráðstefna hag- og viðskiptafræðinga um verðbólgu: Vilja tengja alþjóðlega verðbólguumræðu og ís- lenzkan verðbólguveruleika FÉLAG viðskiptafræðinga og hagfræðinga hefur um nokkurt skeið unnið að undirbúningi ráðstefnu um verðbólgu, þar sem saman kæmu innlendir og erlendir sérfræðingar og áhugamenn. auk forystumanna á ýmsum sviðum þjóðiífsins til skoðanaskipta um þetta flókna vandamál. Ráðstefnan verður haldin í orlofsbúðum BSRB í Munaðar- nesi dagana 28.-29. mars n.k. Föstudaginn 28. mars flytja bandarísku hagfræðingarnir David Colander og Paul K. Stahnke framsöguerindi, en þeir koma hingað fyrir milli- göngu Menningarmálastofnunar Bandaríkjanna. David Colander mun í fram- söguræðu sinni einkum fjalla á fræðilegan hátt um verðbólgu- kenningar. Colander er 32 ára gamall. Hann stundaði háskól- anám við háskólann í Birming- ham, en 1976 brautskráðist hann með Ph.D. gráðu frá Columbia University. Colander starfar nú sem aðstoðarprófessor við Uni- versity of Miami. Landi Colanders, Paul K. Stahnke, mun í sinni framsögu- ræðu einkum gera grein fyrir aðgerðum stjórnvalda til höml- unar verðbólgu og félagslegum og hagrænum vandamálum sem samfara eru verðbólguhjöðnun. Paul K. Stahnke er 56 ára að aldri og starfar nú sem ráðu- nautur sendinefndar Bandaríkj- anna hjá OECD. Að Ioknum framsöguerindum fyrri dags ráðstefnunnar verða umræður og fyrirspurnir, en um kvöldið gefst ráðstefnugestum kostur á að hittast og spjalla saman. Síðari dag ráðstefnunnar hlýða þátttakendur á erindi Jón- asar H. Haralz, Landsbanka- stjóra, sem fjallar um verð- bólgureynslu íslendinga. Síðastur frummælenda er Próf. Dr. Pieter de Wolff. Dr. de Wolff er hollenskur hagfræðing- ur, 67 ára að aldri. Hann var á sínum tíma lærisveinn Jan Tin- bergen, Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði. Dr. de Wolff er í fremstu röð hollenskra hagfræð- inga og var m.a. um tíu ára skeið forstjóri „Central Planning Bur- eau“ í Hollandi, sem hafði það hlutverk að vera ríkisstjórninni til ráðgjafar í efnahagsmálum. Dr. de Wolff þekkir vel til íslenzkra aðstæðna og íslenzkra efnahagsmála. Sumarið 1978 var hann leiðsögumaður 28 hag- fræðistúdenta frá háskólanum í Amsterdam, sem hér voru á ferð og tóku íslenzk efnahagsmál fyrir sem sérstakt verkefni. Dr. de Wolff mun væntanlega greina frá rannsóknum stúdentanna, jafnframt því sem hann greinir frá viðhorfum útlendings sem hefur haldgóða þekkingu á íslenzkum efnahagsmálum. Að erindi Dr. de Wolff loknu verða umræður og fyrirspurnir. Fundarstjóri verður Guðlaug- ur Þorvaldsson ríkissáttasemj- ari. Eftir hádegi verður dag- skránni fram haldið með pall- borðsumræðum. Umræðustjóri verður dr. Guðmundur Magnús- son, rektor. Auk þeirra fram- sögumanna sem hér hafa verið taldir, mun Jón Sigurðsson hag- rannsóknastjóri taka þátt í um- ræðunum. Ráðstefna þessi er tvímæla- laust viðamesta verkefni sem Félag viðskiptafræðinga og hag- fræðinga hefur ráðist í. Með ráðstefnuhaldinu vill félagið leitast við að tengja alþjóðlega verðbólguumræðu og íslénzkan verðbólguveruleika og stuðla að fræðilegum og hagnýtum skoð- anaskiptum um vandamálið. 45 lóðum út- hlutað í gær Á FUNDI borgarráðs í gær voru ákveðnar lóðaúthlutanir í Reykjavík samkvæmt tillögum lóðanefndar. Var úthlutað 10 raðhúsalóðum í Seljahverfi og 35 einbýlishúsalóðum á Eiðis- grandasvæðinu. Á fundinum var lögð fram tillaga lóðanefndar um eftirgreindar úthlutanir á raðhúsalóðum við Kaldasel: Kaldasel 6: Karl J. Ottósson, Krókahrauni8 Kaldasel 8: Ólafur Ólafsson, Blikahólum 2 KaldaseMO: Egill Ólafsson, Yrsufelli Kaldasel 12: Jóhannes H. Jóhannesson, Flúðaseli 91 Kaldasel 14: Einar Þ. Dag- bjartsson, Melási 10, Garðabæ. Þá var samþykkt samkvæmt útdrætti sem fram fór á fundin- um milli þeirra sem höfðu 88 stig skv. reglum um lóðaúthlut- un að úthluta eftirtöldum rað- húsalóðum við Kaldasel: Kaldasel 18: Guðmundur Þórkelsson, Vesturbergi 120 Kaldasel 20: Ágúst Þ. Odd- geirsson, Unufelli 21 Kaldasel 22: Kristín Guð- mundsdóttir, Flúðaseli 89 Kaldasel 24: Björn H. Björnsson, Þórufelli 12 Kaldasel 26: Jón R. Od- dgeirsson, Tunguseli 6 Þá var á fundinum lögð fram tillaga lóðanefndar varðandi út- hlutun á Eiðisgrandasvæðinu og féllst borgarráð á eftirfarandi úthlutanir, en þar er um að ræða einbýlishúsalóðir: Benedikt Skarphéðinsson, Bræðraborgarstíg 25 Þorsteinn Steingrímsson, Víðimel 27 Sæmundur Rögnvaldsson, Flókagötu 61 Friðrik Adólfsson, Faxa- skjóli 26 Ingvar Sveinbjörnsson, Hað- arstíg 12 Eiríkur Trvggvason, Æsu- felli 4 Óskar G. Jónsson, Flyðru- granda 6 Atli Þ. Ólason, Hraunbæ 102d Friðrik A. Þorsteinsson, Hvassaleiti 155 Grétar Bergmann, Erlu- hraun 5, Hf. Guðmundur Matthíasson, Granaskjól 36 Guðrún Ingólfsdóttir, Haða- land 5 Hilmar T. Björnsson, Dala- land 9 Jóhann Hákonarson, Kapla- skjólsvegi 93 Kjartan Ólafsson, Efstasund 51 Kristinn Bergsson, Lindar- braut 43, Seltj. Kristján K. Víkingsson, Ein- arsnes 25 Sveinn Þorgrímsson, Kapla- skjólsvegi 91 Brynhildur Ingvarsdóttir, Eiríksgötu 27 Hjörtur Hjartarson, Ægis- síðu 76 Þá var samþykkt samkvæmt útdrætti, sem fram fór á fundin- um þar sem dregið var milli þeirra er höfðu 88 stig skv. úthlutunarreglum, að veita eft- irtöldum lóð undir einbýlishús, einni og á Eiðisgrandasvæðinu: Arnar Sigurðsson, Háaleitis- braut 25 Eðvarð Guðmundsson, Álf- heimar 50 Friðjón Margeirsson, Arn- arh. Kjalarnesi Gunnar B. Björnsson, Glæsi- bæ 10 Hafsteinn Þ. Stefánsson, Hraunbæ108 Halldór Gíslason, Leirubakka 2 Helgi Björnsson, Sörlaskjól 32 Kjartan Gíslason, Kaplaskjóls- vegi 55 Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Skógargerði 6 Sigurður Antonsson, Safamýri 75 Sigurður Hermannsson, Vallar- braut 11, Seltj. Sigurður Sigurðssón, Tómas- arhaga 27 Skarphéðinn S. Bjarnason, Flyðrugranda 6 Stefán Melsted, Nesveg 47 Þórður Jónsson, Meistaravellir 7 rir áramót dlaga fresti — Byrjunin er góð, en við erum svo sem búnir að upplifa ýmsar breytingar á tillögum stjórnar SVR þegar um vagna- kaup er að ræða þar sem málið á eftir að fara fyrir Innkaupa- — segir Nýja bílasmiðjan um afhending- una verði skipt við hana stofnun, borgarráð og borgar- stjórn svo að við hyggjumst bíða og sjá til hver endanleg afgreiðsla málsins verður, sagði Ásgeir Gunnarsson hjá Velti sem umboð hefur fyrir Volvo-vagna. Ásgeir sagði að samkvæmt útboðinu yrði að taka ákvörðun fyrir apríllok og síðan væri gert ráð fyrir þriggja mánaða afgreiðslu- fresti eftir að pöntun hefur verið gerð. Kvað hann því sennilegt að fyrstu bílarnir gætu komist á götuna um áramót væri Nýja bílasmiðjan í stakk búin til að ljúka smíði yfirbygginganna. Höskuldur Jónsson hjá Nýju bílasmiðjunni kvað fyrirtækið reiðubúið að semja um smíði yfirbygginganna. Sagði hann að miðað við að fyrstu vagn- arnir kæmu til landsins í október væri hægt að afhenda tvo um áramótin og síðan einn vagn á 45 daga fresti. Þýddi það vinnu í 2*/2 ár hjá fyrir- tækinu og yrði starfsmönnum þess fjölgað um 6—8, en þeir eru nú um 22. Kvað Höskuldur fyrirtækið auk þessarar nýsmíði, ef til kæmi, geta annað annarri nýsmíði svo og viðgerðarverkefnum eins og verið hefði. Bergur Ólafsson fulltrúi vagnstjóra í stjórn SVR, sem bar fram tillögu um að keyptir yrðu Volvo-vagnar, kvaðst að svo stöddu ekki vilja tjá sig um málið, meðan það hefði ekki hlotið endanlega af- greiðslu, en kvaðst þó vona að sjónarmið vagnstjóra yrðu virt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.